Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. 7 Gerðu kaupsamning um íbúðir við hlutafélag sem ekki var formlega skráð: SÁTU EFTIR MEÐ HÁLFKLÁR- AÐ HÚS OG MILUÓNA SKAÐA aðstandendurhlutafélagsins sýknaðiraföllum kröfum íbúðarkaupenda Fallinn er dómur á Akureyri i máli er nokkrir eigendur íbúða í raðhúsi við Litluhlíð 2 höfðuðu á hendur hluta- félaginu Akurfell hf. og aðstandendum þess, Hjörleifi Hallgríms og fleirum. Akurfell hf. seldi íbúðirnar við Litluhlíð í byggingu. Áttu þær sam- kvæmt kaupsamningi að vera fokheld- ar og húsið fullfrágengið að utan. Umsamið kaupverð var kr. 5.400.000 pr. íbúð og afhendingartimi i sept./okt. 1976. Kaupendur stóðu við greiðslur sínar en seljendur ekki við verkskil. Revndist ómögulegt að fá Akurfell hf. til að ljúka verkinu. Samkvæmt mati reyndist kostnaður við að ganga frá þeim fjórum ibúðum sem hér um ræðir samkvæmt samningum kr. 3.980.000. Húseigendum var þvi nauðugur einn kostur að ráðast í frágang íbúðanna og borga fyrir verkið í annað sinn. Jafn- framt var Akurfelli hf. og aðstand- endum félagsins stefnt til að freista þess að fáaftur töpuðu peningana. Akurfell hf. byggði raðhúsið umrædda i tveimur áföngum, fjórar íbúðir í hvorum áfanga. Málaferlin voru vegna íbúðanna i fyrri áfanga. Frágangur á síðari áfanga er sagður enn verri og heildartap eigenda allra ibúðanna sagt varlega reiknað á annan tug milljóna, sé upphæðin reiknuð fram til núgildandi verðlags. Ljóst er því að tjón húseigenda er tilfinnanlegt. Gagnslaus dómur? Dómurinn hljóðaði upp á að Akur- fell hf. greiði húseigendum kr. 3.980.000 með 2 1/2% vöxtum frá 1. janúar 1977 til 1. ágúst 1977 og með 3% vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess kr. 475.000 i málskostnað. Hins vegar voru Hjörleifur Hallgríms og aðrir aðstendur Akurfells sýknaðiraf öllum kröfuni. Þór Þorvaldsson, einn húseigenda, sagði í samtali við Dagblaðið að ekki væri annað hægt að sjá en að málið — og þar með peningarnir — væri tapað húseigendum. Kaupsamningar um ibúðirnar voru gerðir áður en Akurfell var formlega skráð sem hlutafélag. Og samkvæmt dómnum fyrrnefnda eru aðstandendur félagsins ekki taldir ábyrgir fyrir skuldbindingum þess sem stofnað cr til áður en lélagið er skráð mcð lög- mætum hætti. Akurfell hf. er gjald- þrola og ek kert a f þvi að ha fa. Húseigendur virðast þvi sitja el'lir. með sárt ennið og hal'a enn ekki ákveðið hvort þeir áfrýja málinu til Hæstaréttar. -ARH. Fógeti sinnir ekki kröfum hiíseigenda um Hluti af olíumalarkaflanum nýlagaða á Eyrarbakka. DB-mynd: Magnús Karel. Eyrarbakki: Holur og ryk á undanhaldi Nýlega var lögð olíumöl á um 200 metra langan kafla af aðalgötunni á Eyrarbakka. Þessi götukafli hefur löngum verið þyrnir í augum vegfar- enda því hann hefur verið mjög holóttur og nánast ófær í vætutið. Gatan er mjög þröng á þessu svæði og standa íbúðarhús langt út í götu báðum megin við hana. í þurrkatið hefur ibúum húsanna vart verið líft i þeim fyrir rykmekki sem smogið hefur inn um allar smugur sem fyrir- finnast á húsum þessum. Þessi fram- kvæmd er þvi kærkomin bæði ibúum við aðalgötuna og þeim sem um hana eiga leið. -GAJ/MKH, Eyrarbakka. opinbera rannsókn: HVAR ERU PEN- INGARNIR 0KKAR! „Bréfið er til og svo sem hægt að hefja rannsókn en ég á ekki von á að úr því verði. Dómur er jú fallinn i málinu," sagði Ófeigur Eiriksson, bæjarfógeti á Akureyri, i viðtali við DB. Húseigendur við Lilluhlið 2 sendu bæjarfógeta bréf i febrúar sl. og fóru fram á opinbera rannsókn á því, hvað orðið hefði af peningunum sem þeir greiddu Akurfelli hf. I bréfinu segir m.a.: ,,Þar sem Akurfell hf. hefur engan veginn staðið i skilum samkvæmt samningum er við gerðum og fyrir- tækið er nú gjaldþrota, er það réttmæl krafa okkar að við fáum að vita hvað hafi orðið um það fé sem á vantar í þetta raðhús. Þar er um stóra upphæð að ræða. Sérstaklega óskunt við eftir að rannsakaður verði þátlur Hjörleifs Hallgríms og Arnar Herbertssonar í þessu máli. Við undirrituð litum þannig á að hér sé um hreint sakamál að ræða og beri að fara með það sem slíkt, og rannsókninni verði hraðað sem kostur máverða." Þá fóru bréfritarar fram á að rannsakað yrði sérstaklega hvort ,,fé Ófcigur Kirikssnn bæjarfógeti: „Brcfið cr til og svo sem hægt að hcfja rannsókn cn. . ." sem greitt var fyrir ibúðirnar hafi verið notað i annan atvinnurekstur eða til greiðslu á skuldum sem orðnar voru til áður en bygging hófst á þeim hluta hússins.” Þór Þorvaldsson, einn brcfritara, sagði við DB að ekkert hafi komið úl úr bréfaskriftunum til fógcta og engin skvring fcngist á þvi hvers vcgna em- bætti hansgekk ckki i málið. -ARH. Póstsendum Opið til kl. 7 föstudagskvöld, til hádegis laugardaga Notið tækifærið! ALLT AÐ AFSLATTUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.