Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. .21 Birgðir sorpeyðingarstöðvarínnar um síðustu áramót: Skamafjall á stærð við 4ra hæða íbúðarblokk — það nægir til rúmlega 2ja ára þó framleiðslu skarna sé hætt fyrir löngu 1 upphafi þessa árs voru til hjá Reykjavíkurborg birgðir af skarna, samtals 6000 rúmmetrar, að þvi er segir í skýrslu gatnamálastjóra. Samsvara þessar birgðir skarnafjalli sem er á við fjögurra hæða íbúðarblokk með átta 115 fermetra íbúðum. Skarnafjallið gæti verið stæða sem væri 12x40 metrar að flatarmáli og 12 metrar að hæð. Þess- ar birgðir voru til þrátt fyrir að Sorpeyðingarstöðinni var lokað og störfum þar hætt 14. júlí 1978. Samkvæmt skýrslu gatnamála- stjóra um söluskarna á árinu 1978 eru birgðirnar sem til voru um áramótin síðustu meiri en tveggja ára notk- unáburðarins.í skýrslunni kemur og fram að skarna notuðu fáir aðrir en borgarstofnanir. Samkvæmt þessu virðast vinsældir skarnans ekki hafa orðið miklar hjá almenningi. Fram til 14. júlí 1978 er sorpeyð- ingarstöðinni var lokað vann hún úr 734 bílförnum af sorpi eða ca 3100 tonnum. Úrgangur úr því magni reyndist um 2000 tonn og var ekið á öskuhaugana. Framleiðsla á skarna þetta rúmlega hálfa ár 1978 nam 3294 rúm- metrum og þar af seldust 2441 rúm- metri og 2053 pokar. Aldrei var nema litill hluti sorps Reykvikinga unnið i sorpeyðingar- stöðinni sálugu. Á árinu 1978 var heildarmagn sorps í Reykjavik 220 þúsund rúmmetrar eða um 23.800 tonn. í hverri hrcinsunaryfirferð þarf að tæma 40669 sorpílát. Allt þetta sorpmagn fer að mestu leyti á haugana í Gufunesi og þangað hefur einnig verið ekið sorpi frá ná- grannabæjunum og jafnvel sorpi frá bæjum austanfjalls. -A.St. Hvar er athvarf alkóhólistanna? — Sogn, Silunga- pollur, Hlaðgerðarkot, Kleppureða Hverfissteinn í viku sem tileinkuð er baráttunni gegn vímugjöfum er ekki úr vegi að athuga hvert athvarf þeir eiga, sem orðið hafa vímunni að bráð. Og hvert geta þeir leitað sem vilja aðstoða sína nánustu dauðadrukkna og ef til vill haldna drykkjuæði — deleríum trem- ens? Við snerum okkur til Hilmars Helgasonar, formanns SÁÁ, og spurðum hann þeirra spuminga. „Satt bezt að segja er ekki sama hver maðurinn er,” sagði Hilmar. „Sé. um að ræða mann sem áður hefur leitað sér aðstoðar, t.d. hjá AA-samtökunum er oftast hægt að fá mann frá samtökunum til þess að koma heim. >á situr hann hjá þeim drukkna þar til af honum bráir. Ef þetta er hins vegar maður sem ekki hefur áður leitað sér aðstoðar er vænlegast að hringja í sáluhjálpar- síma SÁÁ, eða á skrifstofuna ef hún er opin. Stundum er reynt að senda þaðan fólk heim til alkóhólistans en það er erfitt slarf og stundum ekki hægt að fá fólk. En það hefur þó tekizt og hjálpað mikið til. Ef alkohólistinn er hins vegar kominn með deleríum er oftast laust neyðar- pláss ádeild 10 á Kleppi. Sé hins veg- ar ekki um annað að ræða en að kalla á lögregluna, þá er manninum oftast komið i Hverfistein yfir nóttina. Þar vinnur nú orðið áfengisráðgjafi og talar hann við alla fanga áður en þeir fara út aftur á morgnana og reynir að fá alkóhólistana til að leita sér meðferðar. Svo vel hefur honum tekizt til, að í júlí kom 121 í Hverfis- stein og af þeim leituðu 86 sér meðferðar eftir viðtalið