Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. BP cÍcnAnnOnrlÍ -harðvítugátökíöllum #tblbpennanu l flokkunum í profkjön, . B ■ ■ ■ forvali og skoðanakön kosnmgahelgi — Æsispennandi kosningahelgi er hafin. í öllum flokkunum fjórum verður um þessa helgi gert út um harðvítug átók um saeti á framboðs- listum viða um land. Þetta gerist ýmist með prófkjöri, forvali, skoð- anakönnunum eða fundarsamþykkt- um. I Reykjavik eru atök í öllum flokk- unum. Sjálfstaeðismenn kjósa í próf- kjöri á sunnudag og mánudag. Hver kjósandi skal merkja númer við átta nöfn af tuttugu og fimm sem eru í framboði. Þeir gera sér vonir um að geta komið átta efstu mönnum í Reykjavík á þing í næstu kosningum en einhverjir „stórir” munu ekki ná að komast í eitt þeirra sæta. Hver eða hverjir verða það? Alþýðuflokksmenn kjósa í próf- kjöri í Reykjavík á laugardag og sunnudag um hvort Benedikt Gröndal eða Bragi Jósepsson skipi I. sæti lista þeirra. Þar er hart barizt. Alþýðubandalagsmenn í Reykja- vík halda forval um skipan efstu sæta síns lista í Reykjavik laugardag og sunnudag. Þar eru sviptingar tölu- verðar um 3—4 efslu sætin. Miklu harðari barátta stendur í Fram- sóknarflokknum í Reykjavík þar sem skoðanakönnun meðal fulltrúaráðs- manna lýkur í dag og einkum er tek- izt á um hvor þeirra Guðmundar G. Þórarinssonar eða Haralds Ólafs- sonar verði i öðru af tveimur efstu sætunum ásamt Ólafi Jóhannessyni. Fjör víða Reykvíkingar eru ekki einir um að fá hitasótt kosninga um þessa helgi. Á Reykjanesi stendur i dag og á morgun prófkjör sjálfstæðismanna sem gcra sér vonir um að geta komið fjórum efstu mönnum lista síns á þing. En miklu fleiri eru um hituna og mun enginn treysta sér til að spá hverjir hljóta hnossið. Alþýðuflokksmenn á Reykjanesi gangast einnig fyrir spennandi próf- kjöri laugardag og sunnudag. Þar telja kunnugir einkum barizt um ann- að sætið. Framsóknarmenn á Reykjanesi Ijúka annað kvöld skoðanakönnun fulltrúaráðs sins um skipan efstu sæta. Framsókn hefur hvergi próf- kjör en lætur slikar kannanir eða kjördæmisþing ráða ferðinni. Alþýðuflokksmenn gangast fyrir fjöri úti á landsbyggðinni þar sem prófkjör fer fram um helgina i öllum kjördæmum nema Austurlandi. Athyglin beinist einkum að Norður- landi eystra og Vestfjörðum. Á Vest- fjörðum takast á þekktir menn, Sig- hvatur Björgvinsson ráðherra og Karvel Pálmason fyrrum þingmaður, og erfitt að spá um úrslit. Á Norður- landi eystra beinist athyglin að baráttu um 1. sætið milli þekktra manna. Auk þessa eru kjördæmisþing flokka, fundir ráða og skoðanakann- anir sums staðar annars staðar á landinu þar sem margt skemmtilegt getur gerzt. - HH Krataslagurinn á Noröurlandi eystra: Hef ur Bragi vinninginn? „Hér heyrir maður grjótharða fram- sóknarmenn ganga um og segjast ætla að kjósa Jón Ármann Héðinsson i prófkjöri kratanna," sagði viðmæl- andi DBáDalvík. Svona er lífið í pólitík: Engin leið að reikna út vindáttirnar. Úrslita i prófkjöri Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra er beðið með eftir- væntingu. Þar slást um 1. sætið Árni Gunnarsson, Bragi Sigurjónsson og Jón Ármann Héðinsson. Jón býður sig líka fram í 2. sætið ásamt Jóni Helga- syni, formanni Verkalýðsfélagsins' Einingar. Báður Halldórsson og Sig- björn Gunnarsson glíma um 3. sætið. Viðmælendur blaðsins í kjördæminu töldu