Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. IMMIM DB á ne ytendamarkaði Uppskrift dagsins: INNBAKAÐUR LAMBAHRYGG- UR AD HÆTTl ALBERTS Logandi appelsínur í eftirrétt Ef einhvern skyldi langa til þess að: spreyta sig á að búa til lambahrygg að haetti Alberts eru hér leiðbeiningarl sem við fengum hjá Emil Guðmunds-! syni hótelstjóra á Loftleiðum: 1 stk. lambahryggur 0,2 kg smjörbrauðsdeig 1/2 stk. rauð paprika 1/2 stk. græn paprika salt, pipar, lifrarkæfa. Meðhryggnumerhaft: 't* spergilkál, kryddkartöflur, fylltir tómatar og rauðvinssósa. Himnan er rifin af hryggnum og hann síðan úrbeinaður. Lifrarkæfan (sem búa verður til daginn áður) er hrærð út með sérrí og söxuð paprikan látin saman við. Hryggur- inn er smurður að innan með lifrar- kæfunni, bundinn upp, kryddaður með salti og pipar og steiktur í ca 15 min. í ofni 250°C heitum, síðan er hann kældur. . Deigið er flatt út, hryggnum pakkað inn í deigið, hann penslaður með eggjarauðu og bakaður í ofni við 200°C í ca 20 min. Framreiddur með fylltum tómötum, spergilkáli og kartöflum. Lifrarkæfa (fyrir 8—10 manns) 0,5 kg kjúklinga- eða svinalifur 350 g svínsflesk 225 g kálfakjöt 2stk. laukur 3 stk. perlulaukur mulið blóðberg 2 msk mulin pétursselja 1 stk. egg 1 msk rjómi 3 msk koniak 1 tsk grófmalaður pipar, salt og allrahanda 4 stk. þunnar sneiðar af fleski lárviðarlauf. Fjarlægið himnuna og þurrkið lifrina. Skerið flesk og kálfakjöt í sneiðar. Takið hýðið af lauk og perlulauk, skerið í bita og hakkið. Hakkið lifur, flesk og kálfakjöt hvert fyrir sig, mjög fint. Blandið því síðan saman við lauk, perlulauk, blóðbergið, pétursseljuna og eggið sem áður hefur verið þeytt með rjómanum og koniakinu. Kryddið með pipar, salti og allrahanda og blandið öllu saman. Leggið flesksneiðarnar í botninn á eldföstu móti og setjið lárviðarlauf þar yfir og síðan kæfublönduna, sléttið og setjið lárviðarlauf ofan á. Setjið mótið i ofnskúffuna með heitu vatni og bakið i vatnsbaði við 180°C hita í 1 1/2—2 klst. Takið úr ofnin- um og kælið kæfuna undir fargi. Á Albertsmatseðlinum er glóaldin- undur í eftirrétt. Við fengum leið- beiningar um hvernig það er búið til: 1/4 af stórum appelsínum er skorinn af, þeim megin sem stilkendinn er. Appelsínurnar eru holaðar gætilega að innan með skeið og fylltar með appelsínuís. 8 eggjarauður 200 g sykur 1 lítri, Iftið þeyttur rjómi rifinn börkur af tveimur appelsínum rifinn börkur af einni sitrónu safi úr 5 appelsinum. Börkurinn er soðinn í safanum í ca. 10 minútur og þá er sykurinn settur út í og gert sýróp. Eggjarauð- urnar þeyttar og sýrópinu hellt út í. Þeytt þar til rauðurnar eru orðnar þykkar, þá er þessu blandað saman við rjómann. Appelsínurnar eru fylltar og frystar. ítalskur marengs 5 eggjahvítur 250 g flórsykur Egg og flórsykur er þeytt saman við hægan hita í vatnsbaði (skálin Iátin yfir pott með heitu vatni) þar til hvíturnar eru orðnar hæfilega stífar. Tekið af hitanum og þeytt þar til þær eru orðnar kaldar, bragðbætt með vanillu. Marengsinum er sprautað yfir appelsínuísinn og bakað undir glóðargrilli. Cointreau likjör. er hitaður og hellt yfir, kveikt í og borið fram glóandi! Flóknari matseld: Þessar uppskriftir frá sælkera- kvöldi Hótels Loftleiða eru nokkuð j frábrugðnar því sem við erum vana- lega með og kannske nokkuð flóknar fyrir „venjuleg” eldhús. Það er hins vegar gaman að spreyta sig á að MATSEÐILL MENU Blandaðar smásnlttur Canapés assortis * Kjötseyði með fylltum pönnukökum Consommé á la Célestine ★ Innbakaður lambahryggur að haetti Alberts Carré d’agneau en croúte, Albert * Glóaldlnundur Orange en surprise KAFFI CAFÉ kr. 7.500,- KAUÐVÍN SEM EB MJELT ER UED VW ROUOE RECOMMANDE: herma eftir frægum matreiðslumönn- um, þótt árangurinn verði kannske ekki alltaf alveg eins og fyrirmyndin. Annars getið þið lesið nánar um isælkerakvöldin á bls. 28 í dálkinum Fólk. -A.Bj. íslenzka lambakjötið íDanmörku: Er vel tekið en er seltá,.