Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 9
kXQ} ínrjóTXO r/iÁM cmoa \p^j*- DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBHR 1979. Norðurland vestra: Ragnarog Hannes efstir Reykjanes: Salome hlaut örugga kosningu f 3. sætið Alþýðubandalagsmenn á Norður- landi vestra munu hafa gengið frá framboðslista sínum á fundi í gær. Blaðinu tókst ekki að fá uppgefinn list- ann, en þó fékkst staðfest að skipan tveggja efstu sætanna er óbreytt frá þvi siðast: 1. Ragnar Arnalds fyrrum ráðherra. 2. Hannes Baldvinsson Siglufirði. -ARH. Ragnar Arnalds Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins voru birt laust fyrir klukkan 4 i nótt. Talið var í Hamraborg í Kópa- vogi og talsverður fjöldi fólks beið með eftirvæntingu að heyra lokatölur. Atkvæði féllu þannig: 1. Matthías Á. Mathiesen, samtals 4725 atkvæði í 5 fyrstu sætin. 2. Ólafur G. Einarsson, samtals 4128 atkvæði. 3. Salome Þorkelsdóttir, samtals 4037 atkvæði 4. Sigurgeir Sigurðsson, samtals 3442 atkvæði. 5. Arndís Björnsdóttir, samtals 3074. atkvæði. Prófkj'örið er bindandi fvrir 4 efstu sætin á framboðslistanum. Atkvæða- tölur annarra þátttakenda i prófkjör- inu hafa enn ekki verið birtar. Alls greiddu 6420 manns atkvæði, auðir seðlar og ógildir voru 202 talsins. -ARH Salóme Þorkelsdoltir Alþýduflokkurinn Suðurlandi: Ágúst Einars- soníannað sæti Skoðanakönnun Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi fór fram í gær. Magnús H. Magnússon ráðherra var sjálfkjörinn i fyrsta sæti listans en könnun fór fram mitli Ágústs Einars- sonar og Guðlaugs Tryggva Karlssonar i annað sæti. Alls kusu 530 manns og fékk Ágúst 403 atkvæði en Guðlaugur Tryggvi 125 atkvæði. -JH. Sjálfstæðisflokkurinn Vesturlandi: Friðjón og Jósef efstir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi hefur verið ákveðinn. í fyrsta sæti er Friðjón Þórðarson fv. alþingismaður. í öðru sæti Jósef Þorgeirsson fv. alþingismaður. Þriðja sæti skipar Valdimar Indriðason Akra- nesi, fjórða Óðinn Sigþórsson Einars- nesi og fimmta sæti Davíð Pétursson. -JH. Friðjón Þóröarson Framsókn Norðurlandi vestra: Páll og Stefán í efstu sætunum Páll Pétursson bóndi, Höllustöðum, verður i efsta sæti Framsóknarflokks í Norðurlandskjördæmi vestra. 1 2. sæti verður Stefán Guðmunsson fram- kvstj. Sauðárkróki. I 3. sæti Ingólfur Guðnason sparisjóðsstjóri, Hvamm- stanga., Bogi Sigurbjörnsson skatt- stjóri, Siglufirði, verður í 4. sæti, Jón Ingi Ingvarsson rafvirkjameistari, Skagaströnd, í 5. og Brynjólfur Svein- bergsson framkvstj., Hvammstanga, í 6. sæti. Á lista framsóknarmanna i þessu kjördæmi verður sú breyting helzt að Ólafur Jóhannesson hættir í framboði. Færist Páll Pétursson I hans sæti og Stefán Guðmundsson í sæti Páls. -ARH/BS. P4H Pétursson STÓRK0STLEGT TÆKIFÆRI AÐEINS 25% ÚTB0RGUN (SLENZK HÖNNUN ISLENZK LISTASMÍÐ Dropa skápa- og hillusamstœður Meira skápa- og hillusamstœöur Auk þessa mikið úrval húsgagna á hag- stæðu verði. Fyrst um sinn bjóðum viðþetta tækifærí tilaðeignast þessiglæsileguhúsgögn með25%útborgun. Á.QUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi. Sími 73100. Finnur Torfi Stefánsson Alþýðuflokkurinn Norðurlandi vestra: FinnurTorfi ífyrstasæti Finnur Torfi Stefánsson fv. alþingis- maður mun skipa efsta sæti lista Alþýðuflokksins i Norðurlandskjör- dæmi vestra. Finnur Torfi hlaut 266 at- kvæði í prófkjöri flokksins um fyrsta sæti, en keppinautur hans Jón Sæmundur Sigurjónsson, Siglufirði, hlaut 62 atkvæði. Í öðru sæti listans er Jón Karlsson, formaður verkamanna- félagsins Fram Sauðárkróki. NÝ SIGUNGALEID BÆTT MÓNUSTA Við höfum hafið reglubundnar siglingar á nýrri flutningaleið, 14 daga fastaferðir allan ársins hring milli Larvíkur, Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og íslands. Flutt verður stykkjavara, gámar, kæli- og frystivara. Umboðsmenn okkar á hinni nýju siglingaleiö eru: Larvik: P.A. Johannessens Eftf. Storgaten 50 3257 LARVIK Cable: “SHIPSN" Telex: 21522 Phone: (034) 85 667 Gautaborg: Borlind, Bersén & Co. P.O. Box 12113 Kaj 51 S-402 42 Göteborg 12 Cable: Borlinds Telex 2341 Phone: 031/24 3422 Kaupmannahöfn: Allfreight Ltd. 35, Amaliegade DK-1256 Copenhagen K. Cable: Alfragt Telex: 19901 b Alckh Phone:(01) 111214 Að sjálfsögðu bjöðum við áfram reglubundnar ferðir frá eftirtöldum stöðum: Helsinki, Svendborg, Hamborg, Rotterdam, Antwerpen og Goole auk Halifax i Kanada og Gloucester i Bandaríkjunum. Komið, hringið, skrifið — við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Gautaborg SVÍÞJÓÐ -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.