Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 40
V Rannsókn á umfangsmiklu fíknief namáli að Ijúka: „UPPLÝST UM FLESTAR TEGUNDIR FÍKNIEFNA” — kannabis, amfetamín, LSD og kókaín Um það bil er að Ijúka rannsókn á talsvert umfangsmiklu fikniefnamáli hjá fíkniefnadeild lögreglunnar i Reykjavík. Hátt í tugur ungra manna hefur á undanförnum vikum setið i gæzluvarðhaldi vegna málsins, en á laugardaginn losnaði sá siðasti. „Þetta var umtalsvert magn fíkni- efna,” sagði Guðmundur Gigja, lögreglufulltrúi í fikniefnadeUdinni i morgun, „og flestar tegundir. Á þvi hálfa öðru ári, sem mál þetta nær yfir, voru flutt inn nokkur kiló af kannabisefnum, slatti af LSD og svo nokkuð af bæði amfetamini og kókaíni. Þessi efni hafa verið fiutt inn bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu.” Guðmundur kvaðst ekki geta gefið nánari upplýsingar um magnið, sagði það ekki hafa verið tekið saman ennþá. Þá er rétt að geta þess, að i frétt blaðsins á laugardag um innflutning fikniefna til landsins, var ruglað saman tveimur orðum — upptækt og upplýst — þannig að veruleg brengl- un varð á efnisatriðum fréttarinnar. Hið rétta er, að ásíðasta ári upplýsti fikniefnadeildin um innflutning á um 70 kg af kannabisefnum, en gerði þau ekki upptæk, eins og sagði í fréttinni. Hluta þessara 70 kílöa hafði þegar verið neytt er uppvíst varð um inn- flutning þeirra. DB biðst velvirðingar á þessum mistökum. -ÓV. frfálst, áháð daghlað MÁNUDAGUR 22. OKT. 1979. Vesturlandskjördæmi: Ekkert prófkjör hjá Framsókn — Alexander í efsta sæti — Davíð á Ambjargar- lækíöðrusæti Alexander Stefánsson alþingismaður verður i efsta sæti Framsóknarflokks i Vesturiandskjördæmi. f öðru sæti verður Davíð Aðalsteinsson á Am- þjargarlæk. Ákvörðun um þetta var tekin á kjördæmisþingi, sem haldið var að Valfelli í Borgarhreppi í gær. „Kjördæmisþingið var mjög ánægjulegt og mikill hugur í mönn- um,” sagði Alexander Stefánsson í við- tali við DB. Hann sagði, að staða fiokksins væri betri nú en fyrir síðustu þingkosningar. Ákvörðun um næstu sæti hefur ekki enn verið tekin. í þriðja sæti er meðal annars rætt um Dagbjörtu Höskulds- dóttur, verzlunarmann í Stykkishólmi, og Jón Sveinsson, fuUtrúa bæjarfógeta á Akranesi. Úr þessu verður skorið um næstu helgi og þannig verður ekki próf- kjör hjá Framsókn á Vesturlandi. - BS Kvennalisti í kosningunum? TU tals hefur komið meðal nokkurra kvenna hér í bæ að setja saman kvennalista til framboðs í alþingiskosn- ingunum í vetur. Ein af þeim konum sem um þetta hafa rætt er Unnur Krist- jánsdóttir skattendurskoðandi í Reykjavík. Er haft var samband við Unni i morgun vildi hún ekkert um málið segja, sagði að það væri ekki komið á það stig að hægt væri að segja nokkuð. - DS Sjálfstæðisflokkurinn á Vesturlandi: Tillaga um prófkjör felld Sjálfstæðismenn í Vesturlandskjör- dæmi héldu aðalfund kjördæmisráðs á Grundarfirði i gær. Niðurstaða hans var meðal annars súað halda ekki próf- kjör um skipan framboðslista að þessu sinni. Heimildir DB herma að skiptar skoðanir hafi verið um þessa ákvörðun og einstaka áhrifamenn flokksins í kjördæminu séu óhressir með að hafa ekki prófkjör. Búizt er viö að kjördæmisráð verði kvatt saman til fundar um næstu helgi til að ganga frá framboðslista Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi. -ARH Sjálfstæðismenn hafna prófkjöri íNorðurlandi eystra: Fellt með 39:8 Sjálfstæðismenn í Norðurlandi eystra halda ekki prófkjör fyrir þing- kosningarnar. Tillaga um prófkjör var felld með 39 atkvæðum gegn 8 og tveir seðlar voru auðir á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var á Akureyri í gær. Kjörnefnd skilar tillögum til kjör- dæmisráðsins fyrir næsta sunnudag. „Það var skoðun yfirgnæfandi fjölda fulltrúa, að of skammur tími væri til þess að halda prófkjör. Meðal annars mótast þetta af nýjum samræmdum reglum flokksins um prófkjör,” sagði Svanhildur Björgvinsdóttir á Dalvík, formaður kjördæmisráðsins, í