Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. Fyrir hófið heimsótti Hafsteinn Guðmundsson, formaður UMFK (til UMFK. Þau voru meðal eldri heiðursfélaga UMFK en gátu ekki vinstri) ásamt Þórhalli Guðjónssyni, fyrrv. formanni, hjónin Bergstein mætt i afmælishófið. Bergsteinn tók við formennsku i félaginu á fyrsta Sigurðsson og Kristjönu Ólafsdóttur og sæmdi þau heiðurskrossi ári og var formaður i sex ár. Ungmennafélag Keflavíkur minntist 50 ára afmælis síns með hófi í Stapa um síð- ustu helgi. Meðal gesta voru Gísli Halldórsson, forscti ÍSI, Pálmi Gislason, formaður UMFÍ, Hermann Guðmunds- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, bæjar- stjóm Keflavíkur og ýmsir forráðamenn iþróttamála í Keflavík. Þá var öllum eldri heiðusfélögum félagsins sérstaklega hoðið í hófið. Hafsteinn Guðmundsson, formaður félagsins, setti hófið með ræðu en Þór- hallur Guðjónsson flutti minni félagsins. Meðal þeirra, sem fluttu ávörp og kveðjur, voru Gísli Halldórsson, Pálmi Gislason, Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar, og Sverrir Júliusson, fyrrverandi formaður félagsins. Félaginu bárust ýmsar gjafir — mcðal annars ein milljón króna frá bæjar- stjórn Keflavíkur, veggskjöldur frá ÍSÍ, árituð fánastöng frá UMFÍ, silfurskál, bikarar og fleira. í hófinu voru ýmsir ungmennafélagar heiðraðir m.a. voru allir eldri heiðursfélag- ar UMFK, sem á lífi eru, sæmdir heiðurs- krossi UMFK ásamt árituðu heiðursskjali. Þá voru Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, og Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi for- maður UMFÍ, sæmdir gullmerki UMFK fyrir frábær störf að íþróttamálum um langt árabil. Tveir ungmennafélagar voru gerðir heiðursfélagar i hófinu, Þórhallur Guðjónsson og Gunnar Sveinsson en báðir hafa þeir átt sæti í stjórn UMFK í fjölda ára og unnið mikið og gott starf fyrir félagið. Gullmerki UMFK voru sæmdir Hólmgeir Guðmundsson og Hörður Guðmundsson. Silfurmerki UMFK voru sæmd Guðbjörg Jónsdóttir, Jóhann R. Benediktsson, Högni Gunnlaugsson, Ragnar Friðriksson, Geirmundur Kristins- son, Björn Jóhannsson, Hólmbert Friðjónsson, Magnús Haraldsson og Jón Jóhannsson. Þá voru þeir Gunnar Sveinsson og Þór- hallur Guðjónsson sæmdir gullmerki ÍSÍ og Haukur Hafsteinsson starfsmerki UMFÍ. í hófinu var i fyrsta sinn afhentur forkunnarfagur bikar, sem þau hjónin Fjóla Sigurbjörnsdóttir og Gunnar Sveins- son gáfu til minningar um Svein Gunnars- son, sem lézt í bílslysi fyrir fáum árum. Bikarinn skal afhentur árlega knattspyrnu- manni UMFK. Hinn snjalli markvörður,- Þorsteinn Ólafsson, hlaut bikarinn að þessu sinni. -hsím. sæmd heióurskrossi UMFK á afmælishófinu. Frá vinstri dóttur, Helgi S. Jónsson, Sverrir Júliusson, Ólafur Þorsteinsson og Þau voru Kristinn Jónsson, Eyjólfur Guðjónsson, Sigriður Gyða Sigurðardótt- Margeir Jónsson. ir, sem tók við heiðursveitingu fyrir móður sina Þóreyju Þorsteins- Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Þróttarar fá liðsauka —ión Þorbjömsson kominn heim og ungur Skoti leikur með Þrótti Markvörðurinn snjalli, Jón Þorbjörns- son, er nú „kominn heim” til Þróttar eflir þriggja ára útlegð á Akranesi. Jón gekk fyrir nokkru frá félagaskiptum sinum yfir f gamla félagið og mun leika með liðinu næsta sumar. Ekki þarf að taka það fram að Jón er • Chile tryggði sér í gær úrslitasæti í S- Ameríku-keppninni með þvi að gera markalaust jafntefli við Perú. Fyrri leik þjóðanna lauk með 2—1 sigri Chile. Hitt liðiö i úrslitunum verður