Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. 12 Kjósendur! Gerið nú réttar kröfur um kjarabætur í síðustu grein minni hér í blaðinu hvatti ég kjósendur til að nota það tækifæri sem þeim bj'ðst i næstu kosningum. Ég leitaðist þar við að sýna fram á hversu feiknalegar kjarabætur fyrir fólkið í landinu væru fólgnar í því að endurskipulagðir yrðu megin at- vinnuvegir þjóðarinnar (2—3 milljónir árlega fyrir hverja fjöl-' skyldu í landinu). Langfljótlegast er að ná þessuml kjarabótum með endurskipulagningu sjávarútvegsins en nokkru sein- virkara að þvi er varðar iðnað og landbúnað. Algjörlega þýðingarlaust er fyrir launþega að láta misvitra „verkalýðs- rekendur” etja sér út Lverkföll — og stríð við atvinnurekendur — eins og nú er ástatt. Reynslan sýnir að árangur af þvi er enginn. Frekar að árangurinn verði — öfugur við til- ganginn — því verkföllin draga úr framleiðslunni. Gerið kröfur til réttra aðila Það sem nú gildir er að gera kröf- urnar til réttra aðila, þ.e. til stjórn- málamannanna. Ráðið er að þið, kjósendur, talið nú nógu skýru máli inn í þingmanns- eyrun, jafnvel hóta frambjóðendum að þið kjósið þá ekki nema þeir láti hendur standa fram úr ermum við endurskipulagninguna. Kjallarinn Kristján Friðriksson Auðlindaskatturinn eða fisk- verndargjaldið — er aðeins lítill hluti af þeim ábata sem hér um ræðir — en hann er lika ótvírætt ykkar eign og ætti í rauninni að færast beint inn á reikning hverrar fjölskyldu. Hér er í rauninni um það að ræða að með því að skattleggja útgerð — með sölu veiðileyfa — er verið að færa það fjármagn, sem nú er notað umfram þarfir (kostnaður við út- gerð 20 þús. lesta umfram flota) frá olíufurstum þeim sem olíuna seljaog frá þeim sem veiðarfæri selja — og þeim sem skip smíða og viðhald ann- ast — já frá þessum aðilum — beint til ykkar — kjósendur — ykkar sem eruð hinir réttu eigendur fiskimið- En athugið vel.... Hafið vel hugfast að þetta gjald, veiðigjaldið, er aðeins smámunir borið saman við þann meginvinning, sem fæst við það að 2/5 meira aflast af físki þegar hagkvæm friðun fer að hafaáhrif. Fyrsta árið Samkvæmt mínum útreikningum yrði nánast ekkert þjóðhagslegt tap á friðuninni fyrsta árið. Spörun í út- gerðarkostnaði mundi u.þ.b. vega upp tekjurýrnun við friðunina fyrsta árið — en strax úr því færi batinn ört vaxandi — og næstum fullum árangri væri hægt að ná á 6 til 8 árum. Landsfeður — eða fulltrúar Það er auðvelt fyrir ófyrirleitna þingmenn eða þingmannsefni að láta líta þannig út að þeir séu svo góðir „fulltrúar” fyrir sitt byggðarlag — að þess vegna vilji þeir halda í horfinu um skipastól o.s.frv. hvers byggða- lags um sig. Þetta stafar ýmist af ófyrirleitni eða skammsýni, skorti á samhengissýn (einskonar heimsku), en sá staður er ekki til á landinu sem ekki mundi hagnast á þvi að skipu- lagi yrði komið á. Hér þarf að greina milli „fulltrúanna” (sem i þessu til- felli eru þeir seku) og hinna, sem hafa þá hina landsföðurlegu afstöðu. Þeirra sem líta á hagsmuni þjóðar- innar i heild — þeirra með sam- hengissýnina. Ykkur kjósendum ber nú að setja fram ákveðnar kröfur til þessara manna. Og skynsamlegar kröfur hafa alltaf sín áhrif. Bætt neyslustig — vörn gegn landflótta Ekki má skilja orð mín svo að allt sé fengið með aukinni velmegun. Og nálægum löndum þó raunar sé oft gert meira úr þeim mun en rétt er. En meðan kjörin eru verri hér en i nálægum löndum mun landflótti halda hér áfram. Eyðing 10 bæja og þorpa Landflóttinn frá íslandi er nú á þvi stigi (tala fyrir yfirstandandi ár að vísu áætluð af greinarhöfundi) að það samsvarar því að tíu þorp og bæir hefðu eyðst á s.l. 5 árum. Til að jjera þessa frásögn lýsandi tek ég sem dæmi að þessi landflótti samsvarar því að eftirgreind þorp og bæir hefðu þurrkast út á sama tíma, gróft reiknað: Raufarhöfn, Þórs- höfn, Bakkafjörður, Borgarfjörður eystri, Vopnafjörður, Fáskrúðsfjörð- ur, Stöðvarfjörður, Djúpivogur, og Reyðarfjörður. Þetta má ekki svo til ganga. Þaö verður aö krefjast endur- skipulagningar og valdið til þess er í höndum stjórnmálamanna. Fleira er vandi en verðbólga Á ræðum stjórnmálamanna — margra hverra — er nú helst svo að heyra að enginn vandi sé til nema verðbólga. Verðbólga er að vísu slæm — og ekki mæli ég henni bót» Þó er það svo að „teoretiskt” er hægt að lifa vel í verðbólguþjóðfélagi ekki ber að gleyma því að margt er vel um þjóðfélag okkar — og margt af þvi er stjórnmálamönnum okkar að þakka. Miðað við heimsmeðaltal, ef svo má segja, er stjórnarfar á íslandi, heildarlega séð, langt fyrir ofan meðallag. En sú krafa sem við verðum að gera til stjórnmálamanna okkar er sú að neyslustig hér verði svipað og í okkar heimshluta. En kjör eru nú mun lakari hér en í — og reynslan sýnir hið sama. En nokkur vandi er að aðlaga sam- félagskerfið verðbólgunni, þannig að enginn græði á henni — né tapi. Þetta er hægt og þá mundi hún hjaðna. En hörmulegt er að hlusta á ræður stjórnmálamanna sem eru svo „verð- bólgnar” að ekkert annað kemst að. Kristján Friöriksson iðnrekandi FÍKNIEFNIFYRR 0G NÚ Eitt elsta fíkniefni sem vitað er um er án efa ópíum. Öpíum eins og flest önnur fíkniefni á sér langa og sér- stæða sögu. í Odysseifskviðu, sem rituð er á 9. öld fyrir Krist, lýsir Hómer t.d. greinilegri ópíumvímu. Einnig segir frá því þegar Helena fagra, dóttir Zeusar, blandaði ópíumi í vín særðra hermanna til að lina þjáningar þeirra. Ópíum hefur jafnvel valdið styrjöld. Kínverjar settu bann við ópíumsölu innan landamæra ríkis síns. Þessu banni neituðu Bretar að fylgja og olli það styrjöld milli rikjanna árin 1839—42. Annað athyglisvert í sögu fikniefna er korndrjólaeitrunin í Suður Evrópu árin 900—1200 en hún stafaði af sveppategund er nefnist CLAVI- CEPS PURPURER en sveppur þessi er undirstaðan i framleiðslu L.S.D. sem er eitt hættulegasta fikniefnið í dag. Kannabis er mest útbreiddi ólög- legi vímugjafi vorra tima og einnig einn sá elsti sem sögur fara af. Það er vitað að kannabis hafi verið notað sem kvalastillandi lyf þegar 2737 árum fyrir Krist. Gríski sagnritarinn Herodotus, sem var uppi um 400 árum fyrir Krists burð, segir okkur frá því að þjóðfiokkur sem bjó á ströndum Kaspíahafs og Aralvatns' hafi notað hass og i gamalli sanskrít er talað um það sem „pillur gleðinn- ar”. Þetta sýnir okkur fram á 4716 ára neyslu kannabisefrta. Kannabis Sativa er hampjurt sem lifir í heittempruðu loftslagi. Úr jurt þessari er hass og maríjúana fram- leitt. Á síðasta ári voru kannabisefni fyrir 6—700 milljónir króna gerð upptæk hérlendis. Fastlega má reikna með þvi að þetta sé aðeins þriðjungur þess magns sem komst á markað. Algengustu aðferðir við notkun er að hassi er blandað við sígarettutóbak og síðan reykt í pípu, marijúana er aftur rúllað upp í þunnar sígarettur og brotiðuppá endana. Hasserallt að 5—8 sinnum sterkara en maríjúana. Þegar kannabisefna ef neytt stendur víman venjulega yfir i um 3—4 Kjallarinn SvavarTryggvason klukkustundir. Þetta veltur þó mikið á neytandanum, skammtinum og um- hverfinu sem neytandinn er í við neyslu efnisins. Algengustu áhrifin eru að þreyta virðist hverfa, óstjórn- leg kæti, neytandinn telur sig öðlast aukinn skilning og sjálfstraust, mál- gleði og hlátur gera líka oft vart við sig. Matarlyst eykst, augnhvítan roðnar, og aukinn hjartsláttur eru líka merki um kannabisneyslu. Með stórum skömmtum fylgir oft andleg skekkja eða jafnvel ofskynjun. Neytandinn getur líka á stundum fundið fyrir ofsahræðslu og öðrum óþægindum á meðan á vímunni stendur, þó sérstaklega ef hann er kvíðafullur eða illa upplagður fyrir neyslu. Þegar víman hverfur getur neytandinn átt von á að vera daufur og syfjaður. Hann getur líka fundið fyrir bráðlyndi og leti daginn eftir. Talið er að langtíma kannabisneysla geti valdið sálrænum vanabindandi áhrifum, langvarandi svefnleysi og (þegar reykt er) lungnaskemmdum. Langtíma kannabisneytendur leita oft til annarra og hættulegri lyfja í vímum sinum og verða þá örvandi og ofskynjunarefni oft fyrir valinu sem geta svo aftur leitt af sér sálræn eða jafnvel geðræn vandamál. Frá því ég fór að hafa afskipti af fíkniefnamálum fyrir um 3 árum hefur neysla fíkniefna stóraukist hér- lendis. Þessa aukningu tel ég stafa af fáfræði unglinga um fíkniefni. Ef hafist yrði handa með fræðslu í skólum landsins og umræður auknar myndi það verða til þess að unglingar gerðu sér betur grein fyrir skaðsemi þessara fíkniefna og forðuðu þar með neyslu þeirra. Ég er sannfærður um að slik fræðsla myndi bera ávöxt. Svavar T ryggvason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.