Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 11
/V DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER 1979. II ............... 1 Seljum ríkisfyrirtækin Á þessu ári hefur stefna Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum gjörbreytzt. Efnahagsmálanefnd flokksins lagði grundvöllinn að þess- ari stefnu sem síðan var rædd i mið- stjórn og þingflokki og endanlega samþykkt á landsfundi flokksins sl. vor. Stefnan cr nú skeleggari og á- kveðnari en áður og í henni gætir nýrra sjónarmiða enda er tekið tillil til þeirra viðhorfa sem birtust i hug- myndum ungra sjálfstæðismanna um samdrátt i rikisbúskapnum undir kjörorðinu „Báknið burt". Á einum stað í stefnuyfirlýsing- unni segir: „Opinberum stofnunum og fyrirtækjum verði fækkað. Rekstur þeirra verði falinn öðrum, þau seld eða lögð niður ef þau þjóna ekki lengur upphaflegum tilgangi sinum." Drögum úr opinberum áhrifum Allt of margir hafa gefizt upp fyrir rikisumsvifastefnunni og telja útþenslu ríkisbáknsins vera nokkurs konar náttúrulögmál. Ég leyfi mér að fullyrða að það er hægt að draga úr opinberum umsvifum ef vilji og kjarkur eru fyrir hendi. Einn þáttur þess máls er að selja einstaklingum, fyrirtækjum og sveit- arfélögum þau fyrirtæki sem nú eru í ríkiseign. Þannig fæs: fjármagn sem nýta má til að örva atvinnulifið með timabundinni þátttöku í nýjum fyrir- tækjum. Fyrsta skilyrðið fyrir þvi að hægt sé að selja ríkisfyrirtækin er að breyta rekstrarformi þeirra í hluta- félagsform með breytingum á hluta- félagalöggjöHnni. Fyrirtækin fá þannig sjálfstæða stjórn án pólitiskra afskipta og starfa á venjulegum viðskiptagrundvelli án skattfriðinda eða annarra ihlutana. Næsta skrefið er svo að selja hlutabréfin á al- mertnum markaði eða starfsmönnum fyrirtækjanna. í þessum flokki fyrir- tækja má nefna Landssmiðjuna, Áburðarverksmiðju rikisins, Síldar- verksmiðjur ríkisins, Ferðaskrifstofu rikisins, Sementsverksmiðjuna, Siglósild og Grænfóðurverksmiðj- urnar. Víða liggja þræðir ríkisins Rikið á hlut I fjölmörgum hluta- félögum. Nefna má íslenzka járn- blendifélagið, hf., Kísiliðjuna hf., Þormóð ramma hf., Álafoss hf., Slippstöðina hf., Þörungavinnsluna hf., Eimskip hf., Flugleiðir h.f., Oliumöl hf., Rafha hf., Drang hf., Islenzku. matvælamiðstöðina hf., Skallagrim hf., Blikkstöðina hf., Fóðuriðjuna hf., Norðursljörnuna hf. og Iðnaðarbankann hf. Spyrja má: Af hverju á fremur að binda fjármagn rikisins I þessum fyrirtækj- um en einhverjum öðrunt? Sama máli gegnir um þau sameignarfyrir- tæki, sem rikið á aðild að. Kjallarinn Fríðrík Sophusson Betri nýting fjármagnsins Það er eðlilegt hlutverk rikisins að stuðla að æskilegri atvinnuþróun. Slikt gerist fyrst og fremst rneð því að rikisvaldið skapi fyrirtækjunum eðlilegt rekstrarumhverfi eða láti af blóðmjólkurstefnu sinni. Með sölu á rikisfyrirtækjunum og hlutabréfum rikisins i hlutafélögunum fæst fjár- magn, sem nota má til að ýta undir stofnun nýrra fyrirtækja. Hugsanlegl er þá að ríkið kaupi hlutabréf sem það á siðan um stundarsakir enda sé eftirtaldra sjónarmiða gætt: 1. Að fyrirtækin séu arðbær eða hafi möguleika til að skila arði. 2. Að starfsemi fyrirtækjanna sé liður í þróun nýjunga i at- vinnulifinu. 3. Að starfsemi fyrirtækjanna stuðli að heilbrigðri santkeppni. 4. Að fyrirtækin séu í þeim stærðar- og áhættuflokki að einstaklingar cigi erfitt með að koma þeim á fót. Ávinningurinn er margvíslegur Ávinningurinn af þeim aðgerðum sem hér hefur verið lýst cr m.a. fólg- inn i cftirfarandi: 1. Hægt verður að koma opinbcrum framleiðslufyrirtækjum á santa rekstrargrundvöll og einkafyrir- tæki starl’a á. 2. Dregið er úr pólitísku þukli rneð atbeina fyrirtækjanna, t.d. mcð niðurgreiðslum á framleiðslu- \ erði til að hafa áhrif á vísitölur. 3. Möguleikar á virkum verðbréfa- markaði opnast og skilningur vex fyrir breytingum á skattalögum. scm eru forscndur fyrir sparnaði i hlutabréfum. 