Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. Raddir lesenda Sagan endurtekur sig: Ingólfscafé fráhríndandi: „Þyrfti hlífð- arskótilað ganga f ram- hjá salerni" Ein sem skilur ekki hvernig þetta hefur gengið svona lengi skrifar: Ég vil eindregið taka undir með konu þeirri er skrifaði um snyrtiað stöðuna í Ingólfscafé. Svo lengi sem ég man eftir hefur Alþ'ýðuhúskjallar- inn, eins og þessi skemmtistaður er vanalega nefndur, engum breytingum tekið til batnaðar. Þegar komið er þar inn er gengið inn i forstofu sem er eins og mjög illa um gengin sameign í fjölbýlishúsi. Þar er smáborð þar sem aðgöngu- miðar eru seldir. Siðan þarf sérstak- lega að greiða fyrir fatageymslu gjald sem yfirleitt er innifalið í aðgöngu- miðaverði á öðrum skemmtistöðum. Þetta veldur óþægindum fyrir gesti. A palli þeim sem hljómsveitin leikur á er eldgamalt píanó sem tekur helming af plássinu enda meðlimir hljómsveitarinnar í einum hnapp. Söngvarinn þarf stól til þess að komast upp og niður af pallinum. Milli þess sem hann er að þessum æfingum situr sparibúið fólk á þess- umstól. .j Dansgólfið er stórt og gott en illa hirt eins og annað þarna. Sömu bekk- irnir eru búnir að vera við veggina í 20—30 ár. lnnri salur er mjög óvist- legur. Uppi er líka salur, þannig að þarna cr mjöggott húsrými. Ef staðnum yrði breytt, settir góðir stólar, hljómsveitapallur stækkaður, komið upp skemmtilegri ljósaskreyt- ingu, innri salur teppalagður og settur á dúkur í skemmtilegum litum uppi og þar settir sófar og komið upp kaffi- og brauðsölu eins og á öðrum veitingastöðum, yrði hann einn bezti staðuriiin í bænum. Alveger svo skil- yrði að söngvari og hljómsveit fylgd- ust með timanum og spiluðu ný lög sem hægt er að dansa gömlu dansana eftir. Snyrtiaðstaða er svo óskapleg i Ingólfscafé að enginn myndi trúa því sem ekki hefur komið þar. Þar er einn vaskur, stíflaður og brotinn. Lítill brotinn spegill og engin sápa eftir kl. 11.30. Búið er að eyðileggja hana og handklæðið orðið að gólf- tusku og ófært er orðið inn á salerni. Ef bréfrúlla er á staðnum er hún strax rifin niður. Það er leiðinlegt að þurfa að lýsa umgengni kynsystra sinna þannig, en því miður satt. Inn á salerni karlanna hef ég ekki komið. En oft hefur þurft hlífðarskó- fatnað til að ganga þar fram hjá. Eitt enn er sérstakt við Ingólfscafé. Þjónustustúlkur, dyraverðir og hljómsveitarmenn taka þátt í dansin- um svo oft stendur á að fá veitingar, þaðer öl, annaðer ekki til á borðin. Ég tek undir með þeirri sem áður hefur skrifað um þetta. Er ekki kominn timi fyrir heilbrigðisyfirvöld að gera eitthvað í þessu og eins fyrir háttvirtar nefndir að gefa út almenn- ar reglur um skemmtistaði. A VILMUNDUR AND- STÆÐINGUNUM SIGURINN AÐ ÞAKKA? Aðalbjörn Arngrímsson frá Hvammi skrifar: Eftir nýafstaðið þingrof og stjórnarmyndun ætti engum að dylj- ast hvern einstakan alþingismanna ber hæst og aðrir óttast mest. A ég þar við Vilmund Gylfason núverandi dómsmálaráðherra. Þótt nú einhverjir