Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. Bókaþjóðin og skóflustunguaðferðin því komin 2ja ára reynsla á Vil- hjálmslög. Ég tek fjögur dæmi, eitt úr hverjum landsfjórðungi. Vesturland. 12 bókasöfn, þar af eitt sem mun kallast miðsafn. Tvö söfn skila skýrslu um bókaaukningu á árinu. Annað safnið keypti 8 bækur, hitt 13. Öll eru þessi söfn undir lágmarksframlagi lögbundnu nema miðsafnið. Fimm sveitarsjóðir borga ekki krónu til safnanna. Norðurland (tvö safnahverfi). Þar eru tvö miðsöfn með fremur lítinn bókakost, aukning á árinu allnokkur, en þó of litil. Fé til þeirra úr sýslu- sjóði meira en krafist er. 8. lestrar- félög hafa eignast innan við 15 bindi hvert, 13 ná ekki lögbundnu lág- marksframlagi, eitt hreppsbókasafn virðist vera vel rekið. Eitt safn kaupir I bók. Austurland (2 safnahverfi). Á þessu svæði eru 3 kaupstaðasöfn og virðist búskapur þeirra fremur fátæklegur. Þó fá tvö þeirra nokkru meira en lágmarksframl. úr bæjar- sjóði, þriðja nær þvi ekki. 6 hreppa- söfn kaupa öngva bók, en fá lítils- háttar framlag úr hreppssjóðum. II skiluðu ekki skýrslu til bókafulltrúa. Átta söfn fá nokkru meiri peninga úr bæja- og hreppssjóði en áskilið er, 20 of litið. Eitt hreppssafn býr óvenju vel og kaupir 151 bók 1977. Suðurland. A svæðinu er eitt héraðsbókasafn. Bókasafnshús er i byggingu, en þetta miðsafn átti aðeins tæp 5 þús. bindi 1977 og gat ekki keypt nema 124 bindi. Eitt ■i iii ■im iiithmi— lestrarfélag á svæðinu hefur hins vegar getað keypt 373 bindi og bóka- eign er rúm 3 þús. bindi. Tveir hreppar standa að þessu safni og er rekstur þess til fyrirmyndar. Eitt safnið á svæðinu kaupir hins vegar aðeins 7 bindi á árinu, enda fær það einar 25 þús. kr. úr hreppssjóði, en átti skv. lögum að fá 170 þús. kr. Af 9 sveitarsjóðum eru 7 undir lög- ákveðnu framlagi, flestir verulega, einn hefur ekkert greitt á árinu og safnið sendi ekki skýrslu. Þessi dæmi eru valin af handahófi, sjá ennfremur ágæta grein eftir Gunnar Markússon skólastjóra í Þor- lákshöfn í Morgunbl. 28. ágúst sl. ,,Erum við bókaþjóð?” „Flaustursleg og vanhugsuð" Reynslan hefur sýnt að það reynd- ist rétt sem minnihluti menntamála- nefndar N D Alþingis hélt fram í nefndaráliti 10. 5. 1976: ,,Meginstoð var kippt undan frum- varpinu (um alm. bókasöfn) með hinni flausturslegu og vanhugsuðu breytingu á verkefnum sveitarfélaga, sem gerð var í des. sl. Með þeirri breytingu svipti meiri hluti alþingis bókasöfnin ríkisframlagi með öllu, en sveitarfélögum einum gert að skyldu að leggja fram fé til þessara mála.” Þá var sveitarstjórnum sýnd sú lítilsvirðing að ekkert samráð var haft við þær um þessa kollsteypu og kynning eftir á ærið slök, eins og komið hefur fram í máli ýmissa sveitarstjórnarmanna. Það var ekki án orsaka að Sigurlaug Bjarnadóttir fv. þingm. sagði í Vísi í des. 1976: ,,Það er engu likara en söguþjóðin og Alþingi hafi gleymt bókunum sínum.” Þá er bókasafnslögin 1976 höfðu verié^um það bil ár í gildi birtust tvær athyglisverðar forystugreinar um alm. bókasöfnin í Þjóðviljanum og Vísi. Í Þjóðviljanum segir að þar sem best lætur nálgist þjónusta safnanna