Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 25. OKT. 1979. Keðjuvörð- urinn týndur íkerfinu — Hver er eiginlega keðjuvörður í þessum bæ? spyrja menn á Akranesi hver annan. Er það lögreglan, bæjar- starfsmenn eða starfsfólk Sjúkrahúss Akraness? Hlutverk keðjuvarðar er að opna og læsa keðju, sem á að loka Merkigerði við Kirkjubraut til að draga úr um- ferðarhávaða við sjúkrahúsið. Getur orðið róstusamt þar í kring, einkum um helgar. Akranesblaðið Umbrot segir frá því, að keðjan hafi aðeins verið notuð einu sinni síðan ákveðið var að gera þessa breytingu, fyrir um ári síðan. Ástæða þess að keðjan góða sé ekki notuð meira sé sú, að ekki hafi orðið sam- komulag um hver eigi að læsa henni á kvöldin og opna hana á morgnana. Blaðið hefur leitað inn í bæjarkerfið eftir svari við spurningunni um hver sé keðjuvörður, en þar vísar hver á ann- an. Já, kerfin þurfa ekki að vera stór . . . -ÓV Töfralykli stolið Seint í fyrrakvöld var stolið á Hótel Esju lyklakippu háttsetts starfsmanns. Á kippunni er m.a. lykill, svokallaður „master”-lykill, sem gengur að vel- flestum skrám hótelsins, m.a. að birgðageymslum meðverðmæium. Var rannsóknarlögreglunni þegar gert viðvart og hefur verið unnið að rannsókn málsins síða. í gærkvöld hafði rannsóknarlögregl- an upp á þeim sem þrifið hafði lykla- kippuna með sér. Var hinn fingralangi staddur á einum barnum í hótelinu og mun frekar hafa gripið kippuna i ógáti en af ætlun. Ekki hafði hann gert til- raun til aðnota töfralykilinn. - A.St. Jan Mayen-málið: Olaf ur Ragnar vill skyndifund „Ég mun í dag fara fram á það við Benedikt Gröndal, forsætis- og utan- ríkisráðherra, að viðræðunefndin um Jan Mayen verði kölluð saman nú þegar,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) í viðtali við DB í morgun. „Þetta er brýn nauðsyn. Norðmenn eru á leið á miðin og tala um að reisa höfn á Jan Mayen eins og sagði i.frétt DB i gær,” sagði Ólafur Ragnar. ,,Á sama tíma er Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra með viðræður við norska fiskifræðinga.” -HH. Bíll eyði- lagðist í eldi „Eldsupptök eru ókunn,” segir í skýrslunni en margt bendir til að um íkveikju sé að ræða þegar aðstæður eru skoðaðar i Vesturbergi 93 þar sem Mazdabifreið, tveggja ára gömul, ger- eyðilagðist í eldi í gær. Bifreiðin stóð i ófullbyggðri bílskúrslengju við húsið. Skúrarnir eru enn hurðalausir og aðeins plasteinangraðir að innan. Voru þrir skúrar samþyggðir í einum geim og ekki skilrúm á milli enn sem komið er. Einangrunarplastið brann allt og varðaf gífurlegt reykhaf, svart og Ijótt. Og þegar búið var að ráða niðurlögum eldsins var billinn ónýtur. -A.St. Sambands- laust við krata Á þessum síðustu og verstu kosningatímum kemur oft og einatt fyrir að fréttamenn þurfa að slá á þráð til bækistöðva stjórnmálaflokkanna í Reykjavík til frétta- og upplýsinga- öflunar. Hér á ritstjórn hefur verið eftir því tekið, að ómögulegt er að ná sambandi við Alþýðuflokksskrifstofuna. Þar svarar ekki sími hvernig sem reynt er. Til að fá úr því skorið hvort ástæðan væri pólitísk einangrunarstefna ríkis- stjórnarflokksins eða venjuleg tækni- bilun í símakerfinu var bilanasími Landssímans krafinn skýringar í morgun. Símum kratanna reyndist þá hafa verið lokað. Alþýðuflokkurinn hefur kosningaslaginn að þessu sinni með dauða síma. -ARH Gilsferekki íframboð Gils Guðmundsson gefur ekki kost á sér til framboðs fyrir Alþýðubandalag í Reykjaneskjördæmi. Hann segist hafa tekið þá afstöðu fyrir síðustu þing-, kosningar að það yrði sitt síðasta fram- boð. Enda þótt kjörtimabilið hafi orðið skemmra en við var búizt muni hann halda fast við þá ákvörðun. Giís var í efsta sæti G-listans við síð- ustu kosningar. Geir Gunnarsson tekur sennilega sæti Gils og Karl Sigurbergs- son verður þá að líkindum í öðru sæti. Þó er engan veginn útilokað, að Benedikt Davíðsson, formaður Sam- bands byggingarmanna fari í annað