Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER 1979 — 234. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Norskirhagsmunaaðilarísjávarútvegiogfískiðnaöiþinga: NORÐMENN VIUA BYGGJA FISKIHÖFN Á JAN MAYEN —og tryggja þannig ótvíráö yfirráð Norðmanna yfir eynni Samtök i sjávarúivegi i Noregi, svipaðs eðlis og Fiskifélagið hér, slanda þessa dagana fyrir ráðstefnu- haldi í Bergen um byggingu fiski- haf nar á Jan Mayeh. Á ráðstefmmni eru m.a. fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins, hafnar- málastofnunarinnar, , standgæzi- unnar, hinna ýmsu sjómannasam- taka, hafrannsóknastofnunarinnar, fiskiðnaðarins og Polarstofnunar- innar, sem er landfræðistofnun, svo eitthvað sé nefnt. I norskum blaða- fregnum má lesa að þessir aðilar tefb yfirieitt fram æðstu mönnum, svo hér virðist vera um meira en vangaveltur að raeða. AÍImargir alþtogismenn fylgjast einnig náið með ráðstefnunni. Tilgangur hennarer fyrst og fremst að safna saman öllum sjónarmiðum um málið með það fyrir augum að samræma þau og gera fiskihöfná Jan Mayen að verulei ka... Enn hafa ekki borizt fréttir af því hvers konar veiðar & að stunda frá þessari útgerðarstöð, ef af verður, en eins og er stunda Norðmenn ein- göngu loðnuveiðar úr íslenzka loðnu- stofninumviðJanMayen. -GS. Dr.BragiJósefsson: „BENEDIKT HEFUR ÁSTÆÐU TIL AÐ ÓTTAST ÚRSLITIN" „Benedikt Gröndal hefur fulla ástæðu til að óttast um úrslitin i próf- kjörinu," sagði dr. Bragi Jósefsson í Morgunpóstinum i morgun. Bragi gerði athugasemdir við um- mæli Alþýðuflokksformannsins í samaþættiígær. „Ástæðan fyrir því að ég býð mig aðeins fram i 1. sæti á lista Alþýðu- flokksins er einfaldlega sú, að ég styð Vilmund Gylfason, Jóhönnu Sigurðardóttur og Jón Baldvin Hannibalsson i 2.-4. sæti. Ég styð hins vegar ekki Benedikt Gröndal." Bragi sagði að Benedikt hefði haldið illa á málum flokksins í kjölfarkosningasigursins 1978. Hann kvað sig njóta stuðnings fjölda manna úr fulltruaráði Alþýðuflokks- ins. -ARH Skoðanakönnun DB um „óskaríkisstjórnina": Meirihlutastjórn Sjálf- stæðisf lokks efst á blaði __^____ — sjábls.5 Ólalur Jóh. íannað sætið í Reykjavík? — þéttvaxnir menn þrýsta á Harald Ólaf sson í l.sætiogGuðmundG.íþriðja ..- A _______ — sjabls.9 Mýsnarfaraástjá — músaf araldur herjar á borgarbúa _______ -sjábls.8 Guð hjálpi Danmörku — sagði Glistrup eftir fylgishrunið íþingkosningunum — sjá erl. fréttir bls. 6 og 7 Kosningasnjómoksturinn kostar 100-300 milljónir: Sjálfstæðismenn báðu um 9f mokstur á Vestfjörðum" —segirsam- göngu- ráðherra — sjábls.8 „Sjálfstæðismenn báðu um snjó- moksturinn fyrir vestan um síðustu helgi og ég ákvað að veita heimild fyrir hann. Sighvatur var þarna á ferð um sama leyti fyrir hreina tilvilj- un," sagði Magnús H. Magnússon samgönguráðherra í morgun, i tilefni af frétt DB í gær um mokstur fjall- vega á Vestfjörðum. Settar hafa verið reglur um kosn- ingasnjómokstur sem eiga að tryggja ölluin flokkum fyllsta jafnrétti, ef snjófjúk tefur för stjórnmálamanna um héruð. Flokkarnir þurfa að skipa fuiltrúa sína í öllum kjördæmum. Vegagerðin snýr sér síðan til þessara pólitisku snjómanna og hefur samrráð við þá um mokstur hverju sinni. Magnús H. Magnússon sagði að vegir yrðu ruddir vegna almennra funda flokkanna og kjörþinga. Ljóst væri að auka fjárveitingu þyrfti til kosningamokstursins. Áætla stjórn- völd að 100—300 milljónir þurfi til verksins, allt eftir því hvort kosninga- baráttan fer alvarlega i taugarnar á veðurguðunum eða ekki. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.