Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 17
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. r Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir II Ragnar verður eftir hjá Lokeren f Belgíu — mun æfa hjá félaginu í 10 daga og athuga allar aðstæður Hinn slórefnilegi miðherji þeirra Keflvikinga, Ragnar Margeirsson, mun verða eftir i Luxemburg þegar Kefivík- ingarnir koma þangað i dag frá Tékkó- slóvakíu. Þeir munu halda áfram heim á leið en Ragnar mun fara til belgiska liðsins Lokeren, sem er Islendingum ekki með öllu ókunnugt. Arnór Guð- johnsen leikur með því liði við góðan orðstir. ■ Ragnar mun dvelja hjá Lokeren i 10 daga við æfingar og væntanlega verða boðinn samningur lítist forráðamönn- um félagsins á hann. Ragnar ædaði að skrífa undir samning við sænska 2. deiidariiðið örgryte fyrir helgi en hætti við það á siðustu stundu. Félagi hans, Sigurður Björgvinsson, mun ganga til liðs við það félag og hefur undirritað samning ásamt Eyjamanninum Erni Óskarssyni. Ragnar kemur síðan heim að dvöl- inni iokinni og mun leika síðari leikinn með Keflvikingum gegn Tékkunum her heima eftir hálfan mánuð. Mörg félög hafa litið Ragnar hýru. auga í sumar enda mjög hæfur mið- herji á ferðinni. Gangi Ragnar til iiðs við Lokeren verður hann sjötti íslenzki atvinnumaðurinn i Belgíu. - SSv. VON KAN OG ■ opinskáu VIKUNA m Allt & Ragnar Margeirsson Fer hann til Lokeren? Arsenal í vanda gegn Magdeburg Ensku bikarmeistararnir Arsenal eiga nú á hættu að verða slegnir út af Magde- burg eftir að hafa unnið aðeins 2—1 á Highbury í gær. Leikmenn Arsenal vonuðust eftir að geta unnið Þjóðverjana a.m.k. 2—0 en sú von þeirra varð að engu er Pommerenke, landsliðsmaðurinn kunni, skoraði i fyrri hálfleiknum fyrir Magdeburg. Það voru Willie Young og Alan Sunderland sem skoruðu mörk Arsenal að viðstöddum 34.375 áhorf- endum i gærkvöld. Úrslitin.í Evrópukeppni bikarhafa fara hér á eftir: Arsenal — Magdeburg 2—1 Nantes— Steua Bukarest 3—2 Aris Bonnevoie — Barcelona 1—4 Valencia — Rangers 1 — 1 Din. Moskvu — Boavista 0—0 Panionios — Gautaborg 1—0 Stara Zaragoza — Juventus 1—0 Koscice — Rijeka 2—0 Það vekur athygli að þessu sinni að mjög fá þekkt lið eru eftir í þessari keppni. Það þekktasta, Barcelona, átti ekki í erfiðleikum með að vinna litla Luxemborgarliðið. Það var Daninn smái en knái, Allan Simonen, sem tryggði því sigurinn með þvi að skora þrjú mark- anna. Carlos Rexach bætti fjórða markinu við. Hirsihmann 'Útvarps-ofs sjónvarpsloftnet fyrir litsjönvarpstæki,' magnarakerfi og tilheyrandi" loftnetsefni. Ódýr loftnet og göcf. Áratuga Heildsala Smásala. Sendum i póstkröfu. Radíówkinn Týsgötu 1 - Simi 10450 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. 17 íþróttir íþróttir „Þetta var svo sannarlega dagur Sigga Gunnars” —sagði Ólaf ur Aðalsteinn Jónsson við DB í morgun eftir20—25 tap unglingalandsliðsins fyrir Sovétmönnum eftir að jaf nt hafði verið um miðjan síðari hálfleikinn „Þetia var stórkostlegur leikur hjá strák- unum. Ég fer ekki ofan af því þótt hann hafi tapazt,” sagði Ólafur Aðalsteinn Jónsson aðalfararstjóri islenzka unglingalandsliðsins er við slógum á þráðinn til hans i Karlslunde i Danmörku i morgun. „Rússarnir unnu þetta 25—20 eftir að við höfðum haldið í við þá allan tímann og það var ekki fyrr en á loka- minútunum að þeir sigu fram úr. Þeir voru mjög grófir í leik sínum og t.d. var einum þeirra vikið af leikvelli þrívegis. Hann mun fá leikbann fyrir vikið. Sigur Rússanna var allt of stór. Tveggja marka munur hefði gefið réttari