Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. n r— Hann hefir tilkynnt þjóðinni, að Alþýðuflokksstjórnin megi ekkert gera nema rjúfa þing, stofna til kosn- inga og kalla þing saman aftur. Hvers vegna setti Sjálfstæðis- flokkurinn ekki það skilyrði, að stjórnin mætti ekki hækka skattana? Nú hafa bráðabirgðalögin verið gefin út af Alþýðuflokksstjórninni. Þetta hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að hafa leyft. Ekki gefur ríkisstjórn með 14 þingmenn að baki sér, sem sjálfstæðismenn segja að verði bara 5 eftir kosningar, út bráðabirgðalög um hækkun skatta um 13,5 milljarða króna, án þess að þingmeirihluti sé a.m.k. nú fyrir slíku. Hver tekur mark á lof- orðum um skattalækk- anir eftir kosningar Orð flokka og athafnir verða að vera í samræmi, ef taka á trúanlegt það sem frá þeim heyrist. Athafnir Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks nú i skattamálum stinga óneitanlega í stúf við orð þeirra og loforð um skattalækkun eftir kosningar. Hver trúir loforðum þeirra um lækkun skatta? Tómas Árnason fyrrv. fjármálaráðherra. Til að lesendur Dagblaðsins fái að vita hvað hér var á ferðinni, langar mig að blaðið birti niðurlag áður- nefndrar Tímagreinar, en það hljóðar þannig: Á forsíðu Dagblaðsins frá þ. 13. okt. er fyrirsögnin: Skólatannlæknar gulltryggðir fyrir eftirliti, trúnaðar- tannlæknir boðar komu sína með góðum fyrirvara og tannlæknirinn er á fullu kaupi meðan eftirlitið fer fram. Hér hefir eitthvað farið úrskeiðis í fréttaflutningnum. Skólatannlæknar heyra ekki undir trúnaðartannlækni heldur yfirskóla- tannlækni og hann boðar ekki komu sína með góðum fyrirvaa og tann- læknirinn er ekki á fullu kaupi meðan eftirlitið fer fram, nema hann sé að vinna við tannlækningar. í skólatannlækningum Reykja- víkur fer eftirlitið þannig fram, að yfirskólatannlæknir boðar til sín böm á tannlæknadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar og skoðar þau og ber árangurinn saman við vinnu- skýrslur viðkomandi skólatann- læknis. Þannig fer fram bæði magn- og gæðaeftirlit í skólatannlækningum Reykjavíkur án vitundar tannlækn- anna. Stefán Finnbogason yfirskólatannlæknir frábrugðið fyrri tíma þjóðfélögum að því leyti, að konan er ekki lengur óvirkur þjóðfélagsþegn og verður að berjast á sama grundvelli og karl- maður; verður reyndar að berjast miklu hatrammari baráttu, þvi að hún berst við fordómana úr öllum áttum. Það er því höfuðmál okkar kvenna að brýna fyrir dætrum okkar nauðsyn starfsmenntunar og sjálf- stæðis og knýja fram jafna þátttöku kvenna og karla í öll störf. Þá fyrst er hægt að tala um jafnrétti í reynd. Karlar hafa frá öndverðu verið for- réttindastétt, — en það hriktir nú óneitanlega i þeim forréttindastoðum og er vel. Konur verða að sýna hver annarri traust og styrkja hver aðra á já- kvæðan hátt, en hrista af sér.^og dæma óme’rkar þær ásakanir sem jafnan heyrast frá karlmönnum um konur: „Þið konur þolið ekki, að neinni ykkar gangi vel. — Það er engin hætta að þið styðjið hver aðra, til þess er öfundin hver i annarrar garð of mikil.” Svona áróðri til að ala á sundurþykkni meðal kvenna á að mæta með hörku og sýna fram á, að hér er ekki sannleikskorn á ferð. Ég leyfi mér að fullyrða, að konur eru ekki síður hæfar til starfa á öllum sviðum þjóðlífsins en karlar og mál komið að krefjast jafnvægi í þessum efnum. Hvetjum því allar konur til þátt- töku í almennum þjóðmálum í sama mæli og karlar og veitum þessum konum brautargengi til þess að koma ýmsum þörfum þjóðmálum í fram- kvæmd. Arndís Björnsdóttir, kennari. 