Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. Framsóknarflokkurinn Reykjavík: y Samstaða um Olaf f efsta sætið Ólafur Jóhannesson hlaut 183 at- kvæði í efsta sæti Framsóknarflokks í Reykjavík í skoðanakönnun fulltrúa- ráðsins. Samtals hlaut hann 233 tilnefningar af 254 greiddum at- kvæðum. Enginn keppti við Ólaf um sætið. Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur hlaut 187 tilnefningar sam- tals, þar af 60 í 1. sætið og 133 i 2. sætið. Hann verður því í 2. sæti listans við alþingiskosningarnar þar sem kosningin er bindandi fyrir tvö efstu sætin. Haraldur Ólafsson dósent hlaut 186 tilnefningar samtals, þar af 4 í efsta sætið og 112 í 1. og 2. sæti og 155 i þriðja sæti. Að óbreyttu verður hann í 3. sæti alþingislistans. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður, hlaut 184 tilnefningar í 4. sæti þegar lögð eru saman öll atkvæði hennar í þaðsæti og þausem fyrir ofan eru. Kristján Friðriksson iðnrckandi hlaut 139 tilnefningar í 5. sæti og þar fyrir ofan. Kristinn Ágúst Friðfinnsson guðfræðinemi hlaut 131 tilnefningu samtals. Rétt til þátttöku áttu aðal-og vara- menn í fulltrúaráði framsóknar- félaganna í Reykjavík. Skyldu þeir velja fimm menn i jafnmörg sæti og kjósa þannig að merkt væri við nöfn með tölustöfum. Valið var um 10 menn. Þessir hlutu minna en að ofan greinir: Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur, Jónas Guðmundsson rithöfundur, Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður, og Sigrún Sturludóttir skrifstofumaður. -BS. Þegar spennan var sem mest afl loldnni skoðanakönnun Framsóknar i Reykja- vík var Ólafur Jóhannesson kominn norður í iand. Þangaö fór hann á föstudaginn til þess að ræða við flokksbræður sína og fyrrverandi umbjóðendur í Norðurlandi vestra. „Fer vel á með okkur Guðmundi” — segir Haraldur Ólafsson ,,Það hefur farið vel á með okkur Guðmundi,” sagði HaraldurÓlafsson í viðtali við DB. ,,Ég er mjög ánægður. Þetta er miklu betri útkoma en hægt var að búast við í svo skammri kosningabaráttu. Hún hefur verið heiðarleg og skoðanakönnunin lýðræðisleg,” sagði Haraldur. Hann kvaðst vera undrandi yfir þeim viðtökum, sem framboðsitt hafi fengið og þakklátur þeim sem sig hafi stutt. ,,Ég mun eftir Tnegni vinna það gagn sem ég niá í komandi kosningum. Ég er bjartsýnn um góða útkomu fyrir Framnsóknarflokkinn,” sagði Har- aldur Ólafsson. ,,Ég er bjartsýnn um gófla útkomu fyrir Framsóknarflokkinn,” sagði Haraldur Ólafsson dósent, þegar DB- menn litu við hjá honum eftir skoðana- könnunina. -BS. DB-mynd Bjarnleifur. „Tvö sæti íReykjavík” — segir Guðmundur G. ,,Við gerum okkur vonir um tvö þingsæti í Reykjavík,” sagði Guðmundur G. Þórarinsson í viðtali við DB, þegar niðurstöður skoðana- könnunar voru ljósar. „Okkur finnst byrinn vera með okkur og gerum okkur, góðar vonir í kosningunum. Harold Wilson sagði eitt sinn: Ein vika er langur tími í pólitík. Þetta gildir á- reiðanlega hvar sem er,” sagði Guðmundur. „Enginn veit því hvað gerist á þeim tima, sem er til kosninganna, en horfurnar eru góðar.” „Varðandi skoðanakönnunina vil ég minna á, að fyrirfram gaf ég þá yftr- lýsingu að ég berðist ekki við Ólaf Jóhannesson, ef nota má það orð,” sagði Guðmundur G. Þórarinsson. „Fulltrúar hafa annars skiptzt á aðra þá sem gáfu kost á sér í skoðana- könnun, þannig að ekkert missætti er með mönnum. Áhugi á þessari skoðanakönnun hefur verið mikill og lofar góðu,” sagði Guðmundur. -BS. Talningin i skoðanakönnun Fram- sóknarflokksins í Reykjavik fór fram þegar að skoðanakönnun lokinni. Fyrir enda borðsins situr formaður kjörnefndar, Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur. Fremstur til vinslri er Kiríkur Tómasson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Gegnt honum er Gestur Jónsson, iög- maður. -DB-mynd Bjarnleifur. 1» Ólafur Gauti á hné pabba sins. Þeir feðgar voru ánægðir með úrslitin i skoðanakönnun framsóknarmanna i Rcykjavik. DB-mynd Bjarnleifur. Austfirðir: Tómas og Halldór efstir á lista Framsóknarflokks I.