4. Hætt er stöðnuðum og úreltum ríkisafskiptum al' framleiðslu- starfseminni. 5. Ný, áhættusöm atvinnufyrirtæki hal'a meiri möguleika á að yfir- vinna byrjunarörðugleika nicð timabundinni aðstoð rikis- valdsins. Hvernig væri að reyna þessa lclð? Friðrik Sophussnn, alþingismaður. LAUS STORF SigurgeirSigurðsson — umsóknarf restur til 2. desember Lausar eru 60 stöður. Hvað vita kjósendurum frambjóðendur? Alþingi ogstéttaþingin Álögur—skattar Kjallarinn 60 stöður Enn á ný auglýsir þjóðin eftir 60 manns til að taka að sér útgerð þjóðarskútunnar næsta kjörtimabil. Meirihluti þessara 60 fær skipsrúm, hinir verða að láta sér nægja aðgefa „góð ráð” í landi. Sérlega illa gekk með útgerðina siðustu vertið og endaði hún með þeim ósköpum, að hluti áhafnarinnar strauk i land þegar séð var að hjá strandi varðekki komizt. Það væri verðugt rannsóknarefni fræðimanns að kanna feril þeirra þriggja vinstri stjórna, sem mönnurn eru i fersku rninni. Allar hafa þær sprungið á sama hátt, flokkarnir sem að þeim hafa staðið hafa yfir- boðið hver annan i flestum málum og þar með gert að engu alla baráltu gegn verðbólgu. Ferill þessara vinstri stjórna er svo líkur að það sem sagt var um þær 1958 er jafngilt i dag 1979. Sporin hræða — aldrei aftur vinslri stjórn. Prófkjörin Margt hefur verið rætt og ritað um prófkjörin, bæði með og á móti. Kjósendur þessa áratugs vilja gera tilraunir með menn og stefnur og þess vegna eru prófkjör svara lýðræðis- flokka við þeirri ósk. Stór hópur kjósenda er óflokks- bundið fólk sem vill taka afstöðu til manna og flokka hverju sinni en lætur fagurlega orðaðar stefnuskrár ekki ráða gerðum sinum. Sagt hcfur verið að prófkjör fældu frá „hæfustu” mennina, sem vildu ekki taka þátt í þeim slag, sem getur fylgt slíkum kosningum. Slikir aðilar eiga að helga sig öðrum málum, ef þeir þola ekki lýðræði nema i logni. En hvernig velur hinn almenni kjósandi prófkjörsframbjóðendur? Eftir verkum þeirra og skoðunum álit eg, 'o og þvi hvernig þeir um- gang.i-' kjósendur (sbr. t.d. kosningaloforðið „samningana i gildi"). Spútnikar koma oft upp i próf- kjörum en þeir falla llestir tljótlega til jarðar. Prófkjörin cru tæki kjóscnd t til stefnumótunar, sem þeir eigit að nýta til lulls með virkri þátttöku. Alþingi Landsmenn óttast að uppivöðslu- samir vinstri „verkalýðsleiðtogar" reyni að torvelda störf þjóðkjörins þings með þvi að beita fyrir sig sam- tökum þcim er þcir hafa náð undir sina stjórn með ýmsu móti. Fólkið sem er i þessum félögum verður að stöðva þessa misbcilingu með virkari þátttöku DelarsMörlum og þá um leið að taka á sig ál yrgð al gjörðunt forystumanna sinna Ef verkalýðshreyfingin eða forysta hennar lokar l'yrir lyðræði i samtökum sinum verður Alþingi að laka þar af skarið. Alþingi sem hefur ly'gi meiri hluta þióðarinnar bak við sig verður nú að gera ýmsar þær áðgerðir er það hefur skotið sér undan 'il þessa, það verður að fara að stj.nna, lia'tta að láta stjórnast. Álögur — skattar Hafa ekki allir fengið nóg? Viljið þið, kjósendur góðir. greiða hærri skatta? Yfirlýst stcfna Sjálfstæðis- tlokksins er að draga úr álögum a einstaklinga og lyiirtæki og í fyrstu lella niður viðbótarskatta þá er kratar, kommar og framsóknarmenn lögðu á okkur siðustu 13 mánuði. Við sem erum í framboði fyrir Sjáll'stæðisflokkinn serðunr að segja ykkur kjósendutn sannlcikann u m búðalausl. Samneyslan vetður ckki aukin og skattar lækkaðir i senn. Fyrirtæki verða ekki skattpind og um leið krafin um kjarabætur. Niðurgreiðslur verða ekki auknar og unt leið dregið úr skattheimtu. Sniðum o' ' siakk eftir vexti. Skipum framboðsiista okkar fólki sem vill og þc að framkvæma stefnu okkar. llefjum sóknina ' v ö • 'mu: I.ægri skattar — aldrei aflur vinstri stjóm. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.