Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. Sparimerkin: Bragi Finnbogason hringdi: í febrúar síðastliðnum ætluðum við hjór.in að leysa út sparimerki er kona mín átti inni en þá kom í ljós að við höfðum glatað sparimerkjabók- unum. Engu að síður héll ég að ekki yrði vandræðum bundið að ná út greiðslu fyrir merkin ef persónuskilríki var framvísað. Sú var þó alls ekki raunin! Það kom sem sé í Ijós að fyrst þarf að r Oskastjórnin „Nokkrar verkakonur úr Eyjum” hringdu: Við höfum verið að ræða um póli- tík hérna og við erum alveg búnar að gefast upp á stjórnmálaflokkunum. Við viljum að ríkisstjórnin sé skipuð hæfustu stjórnmálamönnunum, óháð því í hvaða stjórnmálaflokki ^ þeir eru. Óskastjórn okkar er þannig: ' Forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson, fjármálaráðherra Albert Guðmundsson, sjávarútvegs- ráðherra Lúðvík Jósepsson, félags- málaráðherra Magnús H. Magnús- son, menntamálaráðherra Guðrún Helgadóttir, dómsmálaráðherra Vilmundur Gylfason, samgöngu- málaráðherra Karvel Pálmason, iðnaðar- og orkumálaráðherra Davíð Sch. Thorsteinsson. Við vildum gjarna vita hvort les- endur DB eru okkur ekki sammála. Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi yrði menntamálaráðherra ef „nokkrar verkakonur úr Eyjum” mættu ráða. Undarleg framköllun 1387-0780 hringdi og sagðist hafa farið með myndir í framköllun til Hans Petersen hf. „Þegar ég fékk myndirnar úr framköllun var svo að sjá sem þær væru ekki í „fókus” og litir allir voru mjög brenglaðir. Skýr- ingin sem fyrirtækið gal' á lélegri framköllun var sú að myndirnar væru ekki í „fókus”. Ég lét það gott heita- en þegar kunningi minn einn, sem hefur tals- vert vit á ljósmyndum, sá myndirnar sagði hann að þær væru í „fókus”. Það væri aðeins framköllunin sem væri svona léleg. Það varð siðan til þess að ég fór með filmuna í fram- köllun til Glöggmyndar og þá kom hið sanna á daginn. Hér var um vel heppnaðar myndir að ræða og allar voru þær í „fókus” en hins vegar hafði filman rispazt nokkuð i með- ■förum Hans Petersen hf.” 7 „Hafa snúizt í ranghverfu sína” auglýsa þrívegis eftir bókunum í Lög- birtingarblaðinu og síðan má ekki greiða út fyrir merkin fyrr en hálfu ári eftir að síðasta auglýsingin birtist. Ég hringdi síðan i Póstinn i sumar til að athuga hvenær merkin yrðu þá greidd út og fékk ég það svar að það yrði 22. október. Ég treysti þvi að það mundi standa og ráðstafaði þessum peningum (rúmri milljón). Þegar ég síðan mætti þann 22. október til að sækja greiðsluna fékk ég þau svör að um misskilning væri að ræða, ekki yrði greitt út fyrr en 23. nóvember. Þetta þótti mér anzi hart. Ég skulda ennþá húsnæðismálalán frá því í mai og ætlaði ég að láta þessa peninga dekka það. Á þá skuld eru reiknaðir hæstu dráttarvextir en hins vegar fæ ég ekki nema 4% vexti á mín sparimerki. Til þess að fá vísitölu greidda yrði ég að bíða fram í febrúar. Mér finnst sem þetta skyldu- sparnaðarkerfi sé algjörlega búið að snúast í ranghverfu sina miðað við hvað þvi var upphaflega ætlað, eins og t.d. að aðstoða fólk við að eignast þak yfir höfuðið. Núna cr mér sagt að ég hefði getað náð þessum peningum út fyrr ef ég hefði sett lögfræðing í málið en það hefði lika væntanlega kostað sitl. Raddir lesenda Eger tiI íallt... búin 1150 watta afti og fer 12 íitra rykpoka. d ^ (Made in USA) M STERKASTA RYKSUGA I HEIMI HOOVER S-3001 FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hringlaga löguningefur hinum risastóra 12 lítra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Hoover S-3001 er á tnargan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 voatta afli hreinsar hún öll þtn teppi af hvers hyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir þvt hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrœðis er rofinn íhandfanginu, undir þumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir því. Stónhjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þin. Til þæginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartœki, svo núgeturþú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tœmingar. W>i Jóhannes Jóhannesson listmálari: Ég hef ekki lagt það í vana minn. Ég læt mér nægja að hlusta á bjöllurnar! Spurning dagsins Sækir þú kirkju um helgar? Hugrún Skarphéóinsdóttir húsmóóir: Aldrei nú orðiö en áður fyrr stundum. Jóna Jónasdóttir húsmóðir: Sjaldan, helzt um jólin. Þórdis Bridde: Við og við geri ég það. En ég hlusta ævinlega á útvarpsmess- urnar. Karl Bridde bakari: Aldrei. Hvenær siðast? Ætli það hafi ekki verið þegar ég fermdist. Ingibjörg Lilja Halldórsdóttir: Sjald- an. Ég fór síðast í fyrra og hugsa að ég fari næst um jólin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.