Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 36
Sjálfstæðismenn íSuðuiiandskjördæmi: ENN EINN KLOFNINGUR- INN í UPPSIGUNGU — Rangæingar og V-Skaftfellingar íhuga sérf ramboð Enn nýr klofningur ríður nú yfir Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi, en svo sem DB skýrði frá fyrir skömmu gerðu Árnesingar kröfu um sameigin- legt prófkjör í öllu kjördæminu og til vara að Steinþór Gestsson færi að öðrum kosti í 1. sætið. Steinþór bætti því við að yrði ekki gengið að því, kæmi til greina að hann byði sig fram sér og klyfi þannig flokkinn. Rangæingurinn Eggert Haukdal var í 2. sæti, en Arnesingar gerðu það bandalag við Vestmannaeyinga að styðja þeirra mann, Guðmund Karls- son, i 2. sætið ef Eyjamenn féllust á Steinþór í 1. sæti. Gegn þessu buðust Árnesingar til að draga kröfu sina um sameiginlegt prófkjör til baka. Eyja- menn óttuðust að fylgið myndi dreifast svo á milli Guðmundar og Árna Johnsen, að þeir yrðu báðir lágir þegar á kjördæmið í heild væri litið. Rangæingar una ekki að Eggert lendi í 3. sæti og hafa nú gert sam- komulag við Vestur-Skaftfellinga um að þrýsta á Eggert í 2. sætið gegn því að láta Árna Johnsen eftir 4. sætið á kostnað Vestur-Skaftfellings. Þá yrði Árnesingur i 1. sæti, Rangæingur 12. og Eyjamenn i 3. og 4. Því una Eyja- menn hvergi og er málið rekið í strand. í kjölfar þess fæddist ný klofnings- hugmynd, sem á nú vaxandi fylgi að fagna í kjördæminu. Hún er að Vestur-Skaftfellingar og Rangæingar kljúfi sig út úr flokknum og bjóði ■ framsérmeð Eggertí l.sæti. Komi til þess framboðs, telja kunnugir í kjördæminu miklar líkur á að Eggert komist á þing. - GS Stórtapríkis, sveitarfélagaog Útvegsbanka — verði OSíumöl M. gjaldþrota „F.f oliumöl hf. verður gjald- þrota tapa svcitarfélögin, sem að fyrirtækinu standa, rikið og Út- vegsbankinn stórfé,” sagði Björn Ólafsson stjórnarmaður í fyrir- tækinu og starfandi fram- kvæmdastjóri þess. Skuldirnar námu rúmlega 1100 milljónum króna í vor og hafa siðan undið upp á sig. Ég tel hins vegar að hægt sé að útvega fyrir- tækinu fjármagn, en þar verður mat ráðamanna að skera úr. Það er min persónulega skoðun að Olíumöl hf. eigi að vera ríkis- fyrirtæki, en það ræðsl af minni lífsskoðun.” sagði Björn. -JH Stofna félagum frjálst útvarp Almennur fundur áhugamanna um frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur samþykkti í gærkvöldi að stofna til samtaka, sem hafa þann megintilgang að vinna að því að rekstur útvarps á. íslandi verði frjálsari en nú er. Guðmundur H. Garðarsson fyrrv. alþingismaður, frambjóðandi í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins, var frum- mælandi á fundinum enda einn helzti hvatamaður að honum. Ólafur Hauks- son ritstjóri Samúels flutti einnig fram- söguræðu, Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur var fundarstjóri. Miklar umræður urðu á fundinum og tóku margir til máls. Meðal fundar- manna voru margir þekktustu fíöl- miðlamenn þióðarinnar oe áhugasamir peningamenn. -BS. Pétur Pétursson útvarpsþulur tók til máls á fundinum I gærkvöld. „Frjálst útvarp — gott og vel,” sagði hann. „En hvers vegna ekki frjálsa fisksölu, Guðmundur?” spurði hann frummælandann Guðmund H. Garðarsson, sem starfar fyrir Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Á litlu mvndinni má sjá sjónvarpsmennina Hörð Frimannsson, Gisla Gcstsson og Jón Hermanns- son. DB-myndir: Bjarnleifur. Hverhreppir2. sæti Framsóknar á Vestfjörðum? Dagbjört Höskuldsdótt- ir eiffff af kandídötunum Framsóknarmenn á Vestfjörðum ganga um helgina frá skipan fram- boðslista sins vegna alþingiskosning- anna. Steingrímur Hermannsson mun skipa efsta sætið. Óvissa ríkir hver muni koma á hæla formanni Framsóknarflokksins á listanum. Þar sat áður Gunnlaugur Finnsson bóndi í Hvilft. 