Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. TÍMARIT Á ENSKU Cegn samábyrgð flokkanna Verkafólk hjá Vinnslustöðinni íEyjum: Borðar fyrir helming launanna — fæðið kostar 130 þúsund á mánuði Fæðiskostnaður verkafólks i Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum er nú kominn i liðlega 130 þúsund krónur á mánuði sé fólkið í fullu fæði í mötuneyti stöðvarinnar. Það er talsvert á fimmta þúsund á dag og þykir a.m.k. sumu að- komufólkinu þar sem borið sé i bakkafullan lækinn þar sem þessi upphæð er 65% af dagvinnukaupinu. Það er fyrst og fremst aðkomufólk sem nýtir sér fullt fæði og þarf það einnig aðgreiða ferðakostnað sinn. Bendir það á að t.d. i Grindavík komi fiskvinnslustöðvarnar til móts við fólkið þannig að fæðiskostnaður þar sé langt í að vera helmingi lægri en hjá Vinnslustöðinni. Bragi Jósepsson „Okkur í verkamannasamband- inu er fullkunnugt um að fólk leitar úr fiskvinnunni i aðra vinnu sé kostur á henni, og okkur eru líka Ijósar ýms- ar orsakir þess,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, i viðtali við DB er hann var spurður álits sambandsins á vaxandi fjölda erlendra farandverkamanna i fisk- vinnu hér. Meðal skýringa nefndi Guðmundur lág laun. Ekki mætti einblina á einhverjar tölur sem næðust á miklum annatímum út úr vel heppnaðri bónusvinnu. ‘Þá væri vinnutíminn bæði óreglulegur og oft óhóflega langur. Bónusvinnunni, sem gæfi hvað mestu tekjurnar, fylgdi mikil streita og starfið væri einhæft. Þá nefndi hann að af þessum orsökum væri fiskvinna aðeins viðkomustaður í augum ungs fólksen ekki framtíð. Loks tiltók hann að þessi vinna væri of lágt skrifuð, fólk talaði uni að það væri ,,bara í fiski!” Þegar fiskvinnslufyrirtæki vilja flytja inn vinnuafl verða þau að fá fyrir því samþykki viðkomandi verkalýðsfélaga. Það hefur greiðlega Prófkjðr Alþýðuflokksins í Reykjavik Hvers vegna prófkjör? Stuðningsmenn Braga Jósepssonar efna til almenns stjórn- málafundar á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan níu (21.00). lýsti umbótum á þann hátt að i sínum bæ væri nú búið að koma þvi á að vinna bónusvinnu ekki nema frá kl. 8 á morgnana til 10 á kvöldin og sunnudagsvinna væri nær alveg úr sögunni. -GS. Fundarstjóri: Haukur Morthens. Allir velkomnir. Undirbúningsnef ndin. Jóhanna Siguróardóttir Kristin Guðmundsdóttir Fiskvinnslufólk hefur ekki tækifæri til að afla sér menntunar er áynni þvf betri laun. Þessi mynd er úr frystihús- inu á Eyrarbakka. DB-mynd: Bj. Bj. Benedikt Gröndal er boðið að mæta á fundinn með jafnan ræðutima við Braga Jósepsson. Sjálfkjörnum frambjóðend- um á lista Alþýðuf lokksins í Reykjavík við næstu alþingis- kosningar er boðið að taka þátt í umræðum. Um hvað snýst prófkjör Alþýðuf lokksins? Kynnið ykkur mál- in. verið veitt í ljósi þess sem áður er rakið. Meðal úrbóta, sem Guðmundur taldi nauðsyn á til að snúa þessari þróun við, er aukin samvinna milli byggðarlaga eða landshluta um dreifingu hráefnis, slíkt kæmi að verulegu leyti i veg fyrir óreglulegan vinnutíma. Þá væri nauðsyn á að meta reynslu og þekkingu fólks til tekna, en slíkt væri nú að engu haft. Fólk í þessum iðnaði hefði ekki einu sinni tækifæri til að mennta sig öðruvisi en með reynslunni þar sem fiskvinnslu- skólinn fengist aðeins við að „framleiða” verkstjóra. Sem dæmi um óhóflegan og óreglulegan vinnutima nefndi Guðmundur frásögn konu á vinnu- málaráðstefnu í fyrra þar sem hún Vilmundur Gylfason Jón Baldvin Hannibalsson 100 ný atvinnuleyf i til fiskvinnslu: LANDINN ER 0RÐINN 0F FÍNN í SLORIÐ — erlendum farandverkamönnum í fiskvinnu fjölgar mjög—landinn leitar íþjónustugreinarnar „Útlendingum í fiskvinnu hér hefur farið jafnt og þétt fjölgandi síðan byrjað var að ráða þá hingað um miðjan áratuginn. Árlega fjölgar stöðum, sem ráða þá til sín og nú eru þeir ekki ráðnir einungis yfir hinn hefðbundna vertíðartíma heldur vinna allnokkrir þeirra hér allt árið,” sagði Jóhann Jóhannsson starfsmaður útlendingaeftirlitsins í viðtali við DB. í fyrra var 300 útlendingum veitt atvinnuleyft i fiski hér og störfuðu að jafnaði um 200. Upp úr þessum tíma hefst aðaleftirspurnin eftir út- lendingum en þegar hafa 100 fengið atvinnuleyfi nú. Komu t.d. 18 ástralskar stúlkur um helgina til starfa hjá Meitlinum í Þorlákshöfn. Víða á Vestfjörðum er rekstur fisk- iðnaðarins beinlínis orðinn háður þessu vinnuafli. Aðallega koma hingað stúlkur og fyrst og fremst frá Ástraliu og Nýja- Sjálandi, einnig frá Bretlandi og Suður-Afríku. Að sögn Jóhanns hefur valizt gott fólk því vandræði vegna þessa fólks eru með ólikindum lítil. Þegar frystihús sækir um inn- flutning erlends vinnuafls fylgir á- vallt samþykki eða umsögn verka- lýðsfélags á viðkomandi stað. Það fæst að sjálfsögðu ekki nema reynt sé til þrautar að ekki sé fáanlegt vinnuafl ástaðnum. Samkvæmt viðtölum DB við verkalýðsforingja og frystihúsamenn um landið virðist fólk ótviræktt leita i aðrar atvinnugreinar ef atvinnu- tækifæri bjóðast þar þótt tekjumöguleikar séu ef til vill mun lakari. Þar sem erlendir verkamenn hafa upphaflega verið ráðnir i neyð, virðist einnig ókleift að snúa þróun- inni við, þeir eru orðnir fastur þáttur í atvinnulifinu. -GS. Lág laun, óreglulegur vinnutími, streita, vanmat þekkingar og... „Ég er bara í fiski” — eru aðal orsakir fólksflóttans úr fiskvinnunni, segir formaður Verkamannasambandsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.