Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. 7 RéttarhöldiníPrag: Sjö bama móðir dæmd fyrir undir- róður gegn ríkinu —sex baráttumenn mannréttinda dæmdir í tveggja til fimmárafangelsi Sex baráttumenn fyrir mannrétt- indum hlutu í gær dóma fyrir andróður gegn tékkneska ríkinu. Dómarnir hljóðuðu upp á frá tveggja til fimm ára fangelsi Sjö barna móðir, Dana Nemcova sálfræðingur, var meðal hinna dæmdu. Hlaut hún tveggja ára fang- elsisdóm. Virtist hún vera veik við réttarhöldin og bar sig illa. Réttarhöldin, sem stóðu styttra en búizt var við fyrirfram, fóru fram í litlum dómsal í Prag. Þar var ættingj- um hinna ákærðu neitað um inngöngu. Fulltrúum erlendra ríkja var einnig neitað um inngöngu svo og fulltrúum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Réttarhöld þessi, sem eru hin mestu af þessu tagi í Tékkóslóvakíu síðan Helsinki samkomulagið var gert árið 1975, hafa vakið heims- athygli og hafa margir mótmælt þeim. Allir hinir ákærðu eru tengdir Charter 77 ávarpinu þar sem krafizt er mannréttinda í Tékkóslóvakíu og að farið sé að i þeim málum sam- kvæmt Helsinki samkomulaginu sem Tékkóslóvakía undirritaði. Þyngstan dóm hlaut tækni- fræðingurinn Peter Uhl, fimm ára fangelsi. Hann sat i fangelsi í fjögur ár eftir dóm fyrir undirróður gegn rikinu árið 1971. Allir hinir ákærðu neituðu sakar- giftum en saksóknari krafðist allt að tíu ára fangelsisvistar yfir þeim. Þekktastur hinna dæmdu er leikrita- skáldið Vaclav Havel. Verk hans fást nú ekki gefin út í Tékkóslóvakiu en hann er allþekktur í Vestur-Evrópu. Havel sagði við réttarhöldin að honum hefði verið boðið að hverfa á brott frá Tékkóslóvakíu og sleppa við fangelsisdóm. Hann hefði þó hafnað því. Að minnsta kosti hluti hinna dæmdu eru ákveðnir vinstri menn, sem aftur á móti vilja ekki sætta sig við þá túlkun og framkvæmd sósía- lismans sem tíðkast í Tékkóslóvakíu. Síðan Sovétherinn réðst inn í Tékkóslóvakiu árið 1968 og steypti stjórn Dubceks frá völdum hefur al- mennt frelsi þar í landi verið einna minnst að fylgirikjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Carter bannar ný- smídi kjamavera Ráðgjafar Carters Bandaríkjafor- seta munu hafa ákveðið að leggja til að ekki verði leyfðar byggingar á fleiri kjarnorkuverum þar í landi að sinni. Gerðist þetta fyrir nokkrum dögum á lokuðum fundi, að sögn bandaríska blaðsins The New York Times. Að sögn mun forsetinn hafa fallizt á þessar tillögur. Ákvörðun þessi vekur athygli meðal annars vegna þess að brezka stjórnin hefur nýlega tilkynnt að þar verði reist allt að tuttugu kjarnorku- ver á næstu árum. Stjórn Margrétar Thatcher telur kjarnorkuna vænleg- asta kostinn fyrir Breta í orkumálum framtíðarinnar. Ákvörðun Bandaríkjamanna er tekin i Ijósi þeirra kannana sem gerðar hafa verið á orsökum kjarn- orkuslyssins sem varð í orkuverinu við Harrisburg. Nefnd sem sett var i að kanna það slys var einnig falið að setja nýjar reglur um öryggiskröfur og eftirlit með kjarnorkuverum og starfsmönnum þeirra. Ekki er enn vitað hvort hinar nýju reglur um kjarnorkuver eigi að ná til um það bil fjörutíu