Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Partamir eru bakað- ir en ekki steiktir Einnig er hægt að baka kleinur í stað þess að steikja þær Margir hringdu vggna uppskriftar- innar i laugardagsblaðinu af „bök- uðumpörtum”. Fólk kannaðist ekki við að þeir ættu að bakast, heldur steikjast í fitu eins og kleinur. Við höfðum samband við „höfund” upp- skriftarinnar og spurðumst nánar út í bakstursaðferðina. „Það á að baka þessa parta á plötu alveg eins og ég sagði í bréfi mínu,” sagði konan. „Ég þekki hins vegar líka mætavel steikta parta, þótt ég hafi ekki steikt þá sjálf. Ég man einnig eftir því að amma mín bakaði stundum kleinur, i stað þess að steikja þær,” sagði konan ennfremur. Við spurðum hana hvaðan hún væri ættuð og kom þá i Ijós að hún var frá Austfjörðum. „Við búum líka til soðbrauð, sem við höfum með saltkjöti og mat- reiðum það öðruvísi fyrir austan en annars staðar á landinu. Uppskriftin er rúgmjöl og heitt vatn, hnoðað dálítið stíft, flatt úr og soðið í salt- kjötspottinum. Það er mjög gott heitt og einnig kalt með smjöri. Það er svolítið saltkjötsbragð af brauðinu.” Partarnir verða stökkir eins og kex þegar búið er að baka þá, mjög bragðgóðir, sagði ein kona sem búin var að reyna uppskriftina. Við spurðum uppskriftarhöfundinn hvort terturnar úr partauppskriftinni væru ekki dálítið harðar. Hún sagði þær vera það í fyrstu en þær jafna sig þegar þær eru búnar að biða svolítinn tima meðsultunni. -A.Bj. Það er sannarlega ekki lítil búbót þegar fólk fær allan neyzlufisk gefins. Eitt kg af ýsuflökum kostar í fiskbúð í Reykjavík tæplega 900 kr. Látiö okkur vcrja vaðninn Ryóvarnarskálinn Sigtum 5 - Siitii 19400 Lausar stöður Á skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri, eru eftirtaldar stöður lausar til um- sóknar: Staða fulitrúa I. Aðalstarf umsjón með tölvu- skráningu, vélritun og skattbreytingaskrám. Staða skrifstofumanns. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi æfingu í tölvuskráningu og vélrit- un. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnarstræti 95, Akureyri, fyrir 1. des- pmhpr nlí Fjármálaráðuneytið, emoer iik. 22 október 1979. Utboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í smíði á pípuundirstöðum úr járni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vestur- braut 10 A Keflavík og Verkfræðistofunni Fjar- hitun Álftamýri 9 Reykjavík gegn 10 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja miðvikudaginn 7. nóvember 1979 kl. 14. Þykir upp- hæðin ekki ýkja hár rúm- lega 33 þús. ámann H.H. í Veslmannaeyjum skrifar: Kæra neytendasíða! Ég sendi nú inn septemberseðilinn. Þetta er i fyrsta skipti sem ég'sendi heilan mánuð. Upphæðin er ekki ýkja há núna. Ég hef verið að nota upp úr frystikistunni og við fáum þar að auki allan fisk ókeypis (er með meðaltalskostnað á mann rúmlega 33 þúsund kr.). í dálkinum annað (sem er 152.645 kr.) er hvorki rafmagn né olía, sími eða sjónvarp, aftur á móti er flugfar fyrir einn fram og til baka, tvær drengjaúlpur og veizlumatur fyrir níu manns. Olíureikningur var greiddur núna í vikunni upp á 123.053 kr. En verið var að leggja hitaveitu til okkar, búið að leggja inn rörin svo sennilega verður hún komin í gagnið eftir hálf- an mánuð. Þegar kökur eru til á heimilinu er ekki úr vegi að skammta hverjum fyrir sig á disk eina eöa tvær sneiðar af hverri, í stað þess að „hlevpa” heimilisfölkinu beint í kökudósina! fl« fl> r m Emljos, em dökkog e/n röndótt Það er alltaf gott að eiga eitthvað með kaffinu, hvort heldur það er fyrir heimamenn eða gesti. Kökur eru yfirleitt dýrar ef þær eru keyptar í bakarii en ef þær eru ekki þvi eggja- frekari er ekki-dýrt að baka heima. Hérna eru uppskriftir af þremur góðum, ein er hvít, önnur röndótt og sú þriðja brún. Sítrónukaka — bökuð í hringformi 100 g smjörl. 21/2 dl sykur 2egg rifinn börkur af einni sitrónu 1 1/2 dl mjólk 4 1/2 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft Hrærið smjörl. og sykurinn og bætið eggjunum út í, einu í einu. Látið síðan rifna sítrónubörkinn út i. Loks kemur hveitið og lyftiduftið ásamt mjólkinni. Smyrjið hring- form (2ja lítra) og stráið svolitlu raspi innan í formið. Bakið kökuna i 175—200“C heitum ofni í ca 45 mín. Súkkulaðikaka 100 g smjörl. 2 dl sykur 2egg 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. vanilla 3 msk. kakó 1 1/4 dl rjómi Deigið búið til á sama hátt og að ofan greinir. Bakað í vel smurðu ,,jólaköku”formi (I 1/2 litra) og bakið kökuna við 175° hita i ca 50 Marmarakaka 200 g smjörl. 2 dl sykur 2 egg 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 dl sjóðandi vatn 1 msk. kakó nokkrar möndlur, sem látnar eru i botninn á forminu. Deigið búið til á sama hátt og hin tvö, nema kakóið er geymt. Látið um það bil 2/3 hluta af deiginu i smurt form, — gleymið ekki að setja möndlurnar í botninn — blandið siðan kakóinu saman við deigið og látið það i formið og „hrærið” síðan varlega saman við ljósa deigið í form- inu. Bakið kökuna við 200° hita í ca 40 min. Hráefniskostnaðurinn Þar sem ekki eru nema tvö egg í hverri köku er hráefniskostnaðurinn ekki ýkja mikill. Sitrónukakan kostar um 463 kr., súkkulaðikakan um 598 kr. og marmarakakan um 425 kr. -A.Bj. Ekkert kjöt, en meðaltalið fór samt upp í rúm 40 þús. Ein eyðslusöm í Hafnarfirði skrifar: Kæra Dagblað! Talan á seðlinum mínum er alveg rétt, samt get ég ekki afsakað mig með stórinnkaupum (nærri 42 þús- und á mann). Ég er nærri því viss um að október verður enn verri. Ekki þykist ég hafa bruðlað mikið. Ég fjárfesti að vísu þrisvar i tropicana og eina krukku af marmelaði keypti ég. Þar kemur á móti að ég keypti ekkert kjöt í mánuðinum. Liðnum „annað” verð ég að sleppa, hann er ekki marktækur hjá mér. Þar kemur maðurinn minn einnig við sögu og þá vill oft gleym- ast að færa inn, t.d. bensin. Þakka ykkur svo fyrir neytendasíð- una. Hún er bæði gagnleg og skemmtileg. Ég hef reyndar trassað að vera með í heimilisbókhaldi nú, en ætla nu að bæta úr þvi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.