Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 10
10 MMBIAÐm lijálsf, áháð dagblsð Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvæmdastjór: Sveinn R. EyjóHsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: haukur Helgason. Fréttastjón: uinar valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Iþr** ’ Hallur Símo.iarson. Menning: Aöalsteinn Inyólfsson. Aóstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Ha dn ínrimur Palseon. Blaóamer 'Xnna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, . óra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur BjarnleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreH ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkpHunni 10. Áskriftarverð á mónuði kr. 4000. Verð í laúnasölu kr. 200 eintaM'ð. Hvers vegna rugl? Láglaunafólki verður réttur smábiti. Eins og Dagblaðið hefur skýrt frá, varð það að samkomulagi milli Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, að minnihlutastjórn- in sæi til þess, að ekki yrði framkvæmt það atriði Ólafslaga, sem hefði gert kauphækkun hinna lægstlaunuðu tveimur prósentum lægri en annarra hinn l. desember. Með þessu ákvæði Ólafslaga var ekki verið að gera sérstaka aðför að láglaunafólki. Málið var þannig vaxið. að laun hinna hærra launuðu voru skert sem þesM' nam, þegar hinn l. júní. Skerðingu á lægstu launum var frestað. Þannig kom út sú endaleysa, að til stóð að skerða verðbætur láglaunafólks tveimur prósentuni meira cn annarra hinn 1. desember. F.inhverjir nuinu sjá eftir þessum bita til láglauna- fólks. Flcstir munu þó skilja, að hag þessa fólks cr mjög illa komið um þessar mundir. Verðbólgan leikur jafnan verst þá, sem eru minni máttar í kapphlaupinu. Auk þess cr augljóst, að kjör hinna lægstlaunuðu drag- ast sífellt aftur úr, þegar sama prósentuhækkun keniur á há laun sem lág. Sumir hinir hæstlaunuðu geta gcri betur en að halda í horfinu, þegar þcir fá vcrðbætur ofan á sín háu laun. Kaupmáttur kauptaxtanna vcrður í ár 1—2 prósent lægri að meðaltali en hann var í fvrra. Kaupmátturinn rýrnar auk þess á síðasta fjórðungi þessa árs og vcrður þá orðinn 3—4 prósent undir meðaltali ársins. Krukk fyrrverandi stjórnar í kaupið vcldur þcssu. Mestu skiptir, að farið var að taka tillit til rýrnandi \ ið- skiptakjara við útreikning vcrðbóta á kaupið. Margvjsleg rök má færa að því, að slík aðferð sé rökrétt. Kaup cigi ekki að hækka, þótt olían hækki í innkaupi, þ\í að þjóðarbúið standi þá verr en áður. Það sé síður fært cn ekki betur til að greiða fólki hærra kaup. Á sama hátt má færa ýmis rök fyrir síðustu tillögum Vinmneitendasambandsins um verðbætirr. í þeirn fclst. að brevtingar á vcrði innlendrar vöru og þjón- ustu, scm stafa af hækkun launa, skuli ckki bættar mcð hækkun verðbóta. Breytingar á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum skuli hcldur ckki bættar. Oft hafa ósanngjarnari kröfur en þessar komið frá þrýstihópi rétt fyrir kjarasamningalotu. Scgja má, að það sé einungis endaleysa að hækka kaup vcgna vcrð- hækkana, hækka síðan verðlag vegna kauphækkana og svo kaupið vegna verðhækkana, sem stafa af kaup- hækkun. Þessi málsgrein hljómar eins og rugl cn sýnir, að víxlhækkunarkerfið cr rugl. Fn þctta kerfi var ekki fundið að ástæðulausu. í þjóðfélagi brjálaðrar verðbólgu er enginn vegur að sjá fyrirfram, hver verðbólgan verður á næstu 1—2 árum. Þctta gætu kjarasamningamenn ekki gert, og við hvað skal þá miðað, þegar grunnkaupshækkanir cru ákveðnar.? Væri engin verðbótaklausa í kjarasamning- um, vrðu samningamenn að spá í verðbólguna eins og knattspvrnugetraun. Fulltrúar launþega vrðu að kcvra grunnkaupshækkanir upp úr öllu \aldi til að reyna að tryggja hag launþega á komandi samningstímabili. Finfalt afnám verðbóta er því cngin lausn, þótt \ erðbótaleiðin sé rugl. Að sjálfsögðu er sú leið ein til, að aðilar vinnu- markaðarins viðurkenni opinberlega, að það er óhagur bcggja að viðhalda víxlhækkunarkerfi, sem þýðir það citt, að hjól verðbólgu snýst áfram og hagur atvinnu- fxrirtækjaog launþegaversnar við hvern hringsnúning. Þá má semja um stöðvun kaup- og verðhækkana. En einnig þarf til að koma forysta ríkisstjórnar, forysta, sem við höfum lengi ekki orðið vör við. