Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 16
—Starfshópur um raforkuástlanir segir:- DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. Bessastaðaárvirkjun veru- lega dýrari en aðrar lausnir —gera má ýmsar ráðstafanir sem seinka þörf á nýrri virkjun í gagnið þangað til 1986/87 „Orkuvinnslugeta landskerfisins verður 3900 gígawattstundir á ári þegar Hrauneyjafossvirkjun er lokið og samkvæmt orkuspá má búast við að þessi vinnslugeta verði fullnýtt árið 1984,” segir í annarri fram- vinduskýrslu Starfshóps um raforku- áætlanir sem send var iðnaðar- ráðherra 12. október, daginn eftir að hann ákvað Bessastaðaárvirkjun og fól Rafmagnsveitum rikisins að hefja þar framkvæmdir. Telur starfshópurinn sem unnið hefur að verkefninu síðan í vor að umtal um þessa síðari skýrslu hans hafi á margan hátt verið villandi í fjölmiðjum í tengslum við frásögn af ákvörðun fyrrverandi iðnaðar- ráðherra varðandi Bessastaðaá. Hópurinn telur að gera þurfi ráðstafanir til að auka orkuvinnslugetuna sem þurfti að vera lokið eigi síðar en sumarið 1985 og til greina komi: 1. Frekari boranir við Kröflu 2. Stækkun gufuvirkjunar í Svarts- engi 3. Ráðstafanir til að draga úr ísskol- un við Búrfell og til að auka vatnsrennsli til Þórisvatns. 4. Enduruppsetning gufustöðvar- innar í Bjarnarflagi og öflun gufu til hennar. 5. Ný virkjun. Starfshópurinn mælir með frekari borunum við Kröflu þrátt fyrir óvissu um árangur. í áætlunum Rarík er gert ráð fyrir að boraðar verði 3 holur þar á næsta ári. Til þess verður þegar í haust að gera undirbúnings- ráðstafanir sem nota 50—-60 milljónir kr. Auðvelt er talið að stækka jarðgufuorkuver Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi úr 2 megavöttum í 8 fyrir veturinn 1980—81. Gufan er talin tryggð og stofnkostnaður talinn skila sér á einu ári. Lagt er til að lánatökuheimild fyrir 700 millj. kr. verði veitt. Aðgerðir sem gera má á Þjórsár- Tungnaársvæðinu tryggja betur rekstur Búrfellsstöðvar og koma að hluta til til góða við virkjun Búðar- háls. Hola 12 i Bjarnarflagi, sem ráðgert er að bora í haust, er talin geta gefið gufu sem nægir til 3 mega- vatta gufustöðvar Laxárvirkjunar sem Ijúka má sumarið 1980. Þessir fjórir liðir eru taldir geta seinkað því um 1—2 ár að þörf verði á nýrri virkjun. Nýjar virkjunarframkvæmdir telur starfshópurinn upp í þessari röð: Blönduvirkjun, Búðarháls- virkjun, Fljótsdalsvirkjun. Við Blönduvirkjun gæti verk- hönnun legið fyrir á árinu 1980, en óleyt eru ýmis hagsmunamál í héraði. Búðarháls- og Fljótsdalsvirkjanir eru rannsóknarlega séð á svipuðu stigi og verkhönnun gæti legið fyrir 1981. Fljótsdalsvirkjun er þó lengra komin hvað inntakslón og stíflur snertir en þau mannvirki yrðu í megindráttum þau sömu og miðlunarvirki Bessastaðaárvirkjunar sem þegar eru hönnuð. Ýmsar smærri virkjanir eru taldar koma til greina, t.d. Villinganes- virkjun og Bessastaðaárvirkjun, en eru verulega dýrari á orkueiningu. Unnt er að velja tilhögun á Bessa- staðaárvirkjun án umtalsverðra kostnaðarbreydnga, sem getur á eðlilegan hátt verið upphafsáfangi Flj ó ts da ls vi rk j u n ar. Blönduvirkjun, Búðarhálsvirkjun og Fljótsdalsvirkjun verða væntanlega allar gerðar í mörgum á- föngum. Til langtíma séð er Fljóts- dalsvirkjun þeirra stærst og jafn- framt einna ódýrust á orkueiningu. -A.St. Þú komst í hlaðið á hvftum hesti... segir f kvæðinu, nema hvað nú var það brúðurin sem reið úr hlaði á hvftum hesti. Margrét er þarna búin að koma sér fyrir f söðlinum, sem hún fékk að láni hjá hestamannafélaginu Fák. Brúðgutninn, Sveinn Gaukur Jónsson, bfður þolinmóður eftir nýbakaðri eiginkonunni. Faðir brúðarinnar, Jón 'Boði Björnsson heldur i reiðskjóta dóttur sinnar, og afi hennar, Björn Eiriksson á Sjónarhóli, stendur hjá. