Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. 39 Sjónvarp ð Útvarp VIЗútvarp kl. 20.00: Spádómar, símatími og vinsælustu lögin —ásamt heilmörgu öðru í nýjum unglingaþætti ,,í fyrsta lagi verðum við með fasta liði sem verða í hverjum þætti, s.s. bréfahorn og síma, þar sem ætlunin er að gefa unglingum kost á að hringja til okkar nteð einhver vanda- mál sem þeir þoia ckki að spyrja um heima hjá sér. Við munum síðan leita svara hjá sérfróðum mönnum og gefa svarið í þættinum. Það mega bæði vera félagslegar spurningar og eins hvar sé hægt að ná í þetta eða hitt,” sagði Andrés Sigurvinsson, annar umsjónarmanna nýs þáttar sem hefur göngu sína í útvarpi í kvöld kl. 20 og er ætlaður unglingum á aldrinum 14—18 ára. ,,Við verðum með vinsælustu lög- in. Þar munum við taka mið af ís- lenzkum lögum og þá leita í vin- sældalista dagblaðanna. Við verðum með spákonu í hverjum þættt sem mun spá fyrir vikuna og spákarl sem segir okkur hvernig stjörnumerkin cru. Það má taka það fram að þessi þáttur er með blönduðu efni fyrir unglinga en ekki um þá. Við sendum smákönnunarseðla í unglingaskóla og báðum unglinga að senda okkur hugmyndir um þáttinn sem við munum síðan fara eftir i vetur. Við ætlum að reyna að vera í snertingu við landsbyggðina og t.d. upplýsa unglinga um vandræðabörn og þá sem hafa áhuga á að spila á fiðlu og þá hvers vegna o.s.frv. Við munum heimsækja ýmsa staði, m.a. upptökuheimili. í þættinum i kvöld ræðum við við krakka — bæði á götu úti og eins í stúdíói — um hvaða vinnu þeir höfðu i sumar og i hvað þeir hafi varið peningunum sín- um. í tengslum við það segjum við örlítið frá leikritinu Blómarósum sem fjallar um móður og dóttur og vanda- mál þeirra á milli. Einnig ræðum við um leikritið Kvartett i Iðnó og fluttur verður kafli úr þvi leikriti. Léttara efni, eins og við köllum það, verðurn við með. Ég ræði um feril Spilverks þjóðanna og rabba við Sigurð Bjólu. Ef tími vinnst til verður Hljóðriti i Hafnar- firði einnig heimsóttur. Það má geta þess í lokin að við verðum með i lok þáttarins hljóð dagsins og þeim sem geta svarað því rétt verða veitt verðlaun. Verðlaunin eru að velja sér lag í þáttinn. VID er fjörutíu mínútna langur þátlur. Auk Andrésar stjórnar Jór- unn Sigurðardóttir þættinum. Þau cru bæði leikarar. - EI.A t-----------------------------------------^ ALLAN GUÐSLANGAN DAGINN -sjónvarp kl. 21.05: Hvað á að gera við þann litla? —eftir höfund sögunnar Bamið hans Péturs „Þessi mynd fjallar um einstæða móður sem á tvo syni, fimm ára og ell- efu til tólf ára. Hún er að byrja að vinna úti, fara út á vinnumarkaðinn, og þá kemur upp það vandamál sem flestir kannast við — hvað gera eigi við yngri drenginn. Það er ekki hægt að fá dagheimilispláss fyrr en einhvern tima og dagmömmur liggja ekki á lausu,” sagði Jakob S. Jónsson þýðandi myndarinnar Allan guðslangan daginn. ,,Út frá þessu lendir eldri drengurinn í því að taka ákvörðun. Annars vegar um skólann og klíkuna, hins vegar um bróður sinn. Ég held ég ætti ekki að segja meira því endirinn kemur svolítið notalegaáóvart,” sagði Jakob. V______________________________________ Viveka Warenfalk í hlutverki sínu í myndinni Allan guðslangan daginn. ,,Þessi mynd er mjög vel gerð og skemmtileg. Það er margt I henni sem kemur manni á óvart ag drengirnir i myndinni leika mjög vel. Ég held að það sé óhætt að segja að hún sé virki- lega þess virði að sjá hana,” sagði Jakob. Mvndin er byggð á sögu eftir Gun Jacobsson en liún er einmitt höfundur sögunnai Barnið hans Péturs sem sjón- varpið sýndi nú fyrir stuttu. Myndin, sem kemur frá sænska sjónvarpinu, er því við hæfi allrar fjölskyldunnar. Leikstjóri er Henry Meyer og með hlut- verkin fara Ken Lennaard, Mich Koivunen og Viveka Warenfalk. - ELA _________________________________/ Útvarpkl. 