Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 23
Tóniist KAMMERMUSIK FYRIR SUNNAN Tónlist EYJÓLFUR MELSTED KammermúsBíkkibburinn. 1. tónteikar starfsársins, 23. október að Kjar- vahstöðum. Flytjendur: Guðný Guðmundsdóttir, fiöla; Einar Jóhannesson, klarinetta, og Philip Jenkins, píanó. Efnteskrá: Trfó í Es-dúr op. 20 eftir Jan Vanhal; Sónata fyrir klarinettu ogpianó, op. 120 no. 1, eftir Johannes Brahms; Largo fyrir fiðlu, klari- nettu og pianó eftir Charies Ives; Sónata fyrir fiðki og pianó eftir Robert Schumann og Trió fyrir fiðki, klarínettu og pianó eftir Aram Kat- schaturian. Nægur áhugi Þeir voru ótrúlega margir sem lögðu leið sina á Kjarvalsstaði i gegnum rosann þetta kvöld. Sannaði það, að nægur er áhuginn fyrir kammertónleikum í Reykjavík. En víkjum nú að tónleikunum sjálfum. Jan Vanhal er eitt af þessum mörgu ágætis tónskáldum sem fallið hafa í skuggann af þeim frægustu. Hann er nær óþekktur hér á landi og raunar hef ég aldrei heyrt verk hans leikin á öðru en nemendatónleikum. Það var vel tilfundið hjá þeim þremenningum að draga hann fram í sviðsljósið. Þetla tríó Vanhals er afar viðkvæmt i flutningi. í mýkt og nákvæmni fylgdu þeir Philip og Einar Guðnýju ekki nægjanlega vel og því vantaði dálítið upp á jafnvægið í samleik þeirra. Klarínettusónötu Brahms lék Einar með ágætum. Það er aðeins eitt sem ég kann ekki við í leikmáta hans. Það er að tónninn skuli verða holur þegar hann tekur á. Án átaka er tónn Einars þéttur og heilsteyptur. Ég man í svipinn ekki eftir nema tveimur, eða þremur klarínettuleikurum á Norður- löndum sem ekki eru haldnir þessum „ágalla” og sumum finnst reyndar þessi klofningur tónsins við aukinn styrk vera hluti af sjarma klarínett- unnar. Síðan kom Largo eftir Ives. Heldur fannst mér stykkið rislágt og margt hefur Ives skrifað meira spennandi en þetta. Helsta spennan í því er að fylgjast með hvort hljóðfæra- leikurunum fatist á viðkvæmum augnablikum. Þau komust í gegn án áfatla. Væmnislaust Sónata Roberts Schumanns, opus 105, er beinlínis útþanið verk. Mörgum fiðluleikurum hættir til að gera hana þrautvæmna. En Guðný gerir ekkert þannig lagað. Leikur hennar var frábær, sérstaklega í síðasta kaflanum. Þessum tónleikum lauk svo með tríói Katschaturians. Katschaturian sagði víst sjálfur að það væri alveg sama hvað hann ætlaði eða reyndi að semja, úr því yrði ætíð dans. Honum tókst að sitja töluvert lengi á sér í þesu tríói en i síðasta kaflanum gat hann ekki stillt sig t>g bunaði út einum frisklegum kolo. Fjórði spilari í tríói Þarna var samleikur þeirra þremenninganna með ágætum, og að tónleikum þessum loknum fóru allir, nauðugir viljugir, að heilsa upp á fjórða spilarann í tríóinu, slagverks- manninn: Úrhellis rigninguna sem lék undir nær allan tímann á þak Kjarvalsstaða. -EM. „ÞEIM SKAL LEIÐAST” GÆRKVOLDI DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. Forsetanum af hent gjöf: Dýr bók um laxveiðar — kostar 1300 dollara Síðastliðinn þriðjudág var forseta íslands afhent vönduð og óvenjuleg gjöf. Það var bók um laxveiðar sem aðeins «C Haraldur Stefánsson varaslökkvistjóri og Kristján Eldjárn forseti skoða lax- veiðibókina. DB-mynd: Sv. Þorm. er gefin út i hundrað tölusettum eintökum og fékk forsetinn fyrsta og virðulegasta eintakið. Það er amerískur jarðfræðingur og auðkýfingur, Joseph P. Hubert að nafni, sem látið hefur gera bókina. Hún er á mjög fögrum pappír og ríku- lega myndskreytt af sænska listamann- inum Sundström. Eru það bæði teikn- ingar og eftirprentanir af málverkum hans. Um helmingur bókarinnar fjallar um Island en Hubcrt hefur oft komið hingað og látið heillast af islenzkum laxveiðiám. Eintak númer tvö fær Karl Breta- prins en númer þrjú fer til ekkju Eisen- howers Bandarikjaforseta. Þær níutiu og sjö bækur sem þá eru eftir eru flestar seldar einstaklingum og kosta þrettán hundruðdollara stykkið. Vinur Huberts, Haraldur Stefánsson varaslökkvistjóri á Keflavíkurflugvelli, afhenti forsetanum gjöfina. -IHH. ,,Þeim skal leiðast” er líklega mottó þeirra snillinga rikisútvarpsins er ákveða kvölddagskrá landsmanna það eina kvöld sem útvarpið hefur án samkeppni við sjónvarp til að vinna hugi og hjörtu fólks á þessu veður- barða og verðbólguhrjáða eylandi. Það er ekki verið að gripa til gömiu og vinsælu spurningakeppnanna, eða t.d. létts rabbs í síma við landsmenn hér