Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 30
34 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Einbýlishús til sölu Kauptilboð óskast í húseignina Keilufell 16 Reykjavík, ásamt tilheyrandi leigulóð. Lág- markssöluverð er ákveðið af seljanda kr. 31.500.000. Húsið verður til sýnis væntanlegum kaupendum laugardaginn 27. okt. frá kl. 1—3 e.h. og mánu- daginn 29. okt. frá kl. 10—12 f.h. og verða til- boðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 14:00 e.h. þriðjudaginn 6. nóvember 1979. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Jheri Redding* KLAPPARSTÍG 29 jtJCSLMV Henna Vekur athygli viðskiptavina sinna á því aö notkun Jhery Redding Persian Henna litasjampós lengir og tryggir endingu Henna hár- litunar Hárgreiðslustofan Klapparstíg 29 Símapantanir 13010 now" en þær ganga saman JYTT! Núeinnig fáanlegt i Ijósri furu Novis 2 samstæðan er þróun á Novis samstaeöunni vinsælu. Með þessari breytingu skapast enn nýir moguleikar á uppröðun og nýtingu á þessari geysivinsaelu vegg- samstæðu. Einn möguleikinn er sýndur á mynd- ínni, hæðin er 155 cm. Lægri samstæöa en venjulega. Komið og skoöið Novis 2. Biöjiö um litprentaða myndalistann. VERÐUR RAGNHILDUR SÚ EINA Á ÞINGI? aðrar ekki f öruggum sætum í komandi kosningum Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður. Allar líkur eru á að aðeins ein kona verði í öruggu sæti í komandi þing- kosningum — Ragnhildur Helgadótt- ir, sem talin er verða í öruggu sæti hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Aðrar konur, sem verða á listum sem þegar hafa verið tilkynntir eða hafa boðið sig fram í prófkjör, verða ýmist í baráttusætum eða þá þaðan af lægri. j þeim flokki má nefna Jó- hönnu Sigurðardóttur í þriðja sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjavík og Soffíu óuðmundsdóttur í öðru sæti Alþýðubandalagsins i Norðurlands- kjördæmi eystra. Olíklegt er talið að kona muni skipa fyrra sæti Svövu Jakobsdóttur á Alþýðubandalagslist- anum í Reykjavík. Ljóst er að erfitt verði fyrir konu að hljóta eitt af þremur efstu sætum listans. Senni- lega verða þau skipuð af Svavari Gestssyni, Ólafi Ragnari og Guð- mundi J. Vafalaust verður kona í fjórða sæti en það verður að teljast baráttusæti. Getur staðan breytzt um helgina? Prófkjör og skoðanakannanir eru nú i fullum gangi hjá flokkunum í Reykjavík. Auk Ragnhildar Helgadóttur gefa fimm konur kost á sér hjá Sjálf- stæðisflokknum, þær Bessí Jóhanns- dóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Elin Pálmadóttir og Jóna Sigurðardóttir. Hjá Framsóknarflokknum virðist Sigrún Magnúsdóttir sú eina sem i baráttunni verður. í fyrri umferð skoðanakönnunar Alþýðubandalagsins komust sex konur á blað. Þær voru Guðrún Helgadóttir, Guðrún Hallgríms- dóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir, Guð- rún Ágústsdóttir, Álfheiður Inga- dóttir og Stella Stefánsdóttir. Hvergi á Norðurlöndum er hlutur kvenna á þingi minni en hér. Fram að þingrofi var hlutfallið 5% en gæti nú lækkað niður í l.7%. í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi er um fjórðungur þingmanna konur og í Danmörku er fimmti hver þingmaður kona. Auk þess eru konur ráðherrar í öllum þessum löndum. -ÓG/IHH Ekki alvarleg mengun við Reykjavíkurtjörn: VARPIÐ BLOMGAST OG SJALDSÉDIR FUGL- AR KOMA í HEIMSÓKN Þrír ungir