Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 14
14. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. I Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Frótt^stjóri: Ómar Valdknarsson. _ __ * ' Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþrót’ HaUur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. AÖstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrn sqrímur Pábeon, - -■* ■ * * Blaöamen Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurösson, uóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlerfur Bjarnlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóösson. » Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreH- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 2^022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hi|mir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. -- - Áskfiftarverö á mánuði kr. 4000. ýefö í lai/lesölu kr. 200 eintaííiö. Lifi stöku áratugimir! Kannski er það marklaus iðja að leita sagnfræðilegra hliðstæðna. Menn hafa í því efni oft á tíðum fundið meira sam- hengi en efni stóðu til. Og sumar hug- dettur um sveiflur, hringrásir, spírala og aðrar endurtekningar í mannkyns- sögunni eru að mestu byggðar á ímynd- unarafli. Samanburður af þessu tagi freistar þó oft, enda! getur hann verið lærdómsríkur, ef menn þekkja tak- mörk hans. Hann hentar ekki vel til smíða á sagnfræði- legum lögmálum, en getur leitt til forvitnilegra spurn- inga. I fljótu bragði væri skemmtilegt að slá því fram, að oddatölu-áratugirnir hafi verið framfaraskeið þessarar aldar hér á landi. Þá hafi lífsgleði og bjartsýni verið mest og straumur peninga stríðastur. Þá hafi menn áhyggjulaust dansað kringum gullkálfinn. Fyrsti áratugur aldarinnar hefur verið kallaður ára- tugur íslandsbanka. Þá var pumpað inn í landið er- lendum flökkupeningum,sem hlaðizt höfðu upp áratug- inn á undan og skorti útrás. Efnahagslif okkar komst á fulla nútímaferð. Við fengum togara og heimastjórn. Síðan komu áratugs timburmenn af vandamálum heimastjórnar og síðan sjálfstæðis. Þá voru stjórn- málin í molum, fylkingarnar klofnuðu og tvístruðust á ýmsa vegu. Enginn gullkálfur var lengur í íslands- banka. Þriðji áratugur aldarinnar var svo valdatími hinnar klassísku hagfræði. Þá voru við völd íhaldsstjórnir, sem hækkuðu meira að segja gengi krónunnar. Þá dönsuðu menn charleston og fylltust á nýjan leik óbif- anlegri bjartsýni. Síðan kom áratugur kreppunnar hræðilegu. Þá varð eymdin og sulturinn aftur svo mikill, að sumir fluttu.af mölinni upp í sveit. Þetta var áratugur svartsýni, enda tókst ráðamönnum að framlengja kreppuna fram að heimsstyrjöld með því að láta opinberar reglugerðir taka við af markaðslögmálum. Fimmti áratugurinn var svo tími ,,blessaðs stríðsins” og stríðsgróðans. Þá dönsuðu íslendingar kringum gullkálfinn hraðar en nokkru sinni fyrr og komust í fyrsta skipti í allra fremstu röð mestu velmegunar- þjóða heims. Síðan kom áratugur, þegar við urðum að standa á eigin fótum, án þess að kunna það. Þegar stríðsgróð- ans naut ekki lengur við, voru menn búnir að gleyma markaðslögmálum þriðja áratugsins og kunnu aðeins á opinberar reglugerðir. Doði, stöðnun og svartsýni réðu ríkjum. Sjöundi áratugurinn var svo valdatimi viðreisnar- stjórnarinnar. Þá var helmingi kreppukerfisins kastað fyrir borð og markaðslögmál leidd á mörgum sviðum til valda á nýjan leik. Peningar fóru aftur að flæða um og dansinn kringum gullkálfinn stóð af lífi og fjöri. Viðreisnin andaðist svo úr hugmyndaskorti og við tók áratugur ríkisdýrkunar, sá áratugur, sem við nú lif- um á. Bjartsýni viðreisnaráranna er horfin. Við er tek- in svartsýni, árviss 50% verðbólga, framkvæmdadoði og ólæknandi peningaleysi. Níundi áratugurinn verður svo kannski nýtt tímabil framfara og bjartsýni: — endurnýjaðs dans í kringum gullkálfinn og peningaflóðs i þjóðfélaginu; — mark-~ aðslögmála í stað opinberra reglugerða. Kannski verður krabbameinsvöxtur ríkisins þá stöðvaður á nýj- an leik. Nú er árið 1979 og stutt í níunda áratuginn. Þótt leggja beri með varúð út af framangreindum hug- leiðingum, eiga þær þó að sýna, að við þurfum ekki að sitja í sekk og ösku um aldur og ævi. WBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagbláfrð hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Kenya: Moi forseti vill losna við ætt- menn Kenyatta —vill þó f remur ryðja þeim á brott í tiltölulega f rjálsum kosningum en með ofbeldi Trúfrelsi er raunverulegt i Kenya og landsmönnum finnst spilling f opinberu lffi ekki vera sjálfsagður hlutur eins og svo viða annars staðar f rfkjum svörtu Afríku. „Greinargerð með drögum að f rumvarpi til laga” Nú þegar þessum óvenju stuttu hríðum fyrir fæðingu frambjóðenda er senn lokið á ég dálítið erindi við þingmannsefnin. Erindið er að finna í lok greinarinnar — (ekki gægjast). Áður en að þvi kemur þarf ég að rök- styðja þessa framhleypni mína nokkuð og ætla að gera það með dæmum — raunverulegum dæmum en ekki dæmisögum, því að slíkt kann ég illa. í grein, sem ég skrifaði í Sam- vinnuna — meðan hún var og hét — og fjallaði um fjárhagslega stöðu aldraðra.vék ég frá mér efni þessarar kjallaragreinar með orðunum: ,,Ég hef ekki skap i mér til að gera hér grein fyrir ákvæðum laga frá 1965 um eftirlaun alþingismanna og ráðherra.” En skap mitt er annað núna og því ræði ég þessi mál hér í samþjöppuðu formi. Það var 29. apríl vorið 1965. Þing- slit voru yfirvofandi. Tveim frum- vörpum var útbýtt á Alþingi, einu i hvorri deild. Þau voru of seint fram komin en mikilvæg, svo mikilvæg að neðri deild leyfði með samhljóða at- kvæðum að frumvarp til laga um eftirlaun alþingismanna yrði tekið til meðferðar og slíkt hið sama leyfði efri deild um frumvarp til laga um eftirlaun ráðherra. Bæði frumvörpin voru samþykkt sem lög frá Alþingi 10. maí s.á. með samhljóða at- kvæðum. Hér er ekki rúm til að lýsa atburðarás á þinginu. Hver og einn getur kynnt sér hana í Alþingistíðind- um. Hún sýnir hve hraðvirkir og ein- huga alþingismenn okkar geta verið þegar alvara lífsins blasir við. Mig langar aðeins að tilfæra eina máls- grein úr máli eins flutningsmanna. Eggert G. Þorsteinsson sagði: ,,Ég tel þó rétt, til þess að að því verði ekki fundið síðar meir, að málið hafi ekki fengið þinglega meðferð, að leggja til, að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til hv. fjár- hagsnefndar, en óska þess jafnframt, að hún hraði afgreiðslu þess, til þess að það geti hlotið endanlegt sam- þykki Alþingis, enda ætti ekki, svo sem ég áðan greindi'að þurfa að vera sérstaklega mikil vinna við afgreiðslu málsins þar ” (undirstrikanir minar). Hið eina, sem áhyggjum veldur er að ekki sé pottþétt frá öllum formsatrið- um gengið! Þjóðin hefur skammast sín Áður en ég fór að athuga þessi mál og ígrunda nánar taldi ég mér trú um að unnt væri að afsaka einhverja af þeim 60 kjömu fulltrúum okkar, sem sátu þetta þing, e.t.v. hefðu þeir ekki fyllilega skilið hvað þeir voru að gera. Eftir athugun mína gat ég ekki haldið í þessa barnslegu trúgirni 'lengur. Hver einasti þeirra vissi hvað í lögunum fólst og hver yrði loka- afleiðing þeirra. í báðum lögunum hljóðar 7. gr. svo: „Lífeyrir samkvæmt lögum þessum greiðist án tillits til lífeyris, sem sjóðfélagi á rétt á úr öðrum deildum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og öðrum lögboðnum lif- eyrissjóðum og hefur ekki áhrif á slik lífeyrisréttindi.” Og t.d. segir í greinargerð með frumvarpinu um eftirlaun ráðherra: ,,Með þessari grein frumvarpsins a að taka af allan vafa um, að lífeyrir, sem greiddur er samkvæmt ákvæðum frumvarps þessa, skerði á engan hátt lífeyri, sem sjóðfélagar (ráðherrar) hafa unniö sér rétt til úr öðrum deildum lífey rissjóðs starfsmanna rikisins og öðrum lögboðnum lif- eyrissjóðum, né skerði slíkur lífeyrir lífeyrisréttindi ráðherra eða maka þeirra samkvæmt frumvarpi þessu ” (undirstrikanir mínar). Jú, þeir vissu sannarlega hvað þeir voru að gera. Og siðan hafa nokkrir tugir nýrra þingmanna bætzt í hóp- inn. Hefur einhver þeirra sagt orð gegn þessu? Skyldi enginn þeirra hafa kynnt sér kjör sin? Aftur jú. Þeir hafa allir vitað um þessi lög og til hvers þau leiddu. Máltækið segir: „í upphafi skyldi endirinn skoða.” Það hljóta allir þingmenn okkar og varaþingmenn, sem setið hafa á þingi síðan 1965, að hafa gert varðandi þessi lög og margir utanþingsmenn. En af ein- hverri furðulegri ástæðu hefur einungis verið hviskrað og kurrað utanþings, en innan þess þagað, von- andi stúndum með stingandi tilfinn- ingu samsektarinnar. Eg held að öll þjóðin hafi skammast sín.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.