að vera nálægt því sem sómasamlegt ■anBBtBBBBBBnB þótti í nálægum löndum fyrir 20—30 árum. Um lögin Vilhjálms segir m.a.: „Loks var á siðasta ári samþykkt löggjöf um almenningsbókasöfn, þar sem rikisvaldið gerði sér litið fyrir og varpaði öllum kostnaði og allri ábyrgð þessara mála af sér yfir á sveitarfélögin. í stað þess að stórauka þann litla styrk, sem áður hafði verið veittur úr ríkissjóði til bókhlöðu- bygginga, var hann nú afnuminn með öllu og ríkið hætti einnig allri þátt- töku í rekstri safnanna.” í forystugrein Vísis 29. júni 1977 er komist svo að orði m.a.: „Almenningsbókasöfn eru miklar menningar- og menntastofnanir hvert i sínu byggðarlagi og má að ýmsu leyti segja að þau séu hluti af skóla- kerfinu þar sem þau veita viðtæka fræðslu og upplýsingar, bæði skóla- nemendum og öðrum íbúum byggð- anna. Af þessari ástæðu væri mjög eðli- legt að rikissjóður bæri uppi sama kostnaðarhlutfall af bókasafnsrekstri og hann gerir í sambandi við skóla landsins, en um það þýðir ekki að tala í bráð. Sennilega væri heppilegast að hafa ákveðna viðmiðunarreglu í sambandi við fjárveitingar ríkisins til bóka- safna og leggur Vísir til að framlagið verði látið nema helmingi verðs á meðalbók á hvern íbúa byggðar- innar.” Menntamálaráðuneytið hefur áætlað hækkun á lágmarksframlög- um til alm. bókasafna. Bæjarsjóður 2 ,Útfararversið kyrjað fölskum rómi. ei’nföldustu staðreyndir þjóðmál- anna? Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr dómgreind kjósenda heldur aðeins verið að benda á hvernig brengluð framkvæmd stjórn- sýslu, samfara ósvifnum áróðurs- 'kerfum, geta slævt og ruglað hæfi- leika fólks að skynja staðreyndir. Þá hefur óðaverðbólgan brenglað allt verðmætaskyn almennings, bæði er tekur til vöruverðs og gildi peninga. Afleiðingar verðbólgunnar og óstjórnarinnar koma svo fram i ótal öðrum þáttum þjóðlíf sins. Aukin afbrot, sérstaklega fjár- og skattsvikamál og hvers konar önnur afbrotamál, tröllríða þjóðfélaginu og enginn fær rönd við reist. Engan ætti þó að undra hvernig komið er því að alltof margir meta svonefnd lífsgæði i formi auðsöfn- unar, helst vill enginn neinu fórna og oftasl er togast á um fánýta hluti. í sliku þjóðfélagi eru hvers konar mannúðarmál fótum troðin enda oftast bitbein pólitískra áróðurslodd- ara. Ábyrgðarleysi og vesaldómur, samfara siðferðisleysi stjórnmála- manna, auk vanhæfra dómsyfir- valda, er m .a. sá vitnisburður sem við Kjallarinn Kristján Pétursson blasir 35 árum eftir að íslendingar fengu fullt sjálfstæði. Gerviveröld Hinar hömlulausu kröfur fólks og almenna þátttaka í svonefndu lifs- gæðakapphlaupi eru ein höfuðein- kenni verðbólguþjóðfélaga. Ein af alvarlegustu afleiðingum umræddrar þróunar eru margs konar stress- eða streitusjúkdómar sem knýja einstakl- inga til að leita á náðir ávanalyfja og efna. Leit að eðlilegri lífsfyllingu í gegnum vímugjafa er ein versta teg- und sjálfsblekkingar sem þekkt er, enda leiðir slík neysla ávallt til vonbrigða, þjáninga eða sjúkdóma. Lífsfyllingu verður aldrei fullnægt i formi auðhyggju heldur verða að koma til sköpunareiginleikar manns- ins sjálfs