Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 12
WBIABIB frjálst, áháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvaamdast|óri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarfuiltrúi: Haukúr Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdímarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. fþróti - HaNur Sfmonarson. Monning: Aöalitsinn IngóHsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrii ; sqrímur Pálseon, Blaöamem Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atfi Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurösson, uóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karísson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreif- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10) Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hi|mir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skptfunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 4000. Vefð í latlsasölu kr. 200 eintaKið. Líkur benda til, að í þingkosningun- um 1. og 2. desember skili Alþýðu- flokkurinn Sjáifstæðisflokknum og Framsóknarflokknum þvi fylgi, sem hann tók að láni í síðustu kosningum, svo að upp komi enn á ný hefðbundin valdahlutföll flokkanna. Þetta er i stórum dráttum niðurstaða nýjustu skoð- anakönnunar Dagblaðsins, sem birt er i dag. Hún kemur ekki á óvart, enda er hún að flestu leyti svipuð niðurstöðum kannana þeirra, sem Dagblaðið gerði í marz og júní. Tilfærslur fylgis milli flokka virðast hafa verið meiri undir lok síðasta árs og fyrri hluta þessa árs en þær hafa verið síðari hlutann. Sveiflurnar voru þegar að baki í sumar og við var tekið hefðbundið jafnvægi. Alþýðuflokkurinn var í júní kominn niður í tæp 13% atkvæða í skoðanakönnun Dagblaðsins og heldur þeirri stöðu í nýjustu könnuninni. Má sá flokkur mikið herða sig, ef hann ætlar að ná þeim 22%, sem hann fékk í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist heldur vera að dala upp á síðkastið eftir að hafa verið með upp undir og um 50% kjósenda á sínu bandi, það sem af er kjör- tímabilsins. En rúm 43% er samt gífurleg aukning frá tæpum 33% síðustu kosninga. Talan 43% minnir á kosningasigur Sjálfstæðis- flokksins árið 1974, þegar vinstristjórn hafði um skeið verið við völd. Skoðanakönnunin bendir til, að sagan mundi endurteka sig í þessu eins og svo mörgu öðru. Sennilega hafa fyrri tölur okkar um fylgi Sjálf- stæðisflokksins í sumar, rúm 49% og tæp 51 %, endur- speglað óánægju kjósenda, fremur en fyrirhugað at-, ferli þeirra í kjörklefa. Og spár annarra um 58% fylgi hljóta að teljast grín. Nú sjá kjósendur fram á raunverulegar kosningar. Þar með dregur úr hinni ýktu mynd fyrri kannana, er óánægðir kjósendur skila sér með semingi til föðurhús- anna. Þess vegna er 43% trúlegri tala en 50% og hvað þá 58%. Framsóknarflokkurinn virðist hafa búið við stöðugt fylgi síðari hluta ársins eftir að hafa áður bætt að nokkr nipp fylgistapið í siðustu kosningum. Tölurnar sýna eins og í júní tæp 22%, mun hærra en tæp 17% kosninganna. Sviptingar kjörtímabilsins virðast minnst hafa snert Alþýðubandalagið, ef við tökum meira mark á þessari síðustu könnun en hinni næst á undan. Tæp 22% könnunarinnar og tæp 23% síðustu kosninga sýna nánast óbreytt fylgi. Fyrir síðustu borgarstjórnar- og alþingiskosningar náði Dagblaðið