Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 13
 13 Kjallarinn DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. Mál var að stoppa Upprifjun Þegar setzt var að samningum 1977 hafði þáverandi viðskiptaráðherra, Ólafur Jóhannesson, marglýst því yfir að sjálfsagt væri að lægstu laun hækkuðu í kr. 100 þúsund á mánuði. Fulltrúum ríkisstjórnarinnar tókst ekki að teyma atvinnurekendur nema upp í 76 þúsund krónur. Fulltrúar fiskvinnslunnar bentu strax á að þess- ir samningar þýddu verðsprengingu. Litlu seinna settist þáverandi fjár- málaráðherra að samningum við sína menn og byrjaði með að lýsa yfir að ekki skyldi þeirra hlutur eftir liggja. Við það stóð hann rækilega. Ekki var blekið þornað á undirskriftinni þegar sá í botn á ríkiskassanum. í stað þess að játa staðreyndir og segja samning- unum tafarlaust upp tók rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar það ráð að afturkalla samningana með Iögum. Sem ekki reyndust betur úr garði gerð en það að færustu menn gáfust upp á að reikna út laun samkvæmt þeim. Þessar aðgerðir voru með fullum rétti nefndar svik og ollu svo miklum úlfa- þyt að ekki var hlustað á næstu lög, sem vissulega drógu verulega úr „kaupráni” þeirra lægstlaunuðu. Með þennan bakgrunn hafa sjálf- stæðismenn talið sig hafa efni á að halda nú í heilt ár ræður um að aðrir hafi svikið þessa samninga ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar. Svo uppteknir hafa þeir verið af þessu svikamáli sinu, að i heilt ár hefur það verið uppistaðan í máli þeirra, hvað sem þeir hafa ætlað að ræða. Fram- sóknarmenn hafa verið hófsamari í svikatalinu enda eini flokkurinn sem haft hefur aðstöðu til þess að svíkja þessa frægú samninga tvisvar. Og lýst þvi yfir að lengra.vilji hann ganga fái hann þriðja tækifærið. Allir hafa „svikið" sól- stöðusamningana Rétt er að helzta kosningamál Alþýðubandalagsins var að setja sólstöðusamningana í gildi. Einn og einn vildi þó láta ganga fyrir að koma hernum burt. Þess voru einnig dæmi að frambjóðendur Al- þýðuflokksins voru svo einfaldir að halda að hægt væri að setja í gildi þessa samninga rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. En langflestir þeirra gerðu sér grein fyrir að með þeim var margnefndri verðbólgu gefin ein kröftugasta vítamínsprauta, sem hún nokkurn tima hafði fengið., Svo fór að vinstri-stjórnin guggnaði á að afturkalla það sem fyrri stjórn var búin að taka til baka nema að hluta. En þá kom meirihlutinn í Reykjavík til skjalanna og fullkomnaði verkið með þegjandi samþykkt minnihluta Sjálfstæðisflokksins. Eftirleikurinn hefur verið hefðbundið klór i visitölu, áuknir skattar og gengissig sem siðustu mánuði hefur nálgast hrun. „Kjarabæturnar” blasa svo við hverri húsmóður þegar hún kemur í verzlun. Alþýðuflokkurinn vill ekki meira af þessu, þvi sögðu ráðherrar hans al' sér í stað þess að sitja meðan sætt var eins og tíðkast hefur um fyrri ríkis- stjórnir. Þetta skilur fólk vonandi. Hvað er framundan? Alþýðusambandið hefur nýlokið kjaramálaráðstefnu, krafa nr. 1. kaupmáttur sólstöðusamninganna, nr. 2. aukna virkni visitölunnar, nr. 3. launajöfnun. Launajöfnun mun hafa verið efst á blaði 1977, útkoman er alkunn. B.S.-R.B. hefur sent frá sér kröfur um lagfæringar á sínum samningum, uppá 12 vélritaðar síður, hvað laun eigaað hækka hafa þeirekki ákveðið. Þá eru að sjálfsögðu eftir hefðbundn- ar kúnstir um tilfærslu milli launa- flokka. Sem leitt hafa til þess að búið er að strika út 10 þá lægstu auk þess sem stafrófið er notað í vaxandi mæli upp á við. B.H.M. teiur sig þurfa allt sem hinir fara fram á og auk þess stór- aukin barnsburðarleyt'i, ekki aðeins fyrir þann aðilann, sem elur barnið, ljeldur og ekki siður fyrir þann sem getur það. Hringavitleysa Loksins er svo komið að forystu- menn þeirra lægst launuðu eru farnir að efast um ágæti kaupgjalds- vísitölunnar. Dæmið sem Guðmundur J. lýsti í sjónvarpinu fyrir stuttu um það að þegar vísitalan færir honum einn kjötbita fengi