Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. FLEETW00D ÞARFNAST FISKS FRÁ ÍSLANDI —blaðamadur DB dvaldi íFleetwood á dögunum, fylgdist meö löndun úr íslenzkum báti og ræddi við ráðamenn fiskiðnaðarþar Fleetwood þarfnast fisks frá Islandi. Það er í stuttu máli niður- staða sú sem liggur fyrir eftir heim- sókn blaðamanns DB til Fleetwood, hafnarbæjarins á vesturströnd Eng- lands. íslenzk skip hafa landað fiski i nokkrum mæli í Fleetwood að und- anförnu en það hefur ekki verið stöðugt og það því skapað vandræði á fiskmarkaðnum. íslenzk fiskiskip landa á þremur stöðum á Bretlandi, þ.e. Grimsby, Hull og Fleetwood. Grimsby og Hull eru við Humber á austurströndinni þannig að þangað er talsvert lengri sigling eða sem nemur tveimur sólar- hringum í túr. Verðið sem fæst fyrir fiskinn er hins vegar svipað og lönd- unarkostnaður þannig að sparnaður ætti að vera að þvi að auka söluferðir íslenzkra skipa til Fleetwood. Þá fá íslenzku skipin strax af- greiðslu þar sem þau eru ekki í neinni samkeppni við flota Fleetwoodbúa þar sem þau fáu skip sem þeir eiga eftir eru á makrílveiðum. Fleetwood- búar treysta því á ferskfisksölu ís- lenzkra skipa og vilja auka hana að mun. Sem stendur er um fjórðungur landana íslenzkra skipa á Bretlandi í Fleetwood. Fleetwoodhöfn hefur átt í erfið- leikum þar sem útgerð hefur dregizt mjög saman og við lá að loka yrði höfninni í vor. Eftir útfærslu ís- lenzku fiskveiðilögsögunnar hafa fiskveiðar Fleetwoodbúa dregizt mjög saman og nú stunda aðeins fáein skip þaðan makrílveiðar undan Bretlandsströndum. Blaðamaður DB dvaldi nokkra daga í Fleetwood og ræddi við ráða- menn fiskiðnaðar þar. Þau viðtöl fara hér á eftir og einnig viðtal við skipstjórann á Vestmannaeyjabátn- um Sigurbáru sem landaði í Fleet- wood á sama tíma. Þá fylgdist Dagblaðið einnig með uppboði á afla Sigurbáru og mun segja frá því síðar. _jh Doris Newsham, f ramkvæmdastjóri John N. Ward útgerdarfyrirtækisins: „ Við treystum á að íslendingar sjái okkur fyrir fiskr — Fleetwood hef ur orðið útundan við f isksölur íslendinga íBretlandi „Okkar togarar hafa aldrei fiskað við ísland," sagði Doris Newsham framkvæmdastjóri John N. Ward út- gerðarfyrirtækisins í Fleetwood. „Togararnir voru á veiðum við Skot- lando^g írlanden viðhöfum núengan fisk ttf þess að veiða þar vegna fisk- veiðis'tefnu Efnahagsbandalags Evrópu. Við áttum 9 togara áður en nú aðeins þrjá og þeir eru allir á sölu- skrá. Útgerðarfyrirtækið John N. Ward er yfir eitt hundrað ára gamalt en vegna þessara breyttu viðhorfa höfum við sett upp umboðsskrifstofu fyrir landanir erlendra fiskiskipa í Fleetwood. Við þörfnumst fisks sár- lega og treystum á íslendinga að sjá okkur fyrir fiski en auk þess fáum við fisk frá Færeyjum. Fleetwood hefur orðið útundan varðandi fisksölur í Bretlandi. íslend- ingar þekkja Grimsby og Hull betur og því fær Fleetwood aðeins um fjórðung af þeim fiski sem íslend- ingar selja í Bretlandi. Fisklöndun er því ekki stöðug hér og það veldur okkur miklum vandræðum. Fisk- löndun er hins vegar stöðug í Grimsby þótt íslendingar landi þar ekki. Það má hins vegar benda á það að það er mun styttri sigling frá íslandi til Fleetwood heldur en til Grimsby Díiri.s Newsham framkvæmdastjóri umboðsfyrirlækisins John N. Ward i Fleetwood. Skipsljórinn á Sigurbáru Alli Siyurnssdii kannar niAurslöAur sölunnar mcfl framkvæmdasl.jóra umboAsfyrirlækisins Doris Newsham. og Hull. Löndunarkostnaður er vel sambærilegur á þessum stöðum og verði landanir reglulegar í Fleetwood þá hækkar verðið á fiskinum. Sé hins vegar ekki stöðugur fiskur á okkar markaði þá missum við okkar við- skiptavini. Þá má benda á