Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. r Óánægður sjálfstæðismaður hringdi: Sú ákvörðun kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna á Vestfjörðum að hafna prófkjöri hefur vakið bæði reiði og gremju meðal stuðnings- manna flokksins hér í kjördæminu. Með þvi að fella niður prófkjör voru útilokuð áhrif allt að 2000 siuðningsmanna flokksins við val frambjóðenda og fámennum meiri- hluta kjördæntisráðs, u.þ.b. 28 manns, fengið það vafasama vald i hendur. Sizt áttum við sjálfstæðismenn von á slíkum vinnubrögðum í flokki frjálshyggju, lýðræðis og einstakl- ingsfrelsis. Við sættum okkur ekki við starfsaðferðir afturhalds, póli- tískra hrossakaupa og héraðarígs, en slik vinnubrögð voru einkennandi við uppstillingu frambjóðenda kjördæmisráðsins. Kjördæmisráðið hafnar heimamönnum og sækir þrjá efstu frambjóðendurna til Reykja- víkur án þess að kannaður sé með prófkjöri raunverulegur styrkur utanhéraðsmannanna. Eðlilegra væri að velja til forystu þá menn sem búsettir eru í kjördæminu, þá menn sem eru i nánum tengslum við líf og störf Vestfirðinga, þá menn sem deila kjörum sínum í kjördæminu og þurfa ekki að koma hingað sem gestir. En fleira er ámælisvert í vali kjör- dæmisráðsins. Kjördæmisráðið sýnir vestfirzkum bæjar- og sveitarstjórn- arfulltrúum þvílíkt vantraust, að engum þeirra er treyst til þess að skipa sæti á framboðslistanum þrátt fyrir fjöldafylgi þeirra í undangengn- um sveitarstjórnarkosningum. Vestfirzkir sjálfstæðismenn eiga eflaust bágt með að kyngja framan- greindum vinnubrögðum kjördæmis- ráðs. Margir munu þó kjósa flokkinn í þeirri von að slík vinnubrögð óframsýni, afturhalds og ólýðræðis muni ekki endurtaka sig og næst verði efnt til prófkjörs. En alveg eins má eiga von á því að óánægðir sjálf- stæðismenn skili auðu, kjósi aðra flokka í mótmælaskyni eða jafnvel sitjiheima. Ákvörðun kjördæmisráðsins að fella prófkjör hefur þó fleiri afleið- ingar en þær að fæla burtu fylgis- menn flokksins. Með ólýðræðisleg- um vinnubrögðum var grafið undan einingu og samstarfsvilja flokks- manna sem verður þess valdandi að flokkurinn mun ekki ganga til kosninga með þeim krafti sem búizt var við. Fylgisaukning flokksins verður því minni en verið gæti og eflaust minni en i þeim kjördæmum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs. Von mín er þvi sú, að kjördæmis- Matthias Bjarnason, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, kemur frá Reykjavik. ráðið endurskoði afstöðu sina i nánustu framtíð og sýni vilja og stefnu flokksins ekki einungis í orði heldur og á borði, að afturhalds- draugurinn verði niður kveðinn en lýðræðisleg vinnubrögð upp tekin. V AUKA ÞARF FRÆÐSLU UM SJÁVARÚTVEGINN Sjómaður hringdi: Mér finnst að okkar nýi mennta- málaráðherra, Vilmundur Gylfason, mætti íhuga vandlega, hvort ekki sé áslæða til að auka starfsmenntun í landinu á kostnað bóklegrar menntunar. Allir vita að afkorna þjóðarinnar byggist á fiskveiðum fyrst og síðast en engu að siður er eins og því sé enginn gaumur gefinn í skólakerfinu. Allt virðist miðast við slúdentspróf og sá ekki álitinn maður með ntönnum, sem ekki getur státað af að hafa náð þeim áfanga. Auka þarf fræðslu um sjávarút- veg og fiskvinnslu og skapa virðingu fyrir þeim greinum þannig að öll þjóðin endi ekki í Háskólanunt og enginn verði til þess að vinna fyrir þeim er þar sitja og fá til þess náms- laun. Hér er verk að vinna, Vilmundur. .Afkoma þjóðarinnar byggist á fiskveiðum fyrst og siðast. segir bréfritari. DB-mynd Árni Páll. TALSMADUR FERSKRA HUGMYNDA Reykvikingar: Kjósum Friðrik Sófusson í öruggt sæti i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Friðrik er tals- maður hins almenna borgara, sern ekki lætur truflast af stundarhags- munum þrýstihópa þjóðfélagsins. Hann er einn aðalhöfundur nýrrar stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið upp og mótað á síðustu misserum. Hann er ötulasti baráttu- maður fyrir tillitssemi við hugmyndir unga fólksins og um leið einn skeleggasti fulltrúi framtíðarinnar í íslenzku þjóðlí fi.? Reykvíkingar: Stöndum vörð um talsmann fer-skra hugmynda um betra þjóðfélag. Haukur Hjaltason Bændur fengu aðeins áttunda part gæruverðs Bóndi að austan hringdi: un sem bændur fengu fyrir nokkru á Mikið hefur verið deilt á þá hækk- gæruverði. En mér sem bónda þykir Reynslan er mikilvæg Við síðustu alþingiskosningar urðu mikil umskipti í röðum þingmanna. Margir hinna eldri hættu þing- mennsku eða féllu fyrir öðrum og þá oftast miklu yngri mönnum. Nauðsynlegt er, að endurnýjun eigi sér