Svavar Gestsson heilan skrokk ætti að sannfæra alla unt að slík enda- leysa getur ekki gengið lengur. Dæmið hans Guðmundar J. sýnir aðeins það sem að launalolkinu snýr. Gott dæmi um efnahagslegu áhrifin er t.d. að þótt Reykjavíkur- borg hækki l'argjöld með strætis- vögnunum þá er ekki þar með víst að það bæti hag borgarsjóðs. Vegna þess að hækkun fargjalda í strætó veldur ncfnilega launahækkun hjá öllum starfsmönnum borgarinnar, sem gæti verið meiri en það sem hækkuðu far- gjöldin skila. Ekki er endaleysunni þar með lokið, því nú kemur að þvi alvarlegasta. Sjómenn eru af eðlilegum ástæðum hættir að una þvi að laun þeirra einna séu miðuð við þau verðmæti sem vinnan skapar. Þeir krefjasl að fiskverð taki mið af hækkuðu fargjaldi með strætó og Ólafur Björnsson ekki geta sljórnvöld scm fyrir öllu hopa beitt sér við þá einu scm cftir eru i hringrásinni (sjómenn eru alltal' siðastir). Að sjálfsögðu vilja erlendir lisk- kaupendur ekki sætta sig við verð scm tekur mið af strætisvagnafar- gjöldum í Reykjavik. islenzk stjórn- völd kunna hins vegar ráð við þcssu, þau láta bara gengið síga. Þar með hefst nýr hringur sem gjarnan byrjar á kjötinu hans Guðnuindar .1. Alþýðufiokkurinn vill ckki fara fleiri hringi. Ekki meiri eyðslulán, ekki meiri prentun serðlausra seðla, ckki oftar vcrðbólgufjárlög. Þess vegna stóðu ráðherrar hans upp i stað þess að láta hringsnúa xjr i stólunuin þangað til þeir yrðu samdauna sessu- nautum sínum. Slíkt er ekki hræðsla við kjósendur heldur trausl á kjósendum. Olal'ur Björnsson, Keflavik. Matvælapólitík er neytendamál Hvað er matvælapólitik? Er til matvælapólitík á íslandi, eða er hún æskileg? — Umræða um þessi mál hefur verið næsta lítil hér á landi, og er þvi engin von til þess, að unnt sé að gera þessum málum nokkur skil í greinarstúf. Alþjóðastofnanir hafa á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna skilgreint mat- vælapólitík nokkum veginn á eftirfar- andi hátt: „Matvælapólitík er kerfi, sem byggist á markmiðum og ákvörðunum stjórnvalda og beitt er af opinberum stofnunum sem hluti af þróunaráætlun. Hún hefur þann til- gang að sjá öllum íþúum hvers lands fyrir matvælum og efnahagslegum aðstæðum, sem eru nauðsynleg fyrir fullnægjandi næringarástandi og vel- liðan fólks.” Engin slík stefna eða pólitik hefur verið mörkuð á íslandi, en óteljandi reglur um verðlagsmál, tolla, niður- greiðslur, framleiðslustyrki, álagn- ingarreglur, innflutningshöft og margt fleira eru í raun hluti af is- lenzkri matvælapólitík, sem hefur þróazt í gegnum árin fyrst og fremst út frá hagsmunum ýmissa fram- leiðsluaðila eða vegna gjaldeyris- skorts. Það ástand, sem nú ríkir í framboði, gæðum og verðlagi á mat- vælum, er afleiðing af þeirri sundur- leitu matvælapólitík, sem orðið hefur til á fyrrgreindan hátt. Margar þjóðir hafa markað sér matvælastefnu, en hún hefur síðan áhrif á framleiðslumál matvara, framboð og verðlag og þar með á hagsmuni neytenda. Hvernig er matvælaverð og framboð hér? Þegar gerður er samanburður á framboði og verðlagi á matvörum hér og i nágrannalöndum kemur í ljós, að ástand er allsæmilegt í mjölvöru, þ.e. brauði, kökum og kexi hvað framboð varðar, en verðlag er í hærra lagi í sumum tilvikum. Mjólkurafurðir flestar eru sambærilegar bæði að því er verðlag og framboð snertir. Fisk- framboð er hér litið í verzlunum, en verðið lágt. Sælgæti verður látið liggja milli hluta. Nú er lika upp talið það, sem er með eðlilegum hætti. Kjötframboð hér er mjög einhliða, þ.e. kindakjöt. IJslautakjöt og kálfa- kjöt er tæpast til og oft Iélegt og mjög dýrt. Fugla- og svínakjöt er það dýrt, að tæpast er unnt að gera samanburð við önnur lönd. Kjúklingar voru fjórum sinnum dýrari i Reykjavík en New York í maí síðastliðnum og einnig mörgum sinnum dýrari en í ná- grannalöndum í Evrópu. Svínakjöt er hér einnig mörgum sinnum dýrara en i nágrannalöndum, en gæði fara batnandi. Grænmetisframboð hér er afar bágborið. Framboð er lítið, gæði oft léleg og verðlag