mjpg góðum árangri í skoðanakönn- unum. Skekkjan í hinni fyrri var að meðaltali 3 pró- sentustig og aðeins 2 í hinni síðari. Aðrir komust ekki með tærnar, þar sem Dagblaðið hafði hælana. Ekki er ástæða til að ætla hinar nýju tölur jafn ná- kvæmar. Hugsanlegt er, að Dagblaðið hafi verið óeðli- lega heppið í fyrra. Hitt skiptir þó meiru, að enn er hálfur annar mánuður til kosninga og margt getur gerzt. Lesendur ættu þvi ekki að taka sjálfar tölurnar bók- staflega, heldur aðeins sem grófa endurspeglun ákveð- inna pólitískra sveiflna. Sem slíkar ættu tölurnar að vera gagnlegar, enda er hófsemi í tiltrú jafnan bezt. Fáir munu verða til að andmæla þeirri meginniður- stöðu, að fyrri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, sem síðast kusu Alþýðuflokk, hafi nú margir hverjir snúið aftur til föðurhúsanna. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. Tilboð Brésnefs ekki nógu gott - nauðsyn á jafnvægi á meðaldrægum kjamaeldf laugum orðin flestun ráðamömm Atlantshaf sbandalagsríkjanna Ijós Tillögur Bandaríkjanna um að komið verði upp meðaldrægum flug- skeytum með kjarnaoddum í Vestur- Evrópu sem beint væri gegn Sovét- ríkjunum eru það mál sem efst er á baugi innan Atlantshafsbandalagsins um þessar mundir. Ráðamenn í Sovétríkjunum hafa brugðizt mjög hart við þessum hugmyndum og einnig hefur málið mætt verulegri andstöðu í ýmsum höfuðborgum Atlantshafsbandalagsríkjanna í Vestur-Evrópu. Meðal annars er þetta töluvert hitamál i kosninga- hríðinni í Danmörku, en þar fara fram þingkosningar á morgun. Eftirfarandi grein birtist í banda- ríska blaðinu The Christian Science Monitor hinn 11. þessa mánaðar. Höfundur hennar er blaðamaðurinn Joseph C. Hgrsch. Enskur titill greinarinnar er — Mr. Brezhnev’s Weapons Ploy —. Þar kemur vel fram sjónarmið þeirra sem telja nauðsynlegt að koma áðurgreindum eldflaugum upp. Ef meta á síðasta framlag Brésnefs forseta Sovétríkjanna til umræðna um afvopnun þá er eðlileg- ast að kanna í byrjun hvernig vopna- búnaði aðila er háttað. Nú eru um það bil sjö hundruð eldflaugar með kjarnaoddum í vesturhluta Sovétrikjanna, sem skjóta má til allra höfuðborga Atlantshafsríkjanna i Vestur- Évrópu. Herir ríkja Atlantshafs- bandalagsins hafa hins vegar engin vopn sem þola samjöfnuð við þessar eldflaugar Sovétmanna. Þarna er um verulegan aöstöðumun að ræða. Þetta táknar í raun, að ef Bandarikin, fyrir ein- hverjar sakir, slepptu verndarhendi sinni af Evrópu ætti vesturhluti álfunnar allt sitt undir geðþótta Sovétríkjanna. Bretar og Frakkar hafa að vísu sér til varnar langdræg flugskeyti en þó mun færri en risa- veldið í austri. Þeir hafa heldur ekki nein meðaldræg kjarnaflugskeyti til mótvægis viðSovétmenn. Þessar herfræðilegu staðreyndir hafa valdið sérfræðingum í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum veruleg- um áhyggjur. Einkum hefur það verið eftir 1976 þegar Sovétmenn hófu uppsetningar nýrra meðallang- drægra skeyta — hinna svonefndu SS—20. Þessi flugskeyti eru mun fullkomnari en eldri gerðir. í ræðu sinni einni hefur Brésnef forseti tekið fram að engin fjölgun hafi orðið á fjölda flugskeyta, sem eru i vesturhluta Sovétríkjanna og beint er gegn Vestur-Evrópu á síðustu tíu árum. Þar hafi hvorki aukizt um eina einustu flugvél eða eldflaug. Sér- fræðingar Atlantshafsbandalagsins