tvísýnt um úrslit. Fleiri hölluðust að því að Bragi hefði vinninginn. „Hann er duglegur að starfa í kosningunum og þekkir sitt fólk,” sagði einn. Annar sagði að Árni hefði, ekki passað sig á að sinna snatti fyrir kjördæmið nægilega vel. „Árni hefur kannski ekki búizt við kosningum svona fljótt,” sagði annar. Menn voru yfirleitt sammála um að Jón Ármann ætti ekki möguleika á 1. sætinu en góða mögulcika á 2. sætinu, sérstaklega ef Bragi gæfi sínu fólki ábendingar um að krossa við hann. „Jón Ármann er lítið þekktur á Eyja-j fjarðarsvæðinu. Það er erfitt fyrir hann. Jón Helgason nýtur þess að veral á heimavígstöðum. Hann á góðan möguleika,” sagði viðmælandi. Alþýðuflokksmenn reikna með því að tapa öðru sætinu i sjálfum þing- kosningunum. Árni slapp naumlega inn fyrir alþingisþröskuldinn síðast og tekur engann „séns” núna. Hann vill fyrsta sætiðeða ekkert. -ARH. Prófkjör krata: Vilmundurog Jóhanna styðja Benedikt Ýmsar hviksögur hafa sprottið upp af vangaveltum um það hvei.iig dr. Braga Jósepssyni muni vegna í fram- boðinu á móti Benedikt Gröndal. Ein sagan er sú að Jóhanna Sigurðardóttir, sem er i þriðja sæti á prófkjörslista krata í Reykjavík, styðji dr. Braga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fep.því fjarri að Jóhanna Sigurðardóttir styðjí'dr. Braga. Bæði hún og Vil- mundur Gylfason vinna ötullega að kjöri Benedikts og eru þau því á önd- verðum meiði við dr. Braga í prófkjör- inu. lón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir á fundi dr. Braga á Loftleiðahótel- inu að hann myndi styðja Benedikt í efsta sæti lista Alþýðuflokks i Reykja- vik, cinsog DB hefurskýrt frá. - BS Hulda Kristinsdóttir hampaði veggblaði með mynd af Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins, þegar Dagblaðið heimsótti höfuðstöðvar formannsins við Skóla- vörðustíg. DB-myndir: Ragnar Th. Stóra spuming helgarínnar: HVERJIR VERÐA AFLAKÓNGAR Á ATKVÆDAVERTÍÐ? Frambjóðendur í skoðanakönnunum og prófkjörum flokkanna hafa róið grimmt á atkvæðamiðin undanfarna daga og lagt hart að sér. Þeir hafa notað mismunandi veiíjitækni og lent á misjafnlega gjöfulum miðum eins og gengur. Nú um helgina er aflanum landað og menn bíða aflafrétta með eftirvænt- ingu. Hverjir fagna sigri sem afla- kóngar og brosa breitt? Hverjir draga fáar bröndur og missa af „sénsinum”? Þetta eru stóru spurningar helgarinnar. Sumir frambjóðendur hafa rekið kosningaskrifstofur, gefið út auglýs- ingapésa, hringt skipulega i möguleg atkvæði og gert annað það sem gæti fleytt þeim í gimileg sæti á framboðs- listum. Dagblaðið leit inn í bækistöðvar þeirra sem berjast um toppsætið hjá Alþýðuflokknum i Reykjavík. Á Skólavörðustíg 16 var Hulda Kristins- dóttir að skipuleggja veiðiskapinn fyrir Benedikt Gröndal. Hún hampaði stóru auglýsingaveggblaði með mynd af for- manni Alþýðuflokksins. Það fór ekki á milli mála að andi Gröndals sveif þar yfir vötnum. Á herbergi 612 sat dr. Bragi Jóseps- son prófessor af Ameríku við símann og rabbaði við sitt fólk. Hann gaf sér tíma til að rétta komumönnum hnetur og rúsínur í lófann, segja nokkur orð um stöðuna — og svo var hann rokinn í símann. Nú sér fyrir endann á innbyrðis kosningum fiokkanna. Liðin á vellin- um hætta að berjast innbyrðis og skjóta á eigið mark. Síðari hálfleikur hefst innan tíðar. Þá spila menn saman og reyna að skora hjá andstæðingun- um. Einkennilegur fótbolti þetta. - ARH Dr. Bragi Jósepsson I höfuðstöðvunum, herbergi 612 á Sögu. Hann bauð hnetur, rúsfnur og konfekt — og nafnspjald með mynd til að hafa i vasa. