Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. ..——1 \ Þjóðsögur til útflutnings Upp á síðkastið, og þó einkum á þessu ári, virðist vera að vakna áhugi á því framkvæmdasviðinu sem hingað til hefur verið litið fram hjá hér á landi, þ.e.a.s. kvikmyndagerð. Það er engin fullgild ástæða fyrir landsfeðurna að ætla að fiskur geti eilíflega staðið undir lífskjörum þess- arar þjóðar. Og það er fleira undir steini en fiskur. Eftir að síðasta stjórn landsins dró sig í hlé frá því að stjórna er lítið betra við tímann gert en leggjast á áramar og reyna að fleyta þjóðarskútunni áfram — með hugmyndum. Fordæmi annarra þjóða Ýmsar þær þjóðir sem áratugum saman hafa verið leiðandi í kvik- myndagerð, svo sem Bandaríkja- menn og Bretar, eru þekktar fyrir svokallaðar kvikmyndaseríur sem byggðar eru á minnisstæðum at- burðum í lífi þessara þjóða. Má hér nefna t.d. hinar mörgu kvikmynda- seriur Breta úr heimsstyrjöldinni síÖari og reyndar úr hinni fyrri einnig. Þetta eru myndir sem tak- markast við einstaka atburði, svo sem njósnamyndir um einstök þekkt mál, myndir úr lífi fjölskyldna (t.d. The Ashton family), kvikmyndir um einstaka stjórnmálamenn og störf þeirra o.fl. o.fl. Þá má ekki gleyma þeim banda- rísku sem hafa hlotið hylli og orðið heimsfrægar, margar jafnvel sýndar við miklar vinsældir í landi alþýð- unnar, Rússlandi, eins og t.d. kúrekamyndirnar eða hinir svoköll- uðu „vestrar”. „Vestramir” eru, eins og nafnið bendir til, dæmigerðar lýsingar á fyrri tíma lífi þar vestra þegar „land- flutningar” fólks innanlands voru í algleymingi, gullæðið í hámarki og landsfeður þar voru að reyna að koma skikk á það mikla umrót sem innflutningur fólks frá öllum heims- hornum til Bandaríkjanna olli. Þetta hefur verið drjúg tekjulind Bandarikjanna og útflutningur kvik- mynda þaðan er ofarlega á blaði í millirikjaverzlun. Þar vestra hafa menn líka verið fljótir að átta sig á að kvikmyndgerð er fljótþróuð, þótt kostnaðarsöm sé, en skilar afrakstri fljótt og örugglega. Og hvað sem segja má um ein- stakar kvikmyndir þeirra vestra hafa „vestrarnir” náð feikna vinsældum hvarvetna, kannski ekki sízt vegna þess að flestar þessar myndir eru byggðar á þjóðlegum þætti þessarar merkilegu ríkjasamsteypu sem hvergi annars staðar hefur tekizt að mynda. „Vestrarnir” eru löngu orðnir einn af samnefnurunum fyrir Bandaríkin, sögu þeirra og atburði, sanna eða Kjallarinn Geir R. Andersen skáldaða, sem eiga að hafa átt sér þar stað. Það eru þeirra þjóðsögur. Þjóðsögur á tjaldi Það er því ekki nema eðlilegt að leikmanni verði hugsað til þess hvort við íslendingar eigum ekki þann brunn auðæfa í þjóðsögum okkar og öðrum viðburðum, sem skráðir hafa verið á undanfömum mannsöldrum, að hann megi nýta enn á ný og þá í því afþreyingarformi sem hvað eftir- sóttaster, þ.e. kvikmyndum. Af mörgu er að taka. Ógrynni íslenzkra sagna og ævintýra eru þess eðlis að geta nýtzt sem kvikmynda- efni fyrir alþjóðlegan markað, al- þjóðlegan smekk. Með nútíma kvik- myndatækni má án efa gera um þetta efni myndir sem standa ekki að baki hinum bandarisku „vestrum” — en svipar á margan hátt til þeirra um uppfærslu og innihald. Hér má nefna útilegumannasögur, huldufólkssögur, sögur um uppvakn- inga og sendingar, um ófreskigáfur og drauma.fylgjur og ættardrauga, afturgöngur og afreksmenn. Hugsum okkur að sögur í þjóðsagnastíl væru komnar á filmu, t.d. sagan um Djáknann á Myrká, Sigríði frá Dal og systkini hennar, Hljóða-Bjarna, eða skrímslasögur ýmsar eða drauga og uppvakninga. Ekki er minnsti vafi á að slíkar sögur yrðu vinsælt kvik- myndaefni víða um lönd. Ennfremur má minna á sögur úr sagnaflokknum íslenzkt mannlíf eftir Jón Helgason. Þessar sögur eru flestar hinn ákjósanlegasti efniviður til kvikmyndagerðar. Má þar til nefna sögur eins og Landsskuld af Langavatnsdal, Helludals-Guddu, Svan skáld sem sigldi, Systur í synd- inni og margar fleiri. Allar eru þessar sögur þrungnar spennu og dularfullum atburðum og lýsa viðskiptum fólks þeirra tíma við ókunnan kynngikraft manna eða afla. Oftar en ekki eru þær sögur sem eru alþýðu- og munnmælasögur, eins og t.d. þjóðsögurnar, fullar af and- legu fjöri og skáldlegri tilfinningu en eru þó jafnskilgetnar dætur þjóðar- andans og bóksögurnar sjálfar sem enginn hefur enn getað oflofað. Og burtséð frá efnisvali er óhætt að full- yrða að hér er um ónumið svið að ræða sem getur, ef vel er að staðið, orðið verulegt framlag í útflutnings- iðnaði okkar í framtíðinni. Margir verða til