oft óheyrilegt. Hið sama á við um fiesta garðávexti. Ávextir eru aftur á móti i þokkalegu horfi bæði hvað varðar verð og fram- boð. Hverjar eru skýringarnar? Ástæður fyrir fátæklegu ástandi í kjötframboði eru borðliggjandi. Hér hefur verið rekin botnlaus sauðfjár- framleiðslustefna og skal kindakjötið ofan i neytendur. Aðrar kjöttegundir hafa varla komizt inn í vísitöluna svokölluðu. Síðan er kindakjötsverði haldið niðri með niðurgreiðslum og of lágri álagningu i verzlunum, en kjötkaupmenn bæta sér síðan upp hin óarðbæru viðskipti með kinda- Kjallarinn Jónas Bjarnason kjöt með þvi að leggja bara meira á aðrar kjöttegundir, sem ekki falla undir 6-manna nefnd. Hvernig eiga aðrar kjötframleiðslugreinar að keppa við kindakjötsframleiðsluna? Kjúklingakjöt og annað fuglakjöt er víðast ódýrasta kjötið erlendis. Það er löng saga að skýra frá því, hvers vegna slikt kjöt er svo dýrt hér, en aðalskýringin felst í afstöðu bænda- samtakanna. Miili kjötframleiðslu- greinanna er gífurlegur aðstöðu- munur, sem er haldið uppi af hags- munasamtökum sauðfjárframleið- enda. Á íslandi greiðum við ca tvisvar til þrisvar sinnum hærra verð fyrir gul- rætur, hvítkál; tómata og ýmiss konar grænmeti en tíðkast í ná- grannalöndum. Sem dæmi má nefna, að innkaupsverð á gulrótum var í mai sl. 184 kr/kg erlendis en kostaði 628 kr/kg í Reykjavík. Hvaða aðili var það, sem tók þá ákvörðun, að 70% tollur skuli vera á ýmsum helztu grænmetistegundum og garðávöxt- um? Lúxustollur er greiddur af ýms- um helztu nauðsynjum hérlendis! Það er Ijóst, að núverandi kerfi gætir hagsmuna innlendra framleiðenda á kostnað neytenda. Hagsmunum fjöldans er fórnað til að vernda örfáa aðila. Ekki er nóg með það, þetta er heimskulegt og ekki framleiðendum til góða, þegar til lengri tíma er litið, því að verðlagið er svo hátt, að neyzl- an helzt lítil, og er hún í vítahring. Fólk notar lítið af svo dýrum vörum. Matseðill okkar íslcndinga er allt of dýr! Allir vita, að innflutningur á kjöti er bannaður. Á grænmeti hafa stofn- anir landbúnaðarins einkáinnflutn- ingsrétt og nota hann til áð vernda imyndaða hagsmuni framleiðenda. Kartöflur eru t.d. aðeins fluttar inn, þegar innlenda framleiðslan er búin eða lítið er til af henni. Margir muna ástandið haustið 1977. Reykviking- um var boðið kartöflusmælki á bilinu frá 26 og upp í 42 mm allt fram undir jól, en þá voru sendar stærri kartöll- ur að norðan. Ekki var nóg með það, kartöflumatsreglum var breytt þá um " " ' haustið svo að unnt væri að selja 3. flokks kartöflur á 2. flokks verði mcð smá sjónhverfing- um. Niðurstaðan var eðlilega sú, að margir hættu að nota kartöfiur. Ein- okun afsjðar í hugsun og verki. Vita- skuld á fólk að hafa rétt til að geta fengið 1. flokks kartöfiur hvenær sem er alveg eins og kex. Ef 1. flokk- ur er ekki til innanlands, þá á að flytja hann inn! Grfurlegt hagsmuna- mál neytenda Það á að marka matvælastefnu, sem tekur mið af því, að allar helztu og hollustu matvörur verði til hér á boðstólum sem næst ailt árið um kring. Gefa á innflutning á kartöfium og grænmeti frjálsan, en nokkur verndartollur ntá vera á meðan inn- lend framleiðsla er á boðstólum, ef hún á annað borð er frambærileg. Afnema ber mismunun i kjötfram- leiðslugreinum, og ef niðurgreiðslum skal beitt, þá eiga þær ekki að fela i sér mismunun. Fella ber niður tolla og önnur innflutningsgjöld af ávaxta- söfum og ýmsum öðrum hollum drykkjarvörum. Með slíkum ráðstöfunum verður bæði matarreikningurinn lægri og fjölbreytni meiri, auk þess sem neyzl- an mun verða heilsusamlegri og ánægjulegri. Dr. Jónas Bjarnason. Prófkjör Sjá/fstæðis- fíokksins í Reykjavík Stuðningsmenn Gunnars S. Björnssonar halda fund í Ráöstefnusal Hótels Loftleiða í kvöld kl. 8.30. Ávörp flytja Davíö Scheving Thor- steinsson, Hjörtur Hjartarson og Gunnar S. Björnsson. Fundarstjóri Siguröur Kristinsson. Fjölmenniö og takið þátt i undir- búningsstarfinu. Stuðningsmenn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.