Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR30. OKTÓBER 1979. Loðnuveiðibann yf irvofandi á morgun: LODNUUTGERDARMENN VIUA VIKU FREST Afli íslenzku loðnubátanna á haustvertíðinni nú er rétt að ná 400 þúsund tonna markinu og norsku loðnubátarnir veiddu a.m.k. 125 þús- und tonn úr íslenzka stofninum yið Jan Mayen í haust þannig að alls er búið að veiða á sjötta hundrað þús- und tonn úr honum. Svosem DBhefurskýrt frá komust norskir og íslenzkir fiskifræðingar að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, eftir tvo leiðangra fyrr á árinu, að ráðlegt væri að veiða ekki nema 600 þúsund tonn úr stofninum alls á haust- og vetrarvertíð. Vetrarvertíðin hefst ekki fyrr en eftir áramót og verði haldið fast við þetta mark má aðeins veiða innan við 100 þúsund tonn sem bátarnir geta gripið upp á nokkrum dögum ef vel gcngur. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur kom úr enn einum loðnu- leiðangri um hejgina en í gær treysti hann sér ekki til að tjá sig um hvort niðurstöður hans bentu til að auka mætti aflamagnið umfram 600 þús. tonna markið. Bjóst hann við að Ijúka gagnavinnslu síðdegis í dag og eftir að hafa svo borið niðurstöður saman við norskar niðurstöður væri hægt að gefa ákveðnar ábendingar í málinu. Norskur fiskifræðingur kom hingað um helgina með gögn Norð- manna. Þá stendur til að sjávarútvegsráðu- neytið fundi siðdegis í dag með hags- munaaðilum i sjávarútvegi og fiski- fræðingum. Fullvíst er talið að ráð- herra muni að þeim viðræðum lokn- um taka ákvörðun um stöðvun veið- anna fram yfiráramót. Því til viðbótar verði vetrarvertíð- in ef til vill skipulögð þannig að veiðar verði ekki leyfðar nema á þeim tímum sem hagkvæmastir eru með tilliti til staðsetningar loðnunnar, hrognamagns o.fl. Verði veiðarnar stöðvaðar nú er það álit útgerðarmanna að gefa beri bátunum a.m.k. sjö daga umþótt- unartíma. Sumir gætu verið á leið út, er bannið yrði sett á, aðrir að bíða löndunar o.s.frv. Nú er allt upp i 2 sólarhringa sigling á miðin og annað eins til baka. Nokkra daga getur tekið að fylla bátana á miðunum svo útgerðarmenn fara fram á nokkra daga til að hætta veiðunum. -Í.S Prófkjðrsseðill Alþýðuflokksins fyrir Alþingiskosningar i Reykjaneskjördæmi 1979 ATHUGIÐ: — Kjósaverðuriöllsætin — Ekki má kjósa sama Irambjóðanda nema íeitt sœti — Úhelmilt er að bæta nöfnum á seðilinn 1. sæti 2. sætí 3. sæti 4. sæti S. sæti ÁsthildurÓlafsdóttir ÁsthildurÓlafsdóttir X Guörún Helga Jónsdóttir Guðrún Helga Jónsdóttir Guðrún Hetga Jónsdóttir Gunnlaugur Sfefánsson I Gunnlaugur Steténsson Karl Steinar Guönason Kjartan Jóhannsson X Ólafur Björnsson ÓlafurBjörnsson ÓlafurBjörnsson Ólafur Björnsson ÓlafurBjornsson X Örn EiðSSon ÖrnEiösson Orn Eiðsson Örn Eiðsson Ógildur seðill? l.r svona seðill pjldur eða ÓRÍIdur'.' í fyrstu lalninj>u i prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi voru seðlar af þessu iu«i taldir gildir og atkvæði reiknuð Olal'i Björnssyni. Þó stendur efst á seðlinum: „Kjósa verður í öll sætin". Með því að þau fjögur, sem eru í framboAi til 5. sælis, hafa verið kosin í sætin ol'nr eins (i« t.d. á þessum seðli, verður enujnn eftir lil ao kjósa i 5. sætið! „ Eiga ógildir seðlar að ráða sætaskipan?" — spyrja stuðningsmenn Gunnlaugs Stefánssonar ,,Eiga þá ógildir seðlar að ráða úr- slitum um sætaskipun á lislanum?" sögðu stuðningsmenn Gunnlaugs Stef- ánssonar alþingismanns í gær. Þá hafði Ólafur Björnsson útgerðarmaður 3 at- kvæði umfram Gunnlaug í baráttu um 3. sæti A-listans. Stuðningsmenn Gunnlaugs sögðu, að Ólafi hefðu verið reiknuð 3 atkvæði af seðlum, þar sem ekki var kosinn neinn í 5. sæti. Reglur í prófkjörinu voru, að kjósa yrði í öll sætin. Því væru þessi atkvæði ógild og þeirÓlafurog Gunnlaugurjafnir. „Þelta eru annmarkar prófkjörs- kerfisins, en fara verður eftir reglum," sögðu þessir stuðningsmenn Gunn- laugs. .