13.15: Þorgeir Ástvaldsson I góðum hópi. T.v. Gunnar Þórðarson, þá Þorgeir, Steinar Berg hljómplötuútgefandi og Pétur Gunnarsson rithöfundur. DB-mynd R.Th. TONLEIKASYRPA í STAÐ P0PPS „Mér þykir tilhlýðilegt að hefja þetta vetrarpopp á íslenzku efni. Ég mun þvi tína til eitthvað af því nýj- asta," sagði Þorgeir Ástvaldsson i samtali við DB. í dag verður sú breyt- ing gerð á dagskrá útvarpsins að popphornin, sem áður voru á dag- skrá kl. 16.20, falla inn í Lögin við vinnuna. Þorgeir hcfur því tíinann frá kl. 13.15 til 13.40 og aftur frá 15.00 til 15.20. Á móti eru leikin lög valin af tónlistardeild. Fyrir utan að leika létt innlent efni ætlar Þorgeir að flytja „i sinum tima” glefsur úr færeyskum þáttum um islenzk dægurlög. Þorgcir sagði ennfremur að á markaðinum væri gífurlega mikið af plötum frá ýmsum stórlöxum í poppi og hefur hann hugsað sér að leika nokkur af þeint lögum. Sams konar tónleikasyrpa verður alla virka daga vikunnar og miðdegis- sagan verður aðeins lesin þrisvar i viku. Þess má geta að ýmsir þættir skjóta nú upp kollinunt i miðri viku, s.s. Ungir pennar, Tónhornið og Tónlistartimi harnanna. svo eitthvað sé nefnt. - EI.A VIKINGADRENGUR - útvarp fcl. 17.20: Konungssynir íharðri baráttu við valdabófa Bjarni Stcingrimsson lcikari. Anna Hcrskind fcr með citt aðalhlui- vcrkið i Vikingadrcngjunum cn það lcik- rit var áður flutt i útvarpi árið 1966. Ef- laust cr þcssi mynd af Önnu álika gömul og lcikritið. SUÐRIÐ SÆLA—sjónvarp kl. 21.55: VERKALÝDSHREYFINGIN BERST GEGN FJÖLÞJÓDAFYRIRTÆKJUM Suðrið sæla nefnist fræðslumynd sem sýnd verður i sjónvarpinu í kvöld kl. 21.55. Myndin er annar þáttur um Suðurríki Bandaríkjanna og nefnist hún Velkomin til Norður Karólína. Sú öld er nú liðin er bómullin skipti sköpum fyrir efnahag Suður- ríkjanna og svartir þrælar strituðu daginn langan á sólgylltum ekrunum. Nú er þó svo komið að verkalýðs- hreyfingin er þróttlítil og þarf á öllu sínu að halda gegn fjölþjóðafyrir- tækjum sem virðast ráða öllum rikj- um. Myndin sem kcmur frá sænska sjónvarpinu, gerð af Svium, er um ftmmtiu mínútna löng og er þýðandi hennar Jón O. Edwald. - EI.A í íslenzku f ramhaldsleikriti fyrír böm og unglinga I dag kl. 17.20 hefst flutningur barna- og unglingaleikrits í útvarpi. Leikritið nefnist Víkingadrengirnir og er eftir dönsku skáldkonuna Hedwig Collin i þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Leikritið gerist i Danmörku á vík- ingaöld. l'veir ungir prinsar eiga i bar- áttu við mann sem hefur hugsað sér að ná öllum völdum í landinu. Konungs- synirnir eiga þó góða stuðningsmenn sem verða þeim til hjálpar þegar valda- V___________________________________ ræninginn reynir að elta þá uppi til að drepaþá. I.eikritið, sem er endurflutt siðan 1966, er i þremur þáttum sem sagðir eru nokkuð spennandi. Verða þeir lluttir næstu tvo mánudaga. Kristján Jónsson bjó leikritið til leikflutnings og nteð aðalhlutverk fara, í fyrsta þættin- um, Anna Herskind, Valgerður Dan, Haraldur Björnsson, sem nú cr látinn, og Bjarni Steingrimsson. - EI.A __________________________________/

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.