skuggasveinar sleiki sár sín undan vendi Vilmundar er það með ólikindum hvað óttinn við hann á hærri stöðum er mikill og mun honum verða haldið við fram að kosningum ef að likum lætur. Ekki get ég hugsað mér að Vil- mundur Gylfason gæti haldið svo magnaða framboðsræðu að hún afl aði honum nema brots af því fylgi sem örvæntingaróp óttans hjá and- stæðingum hans sjá honum fyrir með fálmkenndri auglýsingastarfsemi sinni. Hvort hann festist í þeim gildr- um sem fyrir hann verða lagðar á hin- um stutta ráðherraferli skal engu um spáð. Þar hefur þó verið nefnt Hauksmál sem á sínum tima orkaði tvimælis um hvernig að var staðið frá dómsyfirvalda hálfu og fleira mun komaá eftir. Sagan endurtekur sig. Langt er nú siðan einn mesti stjórnmálaskör- ungur sem ísland hefur alið mætti svo hatrömum ofsóknum að nær gekk heimilishelgi og -friði til starfa. Vilmundur Gylfason er að álili bréfritara sá sljórnmálamaður sem hscst her og aðriróttast mcst. l)B-m\nd Kagnar. Sérstaklega væri framsóknannönn- um gott aðminnast þessaðenn muna gamlir samherjar Jónasar frá Hriflu þær skefjalausu ofsóknir sem á hon- um dundu seint og snemma og við munum einnig hvernig hann kom stærri og sterkari undan hverju höggi. Væri nú ekki hugsanlegt að Vil- mundur gerði það líka og ætti þá sigur sinn andstæðingum sinum að þakka. Við teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 244 DL, 1979, sjálfskiptur, m/vökvastýri, ekinn 12 þús. skiptum fyrir ódýrari bíl 7.2 millj. VOLVO 244 DL, 1978, sjálfskiptur, ekinn 30 þús. I skiptum fyrir bein- skiptan VOLVO árg. 73—75 6.6 millj. VOLVO 244 DL, 1978, ekinn 18 þús., beinskiptur, skipti á VOLVO árg. 72—74 6.0 millj. VÖLVO 245 DL, 1977, sjálfskiptur, ekinn 36 þús. Skipti á eldri VOLVO 6.0 miHj. VOLVO 244 DL, 1977, beinskiptur, ekinn 36 þús. Skipti á VOLVO árg.73—75 5.3 millj. VOLVO 244 DL, 1976, ekinn 60 þús., beinskiptur, skipti' á nýrri VOLVO 5.0 millj. VOLVO 244 GL, 1976, beinskiptur, skipti á VOLVO árg. 72—74 5.5 millj. VOLVO 244 DL, 1975, beinskiptur, ekinn 59 þús. 4.5 millj. VOIiVO fié VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Spurning dagsins Varstu spennt(ur) fyrir úrslitum í próf- kjörum f lokkanna? Rúna Knútsdúttir skrifstofumaður: Nei, alls ckki. Ég hef engan áhuga á þessu. Niels Gíslason, bílstjóri hjá Mjólkur- samsölunni: Jú, ég var niest' spcnntur fyrir að sjá hvort Benedikt Gröndal yrði i I. sæti hjá Alþýðuflokknum. Það var svo mikill áróður fyrir kcppinautn- um. (iisli Júlíusson verkfræðingur: Já, ég fylgdist með prófkjörunum og tók sjálfur þátt ieinu. Halldóra Jónsdóttir húsmóðir: Já, ég er spennt fyrir þessu. Ég hef ekki ennþá tekið þátt í prófkjöri sjálf en fer kannski i dag (mánudag). mm Sigrún Sigurðardótlir húsmóðir: Ekk- ert sérstaklega. Mér cr nokkuð sama hvernig þclla fcr. Allt cr í óreiðu hvori sem er! : Ingimundur Ingimundarson skipsljóri: Ég fylgist með og er spennlur fyrir öll- um úrslitum í prófkjör.um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.