Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 18
18 I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I „Grafarþögn er við skoruðum” —sagði Hafsteinn Guðmundsson eftir að Kef Ivíkingar höfðu tekið f orystuna gegn Bmo á útivelli „Þella var slórgóður leikur hjá strákunum,” sat:Ai Hafsteinn Guð- mundsson er við náðum sambandi við hann í Brno seint i gærkvöldi. „Strák- arnir börðust geysivel í lciknum en máttu þola 1—3 tap eflir að hafa náð forystunni eftir aðeins 8 minúlur i leiknum. Mjög var dregið af þeim undir lokin og þá tókst Tékkunum að bæta við þríðja markinu. Ég tel að við hljótum að geta unnið þá heima á möl- inni en hvort það verður nóg lil að fleyta okkur í næstu umferð vil ég ekki spá um.” Að sjálfsögðu þarf ekki að geta þess að engu íslenzku liði hefur til þessa tekizt að komast lengra en í 2. umferð i Evrópukeppni. „Við byrjuðum leikinn af miklum krafti og áttum meira i honum til að byrja með. Það voru tæplega 10.000 áhorfendur á vellinum og þeir voru ákaflega líflegir. Lúðrablástur mikill og fjöldinn allur af fánum og veifum sást á lofti. Á 8. mínútu kom siðan al- gert reiðarslag fyrir þá. Ólafur Július- son fékk þá knöttinn á cigin vallar- helmingi og lék fram miðjuna. Smri laglega á tvo mótherja og sendi síða i knöttinn út til Ragnars Margeirssonai Hann sá hvar Rúnar var óvaldaður t vítateignum og sendi rakleiðis til hans. Rúnar sýndi siðan mikið öryggi er hann skoraði framhjá tékkneska markverð- inum. l.úðrablásturinn þagnaði eins og skrúfað hefði verið fyrir hann og það rikti grafarþögn á leikvanginum. Þeir máttu síðan þakka fyrir að fá ekki tvö mörk til viðbótar á sig*á næslu minútum. Við fengum hreint ótrúleg færi til að byrja með og róðurinn hefði orðið þeim erfiður ef við hefðum náð að bæta öðru marki við strax svona i byrjun. Á 10. minútu komst Skúli Rósantsson inn fyrir vörnina og skaut góðu skoti i mjög góðu færi en mark- vörðurinn náði að verja mjög vel. Tveimur minútum siðar komst Rúnar svo aftur í færi en í stað þess að snúa sér og skjóta gaf hann boltann aftur og varnarmaður btegði hættunni frá. Siðan var leikurinn i góðu jafnvægi framan af og við gáfum þeim ekkert eftir. Þeir fengu að sjálfsögðu sin færi eins og við og tvivegis bjargaði Þor- steinn á ótrúlegan hátt. Jöfnunarmark Tékkanna kom á afar slæmum tíma fyrir okkur — minútu fyrir leikhlé. Þá skoraði Kostasek gott mark. Lagði knöttinn snyrtilega í hornið án þess að Þorsteinn fengi rönd við reist. Annað mark þeirra kom jafnvel á enn verri tíma fyrir okkur. Þeir skoruðu strax á 47. mínútu og það var kolólöglegt mark. Kotasek lagði knött- inn greinilega fyrir sig með hendinni áður en hann skoraði framhjá Þor- steini. Eftir þetta sóttu þeir mun meira en vörninni tókst að hrinda öllum þeirra áhlaupum. Þeir skiptu inn á leik- manni til að lífga upp á framlínuna en lítið gekk hjá þeim. Þó misstum við Óskar Færseth út af um miðjan fyrri hálfleikinn og Kári Gunnlaugsson kom í hans stað. Meiðsli Óskars eru nú ekki mjög alvarleg og hann ætti aðgeta leik- ið siðari leikinn eftir hálfan mánuð. Loksins þegar strákarnir voru orðnir örþreyttir tókst Tékkunum að bæta þriðja markinu við. Þá skoraði Janecka mjög fallegt mark. Það var hörkunegling. Við erum mjög ánægðir með þessa útkomu ekki hvað sizt eftir að dönsku meistararnir Esbjerg fengu hérna 6—0 skell i leik, sem hefði allt eins getað endað með 10—0 að sögn Tékkanna. Strákarnir eru allir við beztu heilsu og biðja fyrir kveðjur heim,” voru siðustu orð Hafsteins i gærkvöldi. Keflvikingarnir ætluðu að leggja af stað eldsnemma í morgun áleiðis heim. Þeir geta svo sannarlega unað vel við