kallaðir • • \ . ■ Ogtybtí-Í inngangi þessarar greinar sé helzt ýjað aðTramtaki kvikmynda- gérðarmanna, sem eru í sviðsljósinu þessa dagana, verða auðvitað fleiri til kallaðir. Og ekki verða kvikmyndir gerðar nema eftir handriti. Þar koma til þeir er geta skrifað sæmileg kvik- myndahandrit. Og þótt efniviður sé nógur þarf að vinna upp sögurnar, færa í stílinn og „prjóna” framan við og „fella af” með þeim hætti að söguþráðurinn verði svo heillegur sem verða má fyrir forvinnslu og meðferð þeirra sem við taka. Og rithöfundar sem ekki hafa allt^f verið ánægðir með aðstöðu sína og möguleika gætu nú tekið til hendinni við að plægja þann órækt- aða akur sem hér virðist vera, ásamt með fjölda annarra sem koma við sögu handritagerðar og þýðinga. Enn er órætt það sem ef til vill skiptir mestu máli í umræðu um fjöldaframleiðslu íslenzkra kvik- mynda, það er hvernig slíkum myndum megi koma á markað erlendis svo að eftirsóttar verði til sýninga í sjónvarpi eða kvikmynda- húsum. Þá verður manni fyrst hugsað til málsins eða textans sem leikarar nota. Ganga verður út frá því að eitthvert hinna útbreiddu tungumáia heimsins yrði notað sem skýringartexti við myndirnar. Þannig er þaðekki einhlítt, að t.d. enska yrði eina málið, þótt það mál sé líklegra en annað hinna. Og ennfremur: Persónur yrðu að líta þannig út í þessum kvikmyndum, að áhorfendur fengju ekki þá tilfinn- ingu að þeir væru að horfa á sagn- fræði- eða þjóðlífslýsingu fyrri alda heldur nær nútímanum, líkt og gerist í flestum ,,vestra”-myndunum sem gera áhorfendum kleift að hugsa sér atburðina í nútímanum, jafnhliða vitneskjunni um að efnið sé byggt á löngu liðnum atvikum. Þetta er auðvitað gert með „hæft- lega gamaldags” búningum, án þess að þeir séu fornaldarlegir eða skrumskældir, svo og eðlilegu lát- bragði leikara sem falla að nútíma takti. Oft eru orð til alls fyrst. Og þótt oft sé mun lengra milli orða og at- hafna hjá okkur íslendingum en ann- ars staðar er raunin, vegna þess að fá- menn þjóð í víðfeðmu landi hefur of mörg og oft lítilsverð'verkefni í tak- inu i senn, þurfa kvikmyndir til út- flutnings ekki nauðsynlega að falla í þann farveg. - Styrkið og fegríð líkamann Dömur og herrar! Mætum vetri hress á sál og líkama Ný 4ra vikna námskeið hefjast 29. október. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi — nudd. Innritun og uppl. alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ® / Júdódei/d Ármanns Ármúla 32 >d' BARTSKERINN Laugavegi 128 v/Hlemm Sími 23930 Vandlátir koma afturogaftur SÉRPANTANIR í PERMANENT. HALLBERG GUÐMUNDSSON ÞORSTEINN Þ0RSTEINSS0N FÉLAGSRÁÐGJAFI - SÁLFRÆÐINGUR Staða félagsráðgjafa og hálf staða sálfræðings eru lausar til umsóknar hjá félaginu nú þegar. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknir sendist skrifstofu félagsins, Laugavegi 11 Reykjavík, sem veitir nánari upp- lýsingar. Styrktarfélag vangefinna. sekúndubrot Einstakar hópferðir til Moskvu - ævintýraferðir sem aldrei gleymast 19/7 - 3/8 1980 Allir þeir í Moskvu verða bestu íþróttamenn heims bestU saman komnir. Aðeins sentimetrar og sekúndubrot skilja á milli þeirra sem öðlast heimsfrægð á örskömmum tima og hinna, sem endanlega eru dæmdir til þess að vera í skugga betri íþróttamanna. Þú getur orðið vitni að gráti og hlátri, gleði og sorg. Þú getur upplifað og séð með eigin augum þá mögnuðu spennu sem ævinlega hefur fylgt Olympíuleikunum - stærstu og glæsilegustu íþróttakepnni allra tíma. Aðgöngumiðar Við eigum miða á keppni í öllum íþrótta- fvrir íslenska 9reinum og minnum sérstaklega á að hægt er * . „ að greiða aðgöngumiðana í islenskum pening- penmga Um. Þrír Hægt er að velja um þrjár mismunandi ferðir, möquleikar 20, 11 og 12 daga langar. Innifalið i verði er m.a. flug báðar leiðir (gegnum Kaupmanna- höfn, gisting og fullt fæði, íslensk fararstjórn o.fl. Ödýrari en Olympíuferðin til Moskvu er ódýrari en þig hjq qrunar grunar. Aætlað verð er kr. 337.000 - með fullu fæði. Sparivelta Samvinnubankans getur síðan gert ferðina enn auðveldari og er t.d. hægt að greiða allan kostnað með reglu- bundnum greiðslum í tólf mánuði. Ákvörðun Aðeins takmarkaður fjöldi sæta er»til ráð- Strax stöfunar fyrir (slendinga. Pantið því stra'x - eftir nokkrar vikur gæti það orðið of seint. Ath. að 15. nóvember verður pantanalistum endanlega lokað. Aliar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Einkaumboð á Islandi fyrir Olympíuleikana i Moskvu Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.