Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 35
I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. TANNLÆKNINGAR /---:------------------ KASTUÓS—sjónvarp kl. 21.05: KVENNAPÓUTÍK 0G Fréttaþátturinn Kastljós er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 22.05. Að þessu sinni eru það útvarpsfréttamenn- irnir Helgi H. Jónsson og Hermann Sveinbjömsson sem eru umsjónar- menn. „f fyrsta lagi munum við fjalla um Helgi H. Jónsson, fréttamaður útvarps- ins, er annar umsjónarmanna Kastljóss i kvöld. DB-mynd Bj. Bj. stjórnmálin og konur,” sagði Helgi H. Jónsson um efni Kastljóss í kvöld. „Rætt verður við fjórar konur, þær Jóhönnu Sigurðardóttur frá Alþýðu- flokknum, Björgu Einarsdóttur frá Sjálfstæðisflokknum, Guðrúnu Hall- grímsdóttur frá Alþýðubandalaginu og Dagbjörtu Höskuldsdóttur frá Framsóknarflokknum. Einnig leituðum við álits flokks- foringjanna á hvernig gengi að fá konur til að taka þátt í flokksstarfi og pólitík.” f í öðru lagi verður rætt um tannlækn- ingar út frá úttekt Jóns Aðalsteins Jónassonar á launum skólatannlækna. f þættinum verður i því sambandi rætt við Jón Aðalstein og Sverri Einarsson skólatannlækni, fyrrverandi formann Tannlæknafélags íslands. ,,Ef mögulegt verður tímans vegna,” sagði Helgi, „höfum við hugsað okkur að hafa þriðja efnið. Það mun verða um framtíð fiskveiða á íslandi, hvernig visindaþekking hefur verið hagnýtt í þágu þessarar atvinnugreinar og hvernig væri bezt að nýta hana. Einnig hvort hugsanlega væri hægt að reka sjávarútveginn með meira öryggi en nú er gert og draga úr þeirri óvissu sem nú fylgir fiskveiðum,” sagði Helgi. Þátturinn Kastljós er klukkustundar langur. -ELA. ■ V: KYNNING Á GREININGARSTÖÐINNIIKJARVALSHUSI —útvarpkl. 21.35: Úr frönsku sjónvarpsmyndinni I kvöld sem geró var árið 1978. TÓMAS GUÉRIN—sjónvarp kl. 22.05: PUTTALINGUR Á EFTIRLAUNUM Hermann Sveinbjörnsson, einnig frétta- maður útvarpsins, verður einnig um- sjónarmaður I Kastljósi I kvöld. DB-mynd R.Th. ^ V. „Þetta er ný sjónvarpsmynd, gerð árið 1978, og fékk verðlaun franskra sjónvarps- og útvarpsgagnrýna. Hún segir frá gömlum manni sem býr hjá syni sínum og tengdadóttur. Hann heitir Tómas Guérin, ekkjumaður sem kominn er á eftirlaun. Manninum þykir sem hann sé einskis nýtur. Myndin sýnir viðbrigðin fyrir gamalt fólk þegar það er komið á eftirlaun, þegar hin daglega „rútína” er allt í einu úr sög- unni,” sagði Elínborg Stefánsdóttir, þýðandi frönsku sjónvarpsmyndar- innar Tómas Guérin sem sjónvarpið sýnirí kvöld kl. 22,05. „Einn daginn fer gamli maðurinn á puttanum í ferðalag ásamt ungri stúlku. Þessi mynd er mjög göð, ég get alveg mælt með henni. Hún er eiginlega ádeila á hugarfar fólks,” sagði Elínborg ennfremur. Myndin er einn og hálfur tími að lengd. í aðalhlutverki er Charles Vanel. -ELA. t---------;------------—\ UTLIBARNATIMINN - útvarp kl. 17.20: Upplýsingar fyrir for eldra þroskaheftra Hér ræðir Ásta við innhverfan dreng á Lyngási. í þætti sinum i kvöld Qallar hún um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi og Lesnar sögur eftir Miinchausen barón Litli barnatíminn er að vanda á dag- skrá útvarpsins í dag og er stjórnandi Sigriður Eyþórsdóttir. „í þæltinum verða lesnar sögur eign- aðar Munchausen barón. Hann fæddist í Hannover í Þýzkalandi árið 1720. Hann var atvinnuhermaður en hætti fljótlega og tók við búrekstri föður síns. Hann skemmti gjarnan vinum sínum með sínum skemmtilegu sögum sem eru bæði lognar og ýktar," sagði Sigriður um efni bamatimans í dag. „Karl Guðmundsson leikan !, sög- urnar en þær eru i þvðingu Þorsteins Erlingssonar rithöfundar. - jgurnar sem lesnar verða i þættinuni eru: Sagan af tunglinu og tyrknesku bauninni, Frosni lúðurhljómurinn, Sagan af storminum og agúrkunni og Sagan af Ijóninu og krókódilnum. í lokin leik ég svo nokkur Bítlalög í barokkstíl,” sagði Sigríður. Þátturinn er ádagskrá kl. 17.20 i dag oger hann tuttugu mínútna langur. -F.I.A. Hér er Sigriður Eyþórsdóttir við upptöku á efni fyrir barnadag útvarpsins sem verður 22. nóvember. t þeim þætti ræðir hún við tvo unga menn sem hafa gefið út gagnrýnið blað í lengri tima. Þeir heita Eyþór Arnalds, 14 ára, t.v. og Þorri Jó- hannsson, 15 ára. DB-mynd: starfsemi þess. Kynning á greiningarstöðinni í Kjar- valshúsi nefnist þriðji þáttur Astu Ragnheiðar Jóhannesdóttur i tilefni af barnaári og viku sem nefnist Börn með sérþarfir. „í þessum þætti verður kynnt starf- semin i Kjarvalshúsi sem er eina starf- semin sinnar tegundar hér á landi þar sem börn eru greind. Ég ræði við Önnu Hermannsdóttur deildarstjóra Kjarvalshússins, Tryggva Sigurðsson sálfræðing og Ásgeir Sigur- geirsson sálfræðing. V_____________________________________ DB-mynd Bj.Bj. Það má benda á það,” sagði Ásta Ragnheiður, „að í þessum þætti eru gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem eiga börn með sérþarfir. T.d. um hvert þeir eigi að snúa sér til að fá ráð- gjöf eða þjónustu fyrir börn sin.” Þetta verður síðasti útvarpsþáttur Ástu í tilefni af yfirstandandi þemaviku barnaársnefndar. Siðasti ' þáttur Ástu í sjónvarpinu verður á þriðjudagskvöld. Sá þáttur nefnist Svona erum við. Þátturinn í kvöld er rúmlega hálftima langur. -F.LA. Jógastöðin Heilsubót býður kynningartíma í líkamsrœkt nœstkomandi laugardag og sunnudag kl. 14 og 16 báða dagana. Styrkjandi, mýkjandi æfingar og slökun. Komið, heyrið, sjáið og prófið sjálf. JÓGASTÖÐIN HEILSUBÓT HATUNI6 A - SIMI27710

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.