stað, en reynslan sýnir, að þróun er betri en bylting. Sjálfstæðisflokkurinn kennir sig við flokk allra stétta, og það réttilega vegna stærðar hans. í kjósenda- hópnum er fólk úr öllum stéttum, ungir sem aldnir. Því er eðlilegt, að þingmenn fiokksins séu eins konar þverskurður þjóðarinnar. A fortíð skal framtíð byggja. Reynsla hinna eldri hlýtur að vera mikilvæg í ákvörðunum um þjóðmál. í desemberkosningunum þarf Sjálf- stæðisfiokkurinn að hafa í röðum þingmanna trausta fulltrúa með ára- tuga reynslu og þekkingu. Einn þessara manna er Gunnar Thor- oddsen. Meðal þeirra mála, sem alþingi mun fást við á komandi þingi, er kjördæmamálið og breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Að öðrum ólöstuðum hefur sennilega enginn þingmanna jafnvíðtæka þekkingu á þessum efnum og Gunnar Thor- oddsen. Ég vona, að kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sjái til þess, að Gunnar verði áfram þingmaður á næsta alþingi. Ásgeir Guðmundsson furðulegt að hvergi hefur komið fram á blöðum hversu litinn hluta af gæru- verðinu við fáuni samt. Á fundi sem haldinn var hér í sveitinni með þáver- andi landbúnaðarráðherra fyrir nokkru, kom fram að við bændur höfum fengið þúsund krónur fyrir gæruna á meðan hún kostaði 9 þús- und krónur komin til feldskera. Við fáum sem sagt aðeins 1/8 af verðinu. Misskilnings hefur gætt hjá feld- skerum er þeir tala um að þeir verði að hækka verð á vöru sinni vegna 125% hækkunarinnar sem við feng- um. Þeir telja auðsjáanlega að verðið til þeirra hækki líka um sömu pró- sentu. En svo er ekki, það er aðeins hlutur bændanna sem hækkar. Benedikt og þjóðarbúið Sveinn V. Jónsson hafði samband við blaðið: Benedikt Gröndal hefur áhyggjur af atvinnuleysi næstu mánuði ef hann tapar prófkjörinu fyrir Braga Jóseps- syni. Hann ætti að snúa sér i staðinn að stjórn þjóðarbúsins. Það er hans vettvangur fyrst um sinn. Piparsveinahöllin margumtalaöa. Piparsveinahöllin bráðlega afhent Regína Thorarensen skrifar: Senn fer nú að líða að því að piparsveinahöllin landsfræga verði afhent en dýr verður hún. 110 m! ibúð kemur til með að kosta a.m.k. 25 milljónir en átti að verða 9—10 milljónir fyrir hálfu öðru ári. Piparsveinar eru óánægðir með það að fá ekki að sjá neina reikninga, því að þeir hafa óljósan grun um að iðnaðarmenn hafi skrifað ríflegan tíma hjá sér eins og fram kom í blöðum nýlega, að Jón Sólnes hafi gert hjá Kröfiuvirkjun. 22 nr af hverri íbúð fara i ganga og stiga en þess má geta, að i verka- mannabústöðunum í Reykjavík fara aðeins 10 m2 í ganga og stiga. Svalir, sem eru mikið til innbyggðar, eru 12 m! og verður að ganga í gegnum stofu til að komast inn í eldhúsið sem er að mínu mati stórgalli. Verkamannabústaðanefndin hér var of fljót að taka upp hanzkann fyrir iðnaðarmenn í DB 17.8. sl. Núna er t.d. ekki hægt að teppaleggja allar stofurnar vegna þess að þakgluggar leka. Svalahurðir eru þannig, að hægt er að koma lítilli hendi á milli þegar hurðin er lokuð og mikill leki er við stigagang milli 1. og 2. hæðar. Ég vil ráðleggja sérhverjum iðnaðarmálaráðherra, hvar í flokki sem hann stendur, að velja ekki for- mann verkamannabústaðanefndar eftir pólitiskum leiðum, heldur grennslast eftir því hjá'bæjar- og sveitarstjórum, hvort viðkomandi formannsefni sé matvinnungur í sinni heimabyggð áður en hann er ráðinn i slíkt ábyrgðarstarf. Piparsveinahöllin er búin að vera i byggingu síðan árið 1975. Ung hjón byrjuðu á sama tíma að byggja sér tveggja hæða einbýlishús hér og voru fiutt inn eftir 1 ár og í vor voru báðar hæðirnar fullkláraðar. Þetta hús kostaði 13—14 milljónir. FRIÐRIK Á ÞING Bergur Björnsson hringdi: Mig langar til að vekja athygli á því, að í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er aðeins einn ungur þingmaður i framboði aftur, þ.e. Friðrik Sophusson. Falli hann út verða þarna eingöngu menn á fimmtugsaldri eða eldri. Ég held, að þeir sem vilja flokknum vel hljóti að hafa þetta atriði í huga er þeir ganga að kjörborðinu. Góður þáttur hjá Gunnari Valdi hringdi: Það er ekki svo oft sem þakkað er fyrir ágæta og fræðandi um- ræðuþætti í pólitik í sjónvarpinu, að mér finnst sjálfsagt að gera það nú. Ég á við Umheiminn i sjón- varpinu þriðjudagskvöldið 23. október, sem Gunnar Eyþórsson sá um. Gunnari fórst stjórnin vel úr hendi og bæði Árni og Haraldur eru hafsjóir af fróðleik. Það spillti heldur ekki fyrir, að hæfilega létt var yfir þættinum og góðlátleg skot féllu miili manna, rétt eins og hjá Guðmundi áGlæsivöllum forðum. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.