og hans raunverulegu þarftr. Það þarf með öðrum orðum að koma til afgerandi hugarfars- breyting með þjóðinni ef takast á að lækna þær margþættu meinsemdir sem við er að striða. Við verðum að fórna verulegum hluta af þeim efna- hagslegu þægindum sem surnir nefna gerviveröld en þess i stað að byggja upp hqilbrigt og skapandi mannlíf. Einhverjum kann að finnast að svona hugrenningar eigi enga samleið með umræðum um efnahagsmál en þvi er til að svara að það er ekki endalaust hægt að plástra yfir sam- félagssárin. Hættumerki verðbólg- unnar blasa hvarvetna við erida má með sanni segja að allir séu á flótta undan henni í einhverri mynd. Vegna komandi kosninga vil ég sérstaklcga vekja athygli kjósenda á eftirfarandi: Þeir verða að hugleiða sjálfstætt verk þingmanna og gefa þeim réttmætar einkunnir á kjördegi. Kjósendur verða að þekkja trúða Kjallarinn Leó M. Jónsson fólki þetta grátbroslegt brölt loddara og kraftaverkakarla og tekur ekkert mark á því sem þeir segja. íslenzk pólitík hefur ekki alltaf þótt hátimbr- uð en aldrei hefur hún þó náð því stigi lágkúru áður að ekki sé nokkur leið að gera upp á milli flokka.. Þeir eru allir i harðri samkeppni um heimsku og staðan hnífjöfn. Áfram með verkföllin Verkföll og kjaradeilur undanfar- inna ára hafa yfirleitt snúizt um verð lausar krónur og félagsmálaröfl. Kaupmáttaraukning hefur verið grát- lega lítil þrátt fyrir mikinn herkostn- að. Ástæðurnar eru m.a. þær, að af- rakstur þjóðarbúsins hefur ekki skapað grundvöll fyrir bættum kjörum og það er pólitikusunum ein- um að kenna, og sú staðreynd, að verkföllin hafa ekki verið notuð í kjarabótatilgangi heldur sem póli- tiskt vopn en það er glæpsamleg mis- notkun sem stýrt er af samvizkulaus- um lýð sem nú er kominn á kreik eina ferðina enn. Samtimis því sem vælt er um verðbólguaðgerðir eru uppi hót- anir um að friðurinn sé úti á vinnu- markaðinum. Þeir sömu pólitikusar sem hvað bezt hafa lýst því hvernig verðbólgan leikur láglaunafólk í landinu eru á sama tíma að skipu- leggja samsæri i mynd verkfalla og hyggjast með því hefna sin á pólitísk- um andstæðingum, án minnsta sam vizkubits og af svo ótrúlegu ábyrgðarleysi að jaðrar við landráð. Gegn þessum hótunum höfum við ekki annað en alvarlegt augnatillit einhverra drjóla sem ekkert hafa getað framkvæmt af viti en taia digurbarkalega um að nú sé loks þörf á einhverjum aðgerðum í efnahags- málum sem séu annað en þetta venju- lega kák sem ekkert á skylt við stjórn- málastefnu. Nú tekur Við nýtt óstjórnartímabil verkfalla og verðbólgu eða verðbólgu og verkfalla, eftir því hvort ríkis- stjórnarræfillinn verður kenndur við vinstri eðahægri. Það er þvi ekkert óeðlilegt þótt fólk spyrji: Eigum við að láta þessa rústikusa teyma okkur enn einu sinni á kjörstað — og þá til hvers? Kjósum ekki — þetta er einkamál þeirra Þótt ótrúlegt sé fer þeim fjölgandi sem líta á íslenzk stjórnmál sem einkamál þeirra 60 þingþrasara sem sprella i sandkassanum við Austur- völl. Eftir siðustu eldhúsdagsum- ræður i útvarpinu hefur þessum hluta þjóðarinnar fjölgað enn meir. Þessar umræður hefðu eins getað farið þannig fram að