Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 10
10 DAGF ÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. MMBIAÐIÐ frjálst, úháð datfblað Útgefandi: DagblaAð hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Frótt^stjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Íþrót Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Hacdn sorímur Pálseon. Blaöamer, <\nna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurflsson, . óra Stefánsdóttir. Elln Albertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn PorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreif- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og sknfstofur Þverholti 11. Aflalslmi blaflsins er 27022 (10) linur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hi|mir hf., Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskfi^tarverfl á mánuði kr. 4000. «erð I lauMspjp kr. 200 eintaKtfl. Dómarnir yfír andófsmönnunum sex í Tékkóslóvakíu sýna, að forherðing einræðisstjórna kommúnistaríkjanna er söm við sig þrátt fyrir allt talið um „þíðu” og „opnun”. Þeir minna einnig á, að menn ættu að hætta að ræða um svonefndan Helsinki-sáttmála sem - markvert plagg og vernd hinna kúguðu. Þessi sáttmáli er aðeins krumpað pappírsgagn. Furðu oft er því haldið fram í umræðum, að sam- komulagið, sem risaveldin og fjölmörg önnur ríki náðu á ráðstefnu í Helsinki, hafi markað þáttaskil í þessum efnum. Stjórnendur Tékkóslóvakíu benda á hið rétta. Helsinki-sáttmálinn er ónýtur. í honum er þess getið, að refsa megi fólki fyrir brot, sem varði öryggi ríkisins. Auðvitað lá ljóst fyrir, að stjórnendur kommúnista- ríkjanna allra hafa jafnan kallað hvers konar andóf gegn sér tilræði við öryggi ríkisins. Hafi gagnrýni á stjórnarstefnu komið fram, svo sem í Sovétríkjunum, þóknast stjórnarherrunum að tala um, að verið sé að ,,sverta Sovétrikin” og ,,grafa undan” þeim. Gjarnan er borið á andófsmenn, eins og nú gerist í Tékkó- slóvakíu, að þeir hafi haft samband við einhver samtök vestan tjalds, til dæmis Amnesty International, og nefna þá CIA í leiðinni. Höfundar Helsinki-sáttmálans skildu þannig eftir nægilega stórt gat, svo að allt einræði kommúnista- stjórnanna austan tjalds smýgur þar í gegn. Síðla árs 1977 skrifuðu nokkrir Tékkar undir skjal, sem kallað hefur verið „mannréttindaskjalið 77”, og bentu á margs konar brot á Helsinki-sáttmálanum að þeirra dómi, sem tíðkuðust í veldi Husaks. Rétt er að minna á, að nýr sósíalismi hafði skotið rótum í Tékkó- slóvakíu fyrir rúmum áratug. Dubcek hafði brotið af sér einokun stalínisma í eigin landi og hugðist komast undan yfirdrottnun Sovétríkjanna. Þá ríkti skamma hríð blómaskeið frjálsrar hugsunar. Fólk, bæði innan kommúnistaflokksins og utan, tók að tala eins og þar færi frjáls þjóð og frjálsir einstaklingar. Tilraun Dub- ceks var þó af vanefnum gerð, og henni var hrundTð eins og alkunna er með innrás Sovétmanna og fylgi- sveina þeirra. Síðan hafa menn þó vonað, að einræðið í Tékkó- slóvakíu yrði aldrei alveg samt við sig. Meðal hinna vongóðu hafa vafalaust verið sumir andófsmanna, sem vonuðu, að Husak kommúnistafor- ingi mundi ekki áræða að hverfa til fulls til einræðis þess, sem ríkti fyrir valdaskeið Dubceks. Ennfremur bundu þeir einhverjar vonir við Helsinki-sáttmálann og vildu að minnsta kosti láta á reyna, hvort hann dygði þeim í einhverju í baráttu fyrir mannréttindum. Stjórnarherrar Tékkóslóvakíu tóku í vaxandi mæli að ókyrrast, þegar andófsmönnum óx fiskur um hrygg. Snemma á þessu ári munu þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að beita yrði hörku til að kæfa þennan vísi að lýðræði. Ellefu andófsmenn voru teknir höndum og hafa setið i prísund síðan. Sex þeirra hlutu dóma síðastliðinn þriðjudag. Þetta eru tveir blaðamenn, leikritaskáld, stúdentaleiðtogi, stærðfræðingur og sálfræðingur. Dómarnir eru frá tveggja upp í fimm ára fangelsi. í dómunum felst jafnframt skýr orðsending frá kommúnistastjórnunum austan tjalds til þeirra, sem reyna andóf gegn þeim, hvar í landi sem er: „Helsinki- sáttmálinn mun í engu duga ykkur til verndar’’. f" Vestur-Þýzkaland: Eituriyf elta aukna velferð Um nokkurra ára skeið hafa Vestur-Þjóðverjar haft áhyggjur af sivaxandi notkun ólöglegra fíkni- og eiturlyfja. Almennt hafa þeir þó ekki