Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER1979. — 232. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.-AÐALSÍMI 27022. Skoðanakönnun DB um fylgi flokkanna: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VINNUR 6 TIL 7 ÞINGSÆTI —en fær ekkihreinan meirihluta, skv. könnuninni—fylgishrun Alþýðuflokksíns Sjálfstæðisflokkurinn mundi vinna 6—7 þingsæti en ekki fá hreinan meirihluta á Alþingi, ef þingkosn- ingar færu fram nú. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar, sem Dag- blaðið gerði nú um helgina. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sam- kvæmt könnuninni 43,3 prósent at- kvæða. Hann fékk í siðustu kosning- um 32,7 prósent atkvæða. Flokkur- inn fengi nú 26—27 þingmenn í stað 20. Fylgishrun yrði hjá Alþýðuflokkn- um. Hann fær samkvæmt könnun- inni 12,8 prósent atkvæða og 7—8 þignmenn. Hann mundi þvi tapa 9,2 prósentustigum í atkvæðamagni og 6—7 þingsætum. Alþýðubandalagið fær samkvæmt könnuninni 21,9 prósent atkvæðanna og 13 þingmenn. Það tapaði þvi einu prósentustigi af atkvæðum og einum þingmanni. Framsókn fær samkvæmt könnun- inni 21,9 prósent atkvæðanna og 13 þingmenn. Flokkurinn mundi þá bæta við sig 5 prósentustigum og ein- um þingmanni. Þingsætum er í þessum útreikningi skipt milli flokka í hlutfalli við at- kvæðamagn. Alltaf getur verið skekkja upp á fáein prósent hjá hverjum flokki í slíkri könnun og ber að taka niður- stöðurnar með varúð. Miklu skiptir einnig að þeir sem eru ýmist óákveðnir, vilja ekki svara eða segjast engan flokkanna kjósa eru alls tæp 38 prósent af öllum sem spurðir voru. Þessi hópur mun því ráða miklu um úrslitin þegar hann gerirupphugsinn. Sjálfstajðisflokkurinn fær sam- kvæmt könnuninni hreinan meiri- hluta atkvæða og þingmanna í Reykjavik. Niðurstöður þessarar könnunar eru mjðg frábrugðnar niðurstöðum i könnun sem Vísir gerði fyrir tveimur vikum. -HH sjánánarumúrslitkönnunarinnarogviðbrögð stjórnmálamannaábls. 6-7ogforustugreinábis. 12 Barði kaup- manninn ogstal kampa- víninu í síðustu viku bar þjóf aðgarði verzlunarinnar Dalakofans í Hafnarfirði. Braut þjófurinn sér leið inn i verzlunina með því að brjóta rúðu og skriða inn. Svo óheppilega vildi til fyrir þjófinn að þegar inn var komið reyndist eigandinn vera i verzlun sinn'uGaf þjófurinn honum vel útilátin högg svo að sár opnuðust á vör og á kinnbeini. Síðan sleit hann síma verzlunarinnar úr sambandi. Að þessu loknu fór hann að vinskáp sem verzlunareigandihn hefur í verzlunarhúsnæði sínu og stal þar einni flösku af kampa- víni, en lét aðrar tegundir sem þar voru eiga sig, Þjófurinn hefur ekki fundizt enn þrátt fyrir all- miklar tilraunir. Má vart á milli sjá hvor er menningarlegri — kaupmaður- inn, sem hefur vínskáp í búðinni til að hressa upp á kúnna og kunningja — eða þjófurinn, sem vildi ekkert nema kampavín. A.St. ROKIÐ GERÐIVÍÐA USLA í MORGUN DB-mynd: Sv. Þorm. Það var í mörgu að snúast hjá Iðgreglunni I morgun vegna roksins I borginni. Still- ansféll við Óðinsgötu 32 yfir grindverk og þvottasnúrur. Ilöfðu börn á leið I skóla rétt nýlegafarið þar um sem stillansinnféll saman. Þá stóðu lögreglumenn i ströngu við að negla og binda saman vinnupall við Kirkju- teig 2 7, þar sem myndin var tekin. Hér og þar um bœinn voru plötur og annað lauslegt aðfjúka ogfiestir bílar lógreglunnar við aðstoð með mannafla. - ASt. Víka gegn vímugjöf um: „Alit niður (12 ára drekka þau og sniffa" „Drykkjan er að aukast og færast æ neðar í aldri," sögðu nokkrir 13— 15 ára krakkar sem héldu blaða- mannafund á fösrudag i tilefni af <viku gegn vimugjöfum. „Þetta er orðið talsvert vandamál þvl krakkar allt niður i 12 ára eru farin að drekka og flcstir krakkar 13—15 ára hafa þegar fundið á sér í fyrsta sinn. Skólarnir liða yfirleitt ekki drykkju á böljum en krakkarnir drekka niðri á Haliærisplani og i _^________________:—:— ' '¦___;'•, W Krakkarmr sem áð blaðamannafundinum stoðu. Frá vinstri: Inger Aikman, Birna Bentsen, Oifur Helgi Herjólfsson, Flín Jóhannesdóttir, Guðfinna Bjiirns- dóttir ng Árni Sigurbergsson. DBinynd: Kagnar. Tónabæ.. Reyndar mega þau ekki hafa vin með sér inn þar en þau f& inngöngu ef þau geta staðið i lappirn- ar. Við vitum einnig af jafnöldrum okkar sem reykt hafa hass og af þó nokkrum sem þefa af þynni en þó aðallega bensini. Þessir krakkar fá v'm og fíkniefni hjá eldri systkinum sínum, eða þáað þeir stela þvi. Við vitum einnig um krakka sem eima spira heima hjá sér eða brugga með vitund foreldra sinna.Öiinur drekka spírann öþynnt- an. Drykkjan þykir fin 'og sífellt er verið að reyna að fá okkur hin til að vera með. Þessu viljum við koma á framfæri við fullorðna fólkið," sögðu krakkarnir. -DS — sjáeinnigábls. 16

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.