Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Rándýr sínriöl leggiast ofan á vöruverð — þegarutan- bæjarmenn þurfaaðeiga viðskipti við fyrirtæki í höfuðborginni „Það er mjög slæmt fyrir okkur utan af landi að vera látin bíða lon og don í símanum þegar við þurfum að hringja til Reykjavíkur,” sagði kona nokkur i Grundarfirði í samtali við DB. „Ég þurfti að hringja í bUaverzl- un i höfuðborginni til þess að panta varahluti í bílinn og var látin bíða í símanúm í einar fimmtán mínútur. Símastúlkan hjá fyrirtækinu var öll af vilja gerð en svo virðist sem af- greiðslumennirnir í þessari varahluta- verzlun séu ekki nógu margir. Kostn- aðurinn við símhringinguna bætist svo ofan á varahlutaverðið sem er víst nógu hátt fyrir.” Þá minntist Grundarfjarðarkonan einnig á hve fólki úti á landi sé gert erfitt fyrir þegar verðs er ekki getið i auglýsingunum. „Það kostar að við verðum að hringja rándýr símtöl til Reykjavíkur til þess að spyrja um. verð áður en við vitum hvort af kaup- um getur orðið eða ekki. Getur DB upplýst hvort ekki sé i lögum eða reglugerðum ákvæði um að kaup- mönnum sé skylt að taka fram verð á vörum er þeir auglýsa?” Þá vakti húsmóðirin í Grundar- stafa af því að verð er ekki tilgreint í auglýsingum. Svar: Við höfðum samband við skrif- stofu verðlagsstjóra þar sem fékkst Kaupmenn eru ekki skyldugir tíl að taka fram verð í auglýsingum en áþvígæti orðið breyting 1. nóv. upplýst að ekki væru ákvæði í ís- lenzkum lögum um að verð skuli tekið fram i auglýsingum. Hins vegar sagði Kristján Andrésson að á þvi gæti hugsanlega orðið breyting 1. nóvember næstkomandi. Þá taka gildi lög um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Kristján sagði að hins vegar væri í gildi reglugerð sem verðlagsstjóri beitti sér fyrir á sínum tíma sem skyldaði kaupmenn að verðmerkja vörur sem hafðar eru til sýnis í verzl- unargluggum. Það gefur augaleið að ef verð er að jafnaði birt í auglýsingum sparar það neytendum bæði fé og fyrirhöfn. Satt bezt að segja er erfitt að koma auga á ástæðuna fyrir þessum verðlausu auglýsingum. Það hlýtur einnig að spara starfsfólki verzlana tíma og fyrirhöfn að þurfa ekki sífellt að vera að svara fyrirspurnum um verð aug- lýstrar vöru. Engu er líkara en verið sé beinlínis að gabba viðskiptavini með „verð- lausum” auglýsingum. -A.Bj. firði einnig athygli á gifurlegum raf- magnsreikningum sem utanbæjar- mönnum berast á tveggja mánaða fresti. Þegar um er að ræða reikninga fyrir rafmagnskynt íbúðarhús geta þessir reikningar hljóðað upp á allt að 300 þúsund kr. Þar ofan á bætast fjallháir símareikningar sem m.a. Peningamir renna út eins og heitar lummur — Ekki bera húsmæður ábyrgð á hækkunum og þurfa því ekki alltaf að vera að af saka sig Hitaveituframkvæmdir eru dýrar framkvæmdir en þær eru nánast fjárfesting sem er fljót að borga sig. Myndin er tekin á Akureyri þegar verið var að leggja hitaveituna vítt og breitt um bæinn. DB-mynd Fax. Húsmóðir á Sauðárkróki skrifar: Jæja, þá kemur septemberseðillinn og þar i eru tíu slátur. Samt hélt ég að ég færi hærra því peningarnir renna út eins og heitar lummur (er með tæplega 26 þús. kr. á mann i sex manna fjölskyldu). Og samt erum við alltaf að spara. Raunar er það hálfkjánalegt að við húsmæðurnar séum alltaf að afsaka hvað við eyðum miklu. Eins og allir vita eru þessi ósköp ekki okkur að kenna. Héi kemur ein uppskrift sem er ' mjög góð ef von er á gestum: 800 g nautahakk 2—3 sneiðar beikon 1 dós (lítil) sveppir 4 meðalstórir laukar 1 pilsner 1/41 rjómi Tómatsósa salt og pipar hvítlauksduft. Steikið hakkið á beikoni og lauknum. 