17 N TOMAS ARNASON OG TILLÖGUR AL- ÞÝÐUFLOKKSINS Formælendur Alþýðubandalags og Framsóknarflokks hafa að undan- förnu komið fram með þá undarlegu fullyrðingu að Alþýðuflokkurinn hafi ekki flutt tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum í stjórnarsamstarf- inu við þá. Allir landsmenn muna þó væntanlega betur. Menn minnast þess væntanlega enn að á sl. vetri flutti Alþýðuflokkurinn, ekki einu sinni heldur þrívegis, tillögur úm samræmda stefnumótun í efnahags- málum og er skemmst að minnast þeirra átaka sem urðu milli stjórnar- flokkanna þegar Alþýðuflokkurinn gerði ítrekaðar tilraunir til þess aðf fá þessar tillögur sínar afgreiddar áður en nýr verðbólgusnúningur hæfist. Þegar þingmenn Alþýðuflokksins vildu fá tillögur sínar afgreiddar áður en verðbólgan tæki nýja dýfu var af Alþýðubandalaginu og Framsóknar- flokknum rætt um svokallaða „almanaksveiki” Alþýðuflokksins. Nú þykjast ráðamenn Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks ekkert muna eftir öllu þessu og fullyrða að Alþýðuflokkurinn hafi aldrei lagt fram neinar tillögur. Dæmalaus fullyrðing Einhver dæmalausasta fullyrðingin er þösúsem fyrrverandi fjármálaráð- herra, Tómas Árnason, hefur marg- ítrekað viðhaft bæði í blöðum og út- varpi. Hann hefur haldið því fram að Alþýðuflokkurinn hafi engar tillögur gert í skattamálum og ekki tekið afstöðu gegn skattastefnu fjárlaga- frumvarps þess er Tómas lagði fyrir Alþingi, fyrr en fáum dögum áður en frumvarpið var lagt fram og eftir að þingflokkur Alþýðuflokksins hafði tekið ákvörðun um að láta stjórnar- samstarfinu lokið. Þannig fullyrðir Tómas Árnason í fyrsta lagi að Alþýðuflokkurinn hafi engar tillögur gert um stefnumótun í skattamálum hins opinbera og i öðru lagi að and- staða Alþýðuflokksins við skatta- stefnu fjárlagafrumvarpsins hafi verið hrein yfirborðsmennska og ekki komið fram fyrr en löngu eftir að sú skattastefna hafði verið mótuð og sýnd i ríkisstjórninni og eftir að þing- flokkur Alþýðuflokksins hafði tekið ákvörðun um að rjúfa stjórnina. Fyrstu tillögur Alþýðuflokksins Þessi fullyrðing fyrrverandi fjár- málaráðherra er gjörsamlega út i hött. Hún er ekki aðeins villandi heldur er hún beinlínis röng, eins og sýnt verður fram á hér á e ftir. Þann 17. júlí sl. var haldinn fund- ur í þingflokki Alþýðuflokksins. Fyrir þann fund voru lagðar tillögur fjármálaráðherra um lausn á tekju- vanda rikissjóðs sem skapast hafði vegna þess að ríkisstjórnin hafði eng- um tökum náð á dýrtíðinni. Sam- kvæmt upplýsingum ráðherrans skorti 5—7 milljarða króna í rtkis- sjóð. Ráðherrann fór fram á heimild til þess að fá að setja bráðabirgðalög um 2% hækkuri á söluskatti og hækkun á vörugjaldi. Eftir nokkrar umræður um málið 'var ákveðið á fundi þingflokksins, og þaö bókað, að þingflokkur Alþýðu- flokksins væri reiðubúinn til þess að skoða nýjar tekjuöflunarleiðir fyrir rikissjóð til að jafna hallann, þ.