og þar með ívafi léttrar tónlistar, eða þá umræðu, léttrar eða alvar- legrar, milli skemmtilegra kjaftaska. Allt 'slíkt er fjarri á sjónvarpslausu kvöldunum og í hlustendur skulu þættir um sérþarfir, vafasöm leikrit og sinfóníutónleikar sem útvarpaðer beint frá þeim stað, þar sem megin- þorri fólks sem á vill hlusta er að hlusta á án milligöngu útvarps. Varla verður talið að 30—40 ára gamlar plötur með Hreini Pálssyni lífgi upp á kvöldið, eða þátturinn Áfangar sem verið hefur að drepa venjulega út- varpshlustendur ,,i áföngum” um langt skeið. Til að kóróna gleðina fengum við í fyrri fréttatima enn einn fyrirlestur erlends fréttamanns — núna um sið- asta Kennedybróðurinn Það var sami flytjandi og talaði sem spekings- legast um Kina i sjón\ arpið i fyrra kvöld. Ekki var nú frekar en í öðrunt ,,fréttaskýringar”-þáttum ■ getið nokkurra heimilda. Allt vita þessir spekingar á eigin spýtur. Þessi hug- myndastuldur er að verða einn versti bletturinn á rikisfjölmiðlamönnum okkar og voru þeir þó all blettóttir fyrir. Og hvi skyldi fólk í siðari frétta- tíma þurfa að heyra sumar fréttir í 3. eða 4. sinn yfir daginn áður en kont að einustu nýju frétt kvöldsins, sern margir biðu eftir, allra aftast á mer- inni. KAMMERMÚSÍK - FYRIR N0RDAN hefur ótvírætt vald yfir hljóðfærinu. Sónötur Schumanns eru nefnilega ekkert áhlaupaverk. Þær liggja mikið á daufu millisviði og rithátturinn er stundum býsna klossaður þó þetta sé í sjálfu sér gullfalleg músík. Philip lét sitt heldur ekki eftir liggja og skilaði hárfinu, lýrisku píanóspili sem unun var að heyra. Húmor efst á blaði Lokaverkið, Trio, eftir Kat- sjatúrían, er um margt bráðsnið- ugt, með allskonar Rímsky- korsakoffskum þjóðlagavend- ingum en þó dálitið þreytandi þvi byggingin er (að minum smekk) alltof jöfn, ..symmetrian” einum um of áberandi Fn riihátturinn fyrir hljóðfærin er „brilljani" og þvi ekki nema von að solistat ul þessu tagi hafi gaman af að fást við þetta. Þremcnningarnir léku lika með miklum tilfinningum á báða bóga, og þá var húmorinn efstur á blaði sem ekki veitir af. Það skipti heldur engum togum, rétt eftir konsertinn fóru vindar að blása að sunnan, frostið úr sögunni og nú skin blessuð sólin og hitinn er kominn hált i fimmtán stig. Þökk séGuði. -I.Þ. glæsilegri stíltilfinningu og því bara skemmtilegt eða eigum við að segja snoturt? Dálítið pokalegur Þá léku þeir Einar og Philip klari- nettusónötuna op. 120 nr. 1. e. Brahms, og þá fór nú aldeilis að færast stuð á mannskapinn enda var þetta meistaralega framreitt. Einar er músíkant af lifi og sál og hefur óbrigðula tækni. Tónninn var að visu eitthvað daufur og kom það mér á óvart þvi ég hef heyrt piltinn framkalla einn fegursta klarinettutón á byggðu bóli, fyrir sunnan Kannski var það veðrið eða salurir tþurr og heitur), maður veil aldrei ncð þcssi blásturshljóðfæri. En þctta var samt glæsilegur Brahms, tilfinningarikur og sterkur og auðvitað, og það finnst mér aðalsjarminn við kallinn, dálítið pokalegur. Eftir hlé lék trióið Adagio eftir Ives og var það yndisleg smásmíð. Guðný og Jenkins komu svo með a- moll sónötu Schumanns og gæddu hana ómótstæðilegum lífskrafti. Satt að segja hef ég ekki heyrt Guðnýju í svonagóðu „formi” lengi og sannaði hún þárna (hefur sosum gert það oft áður) að hún er mikill stílisti og Það kemur fyrir að Akureyri bregður fyrir sig betri fætinum og gerist menningarbær. Einn slíkra hamingjudaga var á laugardaginn þegar hátt í tvö hundruð manns steðjuðu í Borgarbíó að heyra þrjá snillinga leika músík meistaranna. Þetta þætti að vísu ekki há prósentutala á t.d. Sauðárkróki eða Húsavík en samt var þetta bæði at- hyglisverður og ánægjulegur viðburður. Þarna voru mætt til leiks Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, Einar Jóhannesson klarinettuleikari og sá ágæti Philip Jenkins sem er raunar gamall Akureyringur, starfaði hér um árabil við kennslu og Guðný Guðmundsdóttir tónleikahald. Það er að vísu ekki um auðugan garð að gresja þegar um er að ræða tríó fyrir fiðlu, klarinett og píanó en alltaf má þó tína eitthvað gott til og það hafðist einnig í þetta skipti. Fyrst kom að visu heldur létt- vægt tríó eftir einhvern Vanhall, ekta 18. aldar miölungsmúsík, en þetta var leikið með miklum „elegance” og Philip Jenkins Einar Jóhannesson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.