Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. Vilmundurlyklalaus: Þannig sýnir Steingrímur starfi sínu virðingu Kristján Karl Sigmundsson skrifar: Jóhann Óli Guðmundsson skrifaði í lesendabréfi sl. laugardag um það sem hann kallar „þverrandi siðferðis- þrek æðstu manna”. Hann talar um þverrandi virðingu fólks fyrir Alþingi. Ástæðuna telur hann sök þingmanna sjálfra. „Hegðun þeirra öll á stundum og at- hafnir ber vott um fádæma virðingarskort fyrir starfi sínu og þjóðfélagsstöðu,” segir hann og sem dæmi um þetta nefnir hann þá ákvörðun Steingrims Hermannssonar að afhenda Vilmundi Gylfasyni ekki lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hér er nú hlutunum heldur betur snúið á haus. Með þessari ákvörðun sinni hefur Steingrímur Hermanris- son þvert á móti sýnt hve mikla virðingu hann ber fyrir starfi sínu. Með þessu hefur hann sýnt reisn sem lengi verður munuð og sem flokksmenn hans og allir sem vilja verja virðingu Alþingis og stjórnar- farsins í landinu kunna að meta. Vilmundur Gylfason er sá maður sem næst hefur höggvið virðingu Alþingis. Hann er sá maður sem með mestum svívirðingum hefur ráðizt á Hæstarétt og nýleg ummæli hans bera með sér að hann ber ekki skyn á einföldustu umgengnisreglur fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Hann er uppvís að því að hafa staðið í nánu sambandi við mann sem með ólögleg- um hætti átti þátt í handtöku annars manns. Hvernig í ósköpunum gat nokkur maður með virðingu fyrir sjálfum sér og starfi sínu afhent Vilmundi lykl- ana að dómsmálaráðuneytinu? Fyrir formann Framsóknarflokks- ins er það að minnsta kosti ómögu- legt. Ýmsir menn hafa setið í dóms- málaráðuneytinu á undanförnum áratugum fyrir Framsóknarflokkinn. Allir þessir menn komu fram mjög miklum umbótum á sviði dómsmála og ber þar e.t.v. hæst starf Ólafs Jóhannessonar á því sviði. Enginn maður hefur þó á síðari árum mátt þola aðra eins rógsherferð og hann varð fyrir á árinu 1977. Þar stóð fremstur í flokki hinn sami „Vil- mundur iyklalausi”, sem Sjálfstæðis- flokkurinn er nú búinn að gera að dómsmálaráðherra. Og nú þegar Vilmundur er farinn að snudda í möppum dómsmálaráðu- neytisins hefur sá maður sem hann rægði mest, Ólafur Jóhannesson, verið tilnefndur hæfasti stjómmála- leiðtogi landsins af lesendum þessa dagblaðs. Vilmundur og Baldur Möller morguninn fræga er Vilmundur mætli lykillaus i dómsmálaráðuneytið. l)B-mynd Hörður. Enn skemmtilegri pólitík: KJÓSUM HALLA 0G LADDA Á ÞING Suðurnesjamaður skrifar: I leiðara Dagblaðsins í gær er kom- izt þannig að orði að Óli Jóh. sé eini íslenzki pólitíkusinn sem rísi upp úr meðalmennskunni. Sennilega er þetta hárrétt. En hvað skal þá gera við þá 59 sem eftir eru á þinginu í innbyrðis samkeppni um meðalmennsku? Er ekki hægt að fríska rækilega upp í þessu liði þannig að þjóðin geti haft ærlega skemmtun af? Þess vegna legg ég til að Halli og Laddi komi til liðs við „Prúðu leikar- ana” við Austurvöll. Þeir hafa sýnt það í verki að geta skemmt þjóðinni á við a.m.k. 30 þingmenn. Eins og stjórnmálaástandið er nú er heldur enginn vafi á því að Halli og Laddi yrðu kosnir á þing ef þeir fengjusk, til að gefa kost á sér. Og úr þvi að þessi hugmynd ér komin á blað, hvers vegna kjósum við ekki Jörund eftirhermu á þing i leiðinni, hann gæti hermt eftir hinum 30 og væri þá þingið í fullum gangi með aðeins 3 þingmönnum, mun skemmtilegra og mun ódýrara. Það væri jafnvel engin goðgá að leggja til að Alþingi þríborgaði símreikninga þessara skemmtikrafta og ef ein- hverjum þeirra væri leyft að fikta við að byggja upp Saltverksmiðjuna á Reykjanesi er ekki að vita nema honum tækist að byggja upp þrótt- mikla bílaleigu í Keflavík í leiðinni og renna þannig stoðum undir atvinnu- lífið þótt saltið yrði lítið og lélegt. ..... ■ w , « n-u, -------------------------- - ............ " \ f/\ KRISTJfln SIGGEIRSSOn Hfi LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 „Þúœttir czö prófa að sitja í þeim Björksaga húsgagnalínan einkennist af þæg- indum, léttu yfirbragði, ásamt styrkleika oq qóðri endingu. Komdu og prófaðu Björksaga línuna — þú getur valið úr 14 mismunandi gerðum borða og stóla í Ijósum eöa dökkum viði með tau- eða skinnáklæði. V Hét ekki lengur Straumfjörð 7860-3739 hringdi: Um skeið var dr. Bragi Jósepsson barnakennari i Vestmannaeyjum. Kallaði hann sig Braga Straumfjörð. Síðar fór hann til Bandaríkjanna til náms. Þegar hann kom heim þaðan hafði hann að því leyti breytt um nafn að hann nefndi sig Braga Jósepsson og var nú kominn með doktorsgráðu. Af þessu tilefni varð alkomanda 'Bólu-Hjálmars að orði: Rosknirgeta mörgum mætt manneskjum af ýmsu tæi. Af hverju skyldi hafa hætt að heita Straumfjörð þessi Bragi? JÓNAS DAGBLAÐS- RITSTJÓRIKRATI? Valþór Stefánsson, Hjarðarhaga 62, hringdi: Dagblaðið hefur alltaf kallað sig frjálst og óháð dagblað. Að flestu leyti stendur það undir nafni. Þó ekki alveg. Þá á ég við óháða hlutann á viðheitinu. í hvert skipti scm ég les forystu- greinar DB eða hlusta á útdrátt þeirra i útvarpinu heyri ég greinilega að þær skrifar alþýðuflokksmaður. Og þá á ég auðvitað við Jónas Kristjánsson. Út af fyrir sig væri þetta í lagi ef um væri að ræða aðrar greinar en forystugreinar. Því þetta hlýtur að draga til sin alþýðuflokksmenn til að skrifa i DB frekar en menn úr öðrum pólitískum flokkum. Enda hefur blaðið ætið haft yfir sér nokkurs konar alþýðuflokksblæ. Og finnst mér það miður. Væri ekki einhver leið til að hafa forystugreinar blaðsins óhlutdrægari og um leið óháðari þótt ekki væri nema til þess að blaðið stæði undir nafni? Það yrði blaðinu til bóta en segja má að DB sé að öðru leyti gott og nauðsynlegt blað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.