árus Jónsson. Tómas Árnason, fv. ráðherra, for- stjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins, verður áfram í efsta sæti Framsóknar- flokks i Austfjarðakjördæmi. Verður sú breyting helzt á listanum að Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráðherra, verður ekki á honum. Tekur Tómas sæti hans. Halldór Ásgrímsson viðskipta- fræðingur verður i 2. sæti. I 3. sæti verður Guðmundur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Stöðvarfirði, i 4. sæti Jón Kristjánsson Egilsstöðum, í 5. sæti Alrún Kristmannsdóttir, Eskifirði og í 6. sæti Kristján Magnússon sveitar- stjóri, Vopnafirði. -ARH/BS. Tómas Árnason. Sjátfstæðisflokkurínn Norðurlandi eystra: Lárus Jónsson og Halldór Blöndal — skipa efstu sætin Listi Sjálfstæðisflokksins á Norð- urlandi eystra hefur verið skip- aður. Sex efstu sætin skipa Lárus Jóns- son frv. alþingismaður Akureyri í fyrsta sæti. Halldór Blöndal blaða- maður í öðru sæti, Vigfús B. Jónsson bóndi Laxmýri i þriðja sæti, Sigurður J. Sigurðsson í fjórða sæti, Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur Akureyri í fimmta sæti og i sjötta sæti er Svavar B. Magnússon húsasmíða- meistari, Ólafsfirði. -JH. Reykjavík: Stef nir í þátttökumet í prófkjöri sjálfstæðismai...^ Fyrri daginn í tveggja daga prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kusu 9.293. Með þessu á- framhaldi stefnir í algjört þátttökumet í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vik. í prófkjörinu fyrir siðustu þing- kosningar kusu 9.877 samtals. í dag verður prófkjör sjálfstæðis- manna á einum kjörstað, Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins frá kl. 15.30 til kl. 20.00. _ -BS. Margir vildu liklega vita við hvaða nöfn hefur oftast verið krossað á seðlunum í þessum 30 kjörkössum sem fógetinn innsiglaði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á föstudagskvöldið. Þeir stjórnmálaflokkar sem halda prófkjör, fá borgarfógetann í Reykjavik til þess að innsigla kjörkassa með tryggilegum hætti, svo að engir aðrir en þeir sem um eiga að fjalla, geti ótímabært verið að hnýsast \ hvernig menn kjósa. DB-mynd: Bj. Bj. j Forval Alþýðubandalags: Úrslit birt íkvöld Um 500 manns tóku þátt i síðari hluta forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík um helgina. Úrslit verða ekki birt fyrr en í kvöld, en þau eru ekki bindandi fyrir fulltrúaráð flokksins. Búizt er þó við að skipan framboðslistans verði í samræmi við niðurstöður forvals. Stefnt er að því að halda félagsfund Alþýðubandalagsins í Reykjavik á laugardaginn. Þar leggja flokksmenn blessun sína yfir fram- boðslista sinn. -ARH. Alþýðuflokkur á Vesturlandi: Talning í dag Búizt er við að talin verði atkvæði i prófkjöri Alþýðuflokksins á Vestur- landi i dag. Erfiðlega hefur gengið að smala saman kjörgöngum víðs vegar að úr kjördæminu. Illfært var á Snæfells- nesi í gær og setti það strik í reikninginn. Um 400 manns tóku þátt í prófkjör- inu, en fyrir síðustu alþingiskosningar tóku 1100 manns þátt í prófkjöri flokksins. Eiður Guðnason er sjálf- kjörinn í I. sætið að þessu sinni. Kosið er um skipan 2. sætis listans. Kosið var um Gunnar Má Kristinsson og Guðmund Vésteinsson. -ARH. Vestfirðir: Góð þátttaka i prof kjori Alþýðuflokks ,,Það tóku um eða yfir 700 manns þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins hér á Vestfjörðum,” sagði Karvel Pálmason, sem keppir um fyrsta og annað sæti listans. „Þetta er mun meiri þátttaka en i fyrra þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þá tóku um 500 manns þátt í prófkjöri flokksins. Þetta er því gott start hjá flokknum. Það verður lalið á ísafirði á þriðjudag en kosið var á 10 stöðum á Vest- fjörðum.” -JH. Reykjaneskjördæmi: Jóhann Einvarðsson íefstasæti Framsóknar Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavík fer i framboð í efsta sæti Framsóknarflokks í Reykjaneskjör- dæmi. Hlaut hann 216 tilnefningar i skoðanakönnun í það sæti. Markús A. Einarsson veðurfræðingur hlaut 131 atkvæði í 1. sæti en flestar tilnefningar í 2. sæti. Hann er Hafnfirðingur. Helgi H. Jónsson fréttamaður, Kópavogi, hlaut 186 tilnefningar í 3. sæti og skipar það. Þrúður Helgadóttir verkakona, Mos- fellssveit, verður i 4. sæti, Ólafur Vilhjálmsson, bifrstj., Garðabæ, í 5. Bragi Árnason efnafræðingur, Kópa- vogi, í 6. sæti. -ARH/BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.