Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. Erlendar fréttir ÓLAFUR | GEIRSSON REUTER Saudi-Arabía mun ekki auka olíuframleiðsluna AhmedZazi Yamani olíumálaráð- herra Saudi-Arabíu tilkynnti að stjórn hans hygðist alls ekki auka olíuframleiðslu sína upp fyrir 9,5 olíuföt á dag. En það er núverandi framleiðsla. Frásagnir höfðu birzt um það I fjölmiðlum að Saudi- Arabía hygðist auka framleiðslu sína um eina milljón fata til að jafna olíu- verðá heimsmarkaði. Oliumálaráðherra sagði aftu'r á móti að hann teldi olíuframleiðslu Saudi-Arabiu nægilega mikla til að verðið héldist innan skynsamlegra marka. Ráðherrann ítrekaði á fundi með fréttamönnum í Los Angeles i Bandaríkjunum að hann teldi að vandinn í dag varðandi olíumál væri ekki vegna verðs á olíu heldur hvaða magn hægt væri að fáaf henni. Yamani oliumálaráðherra sem staddur er vestra til að ræða við nokkra trúfélaga sína þar varaði Bandaríkin og önnur vestræn iðnríki við því að þau yrðu að minnka oliu- notkun sína verulega innan skamms eða að öðrum kosti horfa fram á hrikalegar efnahagslegar afleiðingar. Yamani sagði síðustu verðhækk- anir á olíu hafa orsakazt af mikilli eftirspurn. Hann sagðist halda að svarið við verðhækkun væri ekki auk in oliuframleiðsla heldur minni oliu- notkun. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík Prófkjör um 1. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík dagna 27. og 28. október 1979 fer fram á eftirtöldum stöðum: IÐNÓ: Fyrir alia íbúa Reykjavíkur vestan Lönguhlíöar og Nóatúns. SIGTÚNI: Fyrir alla íbúa Reykjavíkur austan Lönguhlíðar og Nóatúns. Kjördeildir veröa 3 í Sigtúni og 1 í Iönó, en margir kjörklefar verða á hvorum stað. i : Kosið verður laugardaginn 27. október kl. 13—18 og sunnudaginn 28. október kl. 10—19. SÝNISHORN AF KJÖRSEÐLI:__________________ Kjörseðill við prófkjör Alþýðuflokksins til Alþingiskosninga 27. og 28. október 1979 BENEDIKT GRÖNDAL, forsætisráðherra BRAGI JÓSEPSSON, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Ath. Kjósa skal aðeins annan frambjóðandann. Kjörseðill er ógildur ef báðir eru kosnir. Aðeins þessir tveir frambjóðendur eru í boði en engir aðrir, og er kjörseðill ógildur ef bætt er við öðrum nöfnum. Krossið í reitinn framan við nafnið í þeim reit er þar er afmarkaður, a. m. k. þarf að vera greinilegt við hvorn frambjóðandann á. Talning atkvæða fer fram í Sigtúni að kosningu lokinni og matarhléi kl. 21. Frambjóðendur, vinir og velunnarar flokksins eru velkomnir og verður aðstaða til að fylgjast meö talningu í sérsal og hægt að fá veitingar þar að eigin ósk. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fyrir þá sem ekki geta verið í bænum á kjördegi verður í skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu í dag og föstudag frá kl. 14—17. Kosningarétt hafa allir sem eru 18 ára og eldri og ekki eru flokksbundnir félagar í öðrum stjórnmálaflokkum og eiga lögheimili í Reykjavík. Mætið snemma á kjördögum. Kjörstjórnin Vestur-Þýzkaland: Vildu inn á nas- istaréttarhöld Nokkur hundruð gyðingar frá Belgíu og Frakklandi réðust að dóms- húsi í Köln I Vestur-Þýzkalandi fyrir nokkrum dögum. Þar inni fóru fram réttarhöld yfir Kurt Lischka sem fyrrum var foringi Gestapo í París á dögum siðari hcimsstyrjaldarinnar. Þessi fyrrverandi nasisti er sakaður um að hafa sent sjötiu þúsund gyðinga og kommúnista í fangabúðir H Nokkur hundruö belgískir og franskir gyðingar reyndu að ryðjast inn í dómshúsið í Köln. þaðan sem margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. Til átaka kom fyrir utan dómshúsið á milli gyðinganna og vestur-þýzku- lögreglunnar. Voru hrópuð slagorð og ókvæðisorð um Gestapoforingj- ann fyrrverandi en hann er orðinn sjötugur. Auk hans eru tveir aðrir fyrrum nasistaforingjar ákærðir. Franskur dómsstóll dæmdi Lischka I ævilangt fangelsi árið 1950 að honum fjarstöddum. Þar var hann fundinn sekur um þátt sinn i flutningi gyðinga frá Paris. Nasistinn gamli var framkvæmda- stjóri við vestur-þýzkt fyrirtæki en hefur nýlega setzt í helgan stein. Ilalía: Einn morðingja Aldo Moros kom- inntilítalíu Einn þeirra sem grunaður er um að vera félagi í hryðjuverkahópnum Rauðu herdeildunum á Ítalíu var ný- lega framseldur yfirvöldum þar i Iandi frá Frakklandi. Myndin hér að ofan er þegar hann kemur út úr flug- vélinni á Rómarflugvellli í fylgd með lögreglu. Rauðu herdeildirnar eru meðal annars taldar hafa myrt Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra Ítalíu eftir að halda honum í gíslingu í nokkrar vikur. ítölsk yfirvöld telja sig sannarlega eiga ýmislegt vantalað við félagann í Rauðu herdeildinni en nafn hans er Franco Piperno. Hvorki meira né minna en fjörutíu og sex ákærur bíða hans. Er það allt frá stuldi á númera- plötum bifreiða til vopnaðra rána og morða. Piperno, sem er mjög vinstri sinn- aður og áður háskólaprófessor segist saklaus af öllum ákærum. Franska lögreglan handtók hann á kaffihúsi í París í ágúst síðastliðnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.