annað hvort Brasilía eða Paraguay. Paraguay vann fyrri leikinn, sem fram fór í fyrra- kvöld, 2—I. einn okkar allra fremsti markvörður og endurkoma hans mun styrkja Þróttarliðið mikið. Þá hefur ungur Skoti gengið til liðs við Þrótt og hyggst þjálfa yngri flokka félagsins og leika með meistaraflokki næsta keppnis- tímabil. Hann dvelur nú í Skotlandi við að safna saman pjönkum sínum en mun væntanlegur hingað til lands alkominn fljót- lega. Helgi Þorvaldsson hefur séð kappann leik og að hans sögn myndi hann sóma ser vel í liði félagsins. Er þetta svo sannarlega kærkomin búbót fyrir Þróttarana. Skotinn kynntist félaginu i gegnum hið mikla ungl- ingasamstarf sem ríkir á milli Þróttar og skozkra unglingafélaga og langaði til að reyna fyrir sér hérlendis. Þróttarar eru nú, sem og mörg önnur félög, að leita eftir þjálfara og hefur að von- um margt komið til greina. Hafa ýmsir verið orðaðir við félagið en ekkert verið staðfest. „Málið er rétt á frumstigi,” sagði Magnús Óskarsson, formaður Þróttar, er við spurðum hann álits. íþróttir „Stefnum á sigur gegn V-Þjóðverjum” —sagði Ólaf ur Aðalsteinn Jónsson í samtali við DB í morgun. ísland sigraði Holland 25-17 ígærkvöld „Við ætlum nú að fórna öllu til þess að freista þess að vinna V-Þjóöverjana á morgun,” sagði aðalfararstjóri íslenzka unglingalandsliðsins Ólafur Aðalsteinn Jónsson er DB hafði sam- band við hann í Danmörku í morgun. Islenzku unglingarnir unnu i gær mjög öruggan sigur á Hollendingum 25—17 eftir að hafa leitt 12—9 í leikhléi. Um tíma leiddi ísland 24—13 en undir lokin slökuðu leikmennirnir aðeins á og þá tókst Hollendingunum aðeins að minnka muninn en sigurinn var aldrei i hættu. „Þetta var lengst af góður leikur hjá strákunum og ekki sízt ef tekið er tillit til þess að þetta var þeirra þriðji leikur á þremur dögum. Það var því ekki laust við að sumir leikmannanna væru orðnir dálítið þreyttir undir lokin. Við fáum langþráða hvíld í dag og leik- menn munu fá algert frí frá öllum æfingum og í kvöld er ætlunin að skreppa í bíó og sjá einhverja góða mynd. Við teljum nú að við eigum möguleika á að sigra V-Þjóðverjana og munum leggja allt i sölurnar til þess að það megi takast,” sagði Ólafur enn- fremur. ísland hafði allan tímann frum- kvæðið í leiknum í gær og Sigurður Gunnarsson, sem hefur blómstrað í leikjum liðsins í Danmörku bæði í vörn og sókn, skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins. Tvö með langskotun og tvö úr vítaköstum. Island komst í 5—2 og síðar 7—2 en missti síðan mann út af. Alls var 5 íslendingum vikið af leikvelli í leiknum án þess að vörnin hafi verið gróf. Leikmenn tóku vel á móti og góð hreyfing var á vörninni. Komið vel út á móti og áttu Hollendingarnir oft í erfiðleikum með að skjóta. í kjölfar þessarar góðu byrjunar kom slakasti kafli liðsins og Hollend- ingarnir náðu að minnka muninn í 8— 7. Þá mistókst Sigurði Gunnarssyni vítakast en ísland komst samt í 9—7. Stefán Halldórsson skoraði síðan úr tveimur vítum i röð og Guðmundur Þórðarson átti lokaorðið í fyrir hálf- leiknum. Stefán hefur sýnt mjög vaxandi leiki Stórsigur Sovétmanna „Sovétmenn unnu Saudi-Arabíu, 32—7, í gær og V-Þjóðverjarnir unnu Portúgalana mjög sannfærandi einnig,” sagði Ólafur Aöalsteinn Jóns- son i morgun. Við þurfum því sigur á morgun til að komast i hóp 8 beztu. Stjömufans í Skemmunni Akureyringar fá heldur betur góða heimsókn um helgina er allir eða flest- allir útlendingarnir sem leika hér með körfuknattleiksliðunum