Ölafur Björnsson sagði í viðtali við DB, að hann hefði heyrl, að þeir Gunnlaugur yrðu jafnir, ef 3 atkvæði, sem honum voru reiknuð, yrðu talin ógild. „Hitl gelur hver maður séð, að með kúnstum má stilla seðlinum þannig upp, að hann gengur ekki upp," sagði Ólafur Björnsson. Hann taldi, að yrðu þeir taldir jafnir, mæiti reyna að „telja út úr" þeim öðrum seðlum, sem taldir hefðu verið ógildir. ogsjá, hvor þeirra væri nær sælinu. Alþýðuflokksmenn á Reykjanesi bjuggu sig undir endurtalningu i gær- kvöld, en sumir töldu, að alkvæði í 90 manna kjördæmisráði i kvöld mundu verðaaðskera úr um ágrcininginn. HH Litíö inn hjá Salóme og Jóel í Mosfellssveitinni: „Það kostar sitt að rísa undir merkjum" „Satt að segja stilaði ég upp á 4. sæt- ið, baráttusætið i næstu kosningum, i prófkjörinu. Að hreppa hið þriðja var mun betri árangur en ég átli von á. Þelta kom mér mjög á óvart. Ég bið fyrir kveðju og þakkir til fólksins sem studdi mig með drengskap og dugnaði. Þelta er sigur þess. Núna tekur alvaran við. Ég geri mér grein fyrir að það kostar sitt að rísa undir merkjum. Ég get ekki lofað meiru en að gera mitt bezta." Salóme Þorkelsdóttir hefur orðið. Hún hlaut þriðja sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi i prófkjöri um helgina. DB leit inn hjá þeim hjónum, Salóme og Jóel Kr. Jóelssyni, garðyrkjubónda í Mosfells- sveitinni í gær. Beiðni um stult spjall i tilefni af ágætum prófkjörssigri var vel tekið. Við Hörður nutum þess ríkulega meðan á heimsókninni slóð að einhver hugulsamur fjölskylduvinur hafði gaukað dýrindis risakonfeklkassa að fjölskyldunni í lilefni dagsins. Síminn hringdi linnulitið. Hamingjuóskum rigndi inn á heimilið. Salóme Þorkelsdóttir var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Hún hefur verið i hrcpps- ncfnd í Mosfellssveit síðan I966 og er varaoddviti Mosfellinga yfirstandandi kjörtímabil. Athygli hefur vakið undanfarið að f'ærri konur en áður virðast veljast í framboð hjá stjórnmálaflokkunum i „örugg" og „volg" sæti. Að öllum lík- indum verður Salómc ein úr fámennum hópi kvenfólks sem tekur sæti á næsta Alþingi. ,,Ég skil ekki hvers vegna þessi staða virðist komin upp hja konum. Ég hel' litið svo á að konur væru á uppleið hvað varðar þátttöku i félagsmálum hvers konar og stjórnmálabaráttu. Konur hafa þroskazt smám saman sem virkir þátttakendur í stjórnmálum. Margar konur hafa tekið þátl í próf- kjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Áranguri'n er ekki í samræmi við fjö.ld- ann, sem tekur þátt í þeim. Við verðum að herða okkur." Áltu þér einhver hjartans mál til að flytja inn í þingsali ef þú nærð kjöri í desember? ,,Ég ætla að bíða eftir kosningabar- áitunni sjálfri til að leggja fram slefnu- skrána! En óneitanlega kemur kjör- dæmamálið fyrst upp i hugann. Það er útilokað að Reyknesingar þoli að ganga cnn einu sinni til kosninga sem annars eða þriðja flokks kjósendur. Þvi verður að breyta." Siemmningin í röðum sjálfstæðis- manna fyrir kosningarnar? „Hún er góð. Við ætlum að minnsta kosti að vinna þingsætið í kjördæminu sem við töpuðum. Og ég vona að fólk gefi Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að standa eða falla með verkum sínum. Ég sé enga ástæðu til annars en að hugsa hátt. Aður var vinstri sveifla i heiminum. Nú er sveifla til hægri. Ég vona að við höfum góðan byr." En hvað viltu þá segja um ólguna sem virðist staðreynd i Sjálfstæðis- flokknum. Framboð sjálfstæðismanna í tvennu lagi í tveimur kjördæmum sýnir eitthvað annað en einhug í ykkar