sinn hlut og það verður gaman að sjá hvernig þeim vegnar á móti Tékkunum á Melavellinum. Siðari leikur þeirra mun verða fimmtudaginn 8. nóvember nk. á Mela- vellinum. Keflvikingar hafa þegar farið þess á leit við rétta aðila að fá Melavöll- inn fyrir þennan leik en svar hafði ekki borizt er þeir fóru út. Eitthvað mun vera í ólagi með flóðljósin á vellinum og gæti því allt eins farið svo að leikur- inn yrði leikinn í hádeginu. Yrði það i fyrsta skipti hér á landi í háa herrans tíð ef svo færi. Sigurður Sverrisson „Vitnað í reglur sem ekki eru til” —svar Gylfa Kristjánssonar, formanns mótanef ndar KKÍ til Helga Bjamasonar í Borgamesi Helgi Bjarnason forsvarsmaður Ungmennafélagsins Skallagrims í Borgarnesi kýs að gera óánægju sína varðandi niðurröðun ieikja í Islands- mótinu í körfuknaltleik 1980 að um- ræðuefni í Dagblaðinu i dag, miðviku- dag. Lýsir hann þar áliti sinu á þvi sem hann kallar „fáránleg niðurröðun” leikja i mótinu, og boðar jafnframt að svo kunni að fara að UMFS skipi sér í flokk þeirra félaga, sem hafa verið að draga flokka úr islandsmótinu undan- farna daga og vikur. Það er í sjálfu sér ekkert við þvi að segja að Helgi geri iþróttafréttasíður Dagblaðsins að vettvangi fyrir skoðanir sinar og hafi þar í hótunum við þá sem sjá um framkvæmd íslandsmótsins á þann veg að hann hyggist notfæra sér „rétt sinn” til að draga lið úr mótinu. En i umræddri grein í Dagblaðinu gerir Helgi sig sekan um að skjóta yfir markið (eða körfuna) og er nauðsyn- legt að skýra ýmsa hluti sem hann ræðir og fuilyrðir. í viðtalinu segir Helgi m.a.: „Við höfum ekki dregið neinn flokka okkar úr piótinu ennþá en við áskiljum okkur allan rétt til þess eftir að hafa séð leikjaniðurröðunina.” Og siðar: .. . . þetta er eiginlega (leturbreyting mín) brot á reglum KKl. Þar er kveðið á um skipulag móta og þar er gert ráð fyrir þessum Vestur- landsriðli”. Það sem Helgi á við að sé eiginlega brot á reglum KKÍ er að yngri flokkar liös UMFS í Borgarnesi skuli settir í riðlakeppni með liðum frá Reykja- vikursvæðinu og liðum frá Suður- nesjum. En Helga skal hér með bent á þá staðreynd að i reglugerð um körfu- knattleiksmót sem i gildi, er er ekki kveðið á um að leikið skuli i Vestur- landsriðli. Þar segir: Mótanefnd er heimilt að skipta landinu í keppnissvæði. • Þetta er stuttort og skorinort, þar er ekkert eiginlegaá ferðinni. Þaðerekki talað um Vesturlandsriðil eða aðra riðla, og því hlýtur mótanefnd hverju sinni að hafa heimild til að skipa liðum í riðla að vild, en að sjálfsögðu með því hugarfari að þjóna hagsmunum sem flestra. Það komu fram óskir frá félögum á Suðurnesjasvæðinu um að sú riðla- skipting sem viðhöfð hefur verið i yngstu flokkunum (sú að lið af því svæði leiki ávallt innbyrðis i riðli) yrði tekin til endurskoðunar og henni breytt á þá leið sem gert hefur verið. Telji Helgi Bjarnason í Borgarnesi að hann hafi heimild eða rétt til að standa á móti þeim breytingum þá hann um það, og verður Helgi þá eiginlega að sanna það mál sitt betur en hingað til. Undirritaður hefur haft samskipti við Helga Bjarnason sem er forsvars- maður UMFS í Borgarnesi og hafa þau samskipti farið fram á óaðfinnanlegan hátt eins og hlýtur að vera þegar tveir fullorðnir menn tala saman um hlutina Helgi kýs hins vegar að búa til úlfalda úr mýflugunni og gengur jafnvel svo langt að hóta þvi að feta i fótspor þeirra sem hafa dregið lið sin úr íslandsmótinu svo glæsilegt sem það er til eftirbreytni. En hver er réttur Helga Bjarnasonar og þess félags sem hann er talsmaður fyrir? Hvernig hafa þeir menn sem hæst gagnrýna störf mótanefndar staðið sig? Helgi talar um að að