Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. fyrir dauðsföll af völdum morða og manndrápa. Neyzla fíkniefna er lögbrot í Vestur-Þýzkalandi eins og í flestum löndum. Þess eru þó dæmi að þar séu kveðnir upp skilorðsbundnir dómar í málum slíks fólks. I frumvarpi til laga, sem ætlunin er að leggja fyrir þingið i Bonn á næsta ári, er gert ráð fyrir heimild til yfirvalda um að ákveða að fikniefnaneytendur verði sendir á sjúkrahús til lækninga í stað þess aðsenda þá í fangelsi. Sérfræðingar telja að vaxandi framboð og neyzla heróins, sem er tvímælalaust eitt hættulegasta efnið á markaði, stafi af vaxandi ræktun opíumjurtarinnar í Pakistan, Afghanistan og einnig í íran. Talið er að ópiumuppskeran í þessum löndum hafi vaxið um þrjátiu af hundraði á síðustu árum og verði i ár um það bil eitt þúsund lestir. Aður fyrr var heróín, sem unnið er úr blómi ópíum- jurtarinnar, unnið úr hráefni frá „Gullna þríhyrningnum”, landsvæði í Suðaustur-Asíu, og síðan flutt til Evrópu. Pakistan, Afghanistan og iran hafa nú tekið við hlutverki „Gullna þríhyrningsins”. í öllum þessum löndum hefur verið mikil órgiða á öllum hlutum undan- farna mánuði og ár. Eftirlit með ræktun fíkniefnajurta hefur verið lítið sem ekkert. Einkum á þetta þó við landsvæði á landamærum Pakistan og Afghanistan en þar er ópiumjurtin einna algengust. Fíkniefnin, sem unnin eru i efna- fræðistofum í Miðausturlöndum, koma á ólöglegan hátt til Vestur- Berlínar, Vestur-Þýzkalands, Austur- ríkis, Sviss og annarra landa í Mið og Vestur-Evrópu. Mesl af efnunum kemur frá Tyrklandi, sem er nokkurs konar millistöð í þessum flutningum. Mest er flutt landleiðina um Balkan- skagann. Einnig er flogið og siglt með fíkniefnin aðrar leiðir. Fikniefni frá Afghanistan, Paki- stan og íran fara nú aðallega til Evrópu. Bandariskir sérfræðingar eru þó sagðir óttast að brátt muni líða að því að fikniefni frá þessum löndum fari að berast til Bandaríkj- anna og Kanada. Bandaríkjamenn telja að vænleg- asta leiðin til að draga úr fíkniefna- neyzlu sé að fá þau lönd, þar sem framleiðsla efnanna eða ræktun fer fram, til að stöðva slíkt. Undanfarið hafa yfirvöld vestra leitað eftir sam- vinnu um slíkt við evrópska aðila en með takmörkuðum árangri hingað til, að þvi er sagt er í greininni i The AÐ RUGLAST í RÍMINU Nú fyrir nokkru létu lögregluyfir- völd landsins boð út ganga um að öll byssuleyfi væru fallin úr gildi og skyldu endurnýjast. Endurnýjun byssuleyfa hefur síðan farið fram með þeim hætti að forkastanlegt mundi teljast meðal nútímaþjóðar, enda hafa íslendingar (sem betur fer) aldrei skilið byssur. Menn, sem ekki hafa hreyft við byssu í áratugi, fá byssuleyfi sín endurnýjuð, bara með því að staðhæfa að þeir eigi enn sama vopnið, og fá leyfið endurnýjað án þess að þurfa að sýna fram á að þeir kunni yfirleitt að fara með vopn. Formaður Skotveiðifélags íslands, Finnur Torfi Hjörleifsson, var nýlega á sjónvarpsskerminum og talaði um að félag þetta beitti sér fyrir því að menn kynnu að skjóta. Mér hefur hingað til skilist að frumskilyrði alls veiðiskapar sé fyrst og fremst að hitta bráðina, og því ekki skrítið að félag af þessu tagi beiti sér fyrir þeirri lágmarks- kunnáttu sinna félagsmanna. Engar lág- markskröfur Slíkt takmark áhugamannafélags skiptir bara hreint engu máli, það sem skiptir sköpum er, að engar almennar reglur eða lágmarkskröfur virðast vera gerðar til þeirra manna, sem fara með vopn um landið. í löndum, þar sem ég þekki til, þurfa félagar í veiðimannafélagi að gangast undir hæfnispróf, áður en veiðitími hefst árlega, í viðurvist löggæslumanna. Þar þýðir lítið að veifa tuttugu til þrjátiu ára gömlum byssuleyfum eða sýna ryðgaða tvíhleypinga og hlaupa svo bara af stað út um allar trissur, þegar einhver yfirvöld hafa gefið til kynna hvað af lífriki landsins sé leyfileg bráð. Með reglum og eftirliti yrði ómaki þvi, sem nú virðist hvíla á „landeig- endum”, lyft af þeim og þeir