röðum.eða hvað? „Ég vil engan dóm leggja á þessi til- teknu mál. Heimamenn þekkja bezl til þeirra. Mér finnst leiðinlegt þegar ólgar „Kjördæmamálið efst á blaði hjá mér" — segir Jóhann Einvarðsson, nýr maður í 1. sæti á lista Framsóknar íReykjaneskjördæmi „Það er engin spurning um það að kjórdæmaniálið vcrður efst á blaði hjá mér," sagði Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavik i viðtali við DB cn hann varð efstur i skoðanakönnun l'ramsóknarmanna i Reykjaneskjör- dæmi sem f'ram fór um siðustu helgi. „Ég tel kjördæmarnálið vcra stórl réttlætismál og þá ekki sízt fyrir okkur hér á Suðurnesjum." Jóhann Einvarðsson, sem verið hefur bæjarstjóri í Kcflavik siðan siðla sumars árið 1970, sagði að hann tcldi cngan vafa á því að hann mundi hætta störfum sem bæjarstjóri ef hann yrði kjörinn alþingismaður i þingkosningunum i desember næst- komandi. „Ég held að enginn geti sinnt þcss- um störfum — bæjarstjóra- og þing- mannsstarf'inu — saman. Þó ekki væri reiknað nema með þeim tima scm færi i að ferðast á milli Kefla- víkur og Reykjavikur á degi hverj- um," sagði Jóhann. „Auk þess sem svo er rétt að haf'a hugfast, að enginn getur þjónað Iveimur herrum. Auk þeirra marghálluðu þjóðmála sem ég reikna með að laka þáit i af'- greiðslu a — fari svo að ég vcrði kjör- inn á þing — eru margs konar mál- efni sem sérslaklega varða Reykja- neskjördæmi og ég hef mikinn hug á að koma fram," sagði Jóhann Ein- varðsson. „Treysta þarf atvinnumálin í kjör- dæminu mjög og þá þarf að hafa mjög í huga þátl sjávarútvegs og fisk- iðnaðar. Orkumálin eru mjög i brennidepli og nú er verið að Ijúka við hitavæðingu nær allrar.byggðar- innar á Suðurnesjum með orku frá Svartsengi. Möguleikar á raforku frá Svartsengi eru einnig miklir og hefur verið undarlega hljóll um það siðustu mánuði. Með þvi að nýta möguleik- ann við Svartsengi má fresta um nokkurn tíma frekari orkufram- kvæmdum og auk þess draga nokkuð endurnýjun raflinunnar út á Suður- nes sem er mun dýrari f'ramkvæmd 'cn nauðsynlegar framkvæmdir til rafmagnsframleiðslu við Svarts-- engi." Jóhann Kinvarðs.von. .lóhann sagði að atvinnutækifæri scm lengd væru orkuverinu við Svartsengi væru sér ofarlega í huga. Þar mæili nefna ylrækt og efnaiðnað ýmiss konar. Iðnaður byggður á af- urðum Alversins í Slraumsvik væri einnig mjög áhugaverður. Að lokum gat Jóhann þess að þær vonir sem tengdar væru við saltverksmiðjuna á Reykjanesi væru engan veginn ein- vörðungu bundnar við saltfram- leiðslu þó vafalaust væri rétl að leggja aðaláherzlu á það i byrjun. Svo gæti vel farið að ýmsar hliðar- framleiðslugreinar yrðu einnig mjög áhugaverðar. Jóhann Einvarðsson cr fæddur arið 1938 í Reykjavík. Hann starfaði í fjármálaráðuncytinu frá 1958, varð bæjarstjóri á ísafirði í ágúst árið 1%6 og gegndi því þar til hann varð bæjarstjóri í Keflavík árið 1970. Hann hefur aUlrci áður verið á lista til framboðs, hvorki lil Alþingis né bæjarstjórnar. Hann cr kvæntur Guðnýju Gunnarsdóttur og eiga þau ivo dr'engi, cllefu og þreltán ára, og tveggia áradóitur. -óí; Salóme og Jócl. Á veggiiiini er rlsastór Ijóímynd af Sicrúnu Hjalmtýsd6llur, Diddú í Spilverkinu, si-m er len(>dadóllir þeirra. Sambýlismaöur hennar it Þorkell. eilt þrigeja barna þeirra hjóna. Og svo eru barnabörn- in orðin fjögur. DB-mynd Hörflur. í stjórnmálaflokkum, bæði minum og öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur og rúmar fjölda fólks með ólíkar skoðanir. Menn eiga að geta starfað þar saman árekstralítið. Og ég hef á tilfinningunni að fjölmiðlar blási svonamál upp." Hér þótti við hæfi að setja punkl. Og þakka fyrir spjall, kaffi og konfckl. -ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.