Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 24
MISSIR SÓLNES AF FYRSTA SÆTINU? Sr Ákveðin öfl innan Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra vinna nú að því að Halldór Blöndal varaþingmaður skipi nú fyrsta eða annað sætið á lista flokks- ins þar í stað þriðja sætis. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu. Jón G. Sólnes hefur verið og erenn í fyrsta sætinu og Lárus Jónsson i 2. sæti. Stuðningsmenn Halldórs vilja nú færa Jón aftur fyrir, a.m.k. í 3. sæti. Kjörnefnd kemur saman í kvöld og sagði Svanhildur Björgvinsdóttir, formaður hennar, í viðtali við DB í morgun, að þá kæmi slíkt i ljós ef það ætti við rök að styðjast. Eftir því sem DB kemst næst eru þessar óskir um breytingar ekki beinlínis tengdar símareikningamáli Jóns, heldur eru þær eldri og byggj- ast fyrst og fremst á þvi að Jón er orðinn 69 ára en Halldór á miðjum aldri og hefur lengi verið varamaður og oft setið þing sem slíkur. Sé því eðlilegt að hann fái nú tækifæri. Er Halldór var i morgun spurður hvort hann byði sig ekki fram ef hann yrði í sæti á eftir Jóni sagði hann slíkt ekki hafa komið til tals. Kjörnefnd hefði ekki enn komið saman og þess vegna væru framboðsmálin ekki komin á umræðustig. -GS „HEF DOTTAÐ A VERDINUM GAGNVART ÞEIM SEM LEGGJA ALLT ÚT Á VERSTA VEG” — segir Jón G. Sólnes um símareikningamálið .....skal ég fúslega viðurkenna að ég hef dottað á verðinum gagnvart þeim aðilum sem allt viija leggja út á versta veg,” sagði Jón G. Sólnes al- þingismaður, er hann gerði Alþingi grein fyrir sínum sjónarmiðum vegna athugasemda yfirskoðunarmanna ríkisreikninga á simareikningum. Hann kvað brugðið frá fastri venju um að gefa mönnum tækifæri til að skýra sitt mál, þegar ástæður gæfu tilefni til athugasemda af hálfu yfirskoðunarmanna. „Afleiðingarnar af þessari einstöku tilhögun hafa heldur ekki látið á sér standa gagnvart mér eftir að ég kom heim. Ég hef nánast verið útskúfaður. úr flokki mínum af nokkrum hluta hans,” sagði Jón G. Sólnes. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga gerðu með bréfi til forseta sameinaðs þings, fjármálaráðuneytis, athuga- semdir við símareikninga, sem að hluta til voru greiddir af tveim stofn- unum, Kröflunefnd og Alþingi. Eins og áður hefur verið skýrt frá í DB telur þingmaðurinn að hann gæti skuldajafnað við Kröflunefnd með reikningum fyrir afnot einkabifreiðar í þágu Kröfluvirkjunar. -BS. Hún varð stutt, setan i ráðherrastólunum á Alþingi — en trúlega var gœrdagurinn nægur skammtur til að byrja með. Þegar þing var rofið i gœr fóru í gang miklar umræður á Alþingi og stóðu fram yfir kvöldmat. Hér sitja ráðherrarnir Vilmundur Gylfason, og Magnús H. Magnússon undir ræðu Jóns Sólness, sem segir frá ofar á síðunni. DB-mynd: Hörður. Aðalf undur Dagblaðsins í gærkvöld: Rekstrarfjárstaðan batnaði um 12 milljónir —f élagsstof nun vegna húsbyggingar kemur til greina Dagblaðið skilaði rúmri milljón i hagnaði árið 1978. Afskrifað var fyrir 11 milljónir, þannig aðrekstrar- fjárstaða fyrirtækisins batnaði um rúmar 12 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi Dag- blaðsins sem haldinn var í gærkvöld. Björn Þórhallsson stjórnarfor- maður félagsins gat þess i ræðu sinni að til greina kæmi að stofna sérstakt félag til að standa undir áframhald- andi byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir Dagblaðið við Þverholt. Mundu núverandi hluthafar þá verða beðnir að taka þátt í stofnun félagsins og leitað til velunnara