á.m. tillögur fjármálaráðherra. Hins vegar bentu þingmenn á að vegna þess að rikisstjórninni hefði algjörlega mis- tekist að ná tökum á dýrtíðarvand- anum, hefði ríkissjóður orðið að botnlausri verðbólguhit með þeim afleiðingum að á fárra mánaða fresti hefði þurft að leggja á nýja og nýja skatta. Slík stefna bæri dauðann i sér og því óskaði þingflokkur Alþýðu- flokksins eftir því að samstarfsflokk- arnir féllust á að jafnhliða setningu bráðabirgðalaga um nýja tekjuöflun fyrir ríkissjóð yrði mótuð stefna um ríkisfjármálin fyrir árið '1980 sem grundvallaðist á því að ekki yrði aukið við skattheimtuna á þvi ári og útgjöld ríkissjóðs við það miðuð að til nýrrar skattheimlu myndi þá ekki koma. Þessari afst >ðuog tillögu þing- flokks Alþýðuflokksins lýstu ráð- herrar Alþýðuflokksins á fyrsta ríkis- stjórnarfundi eftir þennan þing- flokksfund en þessi tillaga fékkst aldrei afgreidd. Reynt aftur ogaftur Umrædda afstöðu sína — að rikis- stjórnarflokkarnir mótuðu þá stefnu í fjármálum ríkisins á árinu 1980 að þá yrði ekki farið út i frekari skatt- lagningar heldur útgjöld ríkisins enda hafði rikisstjórnin, vegna þess að hún náði engum tökum á dýrtíð- inni, neyðst til þess að leggja á 19 nýja skatta og skattbreytingar á einu ári og þótti þingmönnum Alþýðu- flokksins meira en nóg að gert. Engar afgreiðslur En það fór enn á sömu lund. Engar af tillögum Alþýðuflokksins hlutu af- greiðslu. Um þær var rætt; sumum .tekið vel, öðrum illa og látið svo þar við sitja: engin afstaða mörkuð — engin stefna mótuð. Þann 12. september s.l. lagði fjár- málaráðherrann þáverandi, Tómas Árnason, svo í fyrsta skipti fram til- lögur sínar um fjárlagagerðina í endanlegri mynd. Þá fyrst kynnti ráðherrann í ríkisstjórninni þær niðurstöður fjárlagafrumvarpsins að tekjur ríkissjóðs væru áætlaðar 331 milljarður króna. Fyrr höfðu hvorki Alþýðubandalagsmenn né Alþýðu- flokksmenn séð endanlegar tillögur ráðherrans um útgjöld og tekjur ríkisins. Strax þennan sama dag voru þessar tillögur ráðherrans um tekjuöflun ríkissjóðs teknar til nánari skoðunar i Alþýðuflokknum. Þá þegar kom i Ijós að umræddar tillögur Tómasar Q „Haröorð bókun um aö Alþýöuflokkur- inn mundi aldrei standa með slíkum hætti að því að rýra að óþörfu kaupmátt tekna launafólks... á sama tíma og mikil hækkun á olíuverði mundi óhjákvæmilega rýra afkomu heimilanna... miðuð við óbreytta skattalöggjöf — ítrekuðu þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins fyrst þann 22. ágúst sl. svo þann 27. ágúst sl. og loks þann 29. ágúst sl. Eins og svo oft áður, þegar Alþýðuflokkurinn flutti tillögur í ríkisstjórninni, fékkst málið hins vegar aldrei afgreitt og að afgreiða ekki slík tilmæli er bara önnur aðferð við að segja nei Um mánaðamótin ágúst-september sáu þingmenn og ráðherrar Alþýðu- flokksins að við svo búið mátti ekki standa. Gera yrði enn eina örþrifatil- raunina til þess að fá samstarfsflokk- ana til þess að fallast á að gera það sem ríkisstjórninni bar skylda sam- kvæmt lögum til þess að gera, þ.e.a.s. að ná saman um myndun efnahagsstefnu til ársins 1980 svo unnt væri fyrir rikisstjórnina að leggja hana fyrir Alþingi á samkomu- degi þess þann 10. október. I samræmi við þessa niðurstöðu mótaði þingflokkur Alþýðuflokksins á fundi sínum þann 3. september sl. tillögur um stefnumótun í efnahags- málum og voru tillögurnar alls í 7 liðum. Fyrstu tvö atriði tillagnanna fjölluðu um skattamál og útgjöld ríkisins. Þar var lögð höfuðáhersla á að útgjöld ríkissjóðs á árinu 1980 . færu alls ekki fram úr þvi sem óbreytt lög um tekjustofna ríkissjóðs myndu duga til að tryggja tekjur fyrir. M.