kjarnorkuvera sem nú eru i smiðum eða eru um það bil að taka til starfa. Ef svo færi yrði málið mikið hitamál því margir aðilar eru nú að koma sér upp slikum orku- verum með þeim kosti sem ódýrastur er. Grænland: 800 Danir við her- stöðvarnar hóta að hætta vegna skatta Átta hundruð borgaralegir starfs- Grænlandi hóta nú að hverfa heim, menn herstöðva Bandaríkjamanna á ef svo fer að þeim verði gert að greiða skatt af launum sínum i rikiskassa Grænlendinga. Tekjuskattur þessi verður sextán prósent. Byrjað verður að leggja hann á frá og með I. janúar næstkomandi. Helzti forystumaður starfsmann- anna í Thule segir að þeir sem skipað er að greiða skattana öðlist engin borgaraleg réttindi á Græn- landi, hvorki atkvæðisrétt né annað. „Þetta er því ekki skattur, sem taka á af okkur, heldur hrein og klár eigna- upptaka,” segir forystumaðurinn. Samningur Dana og Bandaríkja- manna um herstöðvarnar á Græn- landi er frá árinu 1951. Hann kemur ekki í veg fyir að hægt verði að skatt- leggja laun borgaralegra starfsmanna á herstöðvunum. Mál þetta er nú í athugun hjá stjórn Grænlands. K Sleðahundarnir eru enn eina lausnin við erfiðustu aðstæður á Grænlandi. Á myndinni sést hópur þeirra rétt við lágreista mannabústaði í þessari einni norðlægustu byggð jarðar — Thule. Noregur: ASTRID VARD AÐ EDDIE 0G Áni ANITU Astrid fæddist árið 1940 i Noregi. sina uppfyllta. Árið 1%3 hvarf Astrid Er hún óx úr grasi hlaut hún mörg af öllum opinberum skjölum. Á viðurnefni. Fólki þótti hún ávallt skírnarvottorðinu varð Astrid að heldur dularfull og reyndar svolitið Eddie. Eftir nokkra uppskurði og karlntannleg. Karlmaður hefði hún hormónameðferð var Eddie Espelid líka gjarnan viljað verá. Astrid átti kominn fram á sjónarsviðið. Hann er erfiða æsku og hraktisl á milli upp- nú kvæntur eiginkonu sinni Anitu. tökuheimila. Loksins fékk hún ósk Vestur-Þýzkalandi: Hua formaöur skoðar hjarta Evrópuiðnaðar — Helmut Schmidt kanslari leggur áherzlu á gott samband við Sovétríkin Hua formaður kommúnistaflokks Kína fer i dag um mestu iðnaðarsvæoi Evrópu og virðir fyrir sér þau fyrirtæki í Vestur-Þýzkalandi sem borið hafa hróður þess lands ' iða. Mikið af tima formannsins undanfarna tvo daga hefur farið i að ræða stjórnmál og við- skiptamál við Helmut Schmidt kansl- ara Vestur-Þýzkalands. í dag á Hua að fara með þyrlu um og yfir Ruhrhéraðið. Þar litur hann við hjá Thyssen stáliðjuverunum. Á morgun mun hann fara til Messer- schmidt-boelkow-Blohm flugvélaverk- smiðjanna i Hamborg og einnig Daimler-Benz verksmiðjurnar sem eru nærri Stuttgart. Þeir Hua og kanslarinn munu undir- rita samning um samvinnu Kina og Vestur-Þýzkalands á sviði efnahags- mála, viðskiptamála og menningar og lista. Vel hefur farið á með þjóðarleiðtog- unum og Ijóst er að Þjóðverjar hafa áhuga á samvinnu við Kínverja. Schmidt kanslari hefur þó lagt áherzlu á að hann vill undir öllum kringum- stæðum halda góðri samvinnu og sam- búð við Sovétmenn. Friðsamleg sam- skipti i austur virðast nú vera höfuð- atriði i vestur-þýzkri utanríkisstefnu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.