gert sér grein fyrir því fyrr en nýlega að fíkniefnaneyzla og þá einkum heróíns fer hraðvaxandi. Heróins, sem er stórhættulegt efni, er nú neytt í miklum mæli í Vestur-Þýzkalandi. Fíkniefnaneyzla er sem sagt fylgi- kvilli sem leggst á velferðarríkið Vestur-Þýzkaland, sem hingað til hefur meðal annars státað sig af vinnusemi og dugnaði flestra sinna þegna. Ljósasta dæmi um hve mjög hallar á ógæfuhliðina í þessum málum er tölur sem birzt hafa nýlega um stöðugt vaxandi fjölda þeirra sem látast af völdum fíkniefna. Allt bendir til þess að tala þeirra sem látast muni af ofneyzlu fíkniefna verði ekki lægri en sex hundruð í ár. Það er há tala í ríki þar sem mann- fjöldinn er um það bil sextíu milljónir. í bandaríska blaðinu The New York Times segir í grein frá þessum málum að dánartala fíkni- efnasjúklinga sé til muna hærri í Vestur-Þýzkalandi en öðrum rikjum í Vestur-Evrópu. í löndum eins og Bandarikjunum hefur tala látinna af völdum eiturlyfja lækkað verulega undanfarin ár. Var um það bil eitt þúsund og átta hundruð fyrir einum áratug en er nú innan við fjögur hundruð. í Bandaríkjunum búa nú um það bil 220 milljónir þannig að af þessu sést hve dánartala ofneyzlu- sjúklinga á fíkniefnum er há í Vestur- Þýzkalandi. Fyrir tæpum hálfum mánuði birtist stór mynd í vestur-þýzka blaðinu Der Stern. Þar sást ung stúlka með sprautu í hendinni liggjandi látin á gólfi almenningssnyrtingar. „Of- neyzla heróíns er hvergi alvarlegra vandamál en í Vestur-Þýzkalandi. Rúmlega fjögur hundruð dauðsföll á níu mánuðum og flestir hinna látnu eru ungt fólk eins og 17 ára stúlkan á myndinni.” Vegna fregna af fíkniefnavanda- málinu hefur dómari einn í Karlsruhe krafizt þess að lögum vestur-þýzka sambandslýðveldisins verði breytt þannig að refsingar fyrir sölu og dreifingu á fíkniefnum verði hertar mjög. í stað fangelsis frá fjórum upp í sex ár verði sett heimild fyrir allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að selja fíkniefni. Dómarinn benti á að dauðsföllum af völdum ofneyzlu fikniefna hefði fjölgað ár frá ári. Væri tala þeirra þegar komin upp V Staðreyndir um ökukennslu á íslandi í kjallaragrein í Dagblaðinu 8. okt. sl. kvéður sér hljóðs einn af stjórnar- mönnum Ökukennarafélags íslands, Öí, og lætur í ljós skoðanir sínar og álit a ökukennslunni eins og hún er í dag og tilhögun hennar. Af því tilefni, svo og vegna blaða- skrifa að undanförnu, sé ég úiig knú- inn til þess að skýra frá mínum hug- myndum og áliti um þessi mál, ekki síst þar sem vegið hefur verið að mér og fyrrverandi samstarfsmanni mínum fyrir það að breyta kennslutil- högun okkar frá hefðbundnum hætti i það horf að gera ökukennsluna ein- faldari, betri og um leið ódýrari. Það síðasttalda, þ.e. ódýrara ökunám virðist sviða sárast þeim sem ekki vilja viðurkenna réttmæti þeirrar kennslutilhögunar, sem ég hef tekið upp. Ég er greinarhöfundi alveg sam- mála, þar sem hann segir: „Aukin fræðsla og góð ökukennsla hlýtur að skapa betri og öruggari umferð.” Málið snýst hins vegar um það, að okkur greinir verulega á um leiðir til þess að bæta ökukennsluna. Greinarhöfundur segir að öll fræðsla i umferðarlögum og reglu- gerðum fari fram í ökuskólunum. Þetta eru hrein ósannindi, og lýsi ég furðu minni á slíkum skrifum stjórn- urmanns Öí. Ég tel, svo og þeir leiðbeinendur sem starfa við Fræðslumiðstöð Öku- kennarafélags islands, FÖÍ, að sú fræðilega kennsla, sem þar fer fram, sé ófullnægjandi. Einsdæmi sé að nemendur, sem þaðan fara beint í hið almenna fræðilega próf hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins, standist þær kröfur, sem þar eru gerðar til próftakans, án frekari fræðslu og skýringa ökukenn- arans úti í kennslubifreiðinni á sex- földu gjaldi, miðað við það gjald, sern greitt er fyrir fræðilega kennslu i FÖÍ. Óttast skertar tekjur Ég hef ásamt nokkrum öðrum ökukennurum, áhugasömum um aukna og bætta fræðilega kennslu, lagt fram áskorun til stjórnar FÖÍ um úrbætur í þessum efnum. Þvi miður hefur til þessa verið mikil andstaða gegn því hjá stjórn FÖÍ, svo og flest- um starfandi ökukennurum, sem þá óttast fækkun kennslustunda úti í bifreiðinni og þar með skertar tekjur. Það hugarangur, sem ég hef valdið greinarhöfundi og allmörgum starf- V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.