gætu snúið sér að öðrum og brýnni verkefnum. Nú er svo ástatt i landi hér, að sá Kjallarinn BorgþórS. Kjæmested hluti þegnanna, sem hefur að atvinnu framleiðslustörf á landinu, á kjöti og mjólk og öðrum afurðum, getur meinað vcrulegum hluta íbúanna að tina ber, sveppi, eða yfirleitt að fara um kletta og móa. Þetta er óeðlilegt ástand og þar þýðir ekkert að bera fyrir sig húseig- endur sem leigja ibúðir til afnota, eins og fulltrúi bændastéttarinnar gerði í sjónvarpi, enda er mér ekki grunlaust um að slíkir leigusalar séu i mörgum tilvikum þeir sömu og þeir, sem meina fólki aðgang að landi á viðavangi. Hér verður að útbúa löggjöf, sem tryggir almannarétt til útivistar ýmiss konar, á sama tima og fólki yrði hreinlega kennt að ferðast uni landið. Skaut fjögur ungmenni Nýlega hefur þessum málum verið komið í eðlilegt horf þar sem ég þekki til á Norðurlöndum, en þeir einu, sem börðust gegn auknum al- mannarétti þar, voru einmitt svo- kallaðir landeigendur. Rétt eftir gildistöku laganna gerði cinn bóndinn sér litið fyrir og skaut 4 ungmenni. sem höfðu lcvft sér að t jalda á landareign hans. Maðurinn var dæmdur, en er nú bókasafnsvörður fangelsins, og þess varð almennt vart til sveita að niikill skilningur ríkti í garð þessa land- eiganda”, sem „varði rétt sinn til lands síns” og mvrti fjögur ung- menni sofandi i tjaldi sínu. Sl. sumar gerði utanrikisráðherra landsins tilraun til þess að hleypa manndrápsþjálfurum Keflavikur- flugvall .r lausum á allt þjóðlifið, þ.tr neð talið ferðalög að eigin geð- þóita um land allt. Það tóV■ • að stöðva, en ekki heyrðist hc>s i nc stuna frá neinum „landeiganda . Allir þeir, sem risu upp gegn þessum áformum utanrikisráðherr- ans, litu á landið sem sina sameiginlegu eign og ekki sem eign nokkurra fárra útvaldra. Til þess að koma reglu á þessi mál þarf löggjöf, sem veitir öllum jslendingum rétl til yfirferðar og fristunda um landið, ásamt almcnnri herferð um tillitssemi við þá, sem hafa lífsafkomu sína af hinum ýmsu starfsgreinum þessarar þjóðar. BorgþórS. Kjærnested. A Um rjúpnaskyttirí, manndrápsþjálfara og ^ þá sem bera byssur eftir messur á sunnu- dögum. andi ökukennurum með því að breyta svo kennslutilhögun minni að mér er nú mögulegt að útskrifa nemendur mina hæfa til próftöku fyrir mun lægra gjald, veldur þessum skrifum hans og deilum. Vegna aðdróttana i garð nemanda minna, sem ég hef útskrifað hæfa til próftöku eftir aðeins 6—8 tíma verk- legar æfingar, leyfi ég mér að full- yrða að þeir eru ekki síðri öku- menn enþeir sem greinarhöfundur út- skrifar eftir 18—20 tima kennslu. Vangaveltur hans um þau mörgu spursmál, sem hann ber fram í grein sinni, hljóta að vera vegna þess að annaðhvort skilur hann ekki eða vill ekki skilja og viðurkenna gildi og til- gang fræðilegrar kennslu. Nokkrar staðreyndir vil ég benda á: Hörðgagnrýni hefur komiðjram á ökukennsluna og það ekki að ástæðulausu. Ég hef tekið þeirri gagn- rýni og get vel viðurkennt að öku- kennarar eiga þar sök á, að nokkru leyti, hvernig ástandið er í okkar um- ferðarmálum í dag. Ég held þó að all- flestir starfandi ökukennarar neiti þvi algörlega að bera nokkra ábyrgð á ástandi mála og skýla þeir sér bak við „kerfið” og segja einfaldlega, að það sé ekki þeirra að breyta nokkru í framfaraátt, það sé stjórnvalda að gera það. Þetta eru helstu rökin, sem ökukennarar Ieggja á borð fyrir sam- borgarana fyrir aðgerðaleysi sínu, og það erlátiðgott heita. Stöndum öðrum að baki Því verður hins vegar ekki neitað, og er það einnig mitt álit, að Kjallarinn Halldór Jónsson „bremsan” á jákvæða þróun i átt að umferðarmenningu er i höndum æðstu valdhafa okkar. En geta ekki ökukennarar, þrátt fyrir „bremsukerfið”, bætt eitthvað úr? Ég segi, jú vissulega, ef við kærum okkur um það. Ökukennarar hafa aðstöðu til þess að auka fræði- lega kennslu, bæði í umferðarlögum og reglum svo og fræðilega kennslu í stjórnun og meðferð bifreiða. Þessa fræðilegu kennslu má alla flytja inn i ökuskóla, eða FÖÍ, ef vilji væri fyrir hendi, þannig að sú fræðsla uppfylli þær kröfur, sem gerðar eru til próf- taka í hinu almenna fræðilega öku- prófi. Þegar unnið var að undirbúningi H- umferðar hér á landi, voru staddir hér reyndir og vel þekktir ökukennar- ar frá Noregi og Svíþjóð. Bentu þeir okkur á þá staðreynd, að við stæðum þeim 10—15 árum að baki hvað snerti umferðarmenningu. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, en ekki er hægt að sjá að umferðarmál- um okkar hafi miðað i rétta átt, siður en svo. Svokallað „umferðarbreytingar- gjald” er enn innheimt af bifreiðaeig- endum. Hvaða tilgangí var þeim sjóði ætlað að þjóna? Ráðamenn okkar svara því væntanlega. Ökukennarar og þáverandi stjórn Öí lofuðu þvi þá að vinna ærlega að málefnum félagsins, þ.e. samkv. lög- um félagsins að vera leiðandi afl og skapandi til framþróunar umferðar- menningar. Samræma skyldi fræðslu og kynningarstarf, umferðar- og ökukennslu við það sem best þekktist í nágrannalöndum okkar. Fögur fyrirheit, en hverjar hafa efndir orðið þar á? Ekki sjáanlegar, að mínum dómi. Skipaðar hafa verið nefndir og ráð til þess að vinna að þessum velferðar- málum okkar. Hver hefur árangur orðið af þeirra störfum? Ályktanir og tillögur hafa verið lagðar fyrir ráðamenn okkar og hafa legið þar í 5—lOár. Fráfarandi dómsmálaráðherra sagði i sjónvarpsþætti fyrir nokkru, að málið væri í athugun og endur- skoðun. Einhverjir hafa viljað halda þvi fram, að of ör fjölgun ökutækja sé aðalorsök slysa og óhappa. Það er, að minu mati, ekki alveg rétt. Aðal- orsökin er öfugþróun i gerð ak- brautakerfis okkar, svo og það að stjórnendur ökutækja hafa ekki verið undir það búnir að mæta þessum brevttu og siversnandi aðstæðum. Meðan stjórnvöld og ráðamenn okkar ekki vilja gera neitt raunhæft i niálum þessuni, þá verða ökukennar- ar að taka höndum saman og auka og bæta fræðslustarf sitt svo að vcrðandi ökumenn verði sem best undir þann vanda búnir, sem kann að bíða þeirra að loknu ökuprófi. Litlar kröfur um menntun Alla fræðilega kennslu, sem að mínum dómi er undirstaða verklegra æfinga, s.s. i umferðarlögum og regl- um, hlutverki stjórn- og öryggis- tækja, viðnámshæfni, sálfræðilegum atriðum o.fl., skal færa út úr kennslubifreiðinni inn i ökuskóla og vera veitt af ökukennurum helst sér- menntuðum. Úti í kennslubifreiðinni ^ „Þyrnirósarsvefn þeirra, sem þurfa ára- tug eöa enn lengri tíma til þess aö „at- huga og endurskoða” málin, leysir ekki vand- ann skulu aðeins fara frant æfingar nemanda i mcðferð stjórntækja og öryggisbúnaðar. Á þann hátt verður kennslan ein faldari, áþreifanlcgri, bctri og jafnframt ódýrari. Stjórn FÖÍ sjái þcint leiðbeinciul- um, sem þar starfa, fyrir starfsþjalf un og helst sérmenntun, svo þeir gui bctur gegnt sínu hlutverki. Þcss skal hér getið, vegna þeirra sem ekki þekkja til þessara mála, að engar kröfur eru gerðar lil mennt- unar ökukennara hér á landi. um- fram það að þcir skulu hafa ntcira- prófsrétlindi og lágmarksaldur er 25 ár. Má það út af fyrir sig teljast furðulegt í menningarþjóðfélagi. í nágrannalöndum okkar þurla verðandi ökukennarar að ganga gegnum strangt nám, og að loknurn prófum skulu þeir starfa við öku- kennslu undir stjórn og á ábyrgð reyndra ökukennara og ökuskóla. áður en þeir öðlast l'ull ökukennara- réttindi. Öf sjái meðlimum sínum fyrir endurhæfingu og beiti sér fyrir sam- ræmdurn aðgerðum og tilhögun akstursæfinga. Öí beiti sér fyrir þvi að fá æfinga- svæði fyrir byrjendur í ökunámi. Það er von min að starfandi öku- kennarar sjái brátt að hverju stcfnir að öllu óbreyttu. „Þyrnirósarsvefn" þeirra, sem þurfa áratug eða enn lengri tíma til þess að „athuga og cndurskoða” málin, leysir ekki vand- ann, við verðum að gera það sjálfir. Nema nýskipuðum dómsmálaráð- herra gefist timi til að hafa áhrif á „kerfið”. Halhlnr Jónsson ökukennari

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.