útsöluverði” Kynning á íslenzkum matvælum var nýlega í stórverzluninni Illum í Kaupmannahöfn. Mættu þar mat- reiðslumenn, sérhæfðir blaðamenn og matvælafræðingar. Sendiherra íslands í Danmörku, Agnar Kl. Jóns- son, opnaði sýninguna. Sérstök áherzla er lögð á að kynna islenzka dilkakjötið. íslenzka lambakjötið hefui verið til sölu hjá verzlanakeðjunni Irmu í Kaupmannahöfn. Það er ófrosið kjöt, sem flutt er með flugi til Hafn- ar. Hafa nú þegar verið seld 35 tonn af lambakjöti og verður sendingum haldið áfram út sláturtíð. Hefur kjötinu verið vel tekið ytra, en kostnaður við þessar sendingar er mun meiri en þegar um er að ræða frosið kjöt, þannig að enn minna fæst fyrir það en fryst kjöt. — Er vonazt eftir að þessi starfsemi eigi eftir að skila betri árangri þótt síðar verði. Ekki liggur ljóst fyrir hvað raun- verulega fæst fyrir þetta islenzka lambakjöt. Danir greiða 12,75 kr. danskar fyrir hvert kg, sem er sam- kvæmt gengi þegar þetta er skrifað 943,88 kr. isl. (samsvarandi verð sem íslenzkir neytendur greiða fyrir kg í heildsölu og heilum skrokk er 1651 kr. Er þá um að ræða frosið kjöt). Frá þessum 943,88 kr. á þá eftir að draga allan kostnað, svo sem flutningskostnað, sem ekki er vitaö um á þessari stundu. — Gunnlaugur Björnsson hjá búvörudeild Sam- bandsins gizkaði á að reikna mætti með, þegar dæmið verður gert upp, að fáist 35—40% af innlendu verði fyrir þetta útflutta kjöt. Á síðasta framleiðsluári (frá sept. til sept. 1978) voru flutt út 4800 tonn af dilkakjöti og fékkst fyrir það um 40% af innlendu markaðsverði. - A.Bj. Óvenjulágartölur: r JAFNVEL Þ0n LIFAÐ SÉ Á „TE 0G BRAUÐI” 17 þús á mann hjá þriggja manna f jölskyldu S.Ó. í Kópavogi skrifar: Ég verð að láta smá athugasemdir fylgja með seðlinum, þar sem upp- hæðin virðist kannski heldur lág (17 þús. á mann). Mér varð þó alveg nóg um þegar ég Iagði þetta saman og mætti þó bæta þarna við 11 þús. kr. sem eiginmaðurinn greiðir fyrir fæði á vinnustað. Þegar hann kemur heim úr vinn- unni fer ég að vinna (einnig um helgar). Þannig hefur verið lifað á te og brauði og varla hægt að segja að elduð hafi verið máltíð. Jafnframt hafa engin stórinnkaup verið gerð. Jafnvel ,,te og brauð” kostar pen- inga. Ein heilhveitibrauðsneið kostar í kringum 10,36 kr. (ef hún er keypt í niðursneiddu brauði), þannig að sneið eins og myndin sýnir getur kostað allt að 130 kr. DB-mynd Ragnar Th. Hér er ég ekki að tala um liðinn „annað” enda er hann kominn yfir 700 þúsund fyrir þrjá mánuði. Þar inn í kemur líka þvottavél, saumavél, stofngjald af síma, gluggatjöld og fleira bæði nauðsynlegt og óþarft, svona í búskaparbyrjun. Uppskrift dagsins Þá vil ég nota tækifærið og þakka almennt fyrir þessa síðu í blaðinu. Kær kveðja. Þetta eru svo sannarlega Iágar tölur, jafnvel þótt „lifað sé á te og brauði”, eins og bréfritari segir. Þarna er um að ræða ung hjón með lítið barn. En litil börn þurfa svo sannarlega sitt, því barnamatur, sér- staklega ef hann er notaður ein- göngu, er dýr þegar til lengdar lætur. Sö/tuð nauta- brínga KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.