hyggjast gera innrás í bæinn og leika tvo leiki við Þór Á morgun kl. 15.30 leika þeir við Þór og á sunnudag kl. 14 mun Mark Christensen söðla um og leika með sinum gömlu félögum gegn könunum. Þeir leikmenn sem fara Norður eru þessir: Mark Christensen ÍR, Tim Dwyer Val, John Johnson Fram, Trent Smock ÍS, Mark Holmes Grindavík, Dakarstad Webster KR og Danny Shous Ármanni. Sannkallað „stjörnu- stríð” sem Akureyringar eiga í vændum i Skemmunni um helgina. Ársþing BSÍ Ársþing Badmintonsambands íslands verður haldið á morgun i Snorrabæ (Austurbæjarbíói) eins og áður var auglýst og hefst kl. 10 í fyrra- málið. í keppninni eftir að byrja mjög rólega. Guðmundur Þórðarson varð að fara út af í gær vegna meiðsla og varð að fara á sjúkrahús. „Hann kom heim rétt á eftir okkur og meiðsli hans reyndust sem betur fer aðeins vera mar á mjöðm. Hann verður því alveg tilbúinn i slaginn á morgun. Það er rétt að það komi fram hversu ómetanlegt það er að hafa mann eins og Halldór Matthíasson sér við hlið í slíkri keppni. Hann með- höndlar öll meiðsli sem upp kunna að koma og erákaflega mikill styrkur fyrir liðið og hópinn í heild,” sgði Ólafur. íslenzka liðið hóf siðari hálfleikinn af miklum krafti og þeir Sigurður Sveinsson, Stefán, Atli Hilmarsson, Sigurður Sveinsson, Sigurður Gunnars- son og Atli aftur skoruðu og breyttu stöðunni í 18—11. leikurinn var þá í raun unninn og strákarnir juku muninn í 24—13. Undir lokin var slakað á og þá náðu Hollendingamir aðéns að rétta sinn hlut. Lokatölur 25—17 — sann- færandi sigur, sem gefur góð fyrirheit. „Brynjar Kvaran, sem er fyrirliði liðsins, stjórnaði varnarleiknum af mikilli röggsemi i gær og mér er til efs að hann hafi áður sýnt jafnmikla ákveðni. Hann átti það meira að segja til að skipa fyrir í sókninni. Ákaflega yfirvegaður oggóður fyrirliði. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að á góðum degi gætu Hollending- arnir velgl okkur verulega undir ugg- um. Við vorum þvi staðráðnir að gefa þeim ekki tækifæri til þess og það tókst þrátt fyrir að skiljanlega gætti þreytu hjá okkur undir lokin. Undirbúningur okkar í sumar kom okkur að góðu gagni nú því við vorum í mun betri líkamlegri þjálfunen mótherjinn. Það var gaman að þessum leik í gær og ánægjulegt að sjá hversu margir fylgdust með honum. Danir spiluðu hér í höllinni á undan okkur en megnið af áhorfendunum sat áfram eftir að þeirra leik lauk. Þá er rétt að geta þess að is- lenzka liðið er tvimælalaust vinsælast hér á hótelinu. Leikmenn eru léttir í lund og kátína og góður andi ríkir alltaf í hópnum. Þetta kann starfs- fólkið hér að meta og það er kátt á hjalla þegar sezt er að matarborðinu,” sagði Ólafur í lokin og kvað alla vera ánægða. Mörkin i gær skiptust þannig: Sigurður G. 7/2, Stefán 7/4, Sigurður S, 3, Atli 2, Andrés 2, Friðrik, Guðm. M, Guðm. Þ og Kristján Arason eitt hver. Einkennandi fyrir liðið hversu margir skora. Styrkleikamerki fyrir hvert lið og greinilegt að framtíðar- landsliðskjarninn er að hljóta sína eld- skírn þessa dagana í Danmörku. - SSv. Stefnt að þremur sigrum —í landsleikjunum gegn írunum f körfunni um helgina I gær kom irska landsliðið í körfu- knattleik hingað til lands og mun um helgina leika þrjá landsleiki við islend- inga. Þjóðirnar hafa þrívegis áðu; leikið saman og hefur gengið á ýmsu í þeim viðureignum. Síðast er leikið var sigraði ísland en hafði þá innan sinna raða risann Pétur Guðmundsson. Landsliðshópurinn hefur verið val- inn fyrir nokkru og munu allir