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. f . Hagræðing í olíuviðskiptum heimsins: Sovét selur Spáni en Venezuela sér um vinina á Kúbu Flest Evrópulönd verða að flytja inn olíuvörur og jarðgas, þar eð þau eiga ekki yfir að ráða nægilegu elds- neyti og orku. Sovétrikin eru meðal margra útflytjenda orkuhráefnis og heildarmagn viðskipta þeirra við Vestur-Evrópu er orðið verulegt og fer vaxandi. ítalska fyrirtækið ENI reið á vaðið árið 1960 með að flytja inn sovézka oliu á grundvelli langtímasamnings. Árið 1974 hófst útflutningur á sovézku jarðgasi til ítaliu og á 20 ára tímabili mun landið fá 100.000 millj- ónir rúmmetra af jarögasi þaðan. Árið 1975 var undirritaður samning- ur um rúmlega 20.000 milljón rúmmetra af jarðgasi til Ítalíu á árunum 1978—2000. Sovétrikin hafa einnig gert saminga um sölu á jarð- gasi til Austurríkis og Frakklands er gilda munu til loka þessarar aldar, og samkomulag hefur orðið um við- skipti við Vestur-Þýzkaland, sem verða í gildi fram á næstu öld, þ.e. til ársins 2003. Á sl. ári fékk V-Þýzka- land 8.000 milljón rúmmetra af sovézku gasi, sem nemur yftr 20% af heildargasinnflutningi landsins. Langtímasamningar um kaup á sovézkum olíuvörum og steinkolum P*v8j mm i\ ** m -- Oliuborpallar við Peschanyeyjar I Azerbajan I Sovétrfkjunum. (5,5 milljón tonn á ári) eru einnig mikilvægir í viðskiptum Sovétrikj- anna við Vestur-Evrópu. Sovétríkin hafa samið við íran um kaup og sölu á írönsku gasi í þvi skyni að gera eldsneytisflutninga hag- kvæmari en áður. Sovétríkin full- nægja nú þörf kákasísku lýðveldanna með írönsku eldsneyti en flytja sam- svarandi magn af gasi út til Vestur- Þýzkalands, Frakklands og Austur- ríkis. Á sl. ári var gerður þriggja landa samningur þar sem Spánn mun héðan í frá fá oliu frá Sovétrikjunum í stað Venezuela, sem mun láta Kúbu i tésama magn og landið hefur fengið frá Sovétrikjunum. Samningurinn er til þess gerður að binda enda á dýra eldsneytisflutninga yfir úthöfin. Ekki er talinn vafi á, að sovézkur útflutningur á jarðgasi og olíuvörum til Vestur-Evrópu muni halda áfram. Sovétríkin eru talin traustur við- skiptavinur og þess munu fá dæmi, að þau hafi ekki staðið við skuld- bindingar sinar. Sovézkir aðilar segja að tal undanfarinna ára um „orku- kreppu í Sovétríkjunum” sé ekki á rökum reist. Kunnur sovézkur jarð- fræðingur, Alexander Sidorenko, heldur því fram, að Sovétrikin muni ekki skorta orku eða hráefni næstu árin eða um fyrirsjáanlega framtið, þar sem þau eigi yfir að ráða þriðj- ungi allra olíulinda heims, tveim þriðju gasnámanna, 54% af kola- og 61% af móforða heimsins. Raunar eru öll þessi náttúruauðæfi ekki nein sending af himnum, eða þjóðskipulagi Sovétríkjanna að þakka. Mest af þeim er að finna i austur- eða norðurhéruðum landsins og nýting þeirra krefst mikillar fjár- festingar, tima og erfiðis. Áður en þessi auðæfi geta farið að bera ávöxt þarf að leggja vegi og flutninga- leiðslur og byggja allt vinnslukerfið upp. Flutningskostnaður hráefnisins til Evrópuhluta landsins er 3—4 sinn- um dýrari heldur en gasið sjálft og 8—10 sinnum dýrari heldur en hin ódýra orka kolanámanna í Austur- og Mið-Evrópu. Sovézkir hagfræðingar telja, að þessi vandamál megi leysa með bætt- um samgöngum, nýjum vinnslu- og orkustöðvum I grennd við olíu- og gaslindirnar, svo og með hagkvæm- ari nýtingu hráefnis og orku. Jarðgasvinnslustöð og olíuhrcinsunarstöð i Azcrbajan i Sovétrikjunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.