Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjórnarfulitrúi: Haukúr Helgason.' Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. _ ___ ] Skrífstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Reykdal. Iþrótt Hallur Sknonarson. Menning: AAalsteinn IngóHsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrn sarímur Pólsson. Blaðamert Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, ^óra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafurl Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, BjarnleHur BjarnleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreH ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hi|mir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 4000. Vetð í ladsösölu kr. 200 eintaKÍð. Getur heimskreppa skoljió á aftur? I — margt er ólíkt með ástandinu í Bandaríkjunum nú og íoktóberárið 1929erkreppanmiklahófst Sanngimi vex íNoregi Norðmenn eru farnir að átta sig á, að viðhorf íslendinga til Jan Mayen deil- i unnar eru miklum mun harðari en þeir héldu fyrr í sumar, þegar undarleg við- töl við Benedikt Gröndal höfðu birzt í norskum dagblöðum. Þar á ofan eru fjölmargir Norðmenn orðnir þeirrar skoðunar, að þeim beri ekki að mæta hinum íslenzku sjónarmiðum af fullri hörku. Til þess skipti hafið umhverfis Jan Mayen Norðmenn of litlu máli og íslendinga of miklu. Höfundur þessa leiðara hafði nýlega gott tækifæri til að ræða þessi mál við ritstjóra norskra dagblaða, bæði frá Osló og bæjum á vesturströndinni. Þessir menn áttuðu sig greinilega á sjónarmiðum íslendinga. Þeir telja ekki lengur, að íslendingar geti hugsanlega sætt sig við miðlínu milli íslenzkrar og janmayenskrar efnahagslögsögu. Og þeir telja ekki lengur, að íslend- ingar fallist með ákveðnum skilyrðum á norska efna- hagslögsögu við Jan Mayen. Þeir vita, að íslendingar hafa þegar fært efnahags- lögsögu sína út fyrir miðlínu í átt til Jan Mayen. Þeir vita, að íslendingar eru andvígir norskri efnahagslög- sögu við Jan Mayen. Og þeir vita, að íslendingar gera tilkall til réttinda á Jan Mayen og i hafinu umhverfis eyna. Þessi nýja þekking byggist á þvi, að upp á síðkastið hafa norsk blöð birt endursagnir af íslenzkum blaða- ummælum og greinar eftir íslendinga um þetta mál. Þetta hafa norsku dagblöðin gert að eigin frumkvæði. Okkur er í hag slík dreifing í Noregi á þekkingu á hinum raunverulegu ágreiningsefnum málsins. Erfitt er að semja við aðila, sem heldur, að við séum linari en við erum í rauninni. Mun auðveldara er að semja, þegar hann áttar sig á, um hvað er hægt að tala og hvað ekki. Uni helmingur hinna norsku ritstjóra var and- vígur sjónarmiðum íslendinga. Einkum voru þar í hópi ritstjórar hinna áhrifameiri dagblaða. Við slíku er ekkert að segja, því að þjóðleg viðhorf hljóta að liggja þar í augum uppi eins og hér. Hins vegar var athyglisvert, að hinn helmingurinn taldi, að Norðmönnum bæri ekki að berjast til þrautar við íslendinga út af Jan Mayen. Þeir töldu, að Norð- menn hefðu vel efni á að gefa dálítið eftir í deilunni. Þessir menn vissu, að norsk stjórnvöld eru knúin áfram af litlum sérhagsmunahópum í sjávarútvegi, sem þegar lifa á ríkisstyrkjum. Þeir vissu líka, að á Islandi er sjávarútvegurinn hins vegar undirstaða nútíma þjóð- félags. Sumir skömmuðust sín meira að segja fyrir vinnu- brögð og stefnu norskra stjórnvalda í Jan Mayen deil- unni. Þeir töldu eins og Dagblaðið, að hún hefði siglt offari í samningaviðræðum við íslendinga og af litlu tilefni. Þegar sanngirni af þessu tagi er farin að síast út í Noregi, á svipaðan hátt og gerðist í Bretlandi í þorska- stríðunum, er kominn tími til að efla um allan helming miðlun upplýsinga af hálfu íslands. Dagblaðið hefur áður lagt til, að Helgi Ágústsson í utanríkisráðuneytinu, sem náði á sínum tíma ágætum árangri í samskiptum við brezka fjölmiðla, verði nú sendur til Noregs til að efla samskiptin við norska fjöl- miðla. Ef fjölmennir hópar í Noregi fara að telja norskar eftirgjafír í Jan Mayen deilunni koma til greina, er grundvellinum kippt undan fyrri frekju norskra stjórn- valda. Sjálfsöryggi norskra samningamanna hlýtur að minnka, þegar stuðningurinn rennur út í sandinn heima fyrir. Gífurlegt verðfall varð í kauphöll- inni við Wall Street í New York í síð- ustu viku. Metframboð og sala á verðbréfum þar