það að löndun í Fleetwood er mjög fullkomin og tekur stuttan tíma. Nýlega hefur verið tekin i notkun sjálfvirk dæla við löndunina sem skilar fiskinum þvegnum á land og ætti það að auka líkumar á hærra verði fyrir fiskinn. Það verður að fást sem bezt verð fyrir fiskinn til þess að fiskimennirnir séu ánægðir og ferðin borgi sig. Þess vegna þykir okkur æskilegt að verðið sé yfir 500 kr. fyrir hvert kg, en ferðin borgar sig vel sé verðið á milli 400og500kr. Ég tel að þorskastríðið sé gleymt og okkar skip tóku engan þátt í því. Því viljum við gjarnan eiga meiri við- skipti við íslendinga. Það má heldur ekki gleyma þætti Helga Zoéga um- boðsmanns íslenzku skipanna hér en hann vinnur mjög gott starf. Það gerir m.a. það að verkum að hér eru engir tungumálaerfiðleikar milli um- boðsfyrirtækisins og íslenzku áhafn- anna." -JH J AFNAR 0G STOÐ- UGAR LANDANIR NAUÐSYNLEGAR — með þvíverður markaðurinn tryggður og slíkt hækkar f iskverðið „Við þurfum um 200 tonn af fiski á viku hér í Fleetwood," sagði Harry Fairbotham formaður stjórnar fisk- kaupenda í Fleetwood er blaðamaður DB ræddi við hann og aðra nefndar- menn í Fleetwood á dögunum. „Þetta þýðir það að við þurfum að meðaltali tvo báta eða togara frá íslandi og þrír á viku væri kjörið. Skip frá öðrum löndum koma síðan inn á milli með fisk hingað. Fleetwood er ekki nógu þekkt á íslandi og það kann að ráða því að útgerðarmenn og skipstjórar leita hingað ekki í nógu ríkum mæli þrátt fyrir það að ýmislegt mæli meðslíku. Fleetwood fær nú um fjórðung af þeim fiski sem landað er í Bretlandi en annað fer til Grimsby og Hull. Hér er alltaf landað á einum degi og skipin tekin strax þannig að þau þurfa ekki að biða. Þessu veldur að ekki er samkeppni frá heimaflota þannig aö þau skip eru ekki tekin fram fyrir þau íslenzku. Tekin hefur verið í notkun ný löndunardæla, sú fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi, og stefnt er að því að taka aðra slíka í notkun. Við leggjum áherzlu á það að það munar tveimur dögum á siglingu til Fleetwood og það dregur sig saman að geta bætt þeim við veiðarnar. Þá sparast einnig um 5 þúsund pund vegna minni oliueyðslu. Fleetwood á í erfiðleikum og fær takmarkaða hjálp frá brezku stjórn- inni, enda verðum við að standa á eigin fótum. Atvinnuleysi hér er á bil- inu 5—7% og er það nokkuð yfir þjóðarmeðaltali. Sá fiskur sem fisk- kaupmenn i Fleetwood kaupa er seldur um allt land og höfnin í Fleet- wood hefur eigið flutningakerfi. Eigin floti Fleetwoodbúa veiðir makríl sem seldur er til Rússlands og Nígeríu. Ástandið í löndunarmálum í Fleet- Framfaranefnd Fleelwood or fulllrúar fiskkaupenda er ræddu við DagbiaAio' um vanda Fleclwood. wood var orðið svo slæmt að allt benti til lokunar hafnarinnar í vor. Það hefur nú breytzf til batnaðar, sérstaklega vegna löndunar íslenzkra' skipa. Þar hafa Helgi Zoega umboðs- maður og Doris Newsham fram- kvæmdastjóri umboðsfyrirtækisins John N. Ward unniö mikið og gott starf. Ef Islendingar geta aukið það magn sem þeir selja hér á viku yrðu viðskiptin mun öruggari. Þau myndu byggjast upp'og slíkt myndi tvímæla- laust hækka verðið á fiskinum. Það er ákaflega mikilvægt að fá stöðugar landanir og að skip komi hingað aftur og aftur. Með því að vita um sölu, t.d. með viku fyrirvara, standa aðilar mun betur að vígi. Það hefur verið komið upp nýtízku fisksölumarkaði í Fleetwood og vinnuaflið er i jafnvægi við hina nýju tækni. Þaö þekkjast því varla verk- föll. Markaðurinn er alltaf opinn, að þvi undanskildu að ekki er tekið við fiski i kringum jól og áramót, þ.e. frá 21. desember til3. janúar." -JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.