mynd af leiknum. Okkur vantaði þá „rútínu” sem þeir hafa og vafa- litið hefur þreyta einnig komið upp í strákun- um í lokin enda þessir sovézku unglingar engir venjulegir unglingar.” Rússarnir hófu leikinn betur og komust í 2—0. Þá minnkaði Alfreð Gíslason muninn i 2—1 en síðan svöruðu Rússarnir með tveim- ur mörkum, 4—1. Sigurður Gunnarsson svaraði þá fyrir ísland úr víti. „Þetta var svo sannarlega dagur Sigurðar Gunnarssonar í gær,” sagði Ólafur um frammistöðu Sigurðar. „Strákarnir stóðu sig hver öðrum betur en Sigurður og svo Brynjar í markinu áttu stórleik.” Rússar komust í 5—2 en þá svaraði Andrés Kristjánsson, 5—3. Þeir komust í 6—3 en þá skoraði Sigurður Gunnarsson tvö mörk í röð með fallegum langskotum. Síðan varði íþróttir Brynjar meistaralega vítakast og Sigurður Sveinsson jafnaði með góðu marki utan af veili, 6—6 og fyrri hálfleikur nákvæmlega hálfnaður. Siðan kom Sigurður Sveinsson íslandi yfir, 7—6, en þeir jöfnuðu metin. Brynjar varði þá aftur vítakast frá Rússunum og Birgir skoraði, 8—7. .Þeir áttu tvö næstu mörk en Sigurður Gunnarsson jafnaði úr vítakasti, 9—9. Þeir komust yfir á ný en Sigurður jafnaði fyrir hlé. Staðan 10—10 í hálfleik. „Strákarnir sýndu geysilega baráttu í fyrri hálfleiknum. Markvarzlan var mjög góð og Brynjar varði ein 9 skot að því er mér telst til. Svo fór að Rússarnir fóru að óttast hann og reyndu að skjóta utarlega á markið og skutu t.d. einu sinni í stöng vegna þessa.” Friðrik Þorbjörnsson hóf síðari hálfleik- inn á því að koma íslandi enn yfir, 11 —10, en þeir svöruðu 11—11. Sigurður Gunnars- son var svo rétt eina ferðina með gott mark og staðan 12—11. Þá komu þrjú mörk í röð frá Rússunum og staðan breyttist í 14—12. Stefán Halldórsson minnkaði muninn í 14— 13 en upphaflega átti hann ekki að vera með í gærkvöldi. Guðmundur Magnússon kenndi hins vegar eymsla í hné í gærmorgun. Liðið verður að tilkynna löngu fyrir hádegi og þess vegna var Stefán settur inn til öryggis. Guð- mundur var síðan orðinn vel leikfær í gær- kvöldi en liðinu varð ekki breytt. Hann kemur inn í leikinn gegn Hollendingum i kvöld. Rússar komust svo í 15—13 en Andrés og Sigurður Gunnarsson sáu til þess að staðan varð enn einu sinni jöfn, 15—15. Þegar hér var komið sögu var síðari hálfleikurinn hálfnaður. ROssar komust í 16—15 en Sigurður jafnaði enn metin 16—16 og þá 13 mín. til leiksloka. Þá komu tvö sovézk mörk í röð en Stefán Halldórsson minnkaði mun- inn í 18—17. Þá komu enn þrjú sovézk mörk en Sigurður Gunnarsson lagaði stöðuna í 21 —18 úr vítakasti. Aðeins 5 mínútur eftir og sigur Rússanna í höfn. Þeir komust síðan í 23—18 og þegar staðan var 22—18 mis- notaði Sigurður Gunnarsson vítakast. Stefán Halldórsson minnkaði muninn í 23—19 úr víti en þeir svöruðu strax með 24—19. Atli Hilmarsson átti lokaorðið fyrir ísland en siðasta mark Rússanna kom úr vítakasti eftir að leiktima lauk. „Siéur þeirra var öruggur í lokin,” sagði Ólafur í morgun, ,,en þreytu var farið að gæta hjá strákunum. Það komu fram taktísk mistök undir lokin, mistök sem ekki hefðu komið ef leikmenn hefðu verið óþreyttir. Þá um. má geta þess að varnarleikur Rússanna var ákaflega grófur og misstu þeir 5 sinnum mann út af þar af þrívegis sama manninn. Við misstum hins vegar aðeins einu sinni leikmann út af. Þegar Rússarnir sáu ekki fram á að geta stöðvað Sigurð Gunnarsson, sem átti frábæran leik hreint út sagt, tóku þeir til bragðs að slá hann á barkann. Það setti hann illa út af laginu og þetta var ákaf- lega ruddalegagert. Við göngum því óhræddir til leiks við