leik- A þessari mynd Bjarnlcifs eru frá vinstri: Stefán Konráðsson þjálfari, Tómas Sölvason, Kristján Jónasson, Einar Einarsson, Björgvin Björgvinsson, Bjarni Kristjánsson og Ragnar Ragnarsson liðsstjóri. „Eigum ekki ýkja mikla möguleika” —sagði þjálfari unglingalandsliðsins í borðtennis I gær hélt fimm manna hópur á veg- um Borðtennissambands íslands til Noregs til keppni á Noröurlandamót- inu í borðtennis. Að þessu sinni voru aðeins sendir unglingar til keppni í mótinu og við spjölluðum lítillega við Stefán Konráðsson, sem er þjálfari pilt- anna og báðum hann að segja okkur aðeins frá ferðinni og mótsfyrirkomu- laginu. „Já, þetta er smá stefnubreyting hjá borðtennissambandinu að senda aðeins unglinga til keppni á Norðurlandamót- ið því fram að þessu hefur verið lítið um að þeir fengju tækifæri. Keppt er i tvenns konar flokkum hjá unglingun- um. Annars vegar svonefndir eldri unglingar og svo yngri unglingar. Keppændur okkar í eldri flokknum eru Tómas Sölvason, KR, Bjarni Kristjáns- son, UMFK, og Kristján Jónasson, Víkingi. Yngri unglingarnir eru þeir Einar Einarsson, Víkingi, og Björgvin Björgvinsson úr KR. Möguleikar okkar á þessu móti eru sáralitlir í rauninni. Þetta eru allt mjög óreyndir strákar sem við sendum til leiks núna. Við höfum lengst af lifað á því að vinna Færeyinga en nú verða þeir ekki með svo að varla vinnum við nein stórafrek á mótinu.” — Hvernig er keppnisfyrirkomu- lagið? „Við leikum einn leik við Norðmenn á föstudag (í dag) en síðan eru þrír leik- ir hjá okkur á laugardag. Fyrst er leikið gegn Dönum, þá Svíum og loks gegn Finnum. Á sunnudaginn fer svo fram einstaklingskeppni, keppni í tvíliðaleik ogþ.u.l.” — Komið þið svo beint heim að lok- inni þátttöku? „Nei, við förum síðan til Danmerkur og munum æfa með Danmerkurmeist- urunum Virum í þrjá daga þar sem Karsten Fleming, sem kom hingað til lands í sumar, mun verða okkur til trausts og halds. Við vonumst með þessari ferð til að sameina keppni og æfingu og gerum okkur vonir um að strákarnir geti lært ýmislegt af þessari ferð,” sagði Stefán ennfremur. Borðtennisíþróttin er enn mjög ung hér á landi og enn stöndum við ná- grannaþjóðunum langt að baki. Fram til þessa hefur langmest verið um ungl- inga innan við tvítugt í íþróttinni og lítið borið á eldri keppendum. Hjá öll- um beztu borðtennisþjóðum heims eru landslið þeirra skipuð mönnum á aldr- inum 25—30 ára og t.d. er landslið Ung verja, sem eru [remstir Evrópuþjóða í borðtennis, skipað mönnum á þeim aldri. „Þetta er mjög að breytast hjá okkur og menn hætta ekki í íþróttinni eins snemma og áður. Þar af leiðandi erum við smám saman að eignast reyndari spilara.” -SSv. menn hópsins fá að spreyta sig í fyrstu tveim leikjunum. Fyrsti leikurinn á milli liðanna fer fram í „Ijónagryfj- unni” í Njarðvík en fjórir í landsliðs- hópnum eru einmitt þaðan og má búast við góðum stuðningi Suðurnesjamanna sem endranær. Leikurinn hefst kl. 20.30 í kvöld. Á morgun verður siðan leikið í Laugardalshöll kl. 14 og munu þá verða gerðar sex breytingar á liðinu sem leikur í kvöld. Næsta víst er þó að Kristinn Jörundsson haldi stöðu sinni en hann er fyrirliði liðsins. Eitilharður baráttujaxl, sem aldrei gefst upp fyrr en í fulla hnefana. Síðasti leikurinn verður svo leikinn í Borgarnesi á sunnudag og hefst kl. 14. Mun það verða í fyrsta skipti, sem landsleikur er háður á þeim slóðum. Þar munu þeir er bezt hafa staðið sig i tveimur fyrri leikjunum leika. Það má þvi búast við að enginn