Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. 7 Fraktflutningamir: Smásendingamar ódýrari með Iscargo en Flugleiðum Þráinn Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Hildu, hafði samband vegna fréttar í DB þar sem haft er eftir honum að minna hafi kostað að senda nýlega sendingu með Iscargo um London til New York en með Flugleiðum beint. Vildi Þráinn taka fram að Flugleiðir hefðu marga verðflokka eftir magni og þunga en Iscargo aðeins einn flokk, fast verð fyrir hvert kíló. Það þýddi að & Mtiöl ■fíttím;- HVALURINN FYRIR RÉTTIÁ BORGINNI Ofveiða fslendingar einhverjar hvalategundir? Þessari spurningu verður leitazt við að svara á borgara- fundi Lands og lífs á Hótel Borg kl. 14 í dag. Yfirskrift fundarins er „Hvalurinn fyrir rétti” og verður farið með málið eins og fyrir venjulegum dómstól. Þrír lögmenn taka þátt í vitnaleiðslum. Tveir eru beinir aðilar og leiða fram sín vitni með og á móti áframhaldandi veiði. Þriðji lögmaðurinn hefur umsjón með vitnaleiðslunni og stjórnar fundinum. Lögmennirnir eru Ragnar Aðalsteinsson, Hjalti Steinþórsson og Gunnar G. Schram. Kvidómur tólf borgara, valinna af handahófi úr þjóðskrá, hlýðir á vitna- leiðslurnar og kveður upp úrskurð sinn í fundarlok. Skriflegar fyrirspurnir verða leyfðar. -ÓV. Framsókn, Norðurlandi eystra: Guðmundur Bjama- son í baráttusætinu? Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra gera sér nokkrar vonir um að 3. sætið á lista þeirra verði baráttu- sæti. Þeir höfðu til skamms tíma þrjá kjörna þingmenn i kjördæminu en Ingi Tryggvason féll í 3. sætinu í seinustu kosningum. Nú er talið líklegt að Guðmundur Bjarnason taki 3. sætið. Hann var seinast i 10. sætinu. Guðmundur er útibústjóri Samvinnubankans í Keflavík en var á sínum tíma forseti bæjarstjórnar á Húsavík. Sennilegt er að þingmennirnir Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirs- son verði áfram í tveimur efstu sætunum. -HH Hallgrímsdagur á morgun: UÚKUM VIÐ SMÍÐI HALLGRÍMSKIRKJU fyrst og fremst væri hagkvæmara aðsenda litlar sendingar með Iscargo með þessum hætti. Tölurnar breyttust þegar um meiriháttar sendingar væri að ræða. -GS Norrænirforsæt- isráðherrar þinga íReykjavík Forsætisráðherrar Norðurland- anna munu koma saman til fund- ar í Reykjavik miðvikudaginn 31. október næstkomandi. Meðal mála sem rædd verða eru norræn samvinna almennt, hugsanlegt samstarf um sameigin- leg viðskipti ríkjanna við þriðja heiminn, efnahagsástandið í heiminum, Nordsat, væntanlegur sameiginlegur sjónvarpsgervi- hnöttur, og sameiginlegur norrænn vinnumarkaður. Forsætisráðherrarnir munu ræða skýrslu um þau mál sem ráðherrar landanna sem fara með norræn mál hafa rætt og ákveðið. Fundur þeirra er í Reykjavík á þriðjudag fyrir fund forsætisráð- herranna. Málefni er varða undirbúning þings Norðurlandaráðs verða einnig rædd á fundunum i Reykjavík. Það verður i marz á næsta ári og að þessu sinni í Reykjavik. -ÓG. — segirbiskup Hallgrimsdagur verður í kirkjum landsins á morgun, sunnudag. Minnzt verður ártíðar Hallgríms Péturssonar við guðsþjónustur dagsins. í ályktun Kirkjuþings í fyrra um Hallgrímsminningu segir m.a. að til- g'angur Hallgrímsminningar sé sá að glæða með þjóðinni áhuga á verkum séra Hallgríms. í bréfi biskups til sóknarpresta, þar sem minnt er á Hallgrímsdag, segir meðal annars: ,,í lútherskum kirkjum er 31. októ- ber helgaður siðabótinni. Vel fer það saman að minnast í senn hinnar lúth- ersku siðabótar, tilgangs hennar, gildis og ávaxta, og þess dýrmæta arfs, sem sr. Hallgrímur lét oss eftir. Enginn ís- lenskur maður er slíkur fulltrúi hins besta í lútherskum arfi sem hann.” Biskup minnir síðan presta á að leita eftir „stuðningi góðra manna við að Ijúka smíði Hallgrímskirkju í Reykja- vík”, eins og kveðið er á um í ályktun Kirkjuþings um Hallgrímsminningu. í Hallgrimskirkju í Reykjavík verður efnt til árlegrar Hallgrímsmessu á dánardegi skáldsins í dag, 27. október, og hefst messan kl. 14. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikar, sóknarprestar þjóna fyrir altari og kantatan ,, Friður sé með þér” eftir Bach verður flutt af söngvurunum Sig- rúnu Gestsdóttur og Halldóri Vilhelms- syni og hljóðfæraleikurunum Manuelu Wiesler, Helgu Ingólfsdóttur og Lovísu Fjeldsted. Egill Skúli lngibergsson borgarstjóri flytur ávarp í messulok og boðið verður til kirkjukaffis. -ÓV Dagblaðsbíó á morgun í Dagblaðsbíói á morgun verður sýnd gamanmyndin Leikhúsbraskar- arnir. Myndin er i litum og með ís- lenzkum texta. Hafnarbíó kl. þrjú á sunnudag. Alþýöuflokkurinn í Reykjanes- kjördæmi býður öllum sem orðnir eru 18 ára og eldri og ekki eru flokksb 'undnir í öðrum flokkum, að taka þátt í prófkjöri um röðun á lista flokksins fýrir komandi al- m þingiskosningar. STUÐNINGSMENN ÓLAFS BJÖRNSSONAR heita á alla sem stuðla vilja að kjöri hans, að duga nú vel og veita honum virkan stuðning í prófkjörinu nk. laugardag og sunnudag. Stuðningsmenn, hvetjið sem flesta tilað vera með. SAMTAKA NÚ METUM STÖRF - HÖFNUM MÁLÆÐI Stuðningsmenn Ólafs Björnssonar í: Keflavík — Njarðvík — Grindavík — Sandgerði — Garði — Vogum — Hafnar- firði— Kópavogi — Garðabœ — Höfnum — Seltjarnarnesi — Mosfellssveit.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.