sætið. Um það er rætt og fjallað í innsta hring Alþýðubandalagsmanna í Reykjaneskjördæmi. -BS. hjálst, úháð dagblað „Ólafuríefsta sætið—hvaðsem öðrum deilum líður” — segirAlfreð Þorsteinsson „Mér er ekki kunnugt um neinn ágreining í fulltrúaráði framsóknar- félaganna í Reykjavík um það, hvaða sæti Ólafur Jóhannesson eigi að skipa á framboðslista okkar í Reykjavík,” sagði Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokks i Reykjavik. „Ólafur verður vitanlega i efsta sæti,” sagði Alfreð, ,,um það eru allir sammála, hvað sem líður ágreiningi um önnur sæti”. DB gat þess í gær, að Ólafur Jóhannesson teldi Framsóknarflokkinn ekki í vörn í Reykjavík heldur sókn. Þess vegna kynni hann að fara i annað sæti á lista Framsóknarmanna. Hann teldi það baráttusætið. Alfreð var einn helztu hvatamanna að framboði Ólafs í Reykjavik, eins og DB sagði í gær. Harður slagur og tvísýnn er á milli Haraldar Ólafssonar og Guðmundar G. Þórarinssonar um annað tveggja efstu sæta Framsóknar í Reykjavík. -BS. Aflaskipið Sigurður RE kom ril Reykjavlkur I gœr með 1200 tonn af loðnu og hefur skipið þvtfengið um ISþúsund tonn ú vertíðinni og er aflahœst I flotanum. / siðasta kastinu rifnaði nótin og þurfti þvl að boeta þegar komið var til hafnar. Strák- arnir voru heldur ekkert að tvínóna við það og bættu meðan verið var að landa úr skipinu. -JH/DB-mynd: Sv. Þorm. Guðmundur augljós- fiskihaf nar á Jan Mayen: Fyrst og fremst veikleikamerki „Mér virðist sem þessi hugmynd Norðmanna um byggingu fiskihafnar á Jan Mayen lýsti fyrst og fremst veikleika þeirra i samningastöðunni, um hafsvæðin umhverfis eyjuna. Veikleika fyrir þeim rökum okkar að þar búi engir sem lifi.á náttúruauðæf- um lands og sjávar og eyjan hafi ekki efnategt sjálfstæði,” sagði Bénedikt Gröndal forsætisráðherra er DB leitaði í morgun álits hans á hugmyndum Norðmanna um upp- byggingu á Jan Mayen. Benedikt áleit aö yrði þar komið upp fiskihöfn og ef til vill loðnu- bræðslu, þar sem Norðmenn myndu liklega einungis veiða þar loðnu, yrði nýting hafnar og verksmiðja árstíða- bundin og staðan þvi í grundvallar- atriðum sú sama og nú. íslendingar mundu halda þvi á lofti að þar væri um að ræða gerviað- gerðir, ekki eðlilegan rekstur byggðan upp á arðsemissjónar- miðum. Þá upplýsti Benedikt að Norðmenn hafi oftar en einu sinni fleygt þeirri hugmynd fram i viðræðum við íslendinga um miðlípuna á milli íslands og Jan Mayen, að þeir geti hvenær sem er komið upp fastri byggð á Jan Mayen líkt og á Sval- barða. — Norðmenn haf a nokkrum sinnum ,hótað’ slíku ísamningavið- ræðumvið okkur Þá minnti Bénedikí á að i drögum að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna væri lögð rík áherzla á sanngirnissjónarmið þegar lögsaga á milli ríkja væri ákveðin. Sagði hann Dani, fyrir hönd Grænlendinga, benda mjög á þennan lið er þeir tala nú um áð ekki komi til greina nein miðlina á milli Grænlands og Jan Mayen, aðeins 200 milna lögsaga Grænlands í átt til Jan Mayen. -GS. lega í öðru sæti — segir Ásmundur Stefánsson um lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík ,Ég tel augljóst mál og sjálfsagðan' hlut, að Guðmundur J. Guðmunds- Ásmundur Stefánsson framkvæmda- stjóri ASÍ . . . son skipi annað sætið á lista Alþýðu- bandalags í Reykjavík, sæti það sem Eðvarð Sigurðsson hefur skipað,” sagði Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ís- lands, í viðtali við DB. „Það skiptir vitartlega afar miklu máli, hver skipar þetta sæti. Ég styð Guðmund eindregið,” sagði Ásmundur. Um það hefur nokkuð verið rætt bæði innan Alþýðubandalagsins og utan þess, að Ásmundur Stefánsson færi í framboð í sæti Eðvarðs Sig- urðssonar. Ásmundur hefur nú ákveðna afstöðu til málsins. Gefur ekki kostásér og styður Guðmund J. Guðmundsson í öðru sæti listans. BS . . . telur heppilegast að Guðmundur J. taki sæti Eðvarðs á þingi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.