liffræðingar voru fengnir að tilmælum umhverfismálaráðs Reykjavikurborgar til þess að rannsaka lífríki Tjarnarinnar i Reykjavik. Tilefni könnunarinnar var fyrst og fremst þörungagróðurinn sem þar gerði vart við sig í rikum mæli sumarið 1977 en lét hvorki á sér kræla sumarið 1978 né sl. sumar. í bráðabirgðaskýrslu líf- fræðinganna segir að ekki sé um alvar- lega mengun að ræða í Tjörninni, hvorki í vatni né botnleir. Frá þessu er skýrt í skýrslu garðyrkjudeildar gatna- málastjóra Reykjavíkur. Fuglalífið við Tjörnina er óbreytt frá því sem verið hefur. Sumarið 1978 voru við Tjörnina 113 kríuhreiður, 11 fleiri en árið áður. Að jafnaði farast 85 — 90% kríuunga sem við Tjörnina fæðast en 1978 tókst kríuvarpið betur og komust um 50 ungar upp. Misfórust innan við eða um 80% unganna. 44 æðarfuglapör áttu hreiður við Tjörnina vorið 1978 og var það sama tala og áður. Sílamávar sóttu mjög að ungunum þar og voru 10 verstu vargfuglarnir skotnir. Fimm tegundir anda voru við Tjörn- ina þetta sumar, stokkönd (70 pör), garönd (2 pör), duggönd (14 pör), skúf- önd (4 pör) og æður (44 pör) Grágæs fjölgar jafnt og þétt. Vetur- setu þar höfðu 110 fuglar og hefur stofninn vaxið um helming frá 1976. Eru gæsirnar á flugi í stórum flokkum yfir borginni þegar þær sækja til vatna og voga í nágrenninu. Að sumrinu leita þær varplanda utan byggðar. Hið sama gildir um álftirnar. Þær koma á Tjörn- ina nú orðið aðeins í stuttar heimsóknir og vekja þá að sjálfsögðu verðskuldaða athygli. Á árinu 1978 sáust ýmsir sjaldséðir fuglar á tjarnarsvæðinu. Þar sást eitt keldusvín, tvær bleshænur, ein skógar- snípa, ein landsvala, ein bæjarsvala, einn gransöngvari og ein dvergkráka, að því er segir í skýrslu garðyrkjudeild- ar. -A.St. Frystirými vex óðfluga Hraðfrystihús Hellissands er nú í stækkun. Unnið hefur verið að því undanfarið að byggja nýjan frystiklefa við húsið. Þessi nýi klefi mun rúmlega tvöfalda geymslurýmið undir unnar sjávarafurðir. Þá er fiskverkunarstöðin Jökull að stækka með undraverðum hraða. Ætlunin er að koma upp hjá stöðinni frystiaðstöðu. Hingað til hefur þar eingöngu verið verkaður saltfiskur. Góða veðrið í sumar hefur án efa aukið framkvæmdalöngun manna á Hellissandi. Sumarið sem leið er eitt hið bezta sem komið hefur í manna minnum þar á útnesinu. - DS / HJ, Hellissandi r Arið 1978 komið út Árið 1978, stórviðburðir líðandi mundsson forstjóri Þjóðsögu hannar stundar í myndum og máli með is- hann. Gísli Ólafsson annaðist aftur á lenzkum sérkafla, er komin út. Þetta móti ritstjórn erlenda káflans. er 14. bókin í flokki um árin frá 1965, Árinu 1978 fylgir lítið rit með og sú 13. í flokknum með íslenzkum þætti af Eyjólfi Kárasyni, þeim er sérkafla. í bókabúð kostar bókin sagt er frá í íslendinga sögu Sturlu 27.450 en langflest af þeim 6 þúsund Þórðarsonar. Finnbogi Guðmunds- eintökum sem gefin eru út eru keypt í són hefur búið til prentunar. áskrift. Uppseldir eru nú fyrstu 7 árgangar Það er bókaútgáfan Þjóðsaga sem árbókanna og næstu tveir þar á eftir gefur bókina út. Erlendi kaflinn í eru að verða búnir. Mikið er um að henni er unninn í samráði við erlenda bókum þessum sé safnað og eins aðila en íslenzka kaflann ritar Björn gerist það algengt að skólar festi Jóhannsson og Hafsteinn Guð- kaup á bókunum. -DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.