Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. Úr „Ævlnlýri Píkassós' Brandarakallamir Tage og Hasse Laugarásbíó hefur keypt nýjustu mynd þeirra félaga sem ber nafnið Picassos Aventyr Þótt eflaust sé hægt að finna fjöl- margar ástæður fyrir því að fólk fer á bíó er sú veigamest að fóik vill til- breytingu og er að leita að ódýrri af- þreyingu. Sumir vilja sjá hasar- myndir, aðrir ástarmyndir og svo mætti lengi teija. En ef fólk vill sjá gamanmyndir vandast oft málið því reglulega góðar gamanmyndir eru fá- séðar. Reyn þú, lesandi góður, að rifja upp hvenær þú sást síðast góða gamanmynd. Yfirleitt er það svo að hver þjóð á sína brandarakalla en þótt þeir séu fyndnir í sínu heimalandi er ekki þar með sagt að aðrar þjóðir kunni að meta þá. Bandaríkjamenn eiga háð- fuglana Mel Brooks og Woody Allen, Bretar týpur eins og Terry Thomas og . Monty Python, Norðmenn sinn Fleksnes og svo mætti lengi telja. Hér heima höfum við Halla og Ladda þótt þeir séu ekki enn komnir á hvita tjaldið sem gamanleikarar. En ætlun- in er að kynna tvo sænska háðfugla sem hafa kitlað hláturtaugarnar hjá Svíum undanfarin ár. Það eru kapp- arnir Hans Alfredson og Tage Danielsson. Frá útvarpi yfir í kvikmyndir Þeir félagar hittust hjá sænska ríkisútvarpinu og heilluðu fljótlega landa sína með gamanþáttum. þeir létu ekki staðar numið og 1964 sendu þeir frá sér sína fyrstu mynd, SWEDISH PICTURES. Þeir sömdu handritið í sameiningu en Tage var leikstjórinn. Myndin sló í gegn og strax næsta ár var önnur komin á markaðinn, Att angöra en brygga. í þriðju mynd sinni, I huvet pá gammal gubbe, blönduðu þeir saman teiknimynd og leikinni þar sem Hasse fór með aðalhlutverkið. Teikni- myndahlutinn var útfærður af Per Áhlin sem er á sömu linu og þeir félagar. Myndin fjallar um iðnverka- mann á eftirlaunaaldri sem er ekki of ánægður með þjóðfélagið sem hann lifir í. Hann verður fyrir slysi og er sendur á hjúkrunarheimili þar sem hann situr og dreymir um gömlu góðu dagana. Þess má geta að kvik- myndaklúbbur framhaldsskólanna mun sýna þessa mynd í vetur. Eftir'þriggja ára hvíld frá kvik- myndum kom svo Áppelkrigit (1971) sem sýnd var sem mánudagsmynd í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Þetta var gamansöm ádeilumynd á alþjóðleg fyrirtæki sem kaupa upp ósnortin landsvæði og breyta þeim í ferðamannaparadís. Fyrirtækið sem fjallað var um í myndinni bar einmitt nafnið ,,Deutchneyland AS”. Leiðir skiljast Þegar hér var komið sögu hættu þeir um tíma samstarfi og Tage sendi frá sér Mannen som slutade röka eftir samnefndri bók sinni. Aðalhlutverk- ið var i höndum Gösta Ekman en hann átti eftir að spila stóran þátt í siðari myndum þeirra félaga. 1975 sendu þeir félagar frá sér 2 myndir sinn í hvoru lagi og báðar með Gösta Ekman. Hasse var með Ágget er löst en Tage með Slapp fángarna loss — det er vár. Bæði myndin um manninn Kvik myndir BaWurHjaltason sem hætti að reykja og eggjamyndin hafa verið sýndar hér sem mánudags- myndir. Allar þessar myndir gengu gifurlega vel í Svíþjóð en í þeim var einkennandi sænskur húmor sem margir, a.m.k. hér á landi, eru lítið hrifnir af. Hasse og Tage ákváðu því að taka saman höndum að nýju og reyna að yfirstíga þetta vandamál með landa- mæri gamanmyndarinnar. Þeir ákváðu að gera mynd um ævi Picassos — þögla mynd með tón. Þulur er látinn lesa textann svo auð- velt var að hafa hann á öllum tungu- málum. Eins og lesendur renna eflaust grun i er hér ekki um heimildarmynd að ræða þótt margt sé sameiginlegt lífi Picassos. Eins og segir í upphafstexta myndarinnar ,,er allt það sem er sam- eiginlegt myndinni og raunveruleik- anum algjör tilviljun”. Myndin er tekin i Tomelilla