leikmanna láti sinn hlut átákalaust i leikjunum í dag og á morgun til þess að tryggja sér sæti í liðinu á sunnudag. írarnir hafa á að skipa mjög svipuðu liði og við hvað styrkleika snertir og hafa reynzt okkur erfiðir i þeim leikj- um sem frant hafa farið gegn þeini. Þeir eru með ólíkindum baráttuglaðir leikmenn sem gefast aldrei upp. Körfuknattleikssambandið boðaði til blaðamannafundar fyrr i vikunni þar sem leikmenn iranna voru kynntir og kom þar fram að meðalhæð þeirra er mjög svipuð og leikmanna okkar. Alls munu fjórir nýliðar verða í hóp þeirra i leikjunum en þeirra leikreynd- asti maður er Paudiw O’Connor sem leikið hefur 34 landsleiki. Fjórir leik- menn til viðbótar hafa l^ikið um og yfir 25 landsleiki þannig að liðið hjá þeim er skemmtileg blanda reyndra og óreyndra leikmanna. Leikmenn íranna koma frá mörgum félögum rétt eins og lcikmenn íslands og virðist ekkert eitt léiag eiga áberandi bctri menn en aunaðá irlandi samkvænu þessu. Þeir, sem eru á mynd Bjarnleifs hér að ofan eru frá vinstri: Birgir Guðbjörnsson KR, Björn Jónsson Fram, Þorvaldur Geirsson Fram, Kol- beinn Kristinsson ÍR, Gunnar Þor- varðarson Njarðvík, Rikharður Hrafn- kelsson Val, Július Valgeirsson Njarð- vik, Kristinn Jörundsson ÍR fyrirliði, á bak við hann Kristján Ágústsson Val, Jón Sigurðsson KR, Simon Ólafsson Fram, Gísli Gíslason Stúdentunt. Árni Lárusson og Guðsteinn Ingimarsson báðir úr Njarðvik. Á myndinni sjást þeir ekki félagarnir úr Val, Torti Magnússon og Þórir Magnússon. Landsliðið lék á þriðjudagskvöld \ið lið Vals með þeim Trent Smock og Mark Christenscn sem styrktarmönn- um og var það skemmtileg viðureign og mátti vart á milli sjá á köflum. Margar liéttur landsliðsins þá lofuðu góðu fyrir helgina og gaman verður að sjá útkom- una i þessum fyrstu leikjum vetrarins. Tékkamir höfn- uðu á botninum — í4-landa keppni í Danmörku Tékkneska landsliðið í handknatt- lcik, scm var hér á ferðinni í síðustu viku og lék tvo landsleiki við islenzka A-landsliðið og cinn við ungiingalands- liðið, hélt strax að leikjunum loknum til Danmerkur til þátttöku í sterkri „turneringu” þar. Það er skemmst frá að segja að Tékkarnir urðu neðstir í þessari fjögurra landá keppni, sem auk þeirra voru í V-Þjóðverjar, Júgóslavar og Danir. Ekkert liðanna komst ósigrað út úr keppninni og-V-Þjóðvc < -nir töpuðu sinum fyrsta laitd'ícik i langan tinia er Júgóslavarnir unnu þá sannfærandi 22—16. Tékkarnir unnu aftur á móti .lúgóslavana 19—18 og töpuðu svo lyrir Dönum 15—18 eftir að jafnt hafði verið i leikhléi 8—8. Jaroslav Papiernic var markhæstur Tékkanna i leiknum við Dani og skoraði þar 6 mörk — helminginn úr vitaköstum. Bernard, scm ekki var hér á íslandi, skoraði þrjú mörk og Gruca var með tvö. Aðrir minna. Fyrir Dan- ina skoraði Heien Sörensen niest cða 5 mörk og Bjarne Jeppesen 4. Leikirnir i keppninni fóru þannig: Júgóslavia — Vestur-Þýzkaland 22—16 Danntörk — Tékkóslóvakia 18—15 V-Þýzkaland — Danmörk 19— 18 Tékkóslóvakía — Júgóslavía 19—18 Júgóslavía — Danmörk 26—24 V-Þýzkaland — Tékkóslóvakía 14—12 Lokastaðan i keppninni varð þcssi: Júgóslavía 3 2 0 1 66—59 4 V-Þýzkaland 3 2 0 1 49—52 4 Danmörk 3 10 2 60—60 2 Tékkóslóvakia 3 10 2 46—50 2 Landsleikir fkörfuknattieik á&L ÍRLAND—ÍSLAND íkvöldkl'. 20flþróttahúsinuí Njarövik. Laugardagkl. 14fLaugardals- höll. (Forsala frá kl. 12) Sunnudagkl. 14fíþróttahúsinu fBoigamesi. Síðast vann ísland með 8 stigum — Hvað skeður nú? K.K.Í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.