Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. 7 Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins. Lúðvík Jósepsson: „Alþýðubandalagið getur vel við unað” „Það má vissulega lesa ákveðna hreyfingu út úr svona tölum, en reynslan af kosningaspám og skoðana- könnunum siðdegisblaðanna er sú að þær eru vægast sagt ónákvæmar,” sagði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins. ,,Þó held ég að Alþýðubandalagið gæti vel við unað hreyfingunni sem könnunin gefur vísbendingu um. Okkar hlutur hefur jafnan verið heldur betri en spárnar segja. Hvað hina flokkana varðar, þá á ég von á þessu fylgishruni kratanna. Ég er líka á því að könnunin gefi Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki meira fylgi en verður i reynd.” -ARH. Benedikt Gröndal: „A alls ekki von á svo mikíu fylgistapi” „Mér finnst koma fram ótrúleg sveifla hjá Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum. Ég hef ekki trú á að úrslit kosninganna verði í samræmi við niðurstöður könnunarinnar,” sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. „Kosningaþátttaka er alltaf miklu meiri en sem nemur hlutfalli þess fjölda fólks sem vildi svara spurningunni um hvað það myndi kjósa. Stóra spurningin er því hvað óráðni hópurinn gerir. Ég á alls ekki von á að Alþýðuflokk- urinn missi svo mikið fylgi. Einnig hef ég enga trú á að Framsóknarflokkurinn nái svo mikilli fylgisaukningu. Sjálfstæðisflokknum er ekki spáð eins góðum kosningum og í sumum fyrri spám. Alþýðubandalagið virðist halda sínu, samkvæmt þessu.” Finnst þér Aiþýðuflokkurinn hafa byr nú í upphafi kosningaslagsins? Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins. „Mér finnst landið liggja vel fyrir okkur. Við gerðum það sem samvizkan bauð okkur að rétt væri. Ég hef enga trú á að niðurstaða kosninganna verði í samræmi við könnunina.” - ARH Steingrímur Hermannsson: „Niðurstöður í samræmi við það sem ég finn meðal fóiks” „Þetta er allt of lítið úrtak til að hægt sé að taka mikið mark á þvi. Þó get ég sagt að niðurstöðurnar eru í sam- ræmi við það sem ég þykist finna meðai fólks,” sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins. „Eg er bjartsýnn fyrir hönd Fram- sóknarmanna. Ég held að við munum fá jafnvel meira en þessi könnun gefur til kynna. Mér finnst áberandi baráttuhugur i okkar fólki og stuðningsmenn vinstri stjórnar eru þungir í garð Alþýðuflokksins. Línur milli flokkanna eru hreinni og skýrari en áður og menn eru ákveðnir að berjast Steingrlmur Hermannsson, formaóur afkrafti.” -ARH. Framsóknarflokksins. Geir Hallgrímsson: „STAÐFESTIR FYLGIS- HREYFINGU TIL OKKAR” „Ég tek öUum skoðanakönnunum með fyrirvara. Úrslit þessarar könnunar, sem og annarra undan- farið, benda til þess að straumörinn sé Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. með okkur,” sagi Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn á greinilega vaxandi fylgi að fagna. Við höfum sagt að það sé ekki óeðlileg ályktun kjós- enda nú, eftir hrun vinstri samsteypu- stjórnarinnar, að fela einum flokki á- byrgðina. Okkar markmið er að Sjálfstæðis- flokkurinn vaxi svo að styrk að hann geti einn myndað rikisstjórn. Við miss- um auðvitað ekki sjónar á því mark- miði þó það náist ekki í þessari at- rennu. Við þurfum ef til vill lengri tima. Um hlutfall milli andstæðinga okkar ætla ég ekki að dæma. En ég er ánægður með að könnunin staðfestir hreyfinguj'ylgis til okkar.” -ARH. Steinunn Finnbogadóttir: „Er hvorki heitbundin Framsókn né öðrum” — „spái aðallega í mannskapinn sem velst í framboð” „Nei, ég hef ekki hugsað mér í framboð að þessu sinni. Þó veit enginn sín næstu skref,” sagði Steinunn Finnbogadóttir, formaður Ljósmæðrafélags fslands við Dag- blaðið. Steinunn var í 1. sæti á lista Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjaneskjördæmi í síðustu þing- kosningum. „Ég vil taka fram að ég gekk úr Samtökunum fyrir síðustu kosningar, þrátt fyrir að ég byði mig fram á þeirra lista. Ég var þá, og er enn, óflokksbundin og ber enga á- byrgð á gerðum Samtaka frjáls- lyndra. Ég fór í framboðið fyrst og fremst til að styðja jafnaðar- og sam- vinnustefnuna. Einnig með það í huga að konur eiga að standa fyrir sínum hlut í stjórnmálabaráttunni.” — Þýðir þetta að þú ætlir ekki að blanda þér í slaginn núna, Steinunn? „Ég hef auðvitað brennandi áhuga á pólitík. Núna spái ég aðal- 4* ' M % i / Steinunn Finnbogadóttir: „Áfram veginn. lega i mannskapir ;i sem velst í fram- boðin og ég leyni þvi ekki að ég er afar óhress með alla þá sem sprengja vinstri stjórnir. Hvað mig varðar getum við orðað það þannig: „Áfram veginn í vagninum ek ég, varla langt þar til stefnuna tek ég!”” — Er það rétt að framsóknarmenn hafi leitað eftir þínu liðsinni? „Það hafa þeir ekki gert. Hins vegar finnst mér ekki skrítið þó að .DB-mynd: Ari. Framsóknarflokkurinn vænti stuðnings þeirra sem stutt hafa sam- vinnu- og vinstri stefnu undanfarin ár.” Þú horfir sem sagt mest i Fram- sóknaráttina núna? „Ég hef ekki heitbundizt Fram- sókn né nokkrum öðrum flokki ennþá! Annað svar get ég ekki gefið núna,” sagði Steinunn Finnboga- dóttir. -ARH. 1. desember nefnd Hl: Kosið um f lóttafólk eða frelsi Kosið verður í Háskóla íslands í kvöfd um skipun 1. des-nefndarinnar. Lýðræðissinnaðir stúdentar, Vaka, bjóða fram undir yfirskriftinni Flótta- fólk en vinstri menn undir Frelsi. Á lista Vöku eru Auðun S. Sigurðsson, Árni C. Th. Arnarson, Einar Örn Thorlacius, Erna Hauks- dóttir.Friðbjörn Sigurðsson, Ingibjörg Hjaltadóttir og Sigurbjörn Magnús- xon. Á lista Félags vinstri manna eru Asgeir Bragason, Björn Guðbrandur Jónsson, Eirikur Guðjónsson, Elsa Þorkelsdóttir, Jóhann V. Þórhalls- dóttir, Óskar Sigurðsson, og Æ.var H. Kolbeinsson. ÓV. DAHLIA Prjónafatnaður TED LAPIDUS TRICOTS PARIS Samkvæmisfötin Síð p«*s ktró/ar Arletté Beressi sem allar hafa beðið eftir eru nú komin Verið velkomin Gjöriö svo velaö ganga inn. Laugavegi 17 Sími 17744

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.