sem er i suðurhluta Svíþjóðar og rnyndir Picassos eru málaðaraf PerÁhlin. Keypt til landsins Það er ekki hægt að segja annað en Picassos Áventyr, sem er sænski tit- illinn á myndinni, hafi slegið i gegn. Það er hetdur ekki að ástæðulausu því myndin er bráðfyndin og Gösta Ekman óborganlegur í hlutverki Picassos. Margir þekktir sænskir leikarar koma fram í aukahlutverk- um, leikarar sem eru vanir að leika í alvarlegri hlutverkum. Þeim Táge og Hasse tókst að gera mynd sína vinsæla á Norðurlöndum en erfiðara gekk með aðra heims- hluta. Þó hafa nokkur lönd í Evrópu keypt sýningarrétt á myndinni og eru að hefja sýningar. Eins er með ísland. Laugarásbíó sýndi þá fram- takssemi að kaupa Picassos Áventyr svo við íslendingar eigum að geta létt okkur upp i skammdeginu á næst- unni og verður myndin sýnd um mán- aðamótin nóv.v-des. Það má segja að meginókostur myndarinnar sé hve hún er fyndin þvi eftir fyrstu 45 minúturnar eru kjálkarnir orðnir máttlausir af hlátri. Góða skemmtun. HÁDEGISTÓNLEIKAR Hádegistónleikar Söngskótans f Reykjavlc, 24. október, í tónleikasal Söngskólans við Hverfisgötu. Flytjendur Anna Júlíana Sveinsdóttir sópran- söngkona og Lára Rafnsdóttir píanóleikari. Verkefni: Ljóð Brahms, Liebestreu, Dort in den Woiden og Die Mainacht; Schuberts, Die Mainacht, Ellens erster og zweiter Gesang og Fröulein vom See; og Rachmaninofs, Yllirinn, Þegar nóttin mig umlykur þögn. Það var þéttsetinn bekkurinn í tón- leikasal Söngskólans í hádeginu þennan miðvikudag, eins og mun hafa verið á báðum fyrri hádegistón- leikum. Þær stöllur, Anna Júlíana og Lára, stráðu Ijóðaperlum fyrir áheyr- endur í þessum litla og látlausa sal þar sem áður var þrumað „orðið” yfir hólpnum sálum. Brahmsljóðin fundust mér fulllit- lítil í meðförum þeirra. Þótt þau iáti ekki mikið yftr sér eru þau gagnmeitl- uð og öll smáatriði skipta svo óend- anlega miklu máli að söngvarar geta eytt megninu af sinni listamannsævi í að slípa þau. í ljóðum Schuberts tókst þeim mun betur upp. Mér finnst þau liggja betur við rödd Önnu Júlíönu og svo varð hún líka miklu öruggari með sig eftir því sem á tón- leikana leið. Sérstaklega tókst henni vel upp i Yllinum — sem öðrum trjám fremur telst vorboði. Rúss- neskt vor er stutt, sumir segja að það standi ekki nema í viku og svo sé Anna Júlfana Sveinsdóttir. komin steikjandi sumarbreiskjan. En vor telst suður á meginlandi Evrópu sá tími sem líður á milli þess sem yllir- inn fyrstur trjáa — og kastanian síðust allra trjáa — blómgast. Þetta magnaða vor lofsyngur Rachmaninof einmitt svo dýrðlega í óðnum um yll- inn. Þær stöllur bættu svo um betur og fluttu smárunu úr ítölsku Ijóða- bókinni hans Hugos Wolfs og svo Zeignung Richards Strauss sem auka- lög. Anna Júlíana óx með hverju verkefni og Lára Rafnsdóttir skilaði sínu hlutverki af stakri prýði. Ég var svo óheppinn að kontast ekki á tvenna fyrstu hádegistónleika Söng- skólans og þykir mér það miður. Hádegistónleikarnir eru ekki aðeins skemmtileg nýbreytni í fjör- ugu tónlistarlífi borgarinnar heldur veita þeir listamönnum tækifæri að koma fram með smærri verkefna- skrár sem ekki er víst að þeir hefðu að öðrum kosti. -F.M Landsleikir í körfuknattleik ÍRLAND—ÍSLAND ídagkl. 14 í Laugardalshöll (Forsala aðgöngumiða frá kl. 12.) Á morgun, sunnudagkL 14 í íþróttahúsinu í Borgamesi. Munið kveðjudansleikinn íHollywood annað kvöld! Kristinn Jörundsson if if í fyrírliði rl.fLf. Efþér finnst vanta mann úr atvinnulífinu á Alþingi — þá viljum við benda á Gunnar S. Björnsson trésmíðameistara sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík 28.-29. okt. nk. Stuðningsmenn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.