2. sætið tapaðist i síðustu kosningum og framsóknarmenn hyggjast freista þess að vinna það aftur. Gunnlaugur er nefndur scm ■einn af kandídötum í sætið, en mörgum framsóknarmönnum finnst nauðsyn á endurnýjun í Ijósi hrakfar-, anna síðast. Dagbjört Höskuldsdóttir í Stykkis- hólmi er sterklega nefnd sem kandídat i 2. sætið. Hún stefndi hátt á lista Framsóknar á Vesturlandi, beið lægri hlut og situr í 9. sætinu, næst Ffalldóri E. sem hreiðrar um sig í heiðurssætinu. Hugmyndinni hefur verið hreyft við Dagbjörtu og hún talin líkleg að gefa kost á sér. Myndi hún þá draga sig í hlé á Vesturlands- listanum og setjast við hlið formanns síns á Vestfjörðum. Aðrir kandídatar, sem tilnefndir eru í 2. sætið eru Finnbogi Hermannsson á Núpi og Ólafur Þ. Þórðarson í Reykholti, Borgarfirði. Finnbogi var áður i Alþýðubanda- laginu, en söðlaði um ekki alls fyrir löngu. Ólafur var áður skólastjóri á Suðureyri og skipaði 3. weti Framsóknarlistans á Vestfjörðum í síðustu þingkosningum. -ARH Dagbjört Höskuldsdóttir: Af Snæfellsnesinu vestur á firði? frfálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 26. OKT. 1979. Fellir Sólnes yfirskoðunar- manninn? Framboð eða ekki framboð er spurn- ingin sem vefst nú fyrir Jóni G. Sólnes eftir að kjörnefnd sjálfstæðismanna ákvað formlega í gærkvöld að hafna honum sem frambjóðanda í efsta sæti á lista flokksins á Norðurlandi eystra. ,,Það eru meiri likur á að hann fari fram með sér lista,” sagði einn af stuðningsmönnum Sólness í morgun. Sólnes hefur aðalfylgi sitt á Akureyri og i nágrenni. Bent er á að um»60% fylgis Sjálfstæðisflokksins í öllu kjör- dæminu sé einmitt á Akureyri og sér- framboð hans muni setja alvarlegt strik í reikninginn hjá sjálfstæðismönnum. Muni annar þingmaður sjálfstæðis- manna að öllum líkindum fallinn. í öðru sæti hjá sjálfstæðismönnum er Halldór Blöndal, einn af yfirskoðunar- mönnum ríkisreikninga. Yfirskoðunar- menn voru í kastljósi fréttanna á dög- unum vegna símareikninga Jóns Sól- ness. Sólnes gæti þakkað Blöndal pent fyrir sig og fellt hann á þröskuldi alþingis. Sáhlær bezt . . . -ARH Sjálfstæðisflokkur: Lárus og Hall- dór efstir í Norðurlandi eystra — Jöni Sólnes úthýst Lárus Jónsson er efstur á lista sem kjörnefnd Sjálfstæðisflokks í Norður- landi eystra varð sammála um að leggja fyrir kjördæmisráðið. Það heldur fund á sunnudaginn. Halldór Blöndal er í 2. sæti, Vigfús B. Jónsson á Laxamýri i 3. sæti og Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, í 4. sæti. - BS Sjómanns saknað íEyjum Lýst hefur verið eftir og hafin er leit að þrítugum sjómanni frá Suðureyri við Súgandafjörð. Er um að ræða Sig- bjart Björn Sigurbjörnsson sem er í áhöfn Sigurborgar GK 212. Sá bátur er gerður út frá Suðureyri og hefur stundað síldveiðar við suðurströndina. Sigbjartur Björn sást síðast svo vitað sé með vissu kl. 4 aðfaranótt miðviku- dagsins. Þá fór hann úr verbúð við Hlíðarveg, en sú verbúð er við rót bryggjunnar sem Herjólfur leggst við. Var ekki vitað annað en hann ætlaði til báts síns, en þangað kom hann ekki. Víðtæk leit var hafin í gær og stóð fram á nótt. Tóku þátt í henni hjálpar- sveit skáta í Eyjum, menn með spor- hund hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði og fjöldi sjálfboðaliða. Var lcitað í hverjum bát í höfninni og hafnar- svæðið kannað vandlega. Sporhundurinn fór alltaf sömu leið, frá verbúðinni að bát hins týnda. Þar hefur verið slætt án árangurs og í ráði er í dag að kafarar hefji leit. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.