vakti heimsathygli. Ástandið minnti að sumu leyti á hina dimmu októberdaga hálfri öld áður. Svarti mánudagurinn í október árið 1929 boðaði upphaf heimskrepp- unnar miklu. Allir sérfræðingar flýttu sér þó að fullyrða að ekkert slikt væri að ríða yfir heiminn aftur þrátt fyrir óðagot í kauphöllinni í New York, stærsta verðbréfa- markaði heims. Verðfall hlutabréfa og áhugi á að losa sig við slík bréf kom i kjölfar til- kynningar Paul Volcker sem gegnir embætti sem á ýmsa vegu samsvarar aðalbankastjórastarfi seðlabanka. Hann er formaður stjórnar The Federal Reserve Bank. Hann til- kynnti um ýmsar aðgerðir til varnar dollaranum, sem kauphallarsér- fræðingar túlkuðu sem samdráttar- aðgerðir. Þessi maður, sem til skamms tíma var tiltölulega óþekkt- ur, varð allt í einu sá aðili í Washing- ton, sem allir fréttamenn þurftu að hitta og ræða um. En getur heims- kreppan komið aftur? „Nei, þaðgetur ekki orðið”, sú var skoðunin meðal kauphallarsérfræð- inga að því er sagt er í grein um þessi mál, sem birtist i síðasta tölublaði tímaritsins Time. Þar er þó bent á að verðbréfasalarnir og viðskiptasér- fræðingarnir sem nú ráða ríkjum við (TT77 Wall Street í New York hafi aðeins lesið um kreppuna miklu. Engir eru þar eftir sem hana þekktu að eigin raun. Þessi nýja kynslóð hélt áfram viðskiptum eins og ekkert hefði í skorizt þrátt fyrir mikið verðfall. Árið 1929 brá fjöldi fólks á það ráð að ganga til Trinity kirkjunnar rétt í kaupsýsluhverfinu og biðja guð sinn um gott veður í viðskiptunum. Ekkert þvílikt gerðist við verðfallið á dögunum. I kirkjunni var allt með venjulegum hætti. En getur heimskreppa skollið á aftur? Getur efnahagskerfi heimsins sprungið eins og sápukúla — sem það gerði árið 1929? Gæti slík kreppa staðið í áratug eins og fyrir hálfri öld? Mörg merki eru þess að ástandið sé svipað nú og árið 1929, að sögn greinarhöfunda Time. Þá reyndi seðlabanki Bandaríkjanna að hafa hemil á spákaupmennsku með því að hækka forvexti úr 5% i 6%. Sömu aðgerðir og Paul Volcker grípur til nú þó svo að vextir séu hærri. ^----- t' " ' IÓHEIDARLQKI í SAMSTARFI ■ í byrjun marz s.l. barst borgarráði Reykjavíkur bréf frá fyrrverandi [iðnaðarráðherra ásamt áliti nefndar, sem skipuð var af ráðherranum til að gera tillögu um stofnun landsfyrir- tækis um vinnslu og flutning á raf- orku í samræmi við stefnu þáverandi rikisstjórnar. í bréfinu var þess óskað, að borgarstjórn kysi nefnd til |að undirbúa frumvarp og sameignar- isamning um nýja landsvirkjun. iBorgarráðsmenn meirihlutans töldu eðlilegt, að við þessu yrði orðið og kosin 5 manna nefnd til viðræðn- anna. Við svo búið var málinu frestað til kynningar í borgarmála- ráðum flokkanna milli funda. Á fundi borgarráðs skömmu síðar eða 13. marz fluttum við þremenning- arnir, sem skipum meiri hluta borgar- ráðs, svofetlda tillögu: „Borgarráð samþykkir að skipa viðræðunefnd til þess að fjalla um framtíð Landsvirkjunar og endur- skoðun á sameignarsamningi ríkis og Reykjavíkurborgar.” Sömu aðilar lögðu til að tillögunni yrði vísað til afgreiðslu borgarstjórn- ar, sem enginn ágreiningur var um. Á fundi borgarstjórnar 15. marz var framangreind tillaga samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa meirihlutans, einnig Sjafnar Sigur- björnsdóttur. Á næsta fundi borgarráðs 20. marz var svo ákveðið, að frá hendi meiri- hlutans færu í nefndina Björgvin Guðmundsson, Sigurjón Pétursson og undirritaður. Sjálfstæðismenn rieituðu hins vegar að eiga aðild að þessum viðræðum eins og kunnugt er. Ekki kom fram að neinu ágreining- ur væri um þennan undirbúni w málsins, hvorki frá hendi Sjafnar né annarra, er um það fjölluðu hjá meirihlutaflokkunum. Langt samningaþóf Næstu vikur og mánuði voru haldnir margir fundir með samninga- nefnd rikisins og einnig með fulltrú- um Akureyrarkaupstaðar. Jafnframt var málið rætt i borgarmálaráðum flokkanna, sem tóku afstöðu til einstakra þátta þess stig af stigi eftir því sem leið á samningana. Þannig var þetta a.m.k. í mínum flokki og þannig tjáðu þeir Björgvin og Sigurjón, að þeir höguðu vinnu- brögðum hjá sínum flokkum. í byrjun júlímánaðar lá fyrir fuli- búinn sameignarsamningur og frum- varp að nýjum lögum um Lands- virkjun, sem samninganefndirnar höfðu náð samkomulagi um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.