Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. Nú fer hver að verða síðastur til þess aö sjá frábœran plötuþeyti: Robert Dennis AUGLÝSING Landsvirkjun mun á næstunni bjóða út byggingu undirstaða fyrir fyrstu áfanga Hrauneyjafosslínu eða frá Hrauneyjafossi að Þórólfsfelli sunnan Langjökuls. Þeir verktakar er hafa áhuga á að bjóða í verkið og taka þátt í kynningarferð um svæðið 25.10. nk. eru beðnir um að hafa samband við lands- virkjun í síma 86400 fyrir 24.10. 1979. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Rafgeymaverksmiðjan PÓLAR H.F. Einholti 6, sími 18401. Tékkóslóvakía: Andófsréttar- höld að hefjast — leikritahöf undur, tvær konur og tveir höf undar Charter 77, gætu verið dæmdir í allt að 10 ára fangelsi Réttarhöld yfir t'ólki í Tékkó- slóvakíu sem krefst þess að mann- réttindaákvæði Helsinkisamkomu- lagsins séu virt hefjast í dag þar í landi. Meðal ákærðra er þekktur ieikritahöfundur Vaclav Havel og fimm aðrir forustumenn andófs- manna i Tékkóslóvakíu. Þetta munu verða einhver viðamestu réttarhöld sinnar tegundar síðan árið 1975 að Helsinki samkomulagið var undir- ritað. Verði hinir ákærðu fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Meðal þeirra eru tvær konur og tveir þeirra sem undirrituðu yfír- lýsinguna 77 en þar er þess krafizt að farið sé eftir Helsinki samkomu- laginu. Allir hinna ákærðu eru tengdir Charta 77 á einhvem hátt. Fólkið var handtekið i herferð tékknesku leynilögreglunnar í maí siðastliðnum. Hefur það verið í fang- elsi síðan. Fjórir aðrir félaga þeirra sitja enn í fangelsi en hafa enn ekki verið ákærðir. Fólkið er ákært fyrir að dreifa fölskum upplýsingum, bæði heima og erlendis, í því augnamiði að grafa undan tékkneska rikinu. Félagar hinna ákærðu hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir að áfram verði barizt fyrir mann- réttindum í Tékkóslóvakiu. Hinir ákærðu hafi þegar unnið siðferði- legan sigur og ákærurnar gegn þeim byggist ekki á réttum lögum og séu auk þess brot á Helsinki samkomu- lagi. Stúdentar við háskólann i Peking hafa lýst yfir óánægju með aðbúnað sem þeir verða að búa við og kjör sfn almennt. Segja stúdentarnir að þeir hafi það engu betra en hundar. Þeir hafa nú ritað háskólayfirvöldum bréf og krafizt úrbóta. Myndin er af stúdentum I Peking þar sem þeir snæða hádegisverð. ísrael: MIKILL VANDIAÐ VEUA MANN í STAÐ M0SHE DAYAN Ljóst þykir að mikið vandaverk verður fyrir ísraelsku ríkisstjórnina að velja nýjan utanríkisráðherra i stað Moshe Dayans, sem sagði af sér vegna andstöðu við stefnu ísraels vegna væntanlegrar sjálfstjórnar Palestínu- manna. Afsögn Dayans kom mjög á óvart og áttu fæstir von á henni nú þó svo vitað væri um andstöðu hans við stefnu meirihluta stjórnar Begins i þessum málum. Dayan sem er mjög áhrifamik- ill og vinsæll sem stríðshetja úr baráttu ísraels við araba hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum Egypta, ísraela og Bandaríkjamanna um sjálfstjórn svæða eins og Gaza og vesturbakka ár- innar Jórdan vegna þeirra takmarkana sem settar eru með afstöðu flestra hinna fyrrum samráðherra hans. Stjómarandstaðan undir leiðsögn Simonar Perez hefur krafizt þess að Begin forsætisráðherra segi af sér vegna þessa máls. Ekki er talið líklegt að hann verði við þeirri kröfu. MATAR 0G 0RKU- SK0RTUR KÚRDA — írönsk st jórnvöld hafa lokaö öllum leiðum til Mahabad en halda þar aðeins herbúðunum Stjórnvöld i Teheran hafa nú að því er virðist gripið til þess ráðs að reyna að svelta Kúrda í borginni Mahabad til hlýðni. Hersveitir þeirra hafa beðið ósigur fyrir liði Kúrda og eru hinir síðarnefndu nú algjörlega ráðandi á götum borgarinnar. Herlið Teheran stjórnarinnar er að sögn allt komið til herbúða sinna eftir harða bardaga. Lítið mun vera orðið um matvæli í Mahabad og einnig mun eldsneyti vera orðið af skornum skammti. Engar samgöngur eru nú leyfðar við borgina og gætir herlið írönsku stjórnarinnar þess að engir komist þangað eða þaðan. Ekki eru neinar ömggar upplýs- ingar um hve margir hermenn eða óbreyttir borgarar hafa fallið i bardögum í borginni. Sá aðili sem stjórnaði borginni fyrir hönd stjórnarinnar í Teheran áður en bar- dagar brutust út hefur gagnrýnt að ekki sé leyft að flytja matvæli til Mahabad. Segir hann það geta skapað hungursneyð meðal óbreyttra íbúa og hafi auk þess valdið því að samningaviðræður við leiðtoga Kúrda hafi farið út um þúfur. Síðustu fregnir frá borginni herma að báðir aðilar leggi nú höfuðáherzlu á að tryggja yfirráð sín á þeim svæðum sem þegar séu á valdi þeirra. Ekki hafi orðið vart neinna tilrauna skæmliða Kúrda til að ná valdi á her- búðum stjómarhersins. Fregnir um að þyrlur og flugvélar Teheranstjórn- arinnar hafi gert ioftárásir á Maha- bad hafa ekki verið staðfestar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.