Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. 19 Nýja flugstööin íEyjum: STÖDIN TILBÚIN í HRAUNINU - EN VEGINN ÞANGAÐ VANTAR ~ ^ hi mjBdf -J z • , i ,,Við vorum að vonast til.þess að geta malbikað hlaðið í kring um flug- stöðina áður en við tækjum hana í notkun. En vegna fjárskorts verðum við að láta malarhlað duga til bráða- birgða. En flugstöðin verður tekin í notkun strax og hún er tilbúin,” sagði Hrafn Jóhannsson deildarstjóri hjá Flugmálastjórn er hann var spurður um nýju flugstöðina í Vest- mannaeyjum. Þar er nú verið að leggja síðustu hönd á allt innanhúss en Vestmanna- eyingar höfðu nokkrar áhyggjur af því að ekki yrði hægt að byrja að nota húsið fyrr en næsta sumar er hlaðið við hana yrði klárað. Meðal annars er haft eftir Steingrimi Agnar flugvallarstjóra í Vestmannaeyja- blaðinu Dagskrá að ljóst sé að vegur- inn til stöðvarinnar og hlaðið við hana verði ekki tilbúið fyrr en næsta sumar og þvi standi húsið autt í allt að ár. Flugmálastjórn leggur hins vegar bráðabirgðaveg að húsinu. Er það gert til þess að taka af veginn sem legið hefur að gömlu byggingunni sem kölluð var flugstöð. Sá vegur liggur það nálægt flugbrautinni að_ hætta gæti skapazt af. Nýi vegurinn er hins vegar ekki á áætlun Vega- gerðar fyrr en næsta sumar, þannig að nauðsyn ber til að leggja bráða- birgðaveg að nýju flugstöðinni. Nýja dugstöðin í Eyjum er mikil bygging á mælikvarða islenzkra flug- stöðva. Húsið er alls 660 fermetrar á einni hæð. Þar verður aðstaða fyrir þau tvö flugfélög sem fljúga milli lands og Eyja, Flugleiðir og Eyjaflug. Vel er búið að starfsmönnum vallar- ins og farþegaafgreiðsla rúmgóð. Þar er fyrirhuguð veitingasala úr sjálf- sölum auk hins hefðbundna háttar. Meðal nýjunga í flugstöðvarbygging- unni má nefna sérstakt hvíldarher- bergi fyrir gamalt fólk og lasburða eða fólk með ungabörn. Ríkið hefur algjörlega staðið undir byggingu hússins. Er til lengdar lætur ætti þó að vera hægt að sjá um rekstur þess af þeim leigutekjum sem fást af flug- félögunum tveim. Það fer eftir þeim fjárlögum, sem endalega verða samþykkt er nýtt þing kemur saman, hvenær tekst að Ijúka fráganginum við flugstöðina en farið hefur verið fram á fé til þess að ljúka því algjörlega á næsta ári. -DS. Nýja flugstöðin I Eyjum er hin glæsilegasta bygging. En Vestmannaeyingar hafa haft af þvi áhyggjur að geta ekki notað hana fyrr en næsta sumar. DB-mynd: Ragnar Sigurjónsson. AÐEINS STORKOSTLEGT TÆKIFÆRI DROPA skápa- og hillusamstæður Borðstofusett 25% ÍSLENZK HÖNNUN ÍSLENZK LISTASMÍÐ UTBORGUN MEIRA skápa- og hillusamstæður Fyrstum sinn bjóðum við þetta tækifærí tilað eignast þessiglæsilegu húsgögn með 25% útborgun. Opið fóstudagatilkl. 7, laugardaga kl. 10-12. Allaaðradagatilkl. 6 Á.GUÐMUIMDSSOIM HF HusgagnaverWsmiriia

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.