telja að þessi fullyrðing Brésnefs sé í sjálfu sér rétt. Forsetinn láti þess aftur á móti ekki getið að þær eld- flaugar sem nú eru í vestur- hluta Sovétríkjanna, séu til muna öflugri vopn en þær eldflaugar sem áður voru þarna. JEldflaugar Sovét- manna voru að sögn sérfræðinga Atlantshafsbandalagsins fyrir tíu árum miklu viðaminni en nú er. Þessu ástandi vilja sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins breyta. Komið er að því að taka verður ákvörðun um hvað gera á. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í desember næstkomandi verður einmitt fjallað um þessi atriði. Sérfræðingar telja, að nauðsynlegt sé að koma upp nýtízkulegum gerðum af meðal- •drægum kjarnaeldflaugum í Vestur- Evrópu, sem beint verði að Sovét- rikjunum. Með þvi móti megi koma á jafnvægi þarna á milli. í ræðu sinni um þessi mál sagði Brésnef forseti, að uppsetning slíkra eldflauga mundi gjörbreyta herfræði- stöðunni í Evrópu. Þar hefur hann algjörlega rétt fyrir sér. Eins og nú standa sakir eru yfirburðir Sovét- manna hvað varðar meðaldrægar eldflaugar verulegir. Áætlun sér- fræðinga Atlantshafsbandalagsins mundu jafna þann mun sem þar er á og yfirburðir Moskvuvaldsins mundu minnka. Augljóst er að Sovétmenn hafa áhuga á að halda þessum hernaðar- yfirburðum. Þess vegna hefur Brésnef forseti lagt fram tilboð sem fljótt á litið gæti virzt mjög fýsilegt til samþykkis fyrir ríki Vestur- Evrópu. Hann hefur tilkynnt að Sovétríkin hyggist fækka her- mönnum sínum í Austur-Þýzkalandi um tuttugu þúsund og auk þess draga þaðan eitt þúsund skriðdreka. Brésnef hefur ennfremur boðizt til að fækka meðaldrægum kjarnaflug- skeytum, sem beint er að Vestur- Evrópu, gegn því að Atlantshafsríkin hætti viðeldflaugahugmyndirsínar. Þetta tilboð Brésnefs er kannað nánar er nauðsynlegt að hafa eftirfar- andi atriði i huga: Tuttugu þúsund hermenn eru um það bil tíundi hluti þess liðs sem Sovétríkin hafa i Austur-Þýzka- landi. Einnig er þess að geta að í landinu er mikill fjöldi skriðdreka, margir hverjir úreltir. Mjög auðvelt er að senda eitt þúsund úrelta skriðdreka heim til Sovétrikjanna án þess að bardagahæfni liðsins er eftir yrði mundi á neinn hátt minnka. Einnig gætu Sovétríkin vel leyft sér að fækka nokkuð þeim eldri gerðum eldflauga sem þeir ráða yfir. Þarna er sem sagt um mjög fýsilega kosti fyrir Sovétrikin ef þau gætu með því fengið Atlantshafsbanda- lagsríkin til að falla frá áætlunum sínum um endurskipulagningu á kjarnaeldflaugajafnvæginu í Evrópu. Meðal annarra orða mundu Sovétríkin hafa mikinn hag af tilboði Brésnefs forseta, sem hann lagði fram hinn 6. þessa mánaðar. Hernaðarmáttur Moskuvaldsins mundi aukast hlutfallslega. Það yrði aftur á móti til skaða fyrir Banda- ríkin og einkum þó sér í lagi fyrir Atlantshafsbandalagsríkin í Vestur- Evrópu. Hið eina góða sem sjá má við tilboð Brésnefs og stefnu Sovét- ríkjanna í málum varðandi meðal- drægar eldflaugar er að Sovét- mönnum er nú ljóst að Atlantshafs- rikin hafa ákveðið að endurskoða loks eldflaugauppbyggingu sina sem vanrækt hefur verið á síðustu árum. Ef ráðamenn í Moskvu hafa áhuga á að fá Vesturveldin til að draga úr endurbótum á þessu sviði og halda forskoti sínu þá verða þeir að bjóða mun betur en hingað til.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.