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Utvarp - Plotuspilari - Kassettusegulband - 2 hátalarar Útvarpið er með langbylgju, miðbylgju, FM bylgju og stuttbylgju. Magnarinn er 25 wött Aöeins kr. 249.500.- ké BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 SJONVARPSBUÐIN ÞARFASTIÞJÓNN- INN BAR ÞAU FYRSTA ÁFANGANN ,,Það stoppaði öll umferð og fólk rak upp stór augu þegar það sá okkur koma,” sagði Margrét Jónsdótdr, Hafnarfjarðarbrúðurin sem reið í gamaldags söðli úr kirkjunni á laugar- daginn, efdr að hafa gengið í það heilaga með Sveini Gauki Jónssyni úr Reykjavík. Ungu hjónin, sem eru bæði miklir frístundahestamenn, ákváðu að láta þarfasta þjóninn bera sig úr kirkj- unni heim til foreldra brúðarinnar, Ernu Ragnarsdóttur og Jóns Boða Björnssonar. Þar biðu þeirra ætdngjar og vinir, sjötíu talsins, að samfagna þeim. Var þetta um þriggja km leið. Brúðarkjóllinn var úr gylltu satíni, hannaður með það í huga að það var hestakona sem ætlaði að gifta sig í honum. Vinkona brúðarinnar, Dóra Einarsdóttir, hannaði kjóbnn. Hattinn, sem var með hálfgerðu reiðhattasrúði, keypti brúðurin í sumar, er hún fór á hestamannamót í Hollandi. Brúðurin var með gamalt kasmírsjal sem hún fékk að láni. — — Hvernig gekk að komast í söðuiinn í þessum óvenjulegu reiðfötum? ,,Það gekk alveg prýðilega, með hjálp eiginmannsins,” svaraði brúðurin unga, og var auðheyrt að hún hafði gaman af tiltækinu. Ungu hjónin eru búsett í Garðabæ, þar sem þau geta haft hestana sína, sem eru heil- margir, í nálægð. Þau hafa bæði unnið við tamningu og Margrét rak auk þess reiðskóla á Bala á Álftanesi í fyrravor. Annars vinnur hún við förðun og hár- kolluumhirðu í Þjóðleikhúsinu. Ungi eiginmaðurinn er blikksmiður og vinnur hjá Blikk og stál í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Salvör Guðmunds- dótdr og Jón Jónsson, sem vinnur hjá Skýrsluvélum ríkisins, búsett í Reykja- vík. DB óskar brúðhjónunum til hamingju. -A.Bj. Vika gegn vimuefnum: Skorað aðvera öll þesi vika verður helguð baráttu gegn vímugjöfum. Fjölmörg félög í landinu standa fyrir þessari viku sem haldin er fyrst og fremst í tilefni af barnaári. Reyna á að fá menn tíl þess að drekka ekki áfengi eða neyta þess sem vímuefni má teljast þessa viku en hugleiða þess í stað þau skaðlegu áhrif sem efnin hafa bæði á þá sem neyta þeirra og börnin í kring um þá. í lok vikunnar verður efnt mikillar samkomu i Há- skólabíói auk þess sem smærri sam- komur ve'rða víða um land. í dlefni af vikunni gegn vímuefnum eins og þessi vika er nefnd, hafa nærri 300 einstaklingar skrifað undir áskarun þess efnis, að menn neyti ekki vímugjafa þessa vikur. Þeir sem skrifa undir eru jafnt' leikir sem lærðir, prestar, ráðherrar, húsmæður, sjómenn, læknar, verka- konur, lögregluþjónar, kennarar og margir, margir fleiri. Þá" hefur Ottó A. Michelsen sent ámenn „edrú” fjármálaráðherra opið bréf þar sem hann fer fram á áfengisútsölum verði einfaldlega lokað þessa viku. Sigur- björn Einarsson biskup hefur einnig farið þess á leit við presta landsins að þeir leggðu Jið sitt þessari baráttu, hvar sem þeir kæmu því við. Litlum bæklingi um viku gegn vímugjöfum hefur að öllum líkindum þegar verið dreift i öll hús, að minnsta koti í þéttbýlinu. í þeim bæklingi er lögð áherzla á að* fullorðnir reyni að skemmta sér án vímuefna, það sé börnunum fyrir beztu. Börn í skólum landsins taka mikinn þátt í þessari viku. Þau sem ekki drekka áfengi eða neyta annarra vímuefna ætla að nota vikuna, sem fræðsluviku fyrir foreldra sina og bekkjarfélaga um skaðsemi efnanna og einnig að reyna að koma fullorðna fólkinu í skilning um að vandamálið er stærra en það heldur. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.