viðtali við DB. Mestar líkur eru nú á því, að Lárus Jónsson alþm. og Halldór Blöndal, varaþingm. verði í tveim efstu sætum lista, Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. JónG^Sólnes vildi hafa prófkjör. Það var fellt é'ms.og að framan segir. Listi Sjáifstæðisflokks á Vestfjörðum ákveðinn: Matthías í efsta sæti Sjálfstæðismenn i Vestfjarðakjör- dæmi gengu frá skipan framboðslista sins á fundi í gær. Tillaga um prófkjör var felld með 28 atkvæðum gegn 22. Að sögn var ástæðan fyrst og fremst knappur tími til kosninga. Efstu sæti listans skipa: 1. Matthías Bjarnason, fyrrv. al- þingismaður, ísafirði. 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður, Reykjavik. 3. Sigurlaug Bjarnadóttir, kennari, Reykjavík. 4. Einar K. Guðfinnsson, Bolungar- vik. 5. Ólafur H. Guðbjartsson, Patreks- firði. -ARH Prófkjör Alþýðuflokks á Reykjanesi: Barizt umöll sæti nema það ef sta „Kjartan Jóhannsson býður sig fram í efsta sætið í prófkjörinu hér i Reykja- neskjördæmi,” sagði Ólafur Haralds- son, formaður kjördæmisráðs, í viðtali við DB. Karl Steinar Guðnason býður sig fram i 2. sæti, og Gunniaugur Stefáns- son í 2. og 3. sætið. Guðrún H. Jóns- dóttir bankaritari, Kópavogi, gefur kost á sér í 3., 4. og 5. sæti og Ásthildur Ólafsdóttir, Hafnarfirði, Í4. og 5. Ólafur Bjöfnsson bæjarfulltrúi, Keflavik, gefur kost á sér i 1., 2., 3., 4. og 5. sæti og Örn Eiðsson, bæjarfull- trúi Garðabæ, í 2., 3., 4. og 5. sæti. Kosið verður um fimm efstu sætin og verður prófkjörið næstkomandi laugardag og sunnudag á 14 kjör- stöðum. Strax að loknu kjöri verða at- kvæði talin i Alþýðuhúsinu i Hafnar- firði og úrslit kynnt. - BS Þarfasti þjónninn barþau fyrsta afangann Vegfarenclur I Hafnarfirdi rak í rogastanz ú laugardaginn þegar prúðbúió par skeiðadi eftir aðaigötum bœjarins. Þetta roru greiniiega ekki neinir renjulegir útreiðartúrsmcnn — eitthvað merkilegt hafði átt sér stað. Þetta voru ung brúðhjón að koma frá því að láta gefa sig saman i Fríkirkjunni og þau kusu að ferðast með þessum nokkuð óvenjulega hœtti heim til hrúðarinn- ar. þar sem veizian var haldin. Þetta eru þau Margrét Jónsdóttir og Sveinn Gaukur Jónsson. -A.Bj./ DB-mynd: Hörður. — sjá bls. 16 Færeyingar sár- reiðir Iscargo — Færeyska f élagið Kyndill rekið úr Evrópukeppninni íhandknattleik IHF, alþjóðahandknattleikssam- bandið, rak færeyska liðið. Kyndil úr Evrópukeppninni í siðustu viku vegna þess að leikmenn félagsins mættu ekki til leiks, þegar þeir áttu að leika við ensku meistarana á Englandi. Færeyingar eru sárreiðir íslenzka flugfélaginu Iscargo. Telja að það eigi alla sök á þvi, að leikmenn félagsins komust ekki til Englands á réttum tíma. Kyndill hafðigert samn- ing við Iscargo og átti 19 manna Vængja-flugvél að fljúga leik- mönnum þess til Englands fimmtu- dáginn II. október. Vængjaflugvélin kom hins vegar sólarhring of seint til að ná i leikmenn Kyndils. Enska liðið, sem Færeyingar töldu sig hafa alla möguleika á að sigra og komast þar mcð í 2. umferð, vildi ekki fresta leiknum við Kyndil um nokkrar klukkustundir. -Hsím. „Við ráðum ekki við veðurguðina” — segir Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Iscargo „Þetta er einfalt mál. Við ráðum ekki við veðurguðina,” sagði Krist- inn Finnbogason, framkvæmdastjóri Iscargo, er DB spurði hann um ástæður þessa máls. „Við áttum að fljúga til Færeyja með knattspymustúlkur úr Fram og ætluðum síðan með þetta færeyska handknattleikslið til Englands. Veðrið var hins vegar vitavitlaust þennan dag og því ekki forsvaranlegt að fljúga. Við komumst ekki fyrr en daginn eftir og buðumst til að fljúga með liðið þá en Englendingar neituðu þeim þá um að fresta leikn- um. Við hörmum að þetta skuli hafa komið fyrir en við ráðum bara ekkt við veðrið. Flugleiðir áttu að fljúga þennan sama dag til Færeyja en þeir komust ekki heldur vegna veðurs,” sagði Kristinn. -GAJ- I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.