hver trúðurinn hefði fengið að snúa lírukassa í 10 mínútur • „Síðan þarf að fara að skipuleggja ein- hver ráð til þess að venjulegt fólk í land- inu hafi starfsfrið fyrir þessum kusum og þeirra brölti.” Kjallarinn HaraldurGuðnason á að greiða 4780 kr. á hvern íbúa, móti 3540 kr. áður, hækkun 35%. Önnur sveitarfélög í umdæmi greiði 478 kr. Hreppssjóður greiði 3690 kr. móti 2730 áður, hækkun einnig 35%. Þessi framlög eru að visu of lág til þess að reka söfnin af myndarskap. Bókaverð er áætlað að hækki um a.m.k. 40% í haust, en á margt er að líta fleiraen bókakaup. Ég vil að lokum leggja til: 1. Bókasafnslögunum verði breytt i það horf að tekin verði upp til- laga Vísis o.fl., að ríkið leggi fram til reksturs safnanna sem svarar hálfu bókarverði á ibúa umdæmis, áætlað kr. 4500,00 og 50% kostnaðar við bókhlöðu- byggingar. 2. Meðan núgildandi löggjöf helst óbreytt geri bæjar- og sveitar- stjórnir gangskör að þvi að reka alm. bókasöfnin af myndarbrag, með viðhlítandi endurnýjun á bókakosti og með sæmilegri starfsaðstöðu. Haraldur Guðnason fvrrv. bókavörður ........ ' ' IM*\ frá venjulegu fólki og loddara frá heiðarlegum mönnum. Við kjós- endur eigum ekki að þurfa að horfa áratugum saman framan i sömu stjórnmálamennina sem stöðugt svíkja kosningaloforð, flokks- samþykktir, svo og stjórnarsáttmála, séu þeir i ríkisstjórn. Kjósendur verða að vakna til fullrar meðvitundar um ábyrgð og stöðu sína í þjóðfélaginu, þeir verða að læra að skilgreina og meta sjálf- stætt hagsmuni fjöldans í þágu þjóðarinnar. Að lokum vil ég beina orðum minum til þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Halda þeir í reynd, að þjóðin sé búin að gleyma eftir 14 mánuði viðskilnaði þeirra og Fram- sóknarflokksins i efnahags- og verð- bólgumálum: ef svo er þá hljóta þeir að ætla kjósendur alvarlega þroska- hefta. Kjósendur vita mætavcl að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð- ábyrgð á verðbólguþróuninni um áratugaskeið; hefur sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins lengst allra flokka setið í ríkisstjórn. Kristján Pctursson deildarstjóri ■■■ !■■ ,1 ., ....... án þess að opna munninn. betta var nákvæmlega sama rellan hjá þeim öllum, og þjóðin var engu nær. Eins og í pottinn er búið þá verður engu breytt í 'uslenzkri pólitik, sama tortímingarbraskið heldur áfram um óákveðinn tíma. Nýir þingmenn sem komust inn í síðustu kosningum hafa ekki getað eða viljað brqyta neinu, — þótt þeir væru 30 hafði það ekkert að segja. Af þessu leiðir að kosningar breyta heldur ekki neinu. Það einar sem þær gætu haft i för með sér er að gorgeirinn og montið flyttist frá vinstri til hægri eða öfugt, í mesta lagi géta þær ráðið þvi hvort flett verður ofan af fjármálamisferli vinstri manna eða hægri manna á næstunni. Það sem almenningur þarf að gera er hreinlega að hundsa þessar kosn- ingar og láta þær eins og vind um eyr- un þjóta. Siðan þarl’ að fara að skipuleggja einhver ráð til þess að venjulegt fólk í landinu hafi starfsfrið fyrir þessum kusum og þeirra brölti. Leó M. Jönssnn tæknifræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.