4 pönnu með Sveppirnir eru Raddir neytenda látnir á pönnuna sem síðan er tekin af plötunni. Pilsnemum, rjómanum, toma&ósunni og kryddinu hrært saman við’. Látið í eldfast mót og bakað í ofni vjð 200°C í um það bil 30 mín. Með þessu er gott að hafa snittubrauð og hrísgrjón. Ég kann ekki að búa tíí góða kæfu, getur einhver hjálpað mér? Svar: Við þökkum ágæta uppskrift. Við reiknuðum út hráefniskostnað í upp- skriftina og hann reyndist vera 4.527 kr. — Annars staðar hér á siðunni er okkareigin kæfuuppskrift. - A.Bj. Gamla kæf uuppskriftm Eins og er munar sáralitlu á verði hvort kæfan er Hitaveituinnlögn og skólaganga bam- heimatilbuin eða keypt í búðinni anna kosta sitt G.R., Akureyri, skrifar: Þá kemur loks aftur seðill frá okkur eftir nokkuð langt hlé. I. sept- ember byrjaði ég á mun nákvæmara bókhaldi en ég hef áður haldið. Ég færi allt inn í sérstaka bók jafnóðum og eitthvað er keypt eða borgað. Síðan færi ég inn á veggspjaldið eftir því (er með 24.358 kr. á mann að meðaltali í mat og hreinljetisvörur). Eins og þú sérð er liðurinn „ann- að” anzi hár enda var lögð inn hita- veita hjá okkur í mánuðinum og er ýmis kostnaður sem fylgir því. Þess vegna varð maður enn frekar að spara í matarkaupum. Einnig fylgja því mikil útgjöld þegar börnin byrja í skóla. Beztu kveðjur. Liðurinn „annað” hjá þessari sex manna Akureyrarfjölskyldu var í september rúmar 400 þúsund kr. ARABÍA hreinlætistæki í öllum litum Blöndunartæki í úrvali. — Handúöarar, nuddarar, barkar og tengistykki. — WC setur, verð frá 8.900. - Verð á klósetti frá kr. 76.900. - Stálvaskar, vatnslásar 11/4" og 11/2" og margt fleira. BaðstofaN Ármúla 23 Sími 31810 — Nýborgarhúsinu Þegar keyptir eru heilir kjöt- skrokkar til heimilisins fellur alltaf til heilmikið af kæfukjöti. Það er óneit- anlega svolítið „gums” að búa til kæfu og því hafa margir jafnan fyrir venju að sjóða kæfu þegar keyptir hafa verið tveir skrokkar. Kjötið geymist alveg í frystikistunni milli þess sem skrokkar eru keyptir. Nú í sláturtíðinni fellur líka til kæfukjöt, hálsæðar og þindir. Á dögunum var birt hér á síðunni kæfu-uppskrift en nokkrir hafa komið að máli við okkur og beðið um kæfuuppskrift sem við birtum í fyrra. Það er kæfa sem búin var til í „tilraunaeldhúsi” DB og þykir vera sérlega góð. 4 kg kæfukjöt 2 kg laukur pipar, hvítlaukssalt, negull, allra- handa (pínulitið), salt n’spice, hvít- laukspipar og nýmalaður pipar. Kjötið er soðið og tekið af beinun- um. Soðið er kælt og fitan veidd ofan af. Laukurinn er hakkaður í hakka- vél og látinn krauma í fitunni, kjötið er síðan hakkað og þvi hrært út í. Kryddað út í pottinn. Athugið að heit kæfa má vera mjög bragðsterk vegna þess að bragðið dofnar þegar kæfan kólnar. Við notum ekki soðið í kæfuna en það má auðvitað gera það ef vill. Hins vegar er ekki ráðlegt að nota mikið af því. Úr þessum skammti fengust 3,5 kg af kæfu. Ef við gerum ráð fyrir að kjötkílóið hafi kostað eins og kg í skrokknum er hráefniskostnaðurinn Uppskrift dagsins um 2080 kr. á hvert kg af kæfunni. Ef við kaupum súpukjöt í kæfuna kostar hvert kg af kæfunni rétt tæp- lega 2000 kr. (súpukjöt kostar 1538 kr. kg. Núna kostar hins vegar hvert kg af „búðarkæfu” 2.121 kr„ þannig að ekki er ýkja mikill sparnaður að heimagerðri kæfu nema í hann sé þá notað ódýrara kjöt sem ekki er hægt að nota til annars. Þá ber þó að hafa í huga að verð hefur ekki breytzt á unnum kjötvör- um eftir siðustu kjöthækkun en hún hlýtur að verða núna einhvern dag- inn, ef að líkum lætur. -A.Bj. Kom meðaltalinu niður í20.590 kr. á mann með ýtrustu sparsemi Húsmóðir í Reykjavík skrifar: Ég hef fylgzt með heimilisbókhald- inu svo að segja frá byrjun. Mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með og sjá hve miklu ég eyði í hverj- um mánuði. Að þessu sinni er ég með frekar lága tölu í mat og hreinlætisvörur (20.590 kr. á mann) því ég varð að spara eins og ég gat til þess að geta borgað „annað”. Éins og þið sjáiðer sá liður mjög hár (534.684 kr.). Þurfti að greiða hjá veðdeildinni, víxil, skólabækur og föt á börnin, bensín og viðgerð á bílnum, happ- drættismiða og áskrift DB. Ég þakka gott og skemmtilegt blað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.