Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. 7 Sjaldan er ein báran stök: Þvottahús ríkisspítalanna dýrasta þvottahús bæjaríns Hátt verð þar á einingu stuðlar m.a. að hærri daggjöldum sjúkrahúsanna Einn þáttur hinna háu daggjalda sjúkrahúsanna er óhóflegur kostnaður við mikinn þvott sem fellur til á sjúkrahúsum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur allur þvottur, sem sjúkrahúsin þurfa að kaupa, verið unninn í þvottahúsi ríkisspitalanna á Tunguhálsi. Er nú svo komið að þvottur þar er talinn vera 15—20% dýrari en gjaldskrá sú sem hin almennu þvottahús i Reykja- vík vinna eftir og er samþykkt af verðlagsstjóra. Munurinn verður enn meiri þegar tillit er tekið til þess að hin almennu þvottahús í Reykjavik, verða að sjálf- sögðu að greiða 22% söltiskatt af þjónustu sinni í ríkissjóð, en af öllum þeim þvotti, sem sjúki.tln, ukis- spítalanna þvær, innheimtist enginn söluskattur í ríkissjóð. Guðmundur Arason, forstjóri þvottahússins Fannar, staðfesti i viðtali við Dagblaðið, að Fönn hefði í marz sl. gert tilboð í þann þvott sem fellur til á Landakoti. Tilboð Fannar var tvíþætt, annars vegar fast verð á hvert kiló og treysti Fönn sér til að þvo hvert kíló fyrir 220 krónur eða að Gunnlaugur Stefáns- son stefnir að því að velta Karli Steinari. .. . . . en Karl Steinar er talinn sterkari. Alþýðuflokksmenn á Reykjanesi: Kjartan Jóhannsson: talinn öruggur í bar- áttunni við Ólaf Björnsson í Keflavík. Telja þriðja sætið glatað — og berjast hart um annað sæti á listanum Frambjóðendur í prófkjöri Alþýðu- flokksins i Reykjaneskjördænri telja, að 3. sæti framboðslistans verði glatað. og berjast þvi af gifurlegri hörku um 2. sætið. í síðustu þingkosningum fengu alþýðuflokksmenn tvo kjördænris- kjörna þingmenn og einn uppbótar- þingmann úr Reykjaneskjördæmi. Þeir spá nú helzt, að þeir fái einn kjör- dæmiskjörinn og einn uppbótármann i kjördæminu í þingkosningunum 2. og 3. desember. Kjartan Jóhannsson ráðherra er yfirleitt talinn öruggur með að halda 1. sæti listans í prófkjörinu. Á móti hon- um um það sæti er Ólafur Björnsson, bæjarfulltrúi og útgerðarmaður i Keflavik. Ólafur fékk talsvert fylgi i prófkjöri fyrir síðustu þingkosningar en laut þó i lægra haldi fyrir öðrum. Ólafur er fyrst og fremst talinn i fram- boði til I. sætis, til þess að ná þar at- kvæðum, sem hlaðast upp og nýtast i neðri sæti. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður hreppti 2. sætið i prófkjörinu síðast. Nú stefnir Gunnlaugur Stefáns- son alþingismaður að þvi að velta Karli úr því sæti til þess að detta ekki út af Alþingi. Gunnlaugur hefur styrk af þvi, að prófkjörið er opið, þar sem hann á stuðning meðal sumra Hatn- firðinga, sem venjulega kjósa óháða listann, að minnsta kosti í bæjarstjórn- arkosningum. Þar er fremstur i flokki Árni Gunnlaugsson lögfræðingur, föðurbróðir Gunnlaugs. Gunnlaugur á einnig talsvert fylgi meðal flokks- manna, og hann hefur eins og sumir hinir, sem sækjast eftir 2. sætinu, farið víða um kjördæmið síðustu vikur. Gunnlaugur gefur einnig kost á sér i 3. sætið, ef ekki vill betur. Örn Eiðsson, bæjarfulltrúi i Garðabæ og frrvstumaður samtaka 'þróttafólks, nefur kost á sér i 2. og 5 sætið. cn ckki þvkir liklegt, að hann geti náð 2. sætinu. A th.ldui Ólafsdóttir, Halnarfirði, gift Herði Zophoníussyni skólastjóra og kunnug úr flokksstarfinu þar.býður sig fram i 4. og 5. sætið.Guðrún Helga Jónsdóltir. Kópavogi, býður sig fram í 3., 4. og 5. sætið. Kóna gæti þvi hreppt 3. sæti, þótt þvi sé ekki spáð sem stcndur. Kosið verður á laugardag frá klukkan tvö til sjö og sunnudag frá tíu til sjö. Atkvæðisrétt hafa allir iþúar kjördæmisins, 18 ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmála- flokkum. Utankjörstaðakosning stenduryfir. -HH. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar: Ferekkiíframboð ífyrirrúmi „Égverð örugglega hvergi á fram- boðslista. Því er fljótsvarað. Ég lít á mig sem utanflokka og ætla að bíða eftir að sjá hvaða fólk verður í fram- boði fyrir flokkana áður en ég tek af- stöðu að þessu sinni,” sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, í samtali við DB. Aðalheiður skipaði 2. sæti á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavik i stðustu alþingis-- kosningum. ,,Ég hef mikið að gera í félaginu þessa stundina og Sókn situr í fyrir- rúmi. Ég hef ekki þrgk til að atást i mörgum hlutum i einu.” Hvað er efst á baugi hjá Sókn núna, Aðalheiður? „Það er fyrst og fremst andóf gegn hugmyndum um sparnaðarráðstafanir í heilbrigðiskerfinu. Okkur finnst lítið vit í þeim hugmvndum og ætlum ekki að taka þeim með þögninni. Ætlunin er að fækka mannafla í heilbrigðisþjónunstunni og auka um leið álagið á þá sem eftir sitja. Þetta þýðir örugglega lakari þjónustu við sjúka og ég er sannfærð um að aukið álag á starfsfólk leiðir til aukinna veikindaforfalla. Það eru tak- mörk fyrir þvi hvað fólk þolir.” „Hvernig hyggst Sókn mæta sparnaðarhugmyndunum? „Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar. Eins og stendur get ég ekki sagt hvað gert verður. En við hugsum okkur örugglega til hreyfings.” -ARH. óðrum kosti að gefa 30% magnaf- slátt viðgildandi gjaldskrá. Ekkert hefur enn gerzt í sambandi við þetta tilboð og allur þvottur frá Landakoti er, eins og þvottur annarra sjúkrahúsa, þveginn á 15— 20% hærra gjaldi en leyfileg gjald- skrá þvottahúsa segir til um. í þessu efni er um stórar upphæðir að ræða því áætlað er að á sjúkrahúsunum falli til um 20 tonn af þvotti á viku hverri. Þvottakostnaður sjúkrahúsanna hleypur á hundruðum milljóna á ári. Talið er að þá er fráfarandi rikis- stjórn fór frá hafi legið í loftinu enn hækkuð gjaldskrá á þvottahúsi sjúkrahúsanna. Má m.a. ráða það af þvi að í fjárlagafrumvarpi Tómasar Árnasonar er ráð fyrir því gert að þvottahús rikisspítalanna cndurgrciði rikissjóði tæplega 200 milljón króna lán, sem það fékk 1978 til að standa unir launagrciðslum sinmn. Þvottahúsi rík tsspii.i attna var komið upp fyrir 5 6 árum. eftir að útboð fór fram á þrotti sjúkra- húsanna. Réðu hin alntcnnu þvotta- hús Rcykjavikur þá ekki undir-- búningslaust við allan þann þvott sem ríkisspítalarnir þurftu á að halda. Fengnar voru sænskar vélar til hússins. En allar áætlanir um rekstur þessa rikisþvottahúss fóru fljótlega úr skorðum og hver eining varð fijótt dýrkevptari þar en samkvæmt gjald- skrá alntennu þvottahúsanna i hænum. sem nú eru betur búin tækjum en áður. Auk þess fullnægir þvottahúsið ekki þeim kröfum, sem settar eru crlendis um þvotl frá sjúkrahúsum, en i fjárlagafrumvarpi Tóntasar er þó gcrt ráð fyrir nokkurri úrbót i þeint efnum. -A.St. Landnýtingarmöguleikar Norðmanna á Jan Mayen: JARÐVARMITIL KYNDINGAR — fiskiðjuvera. Hafnarævintýrið neikvætt fjárhagslega en jákvætt stjórnmálalega Meðal þeirra hugmynda sem komu fram á ráðstefnu norskra hags- munaaðila i sjávarútvegi og fisk- iðnaði í Bergen nú síðustu daga er að konra upp einhvers konar fiskiðjuveri á Jan Mayen. Jarðvarmi er á eyjunni og er talað um að nýta hann sem orkugjafa fyrir iðjuverið. Annars komu fram skiptar skoðanir á hagnýtu gildi þess að reisa þar fiskihöfn. Af fiskveiðum, sem heppilegt væri að stunda þaðan, má fyrst nefna loðnuveiðar úr íslenzka loðnustofninum. Sumir fundar- manna bentu á að ekki væri búið að ganga frá neinu samkomulagi við íslendinga um skiptingu þess afla og auk þess væru rannsóknir á stofninum svo skammt á veg komnar að vafasamt væri að leggja i mikinn kostnað er ætti að greiðast niður með loðnuveiðunum. Þá er hugsanlegt að stunda kolmunnaveiðar við eyjuna hluta úr ári. Hann, eins og loðnan, flakkar inn á svæðið og óttast menn að hann kunni jafnvel ekki að leita þangað upp þau ár sem kalt er i sjónum. Einnig var rifjuð upp að norsk- islenzka sildin hafi leitað þarna uppeftir áður en stofninn var nær drepinn með ofveiði. Telja fiski- fræðingar cnga vissu fyrir þ\i að hann flakkaði á sönnt slöðir áftur, jafnvel þótl hann næði að vaxa verulega með friðunaraðgcrðum. Hins vegar skein i gegnum málflutning margra fundarmanna að höfnin yrði sterk póliliskt atriði varðandi útfærslu efnahagslögsögu við cyna. Það atriði er þýðingarmikið nú, einkum með tilliti lil þcss að utanrikisráðhcrra Noregs hefur ekki viljað neita þvi við DB að Norðmenn færi einhliða út áður en til viðræðna við islendinga kemur. -(;s.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.