ö.o. að útgjöld rikissjóðs yrðu við það miðuð að ekki yrðu lagðir á frekari skattar á árinu 1980 Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson Árnasonar gerðu ráð fyrir því að skattheimta yrði enn á ný aukin og að þessu sinni um nokkra milljarða króna. Þegar betur var gáð kom i Ijós að öll sú aukna skattheimta átti að koma fram i einni tegund skatts, þ.e.a.s. i tekjusköttum. 20. skatta- breyting fjármálaráðherrans á rúmu einu ári átti sem sé að vera í því fólgin að auka enn á byrði tekjuskattsins sem að áliti okkar Alþýðuflokks- manna er óréttlátur skattur sem mis- munar þegnunum og er fjötur á vinnuvilja fólks. Og ekki var betur séð en tilgangurinn væri sá að hækka tekjuskattinn þannig að þeir sem á sl. ári voru tekjuskattslausir vegna lágra tekna, hefðu á næsta ári þurft að borga skalt til ríkisins af sambæri- legum tekjum. Þessi niðurstaða lá Ijós fyrir okkur Alþýðuflokksmönnum strax á fyrsta degi sem við fengum tillögur fjár- málaráðherra um tekjustefnu ríkis- sjóðs á árinu 1980. Og umsvifalaust daginn eftir, þann 13. september, lagði sjávarútvegsráðherra fram í ríkisstjórninni, i nafni ráðherra Alþýðuflokksins, mjög harðorða bókun þar sem hann lýsti því yfir að Alþýðuflokkurinn myndi aldrei sam- þykkja fjármálafrumvarp Tómasar Árnasonar með slíkri hækkun á tekjusköttum almennings i landinu. Alþýðuflokkurinn myndi ekki standa með slíkum hætti að því að rýra að óþörfu kaupmátt tekna launafólks á sama tima og óviðráðanlegar ytri aðstæður, eins og t.d. mikil hækkun á olíuverði, myndi óhjákvæmilega rýra afkomu heimilanna. Þessi afstaða Alþýðuflokksins lá m.ö.o. Ijós fyrir í ríkisstjórninni aðeins einum degi eftir að þáverandi fjár- málaráðherra kynnti Alþýðuflokkn- um og Alþýðubandalaginu i fyrsta sinn tillögur sínar um skattheimtu á árinu 1980. Staðreyndirnar tala Ég hef hér að framan rakið hvernig Alþýðuflokkurinn stóð í sumar og haust að flutningi tillagna um af- stöðu i skattamálum sem fjármála- ráðherrann fyrrverandi og aðrir úr flokki hans og úr Alþýðubandalaginu fullyrða að Alþýðuflokkurinn hafi aldrei flutt. Ég hef rakið hvernig, strax þann 17. júlí í sumar, Alþýðu- flokkurinn hóf tilraunir sínar til þess að fá ríkisstjórnina til að marka sér stefnu i skattamálum og ríkisfjár- málum. Ég hef rakið hvernig Alþýðu- flokkurinn ítrekaði tillögur sínar frá 17. júlí þann 22. ágúst, 27. ágúst og 29. ágúst og ég hef skýrt frá skriflegri tillögugerð Alþýðuflokksins til rikis- stjórnarinnar þann 3. september. Ég hef einnig skýrt frá þvi hver viðbrögð þingmanna og ráðherra Alþýðu- flokksins urðu þann 12. september sl. þegar fjármálaráðherra i fyrsta skipti sýndi á ríkisstjórnarfundi hug- myndir sínar um skattlagningu og út- gjöld rikissjóðs á næsta ári og ég hef rakið á hverju þau mótmæli ráðherra Alþýðuflokksins byggðust sem bókuð voru strax á fyrsta rikis- stjórnarfundi deginum eftir þann 13. september. öll þessi afstaða og allar þessar af- greiðslur eru bókaðar. Sumar í fundargerðarbók þingflokks Alþýðu- flokksins, aðrar í fundargerðum ríkisstjórnarinnar. Ég læt' svo les- endum eftir að dæma málflutning Tómasar Árnasonar og samherja hans í Framsóknarflokki og Alþýöu- bandalagi i Ijósi þessara einföldu staðreynda. Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.