blaðsins. Rekstrarfjárstaðan hefði batnað um 20 milljónir ,,ef við hefðum verið svo lítilþægir að þiggja ölmusustyrki ríkisins,” sagði Björn Þórhallsson. Hann minntist Axels Kristjáns- sonar sem sæti átti í stjórn Dag- blaðsins og lézt á árinu. Í stjórn Dagblaðsins voru kosnir: Björn Þórhallsson viðskiptafræðing- ur, Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Haukur Helgason ritstjórn- arfulitrúi, fulltrúi starfsfólks, og Agnar Kristjánsson framkvæmda- stjóri. í varastjórn voru kosnir Ólafur Eyjólfsson skrifstofustjóri, Páll Hannesson framkvæmdastjóri og Hálfdán Steingrímsson prent- smiðjustjóri. Fundurinn samþykkti að arður skyldi ekki greiddur fyrir árið 1978. í DB á morgun verður birt ræða stjórnarformanns og útdráttur úr reikningum Dagblaðsins. - HH Byggingarframkvaemdir Dagblaðsins við Þverholt. DB-mynd Bj.Bj. frfálst, nháð daghlað ' MIÐVIKUDAGUR 17. OKT. 19*79. íslendingar komust áfram íslenzka skáksveitin hefur tryggt sér sæti i milliriðli i fyrstu heimsmeistara- keppni unglingasveita sem haldin er í Viborg í Danmörku þessa dagana. í 1. umferð tefldu íslendingar við Skota og sigruðu með 2,5—1,5. Jóhannes Gísli vann sína skák á 2. borði en skákum Jóhanns Hjartar- sonar, Elvars Guðmundssonar og Karls Þorsteins lauk meðjafntefU. í 2. umferð vann ísland Beigíu 4—0. Jóhann, Jóhannes Gísli, Elvar og Björgvin Jónsson unnu allir sínar skák- lr'í 3. umferð sem tefld var í gær gerðu íslendingar jafntefli við Finna, 2—2. Jóhann og Jóhannes GísU töpuðu á 2 efstu borðunun en Karl Þorsteins og Björgvin unnu. Skotar urðu efstir i riðUnum með 9 v., ísland hlaut 8,5, Finnar 6,5 og Belgar ráku lestina með engan vinning. íslendingar lenda í mUliriðU með Englendingum, Hollendingum og V- Þjóðverjum, og er sá riðill talinn sterk- ari en hinn en í honum eru Júgóslavar, Svíar, Danir og Skotar. Sigurvegar- arnir í þessum riðlum keppa síðan um heimsmeistaratitilinn. -GAJ Profkjör Sjálfstæðis- flokksins: f ramboð í dag Tveir af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, sem taldir eru líklegir kandídatar í prófkjöri Sjálfstæðis- fiokksins í Reykjavik, munu taka ákvörðun um þátttöku i kvöld og á morgun. Birgir ísleifur Gunnarsson fv. borgarstjóri mun taka ákvörðun sína í kvöld og Ólafur B. Thors fv. forseti borgarstjórnar ákveður sig á morgun. ,,Ég hefi satt að segja ekki haft tima til þess að íhuga þetta mál meðal ann- ars vegna kjararáðstefnu Vinnuveit- endasambandsins,” sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í við- tali við DB. Fréttamaður spurði Þor- stein að því, hvort hann gæfi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík. ,,Ég geri mér grein fyrir því, að skammur tími er til ákvörðunar, og ég býst við þvi að ég hugsi málið til þrautar í dag,” sagði Þorsteinn. -JH/BS Vinnuveitendur: Verðbætur skomar niður Vinnuveitendur vilja að verðbætur verði reiknaðar á 6 mánaða fresti í stað þriggja og þær verði verulega skertar frá því sem nú er. Þetta varð niður- staða kjaramálaráðstefnu Vinnuveit- endasambandsins, sem var haldin í gaer. Verðbreytingar sem verða vegna launahækkana og breytingar á óbein- um sköttum og niðurgreiðslum skuli ekki hafa áhrif til hækkunar verðbóta, segir í samþykktinni. Taka skuli meira tillit en gert er til breytinga á viðskipta- kjörum. Breytingar á kjarasamningum skuli gerðar innan þeirra marka að heildar- launakostnaður fyrirtækjanna vaxi ekki. Þá verði samningstiminn til 1. janúar!982. - HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.