niðurröðun leikja i íslandsmótinu hafi ekki borizt til Borgarness fyrr en örfáum dögum fyrir fyrstu leikhelgi og kann það að vera rét.t, enda póstsamgöngur við Borgarnes erfiðar sem frægt varð sl. vetur! En Helga skal bent á það að hefði hans félag og önnur tilkynnt þátt- töku i íslandsmótið á réttum tima þá hefðu mál þróazt á annan hátt. Körfuknattleikssambandið tilkynnti frest til þátttöku til 15. ágúst en fram- lengdi siðan þann frest til 25. ágúst vegna sofandaháttar þeirra félaga sem fastlega var reiknað með að myndu taka þátt i mótinu. UMFS var í hópi þeirra, og bréf þeirra um þátttöku barst til KKÍ 28. ágúst, dagsett 24. ágúst. Þetta er nú allur glæsibragur þeirra manna sem hæst tala um reglur sem ekki eru til, og hafa i frammi hótanir. í mínum huga er réttur þeirra ekki stór þótt reynt hafi verið að koma til móts við óskir þeirra eins óg unnt var. Hafi Helgi Bjarnason og forráða- menn annarra félaga sem ekki finnst niðurröðun leikja í íslandsmótinu vera alveg eftir sínu höfði hinsvegar ástæðu til að gera dagblöðin að vettvangi skoð- anna sinna og hafa í hótunum, þá þeir um það, undirritaður neyðist þá til að svara þeim á sama vettvangi. Gylfi Krístjánsson form. mótanefndar KKÍ .V& ‘V 'ii iTL ' t •*'" li. 4j<ý' b»p - , » , - v Rúnar Georgsson skoraði mark Keflvfkinga strax á 8. minútu og kom þeim yfir. Pétur með þrjú og Ásgeir skor- aði úr víti — í UEFA-keppninni ígærkvöldi Það voru svo sannarlega fleiri íslend- ingar en strákarnir úr Keflavík í sviðs- Ijósinu í UEFA-keppninni í gærkvöldi. Pétur Pétursson gerði sér litið fyrír og skoraði þrjú mörk gegn Malmö frá Sví- þjóð í 4—0 sigri Feyenoord og Ásgeir Sigurvinsson skoraði sigurmark Stand- ard úr vítaspyrnu gegn Napóli að við- slöddum 38.000 áhorfendum. Áður en við höldum lengra er rétt að skoða úrslitin í UEFA keppninni. Aarhus — Bayern Munchen 1—2 Gladbach — InterMilan 1 — 1 Brno — Keflavík 3—1 Grasshoppers — Ipswich 0—0 Feyenoord — Malmö 4—0 Standard — Napóli 2—1 Sporting Lisb. — Kaisersl. 1 — I Red Star — Carl Zeiss Jena 3—2 Dresden — VfbStuttgart I — I Dundee Utd. — Diosgyor 0—1 PSV Eindh. — St. Etienne 2—0 Lokomotiv Sofia — Monaco 4—2 Craivoa (Rúmeníu) — Leeds 2—0 Banik Ostrava — Din. Kiev 1—0 Aris Saloni ka — Perugia 1 — 1 Dinamo Bukarest — Frankfurt 2—0 Rummenigge gerði bæði mörk Bayern gegn Aarhus og Þjóðverjarnir ættu ekki að vera í vandræðum með Danina á heimavelli. Borussia Pétur Pétursson skoraði þrennu Mönchengladbach lenti hins vegar i miklum erfiðleikum gegn Inter Milan og dettur að líkindum út úr keppninni. Hennes skoraði í f.h. fyrir Gladbach en Altobelli jafnaði fyrir ítalina i þeim siðari. Pétur gerði sem fyrr sagði þrennu gegn Malmö og Van Deinesen hið fjórða. Pétur hefur nú gert 17 mörk í 14 leikjum. Ásgeir skoraði sigurmark Standard i siðari hálfleik úr vítaspyrnu eftir að ítalirnir höfðu náð forystu i þeim fyrri. Dundee Utd. tapaði óvænt fyrir ungverska liðinu Diosgyor á heimavelli og það hefur vakið athygli hversu sterk A-Evrópuliðin hafa verið í Evrópumótunum fram til þessa í vetur. Leeds fékk óvæntan skell i Rúmeniu og allt gengur nú á afturfótunum hjá Jimmy Adamson. Rene van der Kerk- hof, góðkunningi okkar úr landsleikj- um islendinga og Hollendinga, skoraði fyrra mark PSV en hið síðara skoraði Adrie Koster. Austur- og vesturblokkin gerðu jafn- tefli er Dynamo Dresden og Stuttgart mættust i Dresden. Weber, sem leikur í landsliði A-Þjóðverja, skoraði fyrir Dresden en Karl Heins Förster fyrir Stuttgart, sem á alla möguleika á að komast áfram. Ásgeir gerði sigurmark Standard úr viti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.