við hann.” , Afvötnun og eftirmeðferð — En hvers konar meðferð er það þá sem fólki gefst kostur á ,,SÁÁ rekur afvötnunarstöð að Silungapolli og eftirmeðferðarstöð að Sogni. Afvötnunin tekur 10—14 daga en eftirmeðferðin fjórar vikur. Hvítasunnusöfnuðurinn rekur einnig Hlaðgerðarkot sem alltaf er fullt. Meðferðin sem þar er boðið upp á er ekkert lík meðferð SÁÁ. Þar er trúin eina lækningarmeðalið. Þeir sem dvelja að Hlaðgerðarkoti geta að þvi er virðist farið í bæinn þegar þeir vilja og fáalltaf inngöngu aftur.” I gistiskýlinu i gamla Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti DB-mynd: Ragnar Th. — Er svo ekki gistiskýli fyrir svo- nefnda róna? „Jú. Rekin eru tvö gistiskýli i Reykjavik. Borgin sér um þatt og heldur þeim uppi. Skýli er i Þingholts- strætinu fyrir karla og á Amimanns- stígnum fyrir konur. í Þtngholts- strætinu er mönnum leyft að gista séu þeir sæmilega stilltir og þar fá þeir morgunmat. Á Amtmannsstignum búa konurnar hins vegar og vinna út frá skýlinu eins og hverju öðru heimili sem þær borga til. Þar er al- gjört skilyrði að konurnar séu ódrukknar þegar þæ; koma inn. Svo strangt er það ekki í Þingholts- strætinu en ef menn eru mjög illa drukknirer þeim bent á að fá sér gistingu i Hverfisteini." Vilja láta ákveða fyrir sig — Hvað geta aðstandendur alkohólista gert til þess að fá þá til að leitasér lækninga? „Þeir sem hringja til okkar eru yfirleitt hvattir til að koma til viðtals. Þá er þeim ráðlagt hvernig haga beri sér í slíkum tilfellum. Yfir- leitt duga þær ráðleggingar sem við gefum vel því í rauninni vill alkoliólistinn ekkert frekar en aðgera eitthvað í málinu. Og hann vill helzt láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Stundum förum við líka heim til fólks og það gera AA-samtökin einnig. En það er mjög erfitt starf og enginn maður er hvattur til slíkra erinda nema i fylgd með öðrum og þá verður að fara varlega i sakirnar,” sagði Hilmar Helgason. -DS. ISCARG0 KAUPIR VELIAMERIKUFLUG „Það er maður frá okkur í Banda- rikjunum núna að skoða ákveðna flug- vél í eigu Golfstream Airlines, með kaup i huga ef vélin reynist í því ástandi sem félagið segir og um semst. Ef af þessum kaupum verður munum við alveg á næstunni stórauka vöruflutningaflug okkar og m.a. taka upp fasta vikulega ferð til Banda- ríkjanna auk tveggja ferða til Evrópu,” sagði Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri íscargo, i viðtali við DB. Flugvélin, sem um ræðir er af gerðinni Lockheed Electra, fjögurra hreyfla skrúfuþota og getur borið allt að 16 tonnum eða 2 tonnum meira en DC-6 vélin sem félagið á nú. Slikar vélar kosta nú um milljarð og eru viðskiptin fyrirhuguð á kaupleigu- grundvelli. Gamla vélin verður þá væntanlega seld innan tíðar. í kjölfar tíðra bilana hefur hún verið endur- nýjuð verulega undanfarið og bjóst Kristinn við að miðað við ástand henn- ar gætu fengizt 350 þúsund til 400 þús- und dollarar fyrir hana. Að sögn Kristins liggur þegar fyrir stór samningur um flutninga til Banda- ríkjanna ef félagið aflar sér flugvélar til þeirra ferða. -GS. Fylkingin meðframboð: RAGNAR EFSTUR Fylkingin hefur birt framboðslista sinn vegna Alþingiskosninganna. Fimm efstu sætin skipa: 1. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur. 2. Ásgeir Danielsson kennari. 3. Guðmundur Hallvarðsson verka- maður. 4. Birna Þórðardóttir. 5. Rúnar Sveinbjörnsson rafvirki. Fylkingin segir að „megináherzlu punktar” kosningastefnuskrárinnar séu: Eflum sjálfstæða verkalýðshreyfingu. Enga samfylkingu verkalýðsafla með borgaraflokkunum. Gegn skipulagsleysi auðvaldskerfisins — fyrir áætlunargerð og verkalýðs- eftirliti. ísland úr NATO — herinn burt. Þjóðaratkvæði um hermálið. -ARH. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri: Hermann Jónasson kom inn á svipaðan hátt og Haraldur nú . „Ég lét vita fyrir skoðanakönnun Framsóknarflokksins í Reykjavík að ég gæft ekki kost á mér í framboð,” sagði Þórarinn Þórarinsson ritstjóri í viðtali við DB i gær. „Það er því ekkert nýtt. Mér lizt mjög vel á Ólaf Jóhannesson i fyrsta sæti listans í Reykjavík og er viss um að hann mun skipa það sæti. Ég hef stutt hann til þess og tel framboð hans styrkja mjög flokkinn í Reykjavik og um land allt.” Aðspurður um tilmæli Kristjáns Friðrikssonar í Timanum i gær um Harald Ólafsson, sem fékk næst flest atkvæði i skoðanakönnun flokksins, sagði Þórarinn að algengt væri að nýir menn kæmu svo skyndilega fram á sjónarsviðið. Kristján sagði i morgun að það væri hörð lexia eldri og yngri manna, sem starfað hafa i flokknum af fórnfýsi og áhuga, að nýr maður sem varla hefði komið á fund i flokknum skuli tekinn fram yfir. „Ég vil minna á,” sagði Þórarinn, ,,að Hermann Jónasson kom inn á svipaðan hátt. Mér lizt vel á Harald Ólafsson og álit að eldri menn verði að sætta sig við að nýir menn komi inn og raunar að fagna því. Ég tel bæði Harald Ólafsson og Guðmund G. Þórarinsson góða mcnn og hæfa til þess að skipa annað og þriðja sæti listans en flokksménn verða að ráða hvor þeirra verður i öðru sæti”. -JH. TILVIUUN - EÐA HVAÐ? Vonandi er það ekki nema tilviljun sem ræður þvi að sjónvarpið tekur til sýningar einmitt núna myndina um stjórnmál í Bandaríkjunum og allt það svínarí sem þar viðgengst. Það væri þokkalegt ef íslenzkir stjórn- málamenn væru farnir eða færu að herma eftir bandarískum starfs- bræðrum sínum. Þetta var annars mjög skemmti- legur .þáttur, í bezta „Gæfu eða gjörvileikastíl”. Bezt væri að njóta þáttarins án þess að vera alltaf að hugsa um hver er hver. Samt er það dálítið erfitt. Bezt væri sennilega að fá birtan nafnalista, þannig að hægt sé að fylgjast með. Annars kemur svo margt fólk við sögu að það tekur dá- litinn tíma að komast inn í málið. Við söknuðum Trausta veðurfræð- ings í gærkvöldi. Hann er alveg stór- kostlegur. Hinir eru svo sem ágætir,/ en hann er samt langskemmtileg- astur. Sextán ára sonur minn sagði um daginn er Trausti var á skjánum: Hann væri fínn veðurfræðikennari! Áreiðanlega rétt hjá stráksa. Hvers vegna þurfa fréttatímarnir J að vera svona voðalega stifir og strix? Af hverju þurfa erlendu fréttirnar alltaf að vera ítarlegri og betur unnar .en þær innlendu? Vökuþátturinn var góður, nema hvað umsjónarmaðurinn var allt of hátiðlegur, bæði í fasi og tali. Óvenjulegt og jafnframt ánægjulegt var að nöfn þeirra sem spurðir voru álits á götunni voru tekin fram, eins og jafnan er gert í „síðdegisblöðun- um”. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.