Hollendingana í kvöld,” sagði Ólafur enn- fremur. „Við gerum þær breytingar á liðinu að þeir Sigmar Þröstur Óskarsson, Birgir Jó- hannsson, Theodór Guðfinnsson og Guð- mundur Þórðarson fara allir út úr liðinu í kvöld og í stað þeirra koma Ólafur Guðjóns- son, Ársæll Hafsteinsson, Kristján Arason og Guðmundur Magnússon. Allir eru við hestaheilsu og biðja fyrir beztu kveðjur heim.” Tveir leikir voru í riðli íslands í gærkvöld. V-Þjóðverjar unnu Hollendingana 20—9 og Portúgalar rétt unnu Saudi-Arabiu 17—16. ísland ætti samkvæmt þessu að eiga góða sigurmöguleika gegn Hollendingum í kvöld. - SSv. Tíu mörk Ajax gegn Omonia! —liðið hefur skorað 26 mörk í þremur Evrópuleikjum íhaust Þrátt fyrir óskabyrjun Evrópumeistara Nottingham Forest gegn rúmensku meistur- unum Arges Pitesti varð sigurinn aðeins 2— 0. Hann ætti þó að duga til að fleyta Forest áfram í næstu umferð. Bæði mörkin komu á fyrstu 17 mín. leiksins. Fyrst skoraði Tony Woodcock og þá skoraði Gary Birtles annað mark skömmu síöar. Staðan 2—0 eftir aðeins 17 mín. og allir bjuggust við stórsigri. Rúmenum tókst hins vegar að standast öll áhlaup og forðast fleiri mörk. Erfitt verður þó fyrir þá að vinna upp þennan mun á heimavelli sinum eftir hálfan mánuð. Úrslit leikjanna í Evrópukeppni meistara- iiða urðu þessi i gær: Nottm. For. — Arges Pitesti 2—0 DuklaPrag —Strasþurg 1—0 FC Porto — Real Madrid 2—1 Ajax — Omonia 10—0 Vejle — Hajduk Split 0—3 Hamburg — Din.Tiblisi 3—1 Celtic — Dundalk 3—2 Dynamo Berlín — Servette 2—1 Ajax, þrefaldir Evrópumeistarar á árunum 1971—73, fóru ótrúlega létt með litla Kýpurliðið Omonia. Mörkin urðu lOáðuren yfir lauk og hefðu getað orðið mun fleiri ef því hefði verið að skipta. Daninn Sören Lerby var heldur betur á skotskónum og skoraði fimm mörk. Blanker skoraði 3 og þeir Frank Arnesen, sem er danskur landsliðsmaður eins og Lerby, og Ruudi Krol (víti) skoruðu mörk Ajax. Ajax hefur nú gert 26 mörk í fyrstu tveimur umferðunum í keppninni og á þó enn eftir síðari leikinn gegn Omonia. Fyrra markametið í tveimur fyrstu umferðunum átti Celtic 1970 er liðið skoraði 24 mörk í fyrstu tveimur umferðunum. í fyrstu umferð vann Ajax finnsku meistarana 8—1 í báðum leikjunum. Celtic átti hins vegar í miklu basli með Dundalk frá íriandi. Aðeins 3—2 sigur og möguleikar Dundalk eru nú miklir á að komast í 3. umferðina. Celtic komst í 3—1 eftir hálftíma með mörkum McDonald, McCluskey og Burns en varamaðurinn Lawlor skoraði annað mark Dundalk á 62. mínútu. Celtic tókst ekki að bæta við mörk- um og róðurinn verður þungur i síðari leikn- um. Hamborg með Kevin Keegan í broddi fylk- ingar vann hálfgerðan heppnissigur á Dina- mo Tiblisi. Tiblisi sló Liverpool mjög sann- færandi út í fyrstu umferðinni. Kipiani náði forystu fyrir Rússana í fyrri hálfleiknum en síðan varð Mudshiri fyrir því óhappi að senda knöttinn í eigið net. Mörk frá Kcegan og Hartwig tryggðu sigur Hamborgar en siðari leikurinn eftir tvær vikur verður erfiður. Real Madrid tapaði óvænt fyrir FC Porto 1—2 á útivelli en á heimaleikinn til góða. Laurie Cunningham skoraði eina mark Real, sem var 0—2 undir í hálfleik. topp$nN ÞÝZKAU^01 Þýzkt hugvit og handverk sameinast hvergi betur en í NORDMENDE Vegna sérsamnings við verk- smiðjuna bjóðum við í stuttan tíma: Sfrm* VBntantag varð: 22" kr. 694.680.- 760.304.-' , 22"m/ffarstýringu kr. 772.490,- 915.120.- ' 26" kr. 788.980,- 902.000,- 26"m/fjarstýringu kr. 863.075,- 1.035.824,- Verslióisérverslun meó LiTASJÓNVÖRPogHUÓMTÆKI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.