Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979 — 238. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Doktor Bragi lysti sig sigraðan: SIGUR BENEDIKTS MEIRIEN ÉG BJÓST VKT ff „Benedikl Gröndal er yfirburða- sigurvegari. Það er ánægjulegt þegar stjórnmálaleiðtogi fær afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu sem þessa. Sigur Benedikts er meiri en ég bjóst við. Ég bauð mig fram af því ég var og er ekki ánægður með ýmislegt sem hann hefur gert. Þið hafið hafnað mínu framboði. Þannig er lýðræðið og nú heiti ég á þingmenn Alþýðuflokksins að standa að baki foringja sínum. Á þessa leið mælti dr. Bragi Jósefsson þegar hann viðurkennd ósigur sinn í prófkjör Alþýðuflokksins i Reykjavik Sigtúnií gærkvöldi. Bragi fékk 689 atkvæði en Bene- dikt 2900 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru23. Benedikt Gröndal forsætis- ráðherra sagði í samtali við Dag- blaðið eftir að úrslitin lágu fyrir, að hann hefði búizt við jafnari leik. ,,Ég lýsti því yfir fyrr i vikunni að mjög tvísýnt væri um úrslitin og að ég kynni að detta út af þingi. Fólk hefur sýnilega tekið við sér. Reynslan sýnir að lýðræðislegar kosningar á borð við prófkjör hafa orðið til að styrkja okkur og veita flokknum mikilvæga lyftingu. Ég vona að þetta verði góð generalprufa fyrir desember- kosningarnar" Allt frá því talning hófst var ljóst að Bragi myndi ekki ógna formanni Alþýðuflokksins i prófkjörinu. Fyrstu tölur sýndu hvað verða vildi og var tekið með fögnuði miklum af mannskapnum í salnum. Þar var Benediktsliðið greinilega í miklum meirihluta. Bragi Jósefsson stormaði i salinn þegar talning var rúmlega hálfnuð og lýsti Benedikt sigur- vegara. Hann stóðstutt við iSigtúni. -ARH. Allt um próf kjör helgarinnarogval á f ramboðslista stjórnmálaflokkanna —sjá bls. 8,9,12 og baksíðu Sáu snjó í fyrsta sinn á ævsnm — sjábls.8 Snjórinn kom- inn og vetrardekkin undir -sjábis.6 Minning um Hauk Gröndal og Sinf ónían og Schneiderhahn — sjá tónlistargagnrýni Eyjólfs Melsteð bls. 13 íslenzka unglingalandsliðið á meðal 8 beztu á HM ef tir f rækilega sigra um helgina _ sjá ^rónlr bls 18 19 2o, 21,22 og 23 Akureyri: Eldurígömlu Akraborginni Eldur kom upp í hádeginu i gær i gömlu Akraborginni sem legið hefur óhreyfð um lengri tíma i höfninni á Akureyri. Skipið'sem er um 200 tonn hefur verið ónothæft og er talið að hér hafi verið um íkveikju að ræða. Eld- urinn kom upp i káetu og breiddist inn í vélarhús, brú og ganga skipsins sem er undir brúardekki. Eldurinn var töluverður um tíma, en greiðlega gekk að slökkva hann. -ELA. Akraborgin brennur á Akureyri. Báturinn var orðinn að kennileiti i hufninni eftir langa legu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.