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga: Út í hött að dylgja um árás okkará Jón Sólnes ekki okkar að yfiríieyra einstaka menn í Norðurlandinu, málgagni Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi, er fjallað um aðferðir yfirskoðunarmanna ríkis- reikninga meðal annars i skoðun þeirra á símareikningum Jóns G. Sóines vegna Kröflunefndar og Alþingis. Er þetta mál í blaðinu tengt framboðsmál- um sjálfstæðismanna í Norðurlands- kjördæmi eystra. Meðal annars er spurt um það hvort tilviljun ein hafi ráðið því að málið komst í hámæli rétt áður en ákvörðun var tekin um framboðslista þeirra í kjördæminu. Er þess getið um leið og spurt er að Halldór Blöndal sé einn yfirskoðunarmanna. Þá spyr blaðið hvers vegna iðnaðar- ráðuneytinu hefði ekki verið skrifað i stað þess að gera forseta sameinaðs þings grein fyrir málinu. Loks er spurt hvers vegna yfir- skoðunarmenn hafi ekki boðað Jón G. Sólnes til viðræðna um málið fyrr þótt ekki hefði verið nema til þess að stað- festa það sem athugavert og ámælisvert var talið. Baldur Óskarsson, starfsmaður Al- þýðubandalagsins, er einn yfir- skoðunarmanna ríkisreikninga. Hann sagði í viðtali við DB að allar dylgjur um að yfirskoðunarmenn hafi með starfi sínu reynt að koma Jóni G. Sól- nes fyrir kattarnef væru út í hött. Það sé algjör misskilningur. Yfirskoðunarmenn voru að skoða reikninga vegna Kröflu, eins og ýmsa fleiri reikninga, meðal annars af þeirri ástæðu að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við reikninga Kröflu fyrir 1978. Ljóst hafi verið að heimild liafi skort til þess að greiða heimilis- síma Jóns G. Sólnes. Vegna reikninga fyrir 1977 hafi Jón G. Sólnes svarað fyrirspurn vegna símareikninga þannig að hann teldi að ýmsir forstöðumenn rikisstofnana sem vel ætti að gera við hefðu rétt til greiðslu fyrir síma. Þá hafi endur- skoðun komizt að raun um greiðslur Alþingis fyrir síma Jóns. Athugasemdir voru gerðar til fjár- málaráðuneytis. Málið hafi verið þess eðlis að skoðunarmenn hafi talið sér skylt að gera Alþingi grein fyrir því. Baldur Óskarsson. „Það er okkar yfirskoðunarmanna að vekja athygli á því sem við teljum að þurfi athugunar við,” sagði Baldur Óskarsson. „Það er ekki okkar hlut- verk að yfirheyra einstaka menn.” Hann sagði að Jóni hafi verið það kunnugt í meira en ár að athugasemdir hafi verið gerðar við þessa stmareikn- inga. „Við töldum að Alþingi ætti að fá vitneskju um málið og sendum fjár- Jón G. Sólnes. málaráðuneytinu vitanlega afrit af bréfi okkar til þingforseta,” sagði Baldur Óskarsson. Hann sagði að fyrir tilmæli yfirskoðunarmanna til fjár- málaráðuneytisins hafi iðnaðarráðu- neytið verið spurt um margumtalaða símareikninga. Það ráðuneyti hafi verið beðið um að gera grein fyrir ' þeim. Þaðan hafi ekkert svar borizt. „Það er að rnínu mati meiri ástæða til þess að hvetja skoðunarmenn ríkis- reikninga til aðhalds heldur en bera þeim á brýn óheiðarlegar aðferðir þegar athygli er vakin á misfellum sem engin svör hafa fengizt við þegar